Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Laugardagur 7. apríl 1973.
ORMURINN
í BLÁBERINU
„Svei attan!", sagði
Helga.
,,En sá viðbjóður!" sagði
Sigga.
,,Hvað er það?" sagði
fullorðin systir þeirra.
„Það er ormur", sagði
Helga.
„Á bláberinu", sagði
Sigga.
„Drepið hann þá", sagði
Björn litli.
„Hvaða læti eru þetta úr
af einum smáormi!" sagði
fullorðna systirin með
nokkurri þykkju.
„Já, þegar við fórum að
hreinsa bláberin...",, sagði
Helga.
„Þá skreið hann út úr því
stærsta," hélt Sigga áfram
sögunni.
„Og hefði nú einhver étið
bláberið", sagði Helga enn.
„Nú, þá hefði hann étið
orminn með," sagði Sigga.
„Nú, og hvað um það?"
sagði Bjössi litli.
„Að éta orm, hugsið ykk-
ur það!" sagði Helga.
„Og bíta hann í sundur!",
sagði Sigga.
„Hvað sýnist ykkur!"
sagði Björn litli og hló við.
„Nú er hann að skríða á
borðinu", sagði Helga.
„Æ, blásið þið honum
burt", sagði fullorðna
systirin.
„AAerjið þið hann með
fótunum," sagði Björn litli
glottandi.
En Helga tók lyngblað og
sópaði orminum á það með
varúð og bar hann út í
garðinn. Þá sá Sigga að
spörfugl sat á skíðgarðin-
um og horfði í vígahug á
orminn. Hún tók þá blaðið
með orminum á og bar það
út í skóg og faldi það undir
bláberjarunni. Fugla-
vargurinn gat nú ekki
fundið fylgsni ormsins.
Hvað verður nú fleira
sagt um veslings bláberja-
orminn? Hvað mundi vera
sögulegt við svona grey?
Hvermundi eigi vilja búa í
svo hressandi, ilmandi rós-
leitu smáhýsi úti í skógar-
kyrrðinni, innan um blóm
og grænt lauf?
Nú var kominn tími til
miðdegisverðar og nú borð-
uðu þau öll bláber með
rjóma.
„Hrúgaðu ekki of miklu
sykri á, Bjössi", sagði full-
orðna systirin. En diskur
Björns litla var eins og
snjóskafl á vetrardegi, en
sæist á eitthvað bláieitt
undir.
Eftir máltíðina sagði
fullorðna systirin: „Nú höf-
um við lokið öllum blá-
berjunum og höfum ekkert
skilið eftir til vetrarins. Ég
vildi að við ættum tvær
körfur fullar af nýjum
berjum. Þau gætum við
hreinsað í kvöld og soðið á
morgun og borðað svo
seinna pönnukökur með
bláberjasætu!"
„Komdu, viðskulum fara
út í skóg og tína ber", sagði
Helga.
„Já, það skulum við
gera", sagði Sigga. „Þú
tekur gulu körfuna, en ég
tek þá grænu".
„Villist þið nú ekki og
komið aftur fyrir kvöldið!"
sagði fullorðna systirin.
„Ég bið að heilsa blá-
berjaorminum, sagði Björn
litli í ertni. „Ef ég hitti
hann aftur, mundi ég telja
mér heiður að éta hann upp
til agna".
Nú fóru þær Helga og
Sigga út í skóg. Þar var nú
ekki Ijótt að vera! Gangan
var þó erfið. Urðu þær að
klifra yfir fallna tréstofna
og smeygja sér gegnum
runnana og berjast við mý-
flugurnar. En hvað gerði
það til! Þær voru létt-
klæddar, telpurnar, og skil-
aði þeim vel áfram og fóru
þær æ lengra og lengra inn í
skóginn.
Hér var nóg af krækiberj-
um og hrútaberjum og öðr-
um berjum, en lítið af blá-
berjum.
Telpurnar gengu nú
lengra og lengra og komu
loks að stórum skógi úr biá-
berjalyngi, þótt ótrúlegt
megi þykja. Hér hafði
skógurinn brunnið áður, en
nú var* þar hver bláberja-
runnurinn af öðrum, svo
langt sem augað eygði, og
voru alþaktir fögrum, full-
þroskuðum berjum. Slíka
berjamergð höfðu þær
aldrei séð fyrr, telpurnar.
Helga tíndi og Sigga tíndi
og báðar átu.
Innan skamms voru
körfurnar fullar.
„Nú skulum við fara
heim," sagði Sigga.
„Nei, við skulum tína
meira", sagði Helga. Nú
settu þær frá sér körfurnar
og fóru að tina í svuntu
sína. En þess var ekki langt
að bíða, að þær yrðu fullar.
„Nú skulum við fara
heim", sagði Helga.
„Ja, nú er víst bezt að
halda heim á leið", sagði
Sigga.
Svo tók hvor sína körfu í
aðra hendina, en hélt á
svuntunni með hinni. Siðan
héldu þæraf stað heim. En
það var hægar ort en gert.
Þær höfðu aldrei farið svo
langt inn í skóginn. Þar var
enginn vegur eða troðning-
ur, og þær urðu þess brátt
varar, að þær voru farnar
að villast. Skuggarnir urðu
æ lengri og lengri, fulgarnir
flugu heim í hreiður sín og
dögg tók að falla. Loks
gekk sólin til viðar og varð
þá svalt og rokkið i skógin-
um.
Börnin fóru nú að verða
óttaslegin, en héldu þó
áfram göngunni og bjugg-
ust við að skóginn mundi
loks þrjóta og að sjá rjúka
heima hjá sér. En er þær
höfðu lengi gengið datt
myrkrið á, þær voru þá
komnará mikla sléttu, sem
var vaxin runnum. Þegar
þær skyggndust um sem
bezt þær gátu í myrkrinu,
þá sáu þær að þær höfðu
gengið stóran bug, því að
nú voru þær komnar aftur
að hinum fögru bláberja-
runnum, þarsem þær höfðu
fyllt körfurnar sínar og
svunturnar með verjum.
Nú voru þær orðnar þreytt-
ar og setturst niður á stein
og fóru að gráta.
„Ég er svo svöng," sagði
Helga.
„Já", sagði Sigga, „ef
við hefðum nú tvær vænar
smurðar brauðsneiðar með
kjöti ofan á".
Óðara en hún sleppti orð-
inu, fann hún allt í einu að
eitthvað lá í kjöltu hen-
hennar. Og þegar hún gáði
að var það stór smurð
brauðsneið með dilkakjöti
ofan á. í sama bili sagði
Helga: „Hvað er nú þetta,
ég hef allt í einu smurða
brauðsneið í hendinni".
„Og ég eins", sagði
Sigga, „ætlar þú að borða
þína?"
„Já, mér detturekki ann-
að í hug", sagði Helga.
„Bara að ég hefði nú vænt
glas af mjólk með".
Og óðara en orðinu var
sleppt, hafði hún mjólkur-
glas í hendinni. Þetta þykir
mér undarlegt!"
En af því að telpurnar
voru svangar, átu þær og
drukku meö beztu lyst.
Þegar þær höfðu etið lyst
sína, fór Sigga að geispa og
sagði: „Æ, ég vildi ég hefði
nú mjúkt rúm, svo að ég
gæti sofið nægju mína!"
Óðara sá hún fallegt
mjúkt rúm við hliðina á
sér, og Helga annað eins.
Þeim þótti þetta æði undar-
legt, en af þvi þær voru
syf jaðar, hugsuðu þær ekki
frekarum það, en lögðust í
rúmin, lásu kvöldbænirnar
sínar og breiddu upp yfir
höfuð. Að vörmu spori féllu
þær í fasta svefn.
Sólin var hátt á lofti er
þær vöknuðu aftur. Þá var
fagur sumarmorgun í
skóginum og fuglarnir
fiögruðu kvakandi í kring-
um þær. Nú urðu þessi und-
ur þeim óskiljanleg, þegar
þær sáu að höfðu sofið í
bláberjarunnunum. Þær
litu hvor á aðra og á rúmin,
sem voru gerð úr mosa og
laufi, og skínandi lin breytt
yfir.
Loks sagði Helga: „Ertu
vakandi Sigga?"
„Já", svaraði hún.
„En mig er að dreyma
enn þá", sagði Helga.
Framhald á morgun
Fórnarvika hjálparstofnunar þjóðkirkjunnar:
40 MILLJÓNIR, EF
LANDSMENN SPÖR-
UÐU EINA MÁLTIÐ
ÞJÓÐKIRKJAN heldur fórnar-
viku i fjórfta skipti, og aö þessu
sinni hefst hún á sunnudag, en
lýkur næstkomandi iaugardag.
Þá er ætlazt tii þess, aó fóik, sem ,
þessu vili sinna, spari viö sig, en
láti i þess staö fé af höndum
rakna til hjálparstofnunar kirkj-
unnar, sem viöa hefur komiö viö
sögu þegar neyö steöjar aö.
Það er að sjálfsögðu margt,
sem fólk getur dregið við sig, sér
algerlega að meinalausu, svo að
ekki sé meira sagt, og stutt
þannig hjálparstofnun þjóðkirkj-
unnar, án þess að leggja á sig
auka útgjöld. Mjög er auðvelt að
neita sér um eina máltið, kaffi-
brauð nokkra daga, eina kvik-
myndahúsaferö, einn vindlinga-
pakka eða það, sem kostnaðar-
samara er: Ferð i samkomuhús
bæjarins.
Til dæmis má nefna, að neituðu
allir landsmenn sér um eina ein-
ustu máltið, sem varlega er áætl-
un tvö hundruð krónur á mann,
myndu sparast fjörutiu milljónir
króna. En þaðeru fjármunir, sem
sums staðar i heiminum myndu
nægja til þess að framfleyta
fjögur þúsund manns i heilt ár —
fólki, sem ella yröi hungri og
kröm að bráð.
Þjóðkirkjan mun hvorki bjóða
merki né happdrættismiöa i fórn-
arvikunni, heldur einungis
treysta á frumkvæði fólks sjálfs.
En þeir, sem það gera, geta
treyst þvi, að fjármunir verða
notaðir þar, sem þeirra er sár
þörf. Allir vita, hve hjálparstofn-
unin hefur oft og myndarlega rétt
hjálparhönd, en svo gerast lika
stundum harmleikir, sem litt er
getið i fréttum, og einnig i slikum
tilvikum hefur hjálparstofnuninni
stundum auönast að lina kvöl og
þjáningar.
t fórnarvikunni, sem nú hefst
um helgina, verður mest áherzla
lögð á eflingu neyðarsjóðs,
A móti gjöfum i fórnarviku
verður tekið hjá sóknarprestum
og i biskupsskrifstofu og eins má
leggja peninga á giróreikning
20.000.
Appelsínufjallið, sem hvarf
VIÐ höfum sagt frá fiski-
manninum á eynni Tjörn i
Búhúsléni, sem gekk bæ frá bæ og
safnaði stórfé handa ís-
lendingum vegna eldgossins i
Eyjum, án þess að taka af þvi
eyri í þóknun eða ferðakostnað
handá sjálfum sér.
Nú hefur Sigriður J. Hannes-
dóttir skrifað okkur frá Gauta-
borg um flóðin tvö, sem hún
nefnir svo: hraunflóðið i Eyjum
og peningana, sem flæða i ís-
landssöfnunina frá góðviljuðu og
fórnfúsu fólki i Sviþjóð. Þegar
hún hefur farið nokkrum orðum
um fiskimanninn Louis Jakobs
son, nefnir hún dæmi önnur:
„Ávaxtasalar tóku sig saman
og mynduðu tuttugu smálesta
appelsinufjall i húsakynnum
stærstu verzlunarmiðstöðvarinn-
ar hér á Gautaborgarsvæðinu.
Hluti af andvirði þess átti að
renna til islandssöfnunarinnar,
og „fjallið” hvarf eins og dögg
fyrir sólu.
Skipafélagið Stena-Line, sem
heldur uppi ferðum oft á dag á
milli Gautaborgar og Friðriks-
hafnar, lækkaði fargjöldin um
helming i eina viku og lét and-
virði allra miða renna óskipt til Is
landssöfnunarinnar. Alla dagana
var boðið upp á góða skemmtun
og þeir, sem skemmtu, gáfu fyrir
sitt leyti það, er þeir hefðu ella
borið úr býtum. Það var þröngt á
þingi um borð i Stena-Danica,
enda voru þar jöfnum höndum
sænskar húsmæður að taka sér
ferð á hendur til þess að kaupa i
sunnudagsmatinn, danskar hús-
mæður að drýgja matar-
peningana með kaupum á sænsku
kaffi og velviljað fólk af ýmsum
stigum, er vildi styrkja gott
málefni. Áhrifanna af verkföllun-
um i Danmörku fór ekki að gæta
fyrr en þessi vika var liðin.”