Tíminn - 19.04.1973, Qupperneq 4

Tíminn - 19.04.1973, Qupperneq 4
4 TÍMINN Fimmludagur 19. april 1973. Stærsti bræðsluofn í Evrópu Stærsti bræösluofn i Evrópu, ofn. nr. 5 i járn-og stáliöjuver- inu i Novolipetsk i Evrópuhlut Sovétrikjanna, hefur skilað frá sé fyrstu steypujárnsblokkinni. Efnin tekur 3200 rúmmetra og það þarf tvo járnbrautarfarma af járnmálmi til þess að fylla hann, enda er hann næstum 10 metra hár. Þessi risavaxni ofn getur framleitt 2.2 milljónri tonna á áriaf hrjájárni. Er fljót- andi járn tappað af ofninum 16-20 sinnum yfir daginn. í sam- ræmi við nútima tæknikröfur er hið nýja járnbræðsluver buið fullkomnustu loftræstingu og tækjum til að hreisa brennslu- gas og rykagnir úr loftinu til þess að koma i veg fyrir loft- mengun. Drykkjusýki mikið vandamól í Evrópu Afengissýki er alvarlegasta þjóðfélags- og heilbrigðis- vandamál Evrópu á vorum dögum samkvæmt umsögn svissneska prófessorsins, dr.P. Kielholz. A læknaráðstefnu, sem haldinn var fyrir stuttu i V-Þýzkalandi, sagði dr. Kielholz um 2% af öllum ibúum Evrópu þjást af ólæknandi drykkju- sýki .Drykk jusýkin færist stöðugt til yngri árganga. Frá árinu 1959 til 1969 hækkaði tala drykkjuskuklinga yngri en 19 ára um meira en helming. Misnotkun áfengis hefur einnig aukizt eysilega meðal kvenna, og dr. Kielholz benti á, að i öllum Evrópulöndunum hefði aukning meðal kvenna yngri en 30 ára numið meira en 50% seinustu 10 árin. Enn fremur andmælti prófessorinn þeirri almennu hugmynd, að alda annarra eiturhefna hefði minnkað áfengisneyzluna, en benti á hið gagnstæða. Komið hefur i ljós, að um 50% allra drykkjusjúklinga, neyta eða misnota önnur sterk efni eða lyf. Nakti karlinn bara brúða Þýzkt fyrirtæki framleiddi ný- lega mjög vel gerða tilrauna- brúðu. Hún var i fullri likams- stærð, og hægt var að taka af henni hendur og fætur, og sömuleiðis mátti losa hana við hvaða vöðva sem var, hjarta og innyfli. Akveðið var, að ein slfk brúða færi til skóla nokkurs i Val de Marne héraði i Frak- landi. Starfsmaður verk- smiðjunnar, sem framleitt hafði brúðuna, tók að sér, að fara með hana og afhenda hana kaupendum. Þar sem brúðan, sem reyndar var karlmaður, var algjörlega klæðalaus, sveipaði maöurinn um karlinn teppi eftir aö hafa komið honum fyrir i framsæti bilsins. Þegar hann hafði komið karli sæmi- lega fyrir, ákvað hann að bregða sér i mat, áður en hann lagöi af staö i ferðina. Læsti hann bilnum og fór inn i næsta veitingahús. Nokkru siðar gekk kona framhjá. Henni varð litið inn i bflinn og fannst sem sæi i þann likamshluta karl- mannsins, sem venjulega er öllum hulinn. Brá henni heldur betur i brúnj en horfði þó á manninn nokkru lengur. Þá tók hún eftir nöktum en stirðum fótum, sem stóðu út undan teppinu. Var stellingin likust þvi, sem hér væri um lfk að ræða. Nú brá konunni enn meir, og hún flýtti sér strax i næsta simaklefa og hringdi til lögregl- unnar og tilkynnti að dauður maður sæti i bilnum. Lögreglan kom með vælandi sirenur. Sáu þeir strax, að biilinn var læstur, en létu sig hafa það að brjóta rúðu og ná i ,,likið.” Þegar starfsmaður brúðufyrirtækisins kom aftur út úr matsölunni, var billinn hans horfinn, og það eina, sem eftir var, var smá- hrúga af glerbrotum úr bil- rúðinni, og þar hjá stóð lögregluþjónn á verði. Lög- reglumaðurinn varð að útskýra fyrir manninum, hvað komið hafði fyrir, en gekk það vist ekki sem best. „Billinn þinn er á lögreglustöðinni,” sagði hann, „hinum megin i borginni. Við gátum ekki skilið hann eftir hér á götunni, þegar búið var að brjóta úr honum rúðuna. Það hefði einhver getað stolið brúðunni þinni.” Lögreglu- þjónninn brosti afsakandi, og bætti svo við: „Þar við gætist. að þú hafðir lagt bilnum ólög- lega, svo hér er stöðumæla- sektin.” ★ Fékk hníf í höfuðið Það gerist æði margt i bótbolta- kappleikjum, sem efnter til i út- löndum. Þessi mynd var tekin á fyrstu deildar leik i Skotlandi nú fyrir nokkrum dögum. Lögreglumaðurinn heldur á ungri stúlku, sem hefur fengið hnif i höfuðið. Taldi lögreglan, að einhver hinna 36.400 áhorfenda hefði hreiniega kastað frá sér hnifnúm, án þess að ætla að henda honum i ein- hvernákveðinn. Leikurinn, sem stóð yfir, var á milli Aberdeen og Celtic i Pittodrei. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þessa atburðar. Nafn stúlkunnar hefur verið birt. Heitir hún Patricia Allan, 16 ára gömul. Henni var leyft að fara heim til sin af slysavarð- stofu, eftir að læknar höfðu gert að sárum hennar. Patricia hefur sagt, að þetta hafi ekki reynzt eins slæmt og leit ut fyrir, hún væri aðeins með kúlu á höfðinu, og hnifurinn hafi rétt aðeins farið i gegn um skinnið. Þetta verður þó ekki til þess, að ég hætti við að fara á fótbolta- leiki, segir hún, en þó er hún ekki viss um, hvort hún fari i framtiðinni að horfa á áður- nefnd lið. Mjög mikill fjöldi fólks slasaðist á þessum kapp- leik.allsum 50 manns, og þar á meðal einn lögregluþjónn. Tuttugu manns voru teknir fastir á meðan á leiknum stóð. Borðaði fólkið inatinn fyrir framan útvarpið i gamla daga. ----------M 3-20 DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.