Tíminn - 19.04.1973, Side 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 19. april 1973.
Kappræðu-
fundurFUF og
Heimdallar
Frásögn Ómars Kristjánssonar
formanns FUF
Myndin er af kappræðufundi FUF og Heimdallar í Sigtúni, cn salurinn var þéttsetinn. Tímamynd:
Róbert.
Félagungra framsóknarmanna
i Reykjavik skoraöi á Heimdall,
félag ungra sjálfstæðismanna til
kappræðna fyrr i þessum mánuði.
Tóku Heimdellingar boðinu og
var fundurinn haldinn i Sigtúni,
mánudagskvöld 11. april. Á
fundinum var rætt um stefnu
stjórnarandstöðunnar. Þrir ræðu-
menn frá hvoru félagi töluðu og
sluttu þeir fyrst framsöguræður
og siðar á fundinum töluðu þeir
allir.
Ómar Kristjánsson, formaður
FUF setti fundinn, og gat hann
þess i setningarræðu sinni, aö
stefna stjórnarandstöðunnar væri
mjög óljós og ófullmótuð. Væri
þvi full þörf á að fá unga sjálf-
stæðismenn til að ræða málin til
þrautar.
Framsögumenn af hálfu ungra
framsóknarmanna voru Guð-
mundur G. Þórarinsson, verk-
fræðingur, Elias Jónsson, blaða-
maður og Björn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri SUF. Af hálfu
Heimdallar töluðu, Ellert B.
Schram, alþingismaður, Harald-
ur Blöndal, lögfræðingur og Geir
Waage, guöfræðinemi.
1 ræðu sinni sagði Guðmundur
G. Þórarinsson m.a. að sú
stjórnarandstaða, sem nú situr,
er stefnulaus og úrræðalaus, hug-
laus og grútmáttlaus. Taldi hann
verkefni stjórnarandstöðu væri
að finna beztu leiðirnar til hags-
bóta fyrir land og þjóð, ef þeim
likaði ekki stefna stjórnarinnar.
En núverandi stjórnarandstaða
bendir ekki á nein úrræði, en
tönnlast sifellt á þvi, að eina heil-
ræðið sem hægt væri að gefa land
og þjóð, væri að fella þessa rikis-
stjórn, sem nú situr. Taldi Guð-
mundur, að stefnan einkenndist
af málflutningi um ágreining
milli ráðherra. Til þess væri mál-
gagn Sjálfstæðisflokksins nýtt til
þrautar, til að rægja ákveöna
ráðherra, ota mönnum saman
með slúðursögum og rógi. Guð-
mundur galdi, að þetta væri þaul-
hugsað herbragð, en að þetta yrði
ekki til að auka traust almenn-
ings á stjórnmálum og stjórn-
málamönnum.
Guðmundur benti á að land-
helgismálið væri veigamesta
málið, sem núverandi rikisstjórn
heföi fengizt við og visaði i endur-
minningar Mcmillans, þar sem
hann tekur fram, að tslendingar
megi ekki senda málflytjanda til
Haag og benti Guð-
mundur á hina slæmu samninga
sem gerðir voru 1961. t siðari
ræðu sinni sagði Guðmundur, að
málsvörum stjórnarandstöðunn-
ar færist ekki að tala um gengis-
fellingar, og hafi enginn rikis-
stjórn á tslandi fleiri gengisfell-
ingar að baki en sú, sem nú er i
stjórnarnandstöðu. Guðmundur
benti á að viða i útlöndum reyndi
stjórnarandstaða að benda á betri
úrræði til lausnar vandanum og
oft væri stjórnarandstaðan með
meiri kröfur um sparnað i rikis-
útgjöldum heldur en stjórnin.
Ellert B. Schram sagði, að allur
timi framsóknarmanna færi i það
mikla baráttumál að leggja sinn
eigin flokk niöur.
Þá sagði hann, að þær gengis-
lækkanir, sem sjálfstæðisflokkur-
inn hefur staöið að, hefðu verið af
illri nauðsyn, en gengisfellingin i
vetur væri heimatilbúin og alls
ekki raunhæf.
Björn Björnsson gerði hin
miklu fundahöld sjálfstæðis-
manna að umtalsefni, sem væru
mikið auglýst undir einkunnar-
orðunum. Stöndum vörð um
þjóðarhag. Þættust þessir ágætu
menn halda þessa fundi til að
finna strauma fólksins, en fólkið
hefði ekki sýnt þessum funda-
höldum mikla athygli. Nefndi
hann sem dæmi, að á fundi á
Bolungavik mættu 10 áheyrendur,
og flestir þeirra á móti þeim
ihaldsmönnum, sem þarna töl-
uðu. Björn sagði, að þessi fundar-
sókn ihaldsins sýndi vel, hvað
þeir hefðu barizt vel i tveggja ára
stjórnarandstöðu. Björn minnti á,
að atvinnuástand á landinu hafi
aldrei verið betra en nú og þyrftu
menn ekki lengur að sækja út fyr-
ir landsteinana til að fá vinnu við
sitt hæfi, og væri hörgull á vinnu-
krafti i landinu i dag.
Björn minntist á landhelgis-
málið og sagði að þjóðin hafi stað-
fest, að samningurinn frá 1961 sé
einn hinn mesti óheillasamning-
ur, sem gerður hefur verið, og svo
segir Gunnar Thoroddsen, að
Þjóðin hafi staðfest samninginn
við Breta.
Geir Waage sagði, að þeir, sem
sitja nú i rikisstjórn væru mestu
stjórnmálaklaufar sem i ráð-
herrastólana hefðu komið. Hann
taldi, að hvorki hefði gengið eða
rekið i landhelgismálinu vegna
ósamkomulags milli ráðherra.
Elias Jónsson taldi, að hið eina
markverða, sem komið hefur frá
núverandi stjórnarandstöðu væri
vantrauststillagan, sem borin var
fram rétt fyrir áramót og vitnaði
hann i ummæli Ólafs Jóhannes-
sonar, um þessa stjórnarand-
stöðu, að hún væri óábyrgasta
stjórnarandstaða, sem nokkru
sinni hefði verið til, sem léti sig
engu skipta um þjóðarhag.
Hann benti á, að núverandi
stjórnarandstaða hefði ekki bent
á eitt einasta úrræði i efnahags-
málum og minnti menn á að nú-
verandi rikisstjórn hefði tekið við
1200millj. kr. skuldabagga af frá-
farandi rikisstjórn 1971, en undir
viðreisnarstjórninni áttu ts-
lendingar heimsmet i verkföllum,
en nú hafi verið tryggður vinnu-
friður.
Haraldur Blöndal gerði að um-
talsefni, hve lengi Framsóknar-
flokkurinn hefði þráð að eignast
barn. Nú hefur honum orðið að
ósk sinni, þegar hann eignaðist
sina eigin rikisstjórn. Hann sagði
að ráðherrar Framsói'narflokks-
ins i rikisstjórn hafi algjöran for-
gang, en sagði það sina skoðun,
að þar hafi hvorki gengið né rek-
ið. Halldór taldi alveg fásinnu, að
verja ekki málið fyrir Haagdóm-
stólnum. en þar lægi alveg ljóst
fyir, að þar mundum við vinna og
ságðist hann treysta framsóknar-
manninum Sigurði Gizurarsyni,
lögfræðingi, mjög vel til þess að
verja málið fyrir hönd Is-
lendinga.
AÐALVINNINGUR ÁRSINS:
Mjög fallegt einbýlishús aö Espilundi 3, aö verðmæti
fnú þegar) kr. 6 milljónir.
100 bílavinningar, þ.á.m. Mercedes Benz 280 S að
verðmæti 1.774.000.00
&
Opel Manta sportbifreið að verðmæti kr. 782.000.00
%
Wagoneer ferðabifreið að verðmæti kr. 825.000.00
%
íbúöarvinningur mánaðarlega.
Sala á lausum miöum stendur yfir.
Endumýjun ársmiða og flokksmiða er hafin.
Verö óbreytl