Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Fimmtudagur 19. april 1973.
ALÞINGI
Umsjón:
Elias Snæland Jónsson
Ólafur Jóhannesson:
Landhelgin verður varin
og það með fullum þunga
ef ekki næst bróðabirgðasamkomulag í landhelgisdeilunni
EJ—Reykjavik. — Nokkrar umræður urðu i neðri
deild i gær um landhelgisgæzluna. í þeim umræðum
sagði ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, að
hann vonaðist til þess, að ekki þyrfti að koma til
hálfstyrjaldar á miðunum heldur tækist að leysa
landhelgisdeiluna með bráðabirgðasamkomulagi.
Tækist það hins vegar ekki væri það vafalaust ein-
róma vilji alþingis, að landhelgin yrði varin, og það
af fullum þunga. Það myndi gert, en til þess þyrfti
mun fleiri skip en Landhelgisgæzlan hefði nú til um-
ráða.Það gæti þvi þurft á margföldum fjárveiting-
um til þessara mála að halda, og það i skyndingu.
Umræðurnar urðu um tillögu
frá Sjálfstæðismönnum um, að 75
milljónir króna færu árlega i
landhelgissjóð, en þetta frum-
varp var til 2. umræðu.
Stefán Valgeirsson (F) mælti
fyrir áliti allsherjarnefndar, sem
lagði til að tillögunni yrði visað til
rikisstjórnarinnar. Sagði hann,
að fjárveitingar til landhelgis-
gæzlu hefðu hækkað mjög undan-
farin ár, eða úr 111.5 milljónum
1971 i 147.1 milljón 1972 og 276.6
milljónir á fjárlögum yfirstand-
andi árs. Til viðbótar hefði rikis-
sjóður nú yfirtekið lán vegna
landhelgisgæzlunnar að upphæð
136.1 milljón króna, og væri
greiðslubyrði þeirra vegna á
þessu ári 38.8 milljónir. Heildar-
greiðslur vegna landhelgisgæzl-
unnar i ár væri þvi 315.4 milljónir,
eða um 203.9 milljónum meiri en
árið 1971.
Þingmaðurinn sagði, að þessar
auknu fjárveitingar, og svo
heimild sú, sem rikisstjórnin fékk
til að taka 100 milljón króna lán
vegna smiði gæzluskips, sýndi
hug rikisvaldsins nú til land-
helgisgæzlunnar, og væri þvi rétt-
ast að visa frumvarpinu til
hennar.
ólafur Einarsson (S) mælti
fyrir áliti minnihlutans, sem lagði
til, að frumvarpið yrði samþykkt.
Jóhann Ilafstein (S) taldi það á
engan hátt þakkarvert, þótt
núverandi rikisstjórn hefði hækk-
að fjárveitingar til landhelgis-
gæzlu. Taldi hann, að með þeirri
afgreiðslu, sem nú væri á þessu
máli, væri verið að skilja við
málið með lúsablesahætti.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, sagðist skilja af-
greiðslu þingsins á þessu máli
þannig, að þingmenn vildu, að
ekkert yrði til sparað til að gera
Landhelgisgæzluna þannig úr
garði, að hún geti gegnt hlutverki
sinu. Þar gæti þurft miklu meiri
upphæðir en nefndar væru i þessu
frumvarpi, en i þessu máli þýddi
ekki að vera með smámunasemi.
Hann sagði, að núverandi
ástand væri að ýmsu leyti sam-
bærilegt við að vera i striði. Ef
ekki tækist að leysa deiluna með
bráðabirgðasa m kom ulagi og
áfram yrði um árekstra á miðun-
um, þá þyrfti á miklu fjármagni
að haida til þessara mála. Menn
hefðu orðið að þola ásakanir og
ögranir um, að ekki hefði verið
farið fram með nægilegri hörku.
Menn yrðu hins vegar að gera sér
Ijóst, að ekki væri hægt að verja
þetta stóra svæði með núverandi
skipakosti. Hann myndi þvi gera
kröfu til þess, ef á þyrfti að halda,
að ekkert væri til sparað til að
kaupa eða leigja skip. Það gæti
þurft að leigja mörg skip á næst-
unni, og þýddi ekkert að telja
fjármagnið eftir I þvl sambandi.
Spurningin væri aðeins.hvort við
ætlum að standa við það.sem við
höfum sagt og verja fiskimiðin
eða ekki.
Hann kvaðst ekki mundi sætta
sig við að vera sakaður um að
gera ekki sitt itrasta til að verja
landhelgina, en fá svo ekki
nauðsynlegt fjármagn.
1 þvi sambandi væri auðvitað að
ýmsu leyti skynsamlegt að land-
helgissjóður hefði fasta tekju-
stofna. En ef hins vegar færi
áfram sem nú horfir þá væri ekki
hægt að binda sig við sjóðinn. Þá
gæti þurft margfalda fjárveitingu
og það i skyndingu.
Forsætisráðherra minnti á, að
hann hefði reynt að hrinda af stað
landssöfnun til landhelgissjóðs.
Kosnlngar á fundi
einaðs Alþingis í
sam-
EJ—Reykjavik. — 1 gær var kjör-
ið i tvær milliþinganefndir I sam-
einuðu þingi.
1 nefnd til að kanna þátt flutn-
ingskostnaðar i mismunandi
vöruverði I landinu o.fl. voru
kjörnir Vilhjálmur Hjálmarsson,
Haukur Hafstað, Magnús Reynir
GuðmundSson, Sverrir Her-
mannsson, Gunnar Gíslason.
í nefnd til að gera tillögur um
markmið, leiðir og mörkun al-
mennrar stefnu I byggðamálum
voru kjörnir Steingrímur Her-
mannsson, Helgi Seljan, Ingvar
Gislason, Karvel Pálmason, Lár-
us Jónsson, Matthias Bjarnason
og Pétur Pétursson.
Þá var Gunnar Sigurðsson,
Seljatungu, kjörinn i stjórn
Áburðarverksmiðjunnar í stað
Péturs Gunnarssonar, og Sigur-
jón Hilariusson var kjörinn I
varastjórn Húsnæðismálastofn-
unar rikisins I stað Sigurrósar
Sæmundsdóttur.
Loks var Gunnar Sigurmunds-
son, Vestmannaeyjum, kjörinn
varamaður i stjórn Viðlagasjóðs I
stað Guðmundu Gunnarsdóttur,
sem hafði sagt af sér þvi starfi.
Útvegsmenn á Suður-
nesjum álykta
FRUMVARP til laga um breyt-
ingar á banni þvi,sem gilt hefur
um veiöar með botnvörpu og flot-
vörpu i Faxaflóa var til umræðu á
stjórnarfundi i útvegsmanna-
félagi Suðurnesja, þann 9. april
s.l. A fundinum var gerð eftir-
farandi samþykkt:
„Otvegsmannafélag Suöur-
nesja mótmælir harðlega laga-
frumvarpi þvi, er lagt hefur verið
fram á Alþingi, um að heimilaðar
verði veiðar með dragnót og botn-
vörpu i Faxaflóa”.
1 greinargerð með samþykkt-
inni er m.a. bent á nauðsyn þess
að farið sé að með fullri gát, við
hagnýtingu fiskistofna okkar.
Þór halastýfði landhelgisbrjót
Þó—Reykjavik. — Varöskipið
Þór skar á vira brezka togarans
Aldershot GY-612 um klukkan ell-
efu i gærmorgun.
Þór kom að togaranum, þar
sem hann var að veiðum 14 sjó-
milur noröaustur af Hvalbak.
Viraklippurnar voru settar út og
tókst að skera á báða vira togar-
ans.
Aldershot hefur komið við sögu
landhelgismála bæði fyrir og eftir
útfærslu. Togarinn var til dæmis
einn hinn siðasti,sem tekinn var
innan 12 milna markanna og
færður til hafnar fyrir útfærsluna
1. september siðast liðinn.
Enginn vafi sé á þvi, að i Faxa-
flóa séu einhverjar alþýðingar-
mestu fiskuppeldisstöðvar okkar.
Bent er á reynslu okkar af friðun
Faxaflóans fyrir tog- og drag-
nótaveiðum árið 1952, en á
þeim tima hafði gengið svo á
stofninn i flóanum að heita mátti,
að allur fiskur væri uppurinn,
Fljótlega eftir friðunina kom i
Ijós, að fiskur fór að aukast og afli
varð allgóður i önnur veiðarfæri.
Þegar þessi friðun var svo af-
numin, seig allt strax á ógæfu-
hlið, og á endanum varð að gripa
til friðunar að nýju.
Við höfum nú fært landhelgina
út I 50 milur, til hagsbóta fyrir
framtiö okkar, en meö þvi ætlum
við aö vernda fiskstofnana i
N-Atlantshafi. Það er þvi mjög
ótimabær hugmynd, og ekki stór-
mannleg, að ætla að veita
heimild til veiða með umræddum
veiðarfærum i Faxaflóá.
Fundurinn beinir þeim til-
mælum til þingmanna Reykja-
neskjördæmis, að þeir beiti sér
fyrir þvi, að frumvarp þetta mái
ekki fram að ganga.
Ilann hefði talið , að allir
islendingar myndu telja sér skylt
að taka þátt i henni. Samstaða
allra flokka hefði náðst, og skipuð
nefnd, sem nú hefði skiiað af sér.
Söfnunarféð væri um 27 milljónir
króna, og væri það engan veginn
litil fjársöfnun. Þvi miður hefði
þátttakan ekki verið eins almenn
eins og hann hefði vonazt til. Mest
vonbrigði hefðu það verið sér,
hversu sorglega hefði áskort
framlög af hálfu þeirrar stéttar,
sem hefði mátt ætla að teldi máliö
hvað brýnast, þ.e. sjómannastétt-
arinnar, — þótt þar væru
vissulega margar heiðarlegar
undantekningar. Sér hefði fundizt
meiri þungi liggja á bak við bréf-
in frá skipstjórunum 18, ef vitað
væri hversu mikið þeir hefðu lagt
af mörkum til þess að efla land-
helgissjóð.
Forsætisráðherra minnti siðan
á, að sérstök nefnd væri að kanna
möguíeikana á smiði, kaupum
eða leigu á gæzluskipum.
Að lokum sagði hann, að hann
vonaði, eins og allir aðrir, að hægt
væri að finna bráðabirgðalausn á
deilunni við Breta og V-Þjóð-
verja. Sér væri það mikið áhuga-
mál, að slík lausn fyndist. Þá
yrðu auðvitað báðir aðilar að
vera við þvi búnir, að slaka eitt-
hvað á. Hann vonaði að giftusam-
lega tækist að leysa málið með
bráðabirgðasamkomulagi i stað
þess, að lenda a.m.k. i hálfstyrj-
öld. En ef samkomulag tækist
ekki, þá teldi hann það vilja
Alþingis, að landhelgin yrði varin
og af fullum þunga. Hann myndi
gefa landhelgisgæzlunni
fyrirmæli um slikt á meðan hann
færi með mál hennar.
Sjo ný
lög
EJ-Reykjavik. — 1 gærkvöldi
og i dag voru eftirtalin frum-
vörp samþykkt sem lög frá
Alþingi:
Frumvarp um jöfnunarverð
á sementi.
Frumvarp um launaskatt,
sem felur i sér niðurfellingu
þess skatts af tekjum
sjómana.
Frumvarpið um breytingar
á lögum um tekjuskatt og
eignaskatt.
Frumvarpið um breytingu á
lögunum um tollheimtu og
tolleftirlit.
Frumvarpið um heimild
fyrir rikisstjórnina að selja
nokkrar eignir rikissjóðs.
Frumvarpið um breytingu á
lögum um Stofnlánadeild
landbúnaðarins.
Frumvarpið um
atvinnuréttindi skipstjórnar-
mannar.
Þá var visað til rikis-
stjórnarinnar, frumvarpi um
breytingu 'á lögum um
almannatryggingar.
Fjárauka-
lög fyrir
1970
EJ-Reykjavik. — A fundi
sameinaðs þings i gær voru
samþykkt fjáraukalög fyrir
árið 1970.
Þá var einni þings-
ályktunartillögu visað til
rikisstjórnarinnar, og fjallaði
hún um fjárlagaáætlanir.
Annasömu þingi
lokið
þess að mæta þvi þunga áfalli,
sem fbúar Vestmannaeyja og öll
þjóðin hafa orðið fyrir vegna
jarðeldanna á Heimaey. Hafa þar
þó einungis fyrstu skrefin verið
stigin til varnar og sóknar. Við
vonum öll, að til hins versta komi
ekki, og við eigum eftir að sjá
Vestmannaeyjar taka á ný sæti
sitt I þjóðarbúskapnum. Höfðing-
leg hjálp frændfólksins á Norður-
löndum er okkur ómetanf.
styrkur, eykur bjartsýni og
öryggi i þeim mikla vanda, sem
við er að etja.
Ég þakka hv. þm. og hæstv.
rikisstjórn fyrir góða samvinnu.
Deildaforsetum og varaforsetum
þakka ég gott og náið samstarf.
Skrifurum þingsins þakka ég
mikilsverða aðstoð og gott starf.
Starfsfólki Alþingis færi ég
alúðarþakkir fyrir ágætt framlag
til þingstarfanna. Þingmönnum
óska ég góðrar heimferðar,
góðrar heimkomu og gleðilegs
sumars, og læt i ljós þá von, að við
hittumst öll heil að hausti. öllum
landsmönnum óska ég árs og
friðar”.
Þvi næst kvaddi Gunnar Thor-
oddsen, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, sér hljóðs,
og þakkaði fyrir hönd þingmanna
fyrir hlýjar óskir forseta. Færði
hann forsetanum beztu óskir og
þakkir fyrir ánægjulegt samstarf,
og tóku þmgmenn undir oro nans
með þvi að risa úr sætum.
Þá var komið að sjálfum þing-
lausnunum, og gekk forseti
Islands, dr. Kristján Eldjárn, i
salinn og las upp forsetabréf
um þinglausnir, svofellt:
„Alþingi, 93. löggjafarþing,
hefur lokið störfum. Mun ég þvi
slita Alþingi i dag”.
Sleit hann þvi næst þingi og
óskaði þingmönnum velfarnaðar
og gleðilegs sumars, og þjóðinni
allra heilla. Bað hann þingmenn
taka undir þá ósk til þjóðarinnar
með þvi að risa á fætur, hvað þeir
gerðu. Þá sagði forsætisráð-
herra: heill forseta vorum og
fósturjörð — Island lifi! Hrópuðu
þingmenn þá ferfallt húrra fyrir
landi og þjóð.
gjöfin sem
gleður
allir kaupa
hringana hjá
jíMri A T
Skólavörðustíg 2