Tíminn - 19.04.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 19.04.1973, Qupperneq 15
Fimmtudagur 19. april 1973. TÍMINN 15 Því fólki bóndi á K jarnsstöðum, en konurnar á fimmtudögum. Þetta er að sjálfsögðu hin mésta heilsu- bót, og ættu fleiri að taka þátt i henni en nú er. Að leikfiminni lok- inni förum við svo i sundlaugina, sem er þarna við húsvegginn. — Er fólk upp eftir öllum aldri i þessu? — Af karlmönnunum er ég aldursforsetinn. Að visu hef ég ekki stundað þetta alveg stöðugt, en þó alltaf annað slagið frá byrj- un. Þess ber að geta, að leikfimin er stunduð i leikfimihúsi barna- skólans að Leirá. Það hús er sér- lega vistlegt og þar er gott að vera. — Og er leyfilegt að spyrja, hversu gamall þú ert? — Já, mikil ósköp. Það er ekki heldur neitt leyndarmál. Ég er rétt liðlega sextugur. Hestar og háskólanám. — Þegar við ókum hér heim traðirnar, sá ég, að þú ert öldung- is ekki hestlaus. Hvað áttu mörg hross? — Það eru vist tuttugu og fimm hrosshöfuð á bænum eins og er. Annars er bezt að þú talir um hestana við konuna mina, þeir eru mest á hennar vegum. — Þá geri ég það. Er þetta satt, Margrét? — Nei, nei, langt i frá. Við eig- um hrossin bæði jafnt, eins og alla aðra hluti. Og reyndar þó ekki við tvö, heldur öll fjölskyldan. — En ert þú aðal tamninga- manneskjan? — Nei, ekki heldur. Það er hún dóttir okkar — og svo auðvitað bóndi minn lika. Mér þykir vænt um hestana, en fer litið á bak nú- orðið. — Þá er að snúa sér að ungfrú Ragnheiði, fyrst maður er á ann- að borð farinn að tala við kven- þjóðina: Er það rétt, að þú sért aðal-tamningahetjan á bænum? — Ég vil ógjarna titla mig hetju i þeim efnum en ég hef ákaflega gaman af hestum. Ég hef verið að fást við hesta siðan ég var barn, og ég hef átt hest frá þvi ég man fyrst eftir mér. — Hvenær byrjaðir þú að temja? — Ég eignaðist brúnskjóttan Drengur á 14. ári óskar eftir að komast á gott sveitaheimili i sumar. Upplýsingar í sima 81851 eft- ir hádegi. fola, þegar ég var tiu ára. Hann varð mitt fyrsta viðfangsefni. — Gaztu tamið hann ein? — Ekki alveg. Ég varð að fá dá- litla hjálp, þvi að hann var alltaf nokkuð ódæll. Ég á hann enn, og hef á honum mikið dálæti. — Svo stundar þú nám i Há- skólanum. Samrýmist þetta ekki illa — Það læt ég allt vera. Það er mjög dýrmætt að geta skroppið hingað uppeftir annað slagið, hitt fjölskyldu sina og endurnýjað kunningsskapinn við hestana. — Gætið þú hugsað þér að verða bóndakona, eftir allt langskóla- námið? — Ég myndi nú heldur vilja vera bóndi en bóndakona, þvi að mér þykir betra að vera úti en inni. — Þá er það nú frú Margrét. Þú sverð af þér alla hestamennsku, en þó vildi bóndi þinn skrifa hest- ana að mestu á þinn reikning. — Já. Ætli hann hafi ekki gert það vegna þess, að ég er frá miklu hrossahéraði komin. Ég er Vest- ur-Húnvetningur. — Kanntu ekki neitt illa við þig á Suð-vesturlandi? — Ekki núorðið. Það er miklu votviðrasamara hér en i minum heimahögum, og lengstaf kunni ég miklu verr við mig hér en fyrir norðan, en nú er ég farin að venj- ast þvi að vera hér. Kann meira að segja orðið vel við mig. Höldum þrifnaðarhátið. — Fyrst þú vilt ekki tala neitt við mig um hesfana, væri kannski ekki úr vegi, áð þú segðir mér eitthvað frá börnunum ykkar? — Nær lagi væri það. Við eignuðumst fimm börn, en auk þess erum við að ala upp dreng sem hefur verið hér frá átta á aldri. Sumt af þessu fólki er nú flogið úr hreiðrinu, einn sonur býr á Akranesi og annar i Keflavik. Dóttir okkar er að læra þjóð- félagsfræði í Háskólanum og er alltaf annað veifiðhér heima. Það er hún, sem var að tala um hest- ana vjð þig áðan. Svo eru tveir drengir heima og fóstursonurinn þar að auki. Fyrst þú ert að skrifa þetta um okkur, mátt þú gjarna láta þess getið, að mér lizt ekkert á þessa þjóðhátiðarhugmynd, sem allir eru að tala um. Ég vil helzt, að við sýnum landi okkar virðingu með þvi að laga til í kringum híbýli okkar og fegra umhverfið yfir- leitt. Það mætti svo halda ball á eftir, þegar búið væri að taka vei til alls staðar. Þetta held ég að væri miklu betur viðeigandi en einhver múgsamkoma á Þing- völlum með brennivinsþambi og öllu sem þvi fylgir. Eftirminnilegir einstaklingar. — Mig langar þá að spyrja þig, Þorgrimur, hvort ekki hafi verið eitthvað af sérkennilegu fólki á Akranesi, þegar þú varst að alast þar upp? Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - 5imi 22804^ iSS al ti lanti' Byggingartaekni- fræðingur Starf fyrir byggingartæknifræðing er laus til umsóknar hjá opinberri stofnun. Starfið er einkum fólgið í áætlunargerö og annarri undir- búningsvinnu um framkvæmdir, og eftirliti með fram- kvæmdum.Byrjunartimi gæti veriö samkomulagsatriði. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, óskast send til afgreiðslu blaðsins fyrir 1. mái n.k, merkt: „Byggingartækni”. — Attu við flakkara eða fáráð- linga? — Nei. Ég var alveg eins mikið að hugsa um fræðaþuli og sagna- meistara. — Gott. Það vill nefnilega svo til, að á Akranesi voru ekki til neinir skringifulgar, en aftur á móti var þar mikið af merkilegu fólki, höfðingjum i sjón og raun, þó að fátækir væru, að minnsta kosti ef miðað er við nútimann. Ef ég ætti að fara að telja það allt upp, yrði það alltof langt mál, en á tvær konur vil ég minnast, sem ég kynntist þegar ég var barn, þótt báðar væru þær orðnar gamlar og slitnar, þegar ég sá þær fyrst. Um tima leigði hjá foreldrum minum Guðriður Guðmundsdóttir og börn hennar þrjú. Hún var þá orðin ekkja. Guðriður tók sliku ástfóstri við mig, að fátt eða ekk- ert var mér of gott. Þegar ég kom upp á loftið til hennar, setti hún mig löngum hjá sér og sagði mér sögur, raunverulegar og óraun- verulegar, um álfa' og huldufólk, bústaði þess og umsvif, og efast ég ekki um, að hún hefur séð það, sem hún sagði frá. Þessi gamla heiðurskona flutt- ist siðar til Hafnarfjarðar og það- an til Reykjavikur, en áður en hún kvaddi Akranes gaf hún mér fjármark sitt, sem ég nota ennþá. Börnin min hafa einnig tekið sér mörk, sem af þvi eru leidd. — En hin konan, sem þú minnt- ist á? — Já, hún Þórunn gamla. Sann- leikurinn er sá, að um hana veit ég sáralitið. Þegar ég sá hana fyrst, var hún orðin gömul, lotin og hnýtt i baki af langvarandi þrældómi. Hún hafði ofan af fyrir sér með tóvinnu tima og tima i einu, en þegar kraftarnir þurru og hún gat ekki lengur séð sér far- borða, var hún flutt á sina sveit, sem mun hafa verið fyrir vestan Borgarnes. Mér er þessi flutningur mjög i barnsminni. Þá voru ekki komin nein hafnarmannvirki á Akra- nesi, og skipið Suðurlandið, sem var i förum, lagðist eins og vant var á Krossvfkina, en fólk og far- angur var flutt á stórum upp- skipunarbáti á milli lands og skips. Ég var staddur niðri á bryggju og hafði veður af þvi, sem til stóð. Kannski hef ég ætlað að kveðja gömlu konun, þvi að hún var vinur allra barna. En þegar ég sá hana sitja grátandi á búlkanum og jafnvel suma ferju- mennina lita undan, féll mér allur ketill i eld. Þannig voru kjör gamla fólksins oft á þeim árum. Sem betur fer hefur það breytzt, þótt enn þyrfti um að bæta. Þjóðtrú. — Att þú ekki álagablett eða huldufólksstein i landareign jarð- ar þinnar? — Hvort tveggja á að vera til hér. Jón Ottason, skipstjóri á Akranesi, sem látinn er fyrir mörgum árum, hafði alizt upp hér á Kúludalsá. Hann kunni frá hvoru tveggja að segja. Á upp- vaxtarárum hans var hér torfbær og sneru burstir i suður, i átt að sjónum. Ferðamannaleiðin lá þá talsvert ofar og nær fjallinu, og sást ekki frá henni i baðstofu- gluggana. Algengt sagði Jón, að það hefði verið, þegar ferðafólk bar að garði i dimmviðri og hrið, svo að illratandi var, að það var spurt, hvernig það heföi farið að þvi að finna bæinn. Svarið var þá jafnan hið sama : ,,Nú, ég gekk á ljósið.” En þetta ljós, sem fólkið var að tala um, hafði ekki getað sézt úr bæjargluggum, og var þvi eignað huldufólksbyggð þar rétt hjá. — Hefur þú séð þetta ljós? — Kannski hef ég séð það, en ætli það sé ekki komið nóg af sliku. Minningar æskuáranna. — Vandmál nútimans. — Viltu segja mér eitthvað meira frá uppvaxtarárum þinum og uppruna? — Hvort tveggja er mér kær- komið umræðuefni. Ég fæddist á Akranesi árið 1913, og frá Akranesi á ég eingöngu- góðar minningar. Náttúrufegurð er þar mikil og fjallasýn við. Og þegar kvöldsólin er að ganga til viðar i góðu veðri með Snæfells- jökul i baksýn, finnst mér hart að gengið að reka börn i rúmið, enda var það ekki gert, þegar ég var drengur. Svo stóran sess, sem náttúru- fegurð Akraness skipar i huga minum og endurminningum, þá gerir mannfólkið það ekki siður. Það væri sannarlega freisting að minnast nána á það, bæði leik- félaga mina og fullorðna fólkiö, þótt þvi verði sleppt að sinni. Foreldrar minir hétu Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Jón Auðunsson. Móðir min fæddist og ólst upp i Belgsholti i Melasveit i hópi sex systkina, en faðir minn fæddist á Oddsstöðum i Lundar- reykjadal og átti lika mörg syst- kini. Hann var af svokallaðri Grundarætt. Foreldrar minir gengu i hjóna- band árið 1901 og bjuggu fyrst nokkur ár i sveit, unz þau fluttust til Akraness. Bæði nutu þau mannhylli og voru föður minum falin trúnaðarstörf, þar sem hann dvaldist. — Við verðum nú vist að fara að slá botninn i þetta, þótt gaman hefði verið að rabba lengur. Er ekki eitthvað, sem þig langar að taka sérstaklega fram, áður en við kveðjumst? — Mér finnst hlutur vinnandi stétta i þessu þjóðfélagi vera mjög vanmetinn. Eða á hverju ætlar þjóðin að lifa, þegar enginn fæst lengur til þess að yrkja jörð- ina eða sækja fisk á miðin, eins og nú litur helzt út fyrir að eigi eftir að verða? Það er illt verk, eins og nýlega hefur verið gert — og reyndar oft áður — að etja stéttum saman, og væri óskandi, að þeim sem vænta sér ávinnings af slikri iðju, yrði ekki að ósk sinni. Þeir, sem bera hag þjóðarinnar hvað mest fyrir brjósti, ættu að snúa sér að emb- ættismannakerfinu, svo rotið sem það er. Ég held lika, að hollt væri aö at- huga grunnskólafrumvarpið dá- litið nánar. Við ættum ekki að halda fjölmörgum nemendum nauðugum i skóla til fullorðins ára, heldur reyna að hjálpa þeim til þess að komast út i atvinnulif- ið, þar sem þeim hentar bezt. Fólkinu, sem vinnur að fram- leiðslustörfum til sjávar og sveita, verður seint að fullu laun- að. —VS. + 4 ! Tvær góðar | CANDY 2-45 hefur 18 þvottakerfi og er aöal- breytingin frá fyrri gerðum sú, að nú má þvo viðkvæm- an þvott í lengri tíma en áður, sparnaðarrofi tempr- ar eyðslu miðað við magn þvottar hverju sinni. Leiðarvísir á íslenzku fylg- ir. Hæð 92 sm, breidd 60 sm og dýpt 48 sm. VERÐIÐ ER KR. 35.000,00 CANDY 145 er í aðalatrið- um lik CANDY 2-45, en hef- ur 12 þvottakerfi. Þessi gerð fellur betur inn í inn- réttingar eins og myndin sýnir. Báðar vélarnar eru með trommlu úr ryðfríu stáli, en þvottapotturinn á „145" er einnig úr ryðfriu Stáli. Hæð 85 sm, breidd 60 sm og dýpt 55 sm. VERÐIÐ ER KR. 37.500,00 Verzlunin Skólavörðustíg Sími 26788 1—3 «■ 4 J> 4- J> 4 J> 4- J> 4 4 J> 4 J> 4 4 J> 4 a- 4 a- 4 «■ 4 a- 4 J> 4 J> 4 J> 4 J> 4 J> 4 J> 4 J> 4 a- 4 J> 4 J> 4 «- 4 J> 4 J> 4 ð- 4 J> 4 J> 4 3- 4 J> 4 J> 4 «■ 4 J> 4 ★☆★☆★☆★☆★■ír**********'******'***'**'**'***'*'*****'******'**'0*'**'********'**'0*'*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.