Tíminn - 04.05.1973, Qupperneq 5

Tíminn - 04.05.1973, Qupperneq 5
Föstudagur 4. mai 1973 TÍMINN 5 HÚSAAÓÐIRIN OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ Alþingishúsið 26. marz siðastliðinn, steig ég min fyrstu spor inn i Alþingishús fslendinga. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þetta væri lotningarverð stofnun, sem bera eigi virðingu fyrir, þar sem þetta er sá staður, sem ráðamenn is- lenzku þjóðarinnar hafa i heila öld reifað öll mál, stór og smá, sem skipt hafa þjóðarheill ein- hverju. Fg bjóst þvi við að verða fyrir einhverjum duldum áhrif- um, en þau áhrif létu á sér standa þegar inn var komið og litið var yfir þann hóp þingmanna, sem voru eða áttu að vera þar að störfum. Það hlyti að vera ánægjulegra fyrir þingmennina, ef hinn almenni borgari sýndi meiri áhuga en hann gerir, með þvi að heimsækja þinghúsið þegar t.d. vissir málaflokkar, eru teknir fyrir. Alþingi er eign allrar þjóðarinnar, en ekki þeirra þing- manna sem eiga þar sæti i það og það skiptið. Hver og einn þegn á rétt á að koma þangað og fylgjast með störfum þingmanna. Tel ég að stéttarfélög og vinnuhópar ættu að gera meira að þvi að heimsækja þingpallana. Gaman væri að vita hve margir islenzkir þegnar hafa stigið inn fyrir dyr alþingishússins? Hvernig væri að skólastjórar barnaskólanna sæju um að kennarar færu hver með sinn bekk og leyfðu börnunum að sjá þinghúsið? Börnin kæmust þá aðeins i snertingu við það, þó þau skilji kannski ekki mikið af þvi sem fram fer þar innan veggja. Auðvitað ætti að taka á móti hin- um ungu þegnum með mestu kur- teisi eins og öllum, sem þinghúsið sækja. Þingmenn skyldu hafa það hugfast, að þeir eru þjónar fólks- ins, en ekki fólkið þjónar þeirra. Hinu skulu þeir heldur ekki gleyma, að enginn veit hvar þingmannsefnin leynast. Eins eiga þeir að reyna að vera fyrirmynd þegnanna, bæði opin- berlega og i einkalifi. Hugrenningar húsmóður á þingpöllum Þegar ég stend i fyrsta skipti á þingpöllum og horfi yfir hið há- æruverðuga þing fljúga hinar ótrúlegustu hugsanir i gegnum huga minn. Þar á meðal, hvað myndu húsmæður nú gera, ef þær stýrðu rikisbákninu? Eins og góðum húsmæðrum sæmir, myndu þær byrja á að hreinsa i kringum sig t.d. með þvi að fara inn i hvert einasta rikisfyrirtæki gera þar ærlega hreingerningu, siðan kæmu þær fjármálunum i gott lag. Fyrst myndu þær halda vöruverðinu niðri á nauðsynjum, með þvi að hækka tolla á alls konar munaðarvörum t.d. siga- rettum og áfengum drykkjum. Auka skatta á öll ferðalög til út- landa. Hætta að veita vin i opin- berum veizlum nema viðkomandi ráðherra stæði undir kostnaðinum sjálfur. Léggja niður eða sameina sendiráðin. Fækka bönkum, þjóðnýta oliu- félög. Hætta greiðslum fyrir nefndarstörf, sem að minu mati eiga að vera þegnskylduvinna.Ef að þið lesendur góðir kæmust i nefndarbókina sem er mjög at- hyglisverð, sæuð þið sjálfir, að tilhneiging er til að hlaða nefndarstörfum á ákveðna póli- tiska og embættismannabrodda, en oftast þeir settir hjá, sem lið vilja leggja og áhuga hafa, en hugsa minna um launin. Um leið og greiðslum fyrir nefndarstörf yrði hætt, myndi leysast sá vandi að úthluta þeim, enda um leið ekki eins eftirsótt. Þaö er til félagsskapur, sem nefnist neyt- endasamtök, sem hvorki hafa dug né löngun til að þjóna hinum al- menna neytanda. Þarna myndu húsmæður hreinsa ærlega til, taka sjálfar að sér að hugsa um þarfir neytendanna og myndu örugglega skila þvi verði vel af hendi, sem öðru. Stéttarfélag húsmæðra Samkvæmt siðustu tölum eru húsmæður i Reykjavik 16.799. Aðalfélagar verkamannafélagsin Dagsbrúnar eru um 3.500 einnig eru um 2.000 aukafélagar þ.e. námsfólk á sumrin. Dagsbrúnar- menneru með öflugt stéttarfélag, með ekki fleiri félagsmenn, sem stendur vörð um rétt þeirra i þjóðfélaginu. Er ekki mál til komið að húsmæður hér á landi efli og styrki sitt húsmæðrafélag, eða stofni nýtt félag, sem auðvitað yrði hafið yfir allt stjórnmála- þras. Gera það að nokkurs konar stéttarfélagi, ekki einvörðungu til að gæta hagsmuna neytandans, heldur alls sem varðar þjóðlifið, þvi það er fátt i okkar þjóðfélagi, sem húsmæður ekki varðar og snertir beint og óbeint. Ég veit ekki betur en stærsti hluti þeirra launa sem inn koma á heimilin, fari i gegnum hendur húsmæðra. Þær séu nokkurs konar fjármála- ráöherrar sinna heimila. Þar af leiðandi beri þeim skylda til að standa vörð um þau. Hagsmunir húsmæðra eru það mikið nauð- synjamál að ef húsmæður ætla einhverjum árangri að ná i sinum baráttumálum, geta þær ekki lengur setið hjá aðgerðarlausar og beðið i von um, að einhver rétti þeim hjálparhönd. Ég er hrædd um, að sú bið gæti orðið nokkuð löng. Ef húsmæður herða ekki upp hugann og hjálpa sér sjálfar, gerir það enginn. Húsmóðirin er búin að vera kúguð öldum saman. Nú er mál til komið að hún hristi af sér slenið og óttann við þjóð- félagið og komi fram i dagsljósið. Viö getum ekki i nútima þjóð- félagi og að ég tel lýöfrjálsu landi, látið bjóða okkur allt án þess að mögla. Auðvita má búast við hörðum mótaðgerðum og rang- túlkunum á málstaðnum fyrst i stað, eins og alltaf hefur verið þegar fólk ris upp til varnar gegn ranglæti þvi, sem það hefur verið beitt. En umfram allt að gefast ekki upp , þvi þá er sigur að lok- um vis. Framlag húsmóðurinnar til þjóðfélagsins Er það ekki undirstaða i hverju þjóðfélagi, að eiga góða þegna? Kona, sem skilað hefur af sér góðum þengum hlýtur að leggja mikið af mörkum i þjóðarbúið, en hver eru þau laun, sem . hún uppsker þegar hún er búin að Ijúka sinu móðurhlutverki og hyggst fara út i atvinnulifið? Hvað er gert fyrir þessar konur, sem helgað hafa sig húsmóðurhlut verkinu stóran hluta ævi sinnar? Eiga þær engan rétt til þjóð- félagsins, eða telur þjóðfélagið sig ekki standa i nokkurri þakkarskuld við þær? Hér tel ég að þurfi að verða stór breyting á. Hið opinbera þarf að koma þess- um konum til hjálpar með stofnun húsmæðramiðlunar, sem hjálpar þeim út i atvinnulifið. Ég á hér ekki við fiskvinnu og gólfþvotta, sem virðast vera þau einu störf, sem þærgetafengið, heldur þyrfti að vera hér samvinna á milli at- vinnurekenda og miðlunarinnar um að þjálfa þessar konur i þau störf, sem þær sjálfar helzt kysu. Hvernig væri að hið opinbera hefði forgöngu um að ráða hús- mæður, sem búnar eru að ljúka sinu móðurhlutverki, i einhver af rikisfyrirtækin og sæu hvort þær skiluðu nokkuð minni afköstum en þær sem yngri eru. Tel ég að mæður yrðu mikið rólegri i sinu hlutverki, ef þær gætu átt von á svona aðstoð til að komast út i at- vinnulifið, þegar þær sjálfar eru tilbúnar án allra aldurshamlana. Þið hafið sjálfsagt lesendur góðir tekið eftir þvi i mörgum auglýsingum, þar sem auglýst er eftir fólki, aldurshámark 35-40 ára,á þetta við bæði um karla og konur. Það gripurum sig ótti og Framhald á bls. 19 i húsi HEILDAR H.E V/KLEPPSVEG 27. april - 6, mai OPIN: VIRKA DAGA KL. 17-22, HELGI- DAGA KL. 13.30-22 NÝJUSTU GERÐIR fólksbíla, jeppa, vörubíla, langferðabíla, hjólhýsa, vinnuvéla auk varahluta, sýnt á 6000 sýningarsvæði. HAPPDRÆTTI. Hver aðgöngumiði gildir einnig sem happdrættis- miði, hafa því sýningar- gestir möguleika á að vinna nýjan bíl, sem er til sýnis á útisvæði sýningarinnar. Ath. Flugfélag íslands mun veita afslátt á fargjöldum innanlands, til og frá Reykjavík, þeim sem sækja sýninguna utan af landi. SKOÐIÐ ÞESSA GLÆSILEGU BÍLASÝNINGU fw Stiginn leikfangabill dreginn út daglega. Aðgangur Kr. 100 f. fullorðna Kr. 50 f. börn. Bilgreinasambandiö

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.