Tíminn - 04.05.1973, Qupperneq 8

Tíminn - 04.05.1973, Qupperneq 8
8 TÍMINN Föstudagur 4. mal 1973 Kæri Einar! Mig hefur lengi undanfarið langað til að hripa hér nokkrar linur, en það hefur lent f undan- drætti, aðallega vegna imynd- aðra anna. Nií eru páskar, og þeim verður vist ekki betur varið en bæta fyrir vanrækslusyndir. Ég fagnaði á sinum tima tilkomu núverandi rlkisstjórnar og hugöi gott til framkvæmda ýmissa ákvæða i málefnasamningi stjórnarinnar. Anægðastur varð ég þó með það ákvæði, að stjórnin hygöist á kjörtimabilinu losa okkur viö þær hermannahræöur, sem á liðnum árum hafa himt og hima enn á Miðnesheiði, sjálfum sér til leiöinda og Islendingum til skapraunar og nokkurrar áhættu. tslendingar gátu ekki á sinum tima komið i veg fyrir, að þeir væru hernumdir, en aldrei mun ég fyrirgefa þeim óhappamönn- um, sem stuðluðu að þvi að festa þessu óværu i landi, fyrr en þeir losa okkur við hana. Islendingar voru löngu hættir að skaka vopn hver að öðrum og eru komnir svo skemmtilega langt á þeirri þróunarbraut að veröa menn, að tsland er vist eina rikið i veröldinni., sem hefur ekki lifvörö um þjóðhöfðingja sinn, og engum hefur vist dottið i hug að þess væri þörf. Ekki veit ég til að Islendingum sé ógnað með vopnavaldi af neinni þjóö nema þeirri einu, sem endilega vill troða upp á okkur hermönnum, þessum rúdimentum viili- mennskunnar — og svo auðvitað Bretum og núna siðast einnig Vestur-Þjóðverjum, sem afmeö- fæddri þrjózku vilja meina okkur aö tryggja lifsgrundvöll okkar. Og þó hefur engum i alvöru dottið i hug að við ættum að verja rétt okkar með vopnavaldi, þó að aö- stoð til þess virðist kannski nær- tæk, þar sem verndararnir eru, enda munum við i þessum átök- um ekki sigra meö vopnum, heldur þrautseigju, samheldni og skynsamlegum rökum. Nú er kjörtimabil þeirra þing- manna, sem núverandi rikis- stjórn styðst við, senn hálfnað, svo að nú fer að styttast sá frestur, sem stjórnin hefur til að efna það ákvæði stjórnarsáttmál- ans að endurskoða herverndar- samninginn með það fyrir aug- um, að herliðið hverfi úr landi. Ég veitað stjórnin hefur haft i mörgu að snúast og ekki sizt þú. A laugardaginn fyrir páska i þing- fréttum sjónvarpsins léztu á þér skilja, að nú yrði senn hafizt handa, en ekki fannst mér mikill sannfæringarkraftur i orðum þin- um. Það hefur verið hljótt um vesturför þina i janúar i vetur. Ég veit ekki, hvers þú hefur vænzt þér af henni, en ekki trúi ég að þú hafir búizt við að sækja mikinn friðarboðskap i Hvita húsið og Pentagon, en þar sitja þeir við stjórnvöl, sem hafa gert banda- riskri þjóö mesta svivirðu frá stofnun hennar, um það vitnar blóöi drifinn ferill bandariskra striðsstráka i Suðaustur-Asiu. Ég held aö flestum sé nú orðiö ljóst, aö Bandarikjamenn voru engir friðarenglar I Indó-Kina, heldur læddust þeir þar inn, þegar Frakkar urðu að snáfa burt. Og þetta gerðu þeir undir yfirskini baráttunnar gegn kommúnism- anum. Og þrátt fyrir áratugs- baráttu hins bandariska stór- veldis og meira sprengjuregn á þetta land en féll I allri siöari heimsstyrjöldinni, tókst Banda- rikjamönnum ekki að sigra, vegna þess að þeir áttu ekki að- eins i höggi við kommúnista heldur þjóð, sem var að berjast fyrir frelsi sinu og sjálfstæöi og bættum þjóðfélagsháttum. Fólk, sem berst fyrir frelsi sinu og sjálfstæði, veröur aldrei sigrað með vopnum. Þann sannleik staö- festa enn átökin i Indó-Kina. En árangurinn af þessari ihlutun Bandarikjamanna i þjóöfélags- átök i Suðaustur-Asiu, þar sem þeir hafa ævinlega stutt hina spilltustu og afturhaldssömustu valdakliku og styðja enn, er sviöin jörð, myrt og limlest fólk og heima fyrir sundruð þjóð, sem hefur orðið að sjá á bak ófáum sonum sinum, en heimtir nú hina mörgu siðferðilega lömuðu eitur- lyfjaneytendur. Ég vona þvi, að þú segir við þá i Hvita húsinu og Pentagon eins og Jón Loftsson forðum : „Heyra má ég erkibiskups boðskap. en ráðinn er ég i að halda hann að engu, og eigi hygg ég, að hann vilji betur né viti en minir foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans”. 1 Bandarfkjunum er lika fleiri að finna en þá, sem ólmir vilja ráða fyrir heiminum með vopna- valdi. Þar eru lika einlægir friðarsinnar, sem reyndu aö stööva hina „saurugu styjöld” i Suöaustur-Asiu. Þann heilbrigða kjarna bandarisku þjóðarinnar ber tslendingum að styðja. Og einnig viðar, ekki sizt i nágrenni okkar I Evrópu, eru friðaröflin i sókn. Jafnvel Þjóðverjar, sem tvivegis á siðast liöinni hálfri öld leiddu yfir þann heimshluta villi- mennsku hernaðarbrjálæðisins, virðast vera farnir að sjá að sér og sjá, að friösamleg uppbygging borgar sig betur en vopnaskak og vilja stuðla að sáttum i Vestur- og A-Evrópu, þó að ekki séu þar allir á einu máli. Enn þá eru þeir lika til, sem ekkert hafa lært, en öllu gleymt. Þegar Danir hugðust draga úr þeim fráleita kostnaði, sem er þvi samfara að halda uppi her i þvi litla og frið- sæla landi sem Danmörk er, sendu Natónátttröllin þeim tóninn og sögðu að þeir væru að gera danska herinn að fallbyssufóðri, þó að þeir ættu að vita bezt, aö danskur landher verður aldrei annað en „fallbyssufóður”. Það er ekki danskur „her”, sem varði Danmörku gegn innrás þýzkra nazista i heimsstyrjöldinni siðari, heldur þrautseigja og siðferðis- styrkur þjóðarinnar og þó fyrst og fremst þess hluta hennar, sem sótt hafði fram til mests mannþroska og mannvits. Og spennan milli stórveldanna er greinilega að minnka. Jafnvel Sumardvöl Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hyggst reka hjúkrunar- og endurhæfingardeild i húsakynnum félagsins að Reykjadal i Mosfellssveit, mánuðina júni-ágúst, fyrir allt að 30 lömuð og fötluð börn á aldrinum 5-12 ára eftir ákvörðun lækna félagsins. Þeir foreldrar eða aðrir aðstandendur,er sækja vilja um vist fyrir slik börn.leggi inn umsóknir sinar i skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 13, Reykjavik. fyrir 20. mai n.k. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Undir kjarnorku- regnhlífinni ráðandi menn I Bandarikjunum vilja nú ólmir vingast við Rússa og Kinverja. Þeir skyldu þó ekki hafa von um að hagnast eitthvaö á þvi? En er þá okkur ekki að meinalausu, þó að þessar banda- risku hermannahræöur fái enn um sinn að hima á Miönesheiði? Ég sagði i upphafi, að af þeim stafaði Islendingum nokkur hætta. Liklega hef ég ekki kveöið nógu fast að orði. Ég skal minnast á tvær hættur, sem af þeim stafar og komust i brennidepil nokkru eftir að gaus i Vestmannaeyjum. Eiginlega er þá komið að tilefni þessa bréfs og kjarna. Meöan þú varst fyrir vestan, birtist I Morgunblaöinu (27. jan.) frásögn af stuttu viötali, sem blaðamaður Morgunblaösins átti við Rush að- stoðarvarnarmálaráðherra Bandarikjanna. Þetta var á eng- an hátt merkilegt viðtal, sem ekki var von. En þar er þó ein at- hyglisverð setning. 1 lokin spyr blaöamaður ráðherrann, hvort tsland yrði eftir sem áöur undir bandarisku „kjarnorkuregnhlif- inni”, ef herinn verði látinn fara úr landi. Þarna birtist nakin siö- blinda þeirra aumingja, sem halda sig tryggasta undir reidd- um hrammi hins sterka. Allir, er vilja hugsa, hljóta að viður- kenna, að kjarnorkuvopn eru ekki varnarvopn, heldur árásarvopn. Framaðþessu hefur þeim ekki verið beitt nema i lok siöari heimstyrjaldarinnar og upphafi kalda striðsins, þegar Bandarikjamenn töldu sig þurfa að sýna þáverandi bandamönn- um sinum, Rússum, svo og Japönum og öðru risandi veldi, Kinverjum, mátt sinn og brenndu i atómeldi á örskammri stund 200 þúsunda af saklausu fólki i japönsku borgunum Hiroshima og Nagasaki, auk þeirra sem siðar drógust upp af geislavirkni. Ef svo ógæfulega skyldi til takast, að til stórstyrjaldar kæmi i okkar heimshluta, er tslendingum fyrst og fremst hætta búin, að i landi þeirra er mikilvæg herstöð. Keflavikurflugvöllur fer senn að verða miðsvæöis i þéttbýlasta kjarna landsins. Þar fer ibúatala senn að hálgast þann fjölda, sem fórst i kjarnorkuárásinni á Hiro- shima. A Miðnesheiði á þess vegn að vera friðsamur millilandaflug- völlur en ekki herstöð, og það þvi fremur sem þetta er eini milli- landaflugvöllur landsins. önnur hætta er okkur einnig búin af dvöl þessa erlenda herliðs i landinu, en hún er sýking þjóðarsálarinnar. Þetta kom skýrastfram, þegar eldgos hófst i Heimaey. Þá upphófst i Morgun- blaðinu, málgagni þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði, hinn ógeðslegasti undirlægjuáróður fyrir þvi hvilikt happ dvöl þessa herliðs væri landinu og hve aðstoð þess væri mikilvæg við björgun- ina. Það lá við að Vestmanna- eyingar yröu að biðjast afsökunar á þvi a hafa bjargað sér sjálfir til lands á eigin skipum. Og þegar færri sjálfboðaliöar en komast vildu fengu að fara til Eyja, gumaöi Morgunblaöið mikið af þvi, hve þessir dátar væru dug- legir að handleika skóflur. Ég dreg ekki i efa, að þetta séu dug- legir strákar og hafa sjálfsagt oröið dauðfegnir að fá þetta tæki færi til að dreifa iðjuleysisleiðind- um sinum, en þátttaka þeirra I björgunarstarfinu var ekkert er skipti sköpum. Þau björgunar- tæki, sem um munaði, stórar flutningavélar og stórvirkar dælur, voru sótt beint til Banda- rikjanna en ekki á Miönesheiöi og heföu að sjálfsögöu fengizt, hvort sem bandariskt herlið var hér á landi eða ekki. Þá er Islendingum til háborinnar skammar, ef þeir halda þvi fram, að þeir geti ekki átt og starfrækt björgunar- og sjúkraþyrlur, ef slys ber að höndum, En vegna minningar föður mlns, sem var ihaldsmaður og siðar sjálfstæöismaður og kjósandi Péturs Ottesens, sem einnig var ihaldsmaður og sannur sjálfstæðismaður ( (þeim fer nú fisellt fækkandi i þeim flokki sem kennir sig við sjálfstæði) — vona ég að sá undirlægju- og kotungs- hugsunarháttur, sem gaus upp úr Morgunblaðinu, um leið og eld- gosið hófst i Heimaey, sé ekki allsráðandi i þessum flokki, heldur stafi frá þeim óhappamönnum sem þar ráða stefnu og þeim blaðamönnum sem eru hallir undir þá svo og þeim sálum sem þeir eru búnir að sýkja með óþjóðhollustuáróðri sinum. Þessi ósjálfstæðishugsun- arháttur er að visu alltaf nokkuð rikjandi i þjóðarsálinni. Hann var alltaf mjög magnaður, meðan viö vorum hallir undir Dani, jafnvel eftir að tslendingar höfðu hafið sókn tii sjálfstæðis. Þó veit ég ekki hvort það var meira ósjálfstæöi á þeim fátæktartim- um að halda þvi fram að ís- lendingar gætu ekki lært aö salta fisk — slikt vandaverk yröi aö vera i höndum Dana — eða á okkar velmegunartimum aö halda þvi fram, að tslendingar geti ekki átt og starfrækt björg- unar- og sjúkraþyrlur. Af framanskráðu hygg ég að þér sé ljóst, að ég ber nokkra von en ugg i brjósti. Það er vist nokkurn veginn ljóst að þetta mál verður að leysa i andstöðu við þann flokk, sem af hugtakarugl- ingi kennir sig enn við sjálfstæði, þess vegna ætlazt stuðningsmenn núverandi rikisstjórnar til þess að hún valdi þessu verkefni. Ég vil i lengstu lög vona, að Framsóknarflokkurinn beri gæfu til að bæta fyrir þau mistök, er nokkur hluti hans brást á örlaga- stundu á timum kalda striðsins. Þó að i flokknum finnist kannski einstaka þversummenn og aðrir um of hallir undir fina klúbba kennda við varðberg, ljón, Junior Chambers eða önnur erlend nöfn, þar sem menn halda,að þeir séu orönir hluti af heimsauðvaldinu, ef þeir hafa komizt i álnir, af þvi að þeir af rótgrónum misskilningi telja að ekki geti farið saman Mammon og mennt, þá vona ég að flokkurinn standi sig, þegar á reynir. Náist ekki samstaða um að visa hernum úr landi, er endurskoðun verri en engin og þó verst það er kalla mætti islenzk un herstöðvanna, sbr. uppáhalds- slagorö Bandarikjamanna um vietnömun striðsins i Vietnam, en hún var fólgin i þvi að fá lands- mönnum sem öflugust vopn, svo aö þeir næöu betri árangri við að drepa hver annan. En þegar Keflavikurflugvöllur er orðinn sá mikli millilandaflugvöllur, sem hann á að vera, þarf að sjálfsögðu marga góða tæknimenn, og það er engin hætta á að tslendingar geti ekki annazt þau störf, svo auðvelt sem þeir eiga með að tileinka sér tækninýjungar. Þetta er orðið nokkuð langt bréf, en fáein orð að lokum um mál, sem virðist þessu óskylt en er ekki svo mjög; ef betur er að gáð. Fyrir rúmu ári kom út i is- lenzkri þýðingu bók eftir Desmond Bagley, enskan njósna og glæpasagnahöfund. Bókin heitir á frummálinu Running Blind, en á islenzku Dt i óviss- una. Bókin er látin gerast á Islandi og segir frá eltingaleik njósnara erlendra stórvelda með hernaðarleyndarmál. Leikurinn berst um flestar fallegustu og eftirsóknarverðustu ferðamanna- staði landsins með ótal moröum og sem tilheyra slikum sögum. Hún hefst með morði á Krýsu- vikurvegi, þá er maður drepinn I Asbyrgi, skotbardagi á leiö yfir öræfin og annar við Geysi, fjöl- margir drepnir I sumarbústað i grennd við Þingvelli. Það er auð- vitað alveg út i bláinn að þessi eltingarleikur fer fram á tslandi. Ég hef ekki lesið islenzku þýðing- una, en ensku frumgerðina, þar er mér var send hún, af þvi að hún gerist á tslandi. Mér fannst islenzka útgafandanum til háborinnar skammar að flytja þennan óþverra til landsins með þvi að islenzka bókina. Nú sá ég i blöðum fyrir nokkru, að i ráði væri að kvikmynda þessa sögu hér á landi. Mér er spurn: Hvað er mengun á íslenzkri náttúru og þjóðlifi, ef ekki slikt? Og fyrir hvaða íslenzka áhorfendur er slik kvikmynd framleidd? Kannski fyrir þá, sem telja vænlegast að leysa hjúskaparvandamál sin með haglabyssu? Og eftir á að hyggja: Hvaða munur er á ein- staklingi, sem hyggst leysa hjúskaparvandamál sin með haglabyssu og þjóðarleiðtoga, sem hyggst leysa millirikjadeilu með atómsprengju? A páskuml973 Helgi J. Halldórsson Vörubílamunstur — Fóklsbílamunstur — Snjómunstur — Jeppamunstur. BARÐINN ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 Hjólbarðaviðgerðir. SÓLUM með djúpum slitmiklum munstrum. Tökum fulla óbyrgð ó sólningunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.