Tíminn - 04.05.1973, Síða 15
Föstudagur 4. mai 1973
TÍMINN
15
— Ef til vill, svaraði hún. — Eða
var hún kannski svo hrædd um að
brenna inni með söguna, að hún
hugsaði ekkert um það hvort hún
mundi særa einhvern? Ég held að
Katrln hafi ekki tekið þetta nærri
sér.Heldurðu að þin sé ekki
saknað við bridge-borðið? sagði
hún svo^
— Geri ráð fyrir þvi. Hann
andvarpaði og sló úr pípunni. —
Jana virðist hamingjusöm núna,
en ég skil það bara ekki. Simon
Crowdy hefur vist ekki meiri
áhuga á henni nú en áður. Ég geri
ráð fyrir þvi að þú vitir.að Jana er
ástfangin af honum.
— Já, það er ekki erfitt að fara
nærri um það. Hún stanzaði við.
— Mundir þú hafa á móti þvi að
hún gengi i hjónaband með-
honum?
— Vegna þess að hann er
fráskilinn? Nei, aldrei þess
vegna, en Lea hefur áhyggjur af
þvi. Hún hefur svo brennandi
áhuga á þvi, að öll börnin verði
hamingjusöm, að hún getur ekki
hugsað til þess að þau taki nokkra
minnstu áhættu. Þetta er kannski
eðlilegt, en Rósanna mundi ekki
undir nokkrum kringumstæöum
hafa tekiö þetta þannig tökum.
Hún hafði óbifanlega trú á
einstaklingnum, og rétt hans til
bess að lífa sinu eigin Iifi. Alveg
óafvitandi var hún brautryðjandi
fyrir hinu nýja, sálfræðilga
barnauppeldi, sem nú er komið i
tizku. Jæja, nú verð ég að fara i
bridginn. Látttu þér nú ekki verða
kalt.
Þetta var furðulegt samtal,
hugsaði Sherida, laust i reipum
og haföi ekkert markmið. En hún
vissi vel, að á bak við hinar
þýðingarlausu spurningar hans
og ummæli lá rauður þráður, og
þessi þráður var Lea.
Mallory gekk inn I salinn og
settist við bridgeborðið. Hann
hafði átt hönd blinds, og frú
Brastock, Jana og McReady voru
alveg að ljúka við spilið. Frú
Brastock bauð hann velkominn
til baka, eins og að hann hefði
verið fjarverandi svo vikum
skipti. Hún hvessti á hann augun,
hún réði aldrei viö forvitni sina.
— Þarna ertu þá loksins! Við
vorum farin að undrast um hvað
orðið hefði af þér, og vorum farin
að halda að við spiluöum svo illa,
að þú yrðir að taka þér hvild
Rignir enn?
Hún veit þá að ég hef verið úti,
hugsaði Mallory, um leið og hann
tróð í pipuna og skoðaöi reikning-
inn.
— Nei, og storminn hefur lægt,
svaraði hann,— Afsakið hvaö ég
var Jengi frá, en ég vissi að spilið
var i höndum frú Mabelar. • Þú
hefur svo sannarlega spilað þetta
spil vel fyrst þú komst þvi heilu I
höfn. Til hamingju.
— Þakka fyrir. En svo maöur
hlaupi frá einu i annað, spilar
ekki Sherida bridge? Hún hefur
hið rétta bridge-andlit, og ég er
viss um að hún getur einbeitt sér
og byggt upp áætlun.
— Hin stóru, tómu augu horföu
sakleysislega á hann. Mallory
brosti.
— Hún er mjög gáfuð, og það er
sjálfsagt ástæðan til að hún spilar
mjög ógjarnan. Er hér nokkur,
sem vill fá sér i glas?
Hann stóð á fætur og gekk aö
borðinu þar sem glösin voru.
Þegar hann gekk framhjá stól
Leu, tók hún i handlegginn á
honum.
— Er ekki allt i lagi, vinur?
Hún horfði spyrjandi á hann.
— Allt er I lagi. Hvers vegna
spyrðu? sagöi hann með
undrunarsvip.
— Þú varst svo lengi úti aö ég
var farin að haida að þú hefðir
höfuðverk og vildir ekki spila
meira.
— Néi, ég hef ekki höfuðverk.
Mallory losaði hönd sina úr
hennar hendi, og sagöi stillilega.
— Ég gekk út til þess að fá mér
friskt loft, og við Sherida virtum
fyrir okkur tunglið um stund.
Viltu eitthvað að drekka?
— Nei takk, ekki núna.
Afsakaðu Simon, ég heyrði ekki
hvað þú sagðir.
Hann horfði skarpt á hana yfir
borðið. Hendur hennar skulfu
ofurlitið þegar hún tók spilin
saman á borðinu, svo brosti hún
til hans svolltið þreytulega, en
það sá enginn annar, þvi hún
beygði sig yfir spilin sin um leið.
17.
Þegar sumarið var komið fyrir
alvöru, flutti Sherida út i garð-
húsið með vinnu sina. Húsið var á
hreyfanlegum grunni, svo hún gat
snúið þvi alveg eftir sólinni.
Skrúðgarðurinn var alblómg-
aður, og hinn margvislegi ilmur
olli henni höfga. Það var ekki létt
að einbeita sér að hraðritun og
stórum stafla sendibréfa við
þessar aðstæður, en það var engin
þörf á þvi að hún flýtti sér svo
mjög. A rúmum hálftima hafði
hún gert allt, sem gera þurfti i
bili.
Siðustu vikurnar hafði Lea
slegið slöku við hvað Frænku Von
snerti, og þau verkefni, sem
Sherida fékk önnur urðu stöðugt
strjálli. Hlýleg aðdáunárbréf
voru lögð til hliðar ósvöruð, tveim
tilboðum um framlengingu
samnings Frænku Vonar, var
visað blákalt frá, og þaðgat liðið
langur timi milli þess að hún
sendi persónulegt bréf með
góðum ráðum til ástsjúkra
jómfrúa, sem höfðu beðið hana
um hjálp i neyð sinni.
Það var enginn efi á þvi að Lea
hafði misst áhuga á starfinu,
Sherida fór að brjóta heilann um
það hvað yrði um hana sjálfa, ef
Lea hætti skriffinnsku sinni fyrir
fullt og allt. Sennilegast var að
hún segði henni upp starfinu,
með þeim eðlilegum rökum, að
einkaritari væri óþarfur munaður
á þessum timum þrenginga, og
þegar striðið vofði yfir eins og
þrumuský. Það mundi þýða það,
að hún yrði að yfirgefa Bastions
og hvernig mundi henni lika það?
Sherida ýtti skjölunum til
hliðar og kveikti sér i sigarettu.
Hún gat séð stóra húsið úr sæti
sinu. Það var ekki byggt eftir
fyrirfram gerðri áætlun, og það
i var aðalástæðan til þess hve heil-
I landi það var. Margir ættliðir
eigenda höfðu byggt við þaö, og
runnu þar saman margar stil-
tegundir, og gaf það húsinu sér-
kennilegan svip. Það var eitthvað
stórbrotið og óhóflegt við það, en
fyrst og fremst var það heimili,
sem hafði samþykkt hana sem
einn meðlim fjölskyldunnar.
Og maneskjurnar sem bjuggu
i húsinu? A svölunum utan við
salinn sat Lea og drakk te með
Cicely og frú Brastock.Lea og frú
Brastock sögðu ekki margt, en
rödd Cicelys heyrðist i gegnum
andvarann eins og skegglu-
skrækir.
— Vert þú ekkert að segja mér
hvað það er, sem dregur karl-
menn að okkur konunum, það
veit ég allt of vel sjálf. Ef ég litaði
á mér hárið og klæddi mig dálitið
ögrandi, svo vaxtarlagið fengi
notið sin, múndi þeir ganga á eftir
mér með grasið i skónum i tuga-
vis, en af þvi að ég er hugsjóna-
manneskja og tek hlutina talsvert
alvarlega, finnst þeim ég vera
leiðinleg. Þeir eru allir eins —
utan einn. Þinn elskaði Keith er
engin undantekning, Mabel. Hann
er, þegar að er gætt, á hinum
hættulega aldri, og ekki fæ ég
skilið að það sé bráðnauðsynlegt
fyrir hann að fara allar þessar
ferðir i ,,,viðskiptaerindum”. Þú
mátt kalla þetta óheflað, en væri
ég þú þá mundi ég athuga betur
öll þessi svokölluðu viðskipti
hans.
Frú Brastock svaraði engu, en
Sherida sá hana fyrir sér
eldrauða i framan af reiði. Lea
virtist skemmta sér, þvi hún
spurði brosandi:
— Mallory ferðast mikið lika.
Telur þú sem karlmannasér-
fræðingur að hann sé einnig á
hinum „hættulega aldri”?
— Já, það geturðu reitt þig á,
hrópaði Cicely. — Ekki nóg með
það, að hann er i viðkvæmri
stöðu, sem hver einasta lagleg
stelpa notfærir sér út i yztu æsar,
heldur er hann i sjálfu sér
auðsóttari bráð en grasekkju-
maður á flækingi.
Hún þagnaði, sennilega fyrir
það, að hún fann að þetta tal
mundi vera talsvert særandi fyrir
Leu. Sherida heyrði braka i
hjólunum þegar hún ók stólnum
eftir ójöfnu gólfi svalanna.
— Nú held ég að við ættum að
fara að ganga frá handavinnunni,
sem basarinn á að fá, sagði hún
stillilega. —• Það var gott að þú
komst, Kristín, viltu ýta mér yfir
þröskuldinn? Sástu Sheridu i
garðinum, hún hefði kannski lyst
á tebolla, ef hún er búin að ganga
i gegnum póstinn.
1393
Lárétt
1) Syndakvittun.- 6) Æð.- 8)
Fugl.- 9) Svif.- 10) Glöð,- 11)
Verkur,- 12) Spil,- 13) Leiða.-
15) ls,-
Lóðrétt
2) Yfirhafnir,- 3) Féll.- 4)
Sammála,- 5) Ragna.- 7)
Djöfull,- 14) Jarm.-
Ráðning á gátu No. 1392.
Lárétt
1) Þroti,- 6) Aki,- 8) Kóp,- 10)
Föt,- 12) As,- 13) ST,- 14) Las,-
16) Api,- 17) Elg.- 19) Smána.-
Lóðrétt
2) Ráp,- 3) Ok,- 4) Tif.- 5)
Skáli.- 7) Ættin.- 9) Ósa.- 11)
Osp,- 15) Sem.- 16) Agn,- 18)
Lá,-
ikri7 í 4 fy |
7 t r
•f ‘l 1 u
/Z
'V 17]
■H77~ H
1/7 1
IMIWilWlli
FÖSTUDAGUR
4. maii
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðni Kolbeinsson les
ævintýrið „Blinda konungs-
soninn” eftir Ingólf Jónsson
frá Prestbakka. Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög á milli
liða. Spjaiiað við bændurkl.
10.05. Morgunpoppkl. 10.25:
Gilbert O’Sullivan og hljóm-
sveitin Creedence Clear-
water syngja og leika.
Fréttir kl. 11.00. Tónlistar-
saga: Endurt. þáttur A.H.S.
Kl. 11.35: Ralph Kirkpatrick
leikur á sembal verk eftir
Purcell, Couperin og Scar-
latti.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Sól
dauðans” eftir Pandelis
Prevelakis Sigurður A.
Magnússon les þýðingu sina
(2).
15.00 Miðdegistónleikar:
Lamoureux hljómsveitin
leikur „Stúlkuna frá Arles”,
hljómsveitarsvitu nr. 1 eftir
Bizet: Antal Dorati stj. Ser-
gej Rakhmaninoff, og
Sinfóniuhljómsveitin i Fila-
delfiu leika Rapsódiu op. 43
eftir : Rakhmaninoff, um
stef eftir Paganini: Stoko-
wski stj. Walter Gieseking
leikur á pianó verk eftir De-
bussy.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið
17.10 Þjóðlög frá ýnisum lönd-
um
18.00 Eyjapistiii. Bænarorð.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.45 Garðyrkjuþáttur
20.00 Sinfóniskir tónleikar a.
þættir úr óperunni „Hans og
Grétu” eftir Humperdinck.
Hljómsveitin Philharmonia
i Lundúnum leikur: Otto
Klemperer stj. b. Konsert
fyrir tvö pianó og hljóm-
sveit eftir Poulenc. Höf-
undurinn og Jacciues Févri-
er leika með hljómsveit tón-
listarskólans i Paris. c.
Sinfónia nr. 1 i g-moll op. 13
„Vetrardraumar” eftir
Tsjaikovský. Sinfóniu-
hljómsveitin i Prag leikur:
Václav Smetácek stj.
21.30 Fjallræðan Dr. Jakob
Jónsson flytur siðara erindi
sitt.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Otvarps-
sagan: „Ofvitinn”
22.45 Létt músik á siðkvöldi
Flytjendur: Art Tatum,
Carter Belson trióið,
Bitlarnir, Jack Teagarten
og sænskir listamenn.
23.45 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Föstudagur
4. maí 1973
|! 20.00 Fréttir
20.25 Veður og augiýsingar
20.30 Karlar i krapinu Með
5::Í$Í: bros á vör Þýðandi Krist-
:::::::•:• mann Eiðsson.
:£;;í 21.25 Sjónaukinn.Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur um
!§: innlend og erlend málefni.
22.10 Nærmynd. Skemmti-
Í;SS þáttur, þar sem sænski
Í£ kvartettinn „Family Four”
ÍííÍ syngur nokkur lög. Einnig
;Í;Í er rætt við þá félaga um
P söngferil þeirra og starf
;££ þeirra með kvartettinum.
m Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
££ dóttir. (Nordvision-Sænska
;!;;;•;;;; sjónvarpið)
££22.50 Dagskrárlok.
f:
l