Tíminn - 18.05.1973, Side 5

Tíminn - 18.05.1973, Side 5
Föstudagur 18. mal 1973 TÍMINN 5 r:V >: : ' V” •rKÍ/; Aðolfundur Kaupfélags Héraðsbúa: MS-Reyðarfirði Aðalfundur Kaupfélags Héraðs- búa á Egilsstöðum var haldinn 12. mai s.l. að Iðavöllum á Fljótsdalshéraði. Fundinn sóttu auk framkv.stjóra, stjórnar, endurskoðenda og gesta 56 full- trúar frá 13 félagsdeildum. For- maður stjórnar kaupfélagsins, Steinþór Magnússon, setti fundinn og stjórnaði honum. Ritarar voru kjörnir Marinó Sigurbjörn og sr. Einar Þór Þor- steinsson. I upphafi fundar flutti formaður snjallt erindi um sam- vinnumál, efnahags- og félags- mál. Hvatti mjög til samstöðu þjóðarinnar i landhelgismálinu og öðrum stórmálum, er heill þjóðarinnar varðar. — Þorsteinn Sveinsson framkvæmdastjóri félagsins flutti ársskýrslu þess. Var hún að vanda itarleg starfs- saga félagsins á árinu 1972. Var fundarmönnum afhent ársrit félagsins „Samherji” sem inni- heldur skýrsluna efnahags- og rekstursreikning félagsins og fleira. Framkv.stjóri kvaðst ánægður með árangur ársins og sagði m.a.: „Yfirstandandi ár verður engu að siður erfitt á viðskipta- sviðinu. Þær hörmungar, sem gengið hafa yfir Vestmannaeyjar hljóta að koma við okkur öll. Við stöndum i óvenjumikilli fjár- festingu, sem áðurer getið Við munum þvi enn þurfa að takast á við stór verkefni og leysa þau með samheldni og festu. Ég vona, að okkur hér i Kaupfélagi Héraðsbúa takist það nú sem hingað til. Kjötið flutt út Heildarslátrun á 4 sláturhusum félagsins var 50844 kindur að fallþunga 768 tonn og meðal- fallþingi 14,69 kg. Aukning kjötþunga er 78 tonn. Mest allt kjötið var verkað til útflutnings og i sláturtið voru seld um 400 tonn til Færeyja og Danmerkur og siðar 200 tonn til Færeyja og Noregs. Er þetta mesti kjötút- flutningur héðan til þessa. Slátrun nautgripa varð 586 gripir og fallþungi 85 tonn. Aukning 42 tonn. Ullarinnlegg jókst um 15 UM 80 NEMENDUR stunduðu nám i Tónlistarskóla Húsavikur i vetur, þar af sex úr Mývatnssveit og einn frá Kelduhverfi, N.-Þing. Auk þess hafa kennarar skólans kennt einu sinni i viku um 20 nemendum i Hafra- lækjarskóla i Aðaldal. Fastir kennarar við skólann eru, skóla- stjórinn, Steingrimur M. Sigfús- son og Robert Bezdek, hljóm- sveitarstjóri frá Prag. Stunda- kennarar voru i vetur Katrin Sigurðardóttir, sem kenndi á pianó og Sigurður .Arnason, er kenndi á þverflautu. í vetur var keypt til skólans rafeindaorgel, mjög hentugt skólahljóðfæri og hefur innbyggt segulbandstæki. Ennfremur voru keypt ýmis smáhljóðfæri. Kirkjukór Húsa- vikur gaf 50.000 kr. til orgelkaup- anna og 27 þús króna styrkur var veittur til þeirra frá rikissjóði. Orgelið kostaði 96 þús. krónur komið til Húsavikur. Menningarsjóður Kf. Þingeyinga veitti skólanum i vor 50 þús. krón- ur til kaupa á hljóðfærum. Skólinn er rekinn með þátttöku- gjöldum nemenda og styrkjum frá Húsavikurbæ og rikissjóði. Nemendatónleikar voru haldnir i anddyri Barnaskóla Húsavikur 1. mai s.l og voru þeir vel sóttir af foreldrum nemenda og öðru áhugafólki. Skólaslit fóru fram laugardaginn 12. mai og voru þá veitt verðlaun þeim nemendum, er fram úr sköruðu, ennfremur fylgdi hverju prófblaði aðgöngu- miði að tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar islands, sem koma mun til Húsavikur i lok maimánaðar eða snemma i júni. Steingrimi M. Sigfússyni, skólastjóra, hefur verið boðið á „Vorhátið tónlistarinnar” i Prag næsta vor, 1974, og er honum og skólanum sýndur mikill heiður með þvi. Unnið er að þvi að fá Ladislav Vojta frá Prag aftur til skólans, en hann kenndi við skólann i fyrra vetur. Ef það tekst,verða tveir tekkneskir tónlistarmenn á Húsavik næsta vetur. Þorm. J. innaeyjasölrnunln: ■ • $ - S ~ A r af skemmti 15. MAI s.l. afhentu forystumenn norrænna vinafélaga, félaga Norðurlandabúa á íslandi, Norræna félagsins og forstöðu- maður Norræna hússins, Rauða krossi Islands kr. 738,206,00 sem eru tekjur af norrænu skemmti- kvöldi i Háskólabiói 1. april. Fé þetta skal renna i Vestmanna- eyjasöfnun Rauða krossins, og veitti Björn Tryggvas. formaður félagsins þvi viðtöku i Norræna húsinu. Þréttan aðilar stóðu fyrir skemmtuninni en fyrir fram- kvæmdum stóðu einkum þau Else Aass, Maj Britt Imnander, Jónas Eysteinsson og Torben Friðriks- Stærstu gefendurnir í sambandi við tilkynningu um hina miklu gjöf American Scandinavian Foundation i Vest- mannaeyjasöfnun Rauða kross Islands að upphæð kr. 27.000.000, skal þess getið að meðal stærstu gefenda i þessa söfnun voru: Coldwater Seafood Corporation, kr. 23,400.000,- Johns-Manville-Corporation, kr. 900.000. The Boeing Company. kr. 450.000,- Harry C. Odolf, konsull Philadelphia, kr. 450.000.- Dr. D.C. Hallson, konsúll Houston Texas, kr. 180.000.- Margir aðrir gáfu i þessa söfnun, en báðu um að nafns sins yrði ekki getið. tonn, varð nú 56 tonn. Mjólkurinn- legg varð 2,338 millj. kiló. Aukning 5,3%. Grundvallarverð hennar er nú 18.94. Hraðfrystihús Kaupfélagsins framleiddi 9400 kassa af freðfiski á móti 6 þús. ks. i fyrra. Fryst voru 50 tonn af Norðursjávar sild. Hraðfr. húsið á Borgarfirði framleiddi 5500 kassa af freðfiski, 60 tonn af salt- fiski og fiskimjölsverksmiðjan framleiddi 42 tonn af mjöli. Rekstur flestra fyrirtækja félagsins gekk vel. Er nú ákveðið að hef jast handa strax og hægt er að byggja sameginlega sláturhús fyrir allt svæðið og mjólkurstöð. Frumathugunhefurfarið fram og reiknað með aukinni hagkvæmni með sameiginlegri notkun vajns, gufuafls, frárennsla vélakosts, vegalagna og rafmagns. Á Seyðisfirði var opnuð verzlun með ýmsar vörur, sem ekki hefur verið unnt að hafa þar á boð- stólum fyrr. Verið er að byggja verzlunarhús á Egilsstöðum, stækka og vélvæða bæði hraðfrystihúsin á Reyðarfirði og Borgarfirði. Lyftarar, ýmsar vélar og tæki hafa verið keypt til að auka hagkvæmni i vöruaf- greiðslu og dreifingu hennar. Kaupfélagið rekur kjörbúðir á Egilsstöðum, Borgarfirði, Seyðis- firði og Reyðarfirði, auk fleiri búða og söluskála og marg- háttaðrar starfsemi á verzlunarstöðum sinum. Heildar- vörusalan varð 235 milljónir, og jókst um 22%. Sökuskattsgreiðsla varð 13,716 millj. Launagreiðslur námu 58.932 millj. Voru alls 801 maður á launaskrá. Innstæður jukust um 37% i innlaúsdeild félagsins og eru nú 46,4 millj. Viðskiptamenn bættu hag sinn við fyrirtækið um 26,1 millj. Afskriftir voru 5 millj. og fjár- magnsmyndun 8 millj. Heildarveltan 527 millj. Heildarveltan varð 527 milljonir og tekjuafgangur 2,749 millj. Var einróma samþykkt til- laga stjórnar félagsins um eftir- farandi framlög úr menningar- sjóði þess: þús. kr. Til sundlaugar- og iþróttahúss á Reyðarfirði 50.- Tilstofnunar tækjukaupasjóðs við heilsugæzlustöðáEgilsst. 100.- TilTónlistarsk. á Egilsst. 25. Til Búnaðarsamb. Austurl. v/ búnaðarsögu Austurl. 50,- Svofelld tillaga var einróma samþykkt á fundinum: Verðjöfnunargjald „Aðalfundur KHB haldinn á Iðavöllum 12.mai 1973, skorar á þingmenn kjördæmisins og stjórnvöld, að lögfesta sem fyrst verðjöfnunargjald á sem flestar vörur, til þess að jafna aðstöðu fólks i dreifbýlinu. Fundurinn vill vekja sérstaka athygli á þeirri skammsýni löggjafans að leggja söluskatt á flutnings- og af- greiðslugjöld á vörudreifingu innanlands og auka þannig skatta þeirra, sem búá fjarri inn- flutningshöfnunum.” A fundinum bárust munnlegar og bréflegar þakkir frá aðilum, er fengið höfðu framlög úr menningarsjóði félagsins nú og i fyrra. Framkvæmdastjóra og stjórn var þakkaður góður rekstur fyrir- tækisins og kom fram almenn bjartsýni á framtiðarhorfur. Stjórnarmennirnir Sveinn Guð- mundsson og Bragi Hallgrims- son, sem áttu að ganga úr stjórn voru báðir endurkjörnir. Sömu- leiðis Hrafn Sveinbjarnarson endurskoðandi. Fulltrúar á aðal- fund SIS voru kjörnir Þorsteinn Sveinn Sveinsson og Steinþór Magnússon. BÝÐUR UNGU FÓLKI upp á flest sem þarf til stofnunar heimilis svo sem: Húsgögn Teppi Raftæki Ljósatæki Hreiniætistæki Byggingavörur o.ffl. o.ffl. Verið velkomin í OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í kvöld og 12 á hádegiá morgun HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.