Tíminn - 18.05.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 18.05.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Föstudagur 18. mai 1973 Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótaiðgjöldum, samkvæmt II kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, en gjalddagi þeirra var 15. jan. og 15. mai s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaöi, veröa látin fram fara aö 8 dögum liönum frá birtingu þessarar auglýsingar, veröi þau eigi aö fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 16. mai 1973. £ Ef ykkur vantar loftpressu, þá hringið og 1 reynið viðskiptin. | Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95.' Norrænir svæfingalæknar þinga í fyrsta sinn hér á landi Læknanámskeið og tækjasýning. 20% þátttakenda annars staðar að en frá Norðurlöndum Ellefta þing Svæfingalæknafé- iags Noröurlanda veröur haldiö að Hótel Loftleiðum 2.-6. júli næstkomandi. Upp undir 400 er- lendir þátttakendur, bæöi frá Noröurlöndunum og annars staö- ar aö, munu sækja þingið auk ís- lenzkra iækna. ölium læknum er heimil þátttaka i þinginu. Svæfingalæknafélag Noröur- landa var stofnað i Osló 1950 og voru félagar i upphafi um 20, nú eru þeir hins vegar orðnir 700. Þótt svæfingalæknum hafi fjölgað mjög á undanförnum árum,er si- vaxandi þörf fyrir þá i nútima- þjóðfélögum og vinnuálag á þá viða mikið m.a. hér á landi. Læknanámskeið hefur verið haldið i tengslum við þing Svæfingalæknafélags Norður- landa siðari árin. Svo verður einnig að þessu sinni. Viðfangs- efni á námskeiðinu, sem fer fram á ensku, verður eðlileg efnaskipti og áhrif slysa á starfsemi likam- ans. Þekktir kennarar og sér Norsk list í Norræna húsinu A ÞESSU ári opnaði V e s 11 a n d s u t s t i 11 i n g e n i Haugasundi, fór þaðan til Stavangurs en siðan til Bergen og AJasunds. Þessi vorfugl hefur nú beint sjónum sinum til eyjanna i vestri, en Vestlandsutstillingen 1971 var send til Færeyja með sérlega góðum árangri. Og nú fögnum við þessum góða gesti, Vestlands- utstillingen 1973, i sýningarsölum Norræna hússins. A þessu ári bárust dómnefnd sýningarinnar 741 verk, og mun það aldrei hafa verið meira i FRÍMERKI — MYNTl Kaup — sala Skrifið eftir ókeypis vörulista. Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 A Reykjavík fimmtiu ára sögu sýningarinnar. Af þessum verkum voru 144 valin til sýningar. Sérstakur gestur sýningarinnar er að þessu sinni málarinn, teiknarinn og grafiklistamaður- inn Kaare Espolin Johanson, en hann er einn af virtustu mynd- listarmönnum Norðmanna. John- son sýnir meðal annars mynd- skreytingar með sögu John Bojers, Siðasti vikingurinn. Heimsókn slikra listamanna hlýtur alltaf að vera sérstakt fagnaðarefni öllum myndlistar- unnendum. Einingahús reist á Tálknafirði TEKIN hefur verið fyrsta skóflu- stungan að 8 einbýlishúsum i Tálknafirði, sem þar á að fara að reisa. Stærð húsanna er 130 fer.^- metrar, en auk þess fylgir þeim 36 f.m. bilskúr. Húsin eru hönnuð fyrir einingar hjá Sigurlinna Péturssyni h.f. i Garðahreppi. Það er Ingibjartur Þorsteinsson, sem sjá mun um byggingu hús- anna átta. Nánar verður skýrt frá byggingu þessara húsa og fleiru i þvi sambandi siðar. færðingar halda fyrirlestra á námskeiðinu. Sjálft þingið hefst siðan 4. júli, en aðalviðfangsefnið þar verður vandamál i sambandi við svæf- ingar aldraðra. Einnig verður fjallað um vöðvalamandi lyf og fyrirlestrar fluttir um margvisleg efni svo sem, ný deyfi- og svæfilyfj nálastunguaðferðina og mengun andrúmslofts á skurðstofu og áhrif hennar á starfsfólk. Kvik- myndasýningar verða einnig á þinginu. Þá verður tækjasýning sem 26 fyrirtæki eiga aðild að. Þingforseti er Þorbjörg Magnúsdóttir svæfingalæknir á Borgarsjúkrahúsinu. Aðalritari Svæfingalæknafélags Norður- landa er Christian Thorshauge, sem starfar við Rikissjúkrahúsið i Kaupmannahöfn. Barnahljómleikar Sinfóníunnar á laugardag NÆSTKOMANDI laugardag 19. mai kl. 14 efnir Sinfóniuhljóm- sveit tslands til barnatónleika, þar sem boðið verður 6 börnum úr barnaskólum borgarinnar i fylgd með kennurum sinum. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson og kynnir Atli Heimir Sveinsson. Á efnisskránni verður meðal annars „Pétur og úlfur- inn” eftir Prokofieff, og er fram- sögumaður Kristin ólafsdóttir, sem er öllum börnum kunn úr Sjónvarpinu. Ennfremur verða börnin látin taka þátt i fjölda- söng. Tónleikar þessir eru undir- búnir i náinni samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjavikur- borgar, og samið hefur verið við Strætisvagna Reykjavikur, sem leggja til vagna til að flyta börnin að Háskólabiói. A tónleikunum verða afhent verðlaun i ritgerðar- keppni Sinfóniuhljómsveitar- innar, sem efnt var til á þessu ári. LOFTPRESSfl Þa5 ergott rt>^..aö muna 22-0-95 i Art Buchwald: BRÉZJNÉF OG WATERGATE BANDARÍSKI blaðamaðurinn Art Buchwald, er heims- þekktur fyrir beitta hæðni sina. Hann hefur að sjálfsögðu ritað nokkrar greinar um Watergatemálið og beint örvum sinum i ýmsar áttir, eins og vænta má. Hér fer á eftir siðasta grein hans um málið: Aðalritari Kommúnista- flokksins Leonid Brezjnef átti fund með Henry Kissinger i húsi Sovétleiðtoga utan viö Moskvu i siðustu viku. Samtaliö snérist náttúriega um Watergate og allt það. Það sem þeir sögðu var þetta: „Gospodin Kissinger. Ég skii ekki öll þessi iæti út af Watergate, sem eiga sér stað i landi þinu”. „Well, hr. Brézjnef, það er dálitið erfitt að útskýra það. Svo virðist sem meðlimir i stjórnmálaflokki forsetans, hafi komiö hljóðnemum fyrir i höfuðstöðvum andstöðu- flokksins”. „Er það ekki allt i lagi, gospodin Kissinger? Þetta gerum við alltaf”. „En þið háfið engan stjórnarandstöðuflokk”. „Rétt er þaö, þess vegna hlerum við okkar eigin flokk. Það er aldrei að vita, hvenær flokksbræður okkar hafa illt i hyggju”. „Hvað sem þvi liður, hr. Brézjnef, sjö mcnn voru gripnir og ásakaðir um glæpinn. Einn þeirra bar, að háttsettir menn i stjórnmála- fiokki forsetans væru viðriðnir málið”. „Hvað er að þvi þótt hátt- settir meðlimir I flokki for- setans reyni að komast að, hvað endurskoðunarsinnaðir gagnbyltingarseggir hafa i hyggju”. „Þetta fannst okkar mönnum lika. En þvl miður komust biaðamenn I málið og fóru að skrifa um það”. „Hversvegna setti forsetinn blaðamennina ekki á geðveikrahæli”. „Það getum við ekki gert i Bandarikjunum hr. Brézjnef”. „Það er afleitt. Þið getið ekki haldið uppi lögum og reglu i landi, ef þið eruð ekki færir um aö stinga rithöfund- um inn á geðveikrahæli”. „Það er satt. En aðalvand- ræðin urðu samt eftir Water- gateréttarhöldin. Þá komst á kreik, að starfsmenn I Hvita- húsinu hefðu reynt að hafa áhrif á dóminn og koma í veg fyrir að nokkrir háttsettir yröu flæktir i málið”. „Auðvitað, gospodin Kiss- inger. Hvaö áttu þeir annað að gera?” ,,l okkar landi vill fólk skoða hlutina niður i kjölinn. Það vill vita hver ber ábyrgð á glæpum”. „Jafnvel þótt forsetinn sé bendlaður við þá?” „Já, já, jafnvel þótt forsetinn sé bendlaður við þá”. „Hvers vegna lét Nixon ekki skjóta alla sem voru viðriönir Watergate, svo að enginn gæti kjaftað frá?” „Nokkrir hinna grunuöu eru beztu vinir hans”. „I Sovétrikjunum á leiðtogi enga vini. Hann verður aö framkvæma vilja fólksins, jafnvel þótt það kosti hann að missa nokkrar skrifstofublækur”. „Við erum þess meðvitandi að þið hafið annað kerfi, hr. Bréznjef, en við verðum að lilíta s t j ó r n a r s k r á n n i. Forsetinn verður að taka á sig ábyrgð gerða undirmanna sinna, og skiptir ekki máli hve alvarlegir glæpir þeirra eru”. „Hvaða tegund af réttlæti er það eiginlega? Forsetinn ætti að pynta undisáta sina þar til þeir viðurkenna að hann eig: engan þátt i málinu”. „Okkur datt það i hug, en slikt skeður ekki i Banda- rikjunum, vegna þess aö þingiö mundi fá nasasjón af þvi og gera allt vitlaust”. „Hvers vegna lætur forsetinn ekki herinn handtaka þingið?” „Það getum við ekki gert hr. Brézjnef. Fólkið mundi ekki liða það”. „í okkar landi erum við fólkið. Og við hanatökum hvern sem okkur sýnisi”. „Ég veit, hr. Brézjnef, ég veit. Nú skulum við snúa okkur að fundi yðar og Nixons i júni....” „Ég er ekki viss um að ég vilji hitta leiðtoga stórveldis sem ekki veit hvernig hann á að hlera samtöl óvina sinna án þess að verða gripinn”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.