Tíminn - 18.05.1973, Side 8
8
TÍMINN
Föstudagur 18. mai 1973
s«*nm
llllllllllllllfllíÍlllllllllllllllSllfellllllllllllllllllllllllMlllllllllllllllllllllllllll llll
Arnór Karlsson, bóndi:
fyrir sér strið, sem fer fram i svona
mikilli fjarlægð að það snertir
okkurekki beint. Þess vegna mun
stjórnmálamönnum það ljóst, að
almenningsálitið hér i þessum
heimshluta mun alltaf snúast
gegn vopnavaidi.
Það er þvi einmitt nú, sem viö
höfum tækifæri til að losa okkur
við varnarliðið, bæði vegna þess
að það er hættulaust fyrir okkur,
og það er i samræmi við ákvæðið i
aðildarsamningi okkar að
Atlantshafsbandalaginu, að hér
skuli ekki vera erlendur her á
friðartímum.
Mér er ljóst að margir og þá
ekki sizt þeir, sem búa fjarri her-
þau munu hvorki mæld né vegin.
Ég verð þó að segja, að mér
finnist ég sjá nokkuð örugg merki
þess að hún hafi haft áhrif. Ef til
vill hafið þið veitt þvi athygli að á
siðustu árum ber töluvert á þvi,
að flytjendur ákveðinnar listar
tjá sig á enska tungu. Á ég þar viö
létta tónlist, sem nú er almennt
nefnd popptónlist. Ég á hér ekki
við, þegar erlend verk eru flutt
óbreytt á þvi máli, sem þau eru
samin á. Nei, ég á hér við þegar
islenzkir höfundar ljóða og laga
semja ljóð á ensku til að syngja
við eigin lög.
Ég lit þetta ekki sizt alvar-
legum augum vegna þess að mér
við eigin lög á hljómplötum, sem
þeir gefa út. Það kemur i ljós, að
þessi árátta hefur mest sótt á i
litlum bæ suður á Reykjanes-
skaga, og þar eru samskiptin
nánust við bandariska herinn. Nú
munu sumir ef til vill vilja af-
greiða þetta með þvi, að segja að
þetta sé ekki list og skipti þvi litlu
máli. En við skulum athuga það,
að þetta er sú listgrein, sem kyn-
slóðin, sem er að búa sig undir að
erfa landið, nýtur bezt og dáir
mest. Við megum ekki heldur
afgreiða þetta með þvi, að skella
skuldinni á þá menn, sem ljóðin
hafa samið. Við verðum að gera
okkur grein fyrir þvi, að þeir hafa
AÐ RÁÐA LANDINU ÖLLU Á 1100
ÁRA AFMÆLI ÍSLANDSBYGGÐAR
Ávarp flutt á fundi herstöðvaandstæðinga
að Borg í Grímsnesi 6. maí s.l.
ÞESSI fundur hér i kvöld á sér i
stuttu máli þann aðdraganda, að i
vetur hefur komið fram vaxandi
áhugi á þvi, að áhugafólk hér i
Árnessýslu um brottför banda-
riska hersins á Keflavikurflug-
velli tæki höndum saman við aö
glæða skilning fólks hér i
héraöinu og annars staðar á
nauðsyn þess, að herinn hverfi úr
landi. Að nokkru leyti hófst þessi
hreyfing vegna hvatningar frá
skoðanabræðrum okkar sunnan
Heiðar. Þetta varð til þess, að 10
manna hópur kom saman á Sel-
fossi i byrjun april. Þar var
ákveðiö að vinna að þvi, að stofna
hér samtök herstööva-andstæð-
inga og koma á fundi sem þessum
einhverntima vorsins, og var
kosin 5 manna undirbúningsnefnd
til aö hafa forgöngu um þetta.
Nokkru siðar vorum við svo
minnt á það, að á morgun, 7. mai,
eru liðin 22 ár siðan varnarliðiö
steig hér á land. Okkur þótti þvi
tilvalið að minnast þessa afmælis
meö samkomu, þar sem við
reynum að treysta samstöðu
okkar og vekja fólk til
umhugsunar um þetta. Við, sem
að undirbúningi þessa fundar
höfum unnið, vorum strax sam-
mála um það, að halda þessu
máli, þ.e. brottför hersins, alger-
lega aðgreindu frá öörum stjórn-
málum, svo allir, sem að þessu
vilja vinna, geti tekið þar þátt,
hvar sem þeir hafa skipað sér i
stjórnmálaflokk, eða hvaða
skoðun, sem þeir hafa á öðrum
málum, skyldum eða óskyldum.
Þeir, sem skipa sér i Samtök
herstöðva-andstæðinga i Arnes-
sýslu og ef til vill taka þar að sér
- trúnaðarstörf, geta þvi treyst þvi,
að þegar Island er laust við er-
lendan her, er lokið skyldum
þeirra við samtökin. Við leggjum
einnig áherzlu á, að barátta okkar
verði að öllu leyti til góðs. Þess
vegna viljum við foröast að vekja
ótta við einhvern utan aö
komandi aðila, heldur reyna fyrst
og fremst að efla heilbrigðan
þjóöernislegan metnað, sem er og
verður traustasti hornsteinn
hvers sjálfstæðs rikis.
Góðir tilheyrendur, eftir
nokkrar klukkustundir eru 22 ár
liöin siðan hér steig erlendur her
á land, vegna beiðni islenzkra
ráðamanna, til að vernda okkur
fyrir ásælni annars herveldis. Þá
stöðinni, telja að þetta sé ekki
aðkallandi verkefni. Finnst það
svo sem ekki skipta neinu veru-
legu máli, þótt þessir menn séu
þarna. Ég held, að þetta fólk
skorti örlitið af eðlilegum þjóðar-
metnaði. — Metnaði, sem krefst
þess að við ráðum yfir landinu
öllu. Ekki aðeins öllu nema litlu
svæði á Miðnesheiði, heldur
hverjum bletti og þar sé enginn
skilst, að textinn hafi yfirleitt
þýðingarmeira hlutverki að
gegna nú en var t.d. fyrir einum
eða tveimur áratugum, þegar
danslagatextarnir fjölluðu um
kaupakonuna hans Gisla i Gröf
eða ástleitin brún augu, svo
eitthvað sé nefnt. Nú fjalla þeir
aftur á móti oft t.d. um strið,
frelsi eða kærleikann.
Það er lika lærdómsrikt, að
var „kalda striði’ svonefnda i al-
gleymingi og menn óttuöust jafn-
vel hernaðarleg átök milli Banda-
rikjanna og Sovétrikjanna. Siðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar
og margt breytzt. Mjög hefur
dregiö úr spennu milli austurs og
vesturs og samskipti risaveld-
anna tveggja aukast stöðugt, og
auknum samskiptum fylgir
jafnan aukinn skilningur og
aukinn skilningur dregur úr hættu
á misklið.
Það er þvi ekki lengur nein
barnaleg óskhyggja, að milli
þessara stórvelda, sem við höfum
hér sitt hvorum megin við okkur,
komi ekki upp svo alvarleg
ágreiningsefni i náinni framtið,
að úr þeim teljist þurfa að skera
með vigvélum, né heldur aö þau
noti ofbeldi til að stækka áhrifa-
eða yfirráðasvæði sin.
Ég hygg lika, að það hafi aldrei
áður verið almenningi jafn vel
Ijóst og nú, hve styrjaldir eru ægi-
legar og i rauninni fráleitar, eftir
að hafa haft aðstöðu til aö viröa
Hátt á annað hundrað manns sátu fund her-
stöðva-andstæðinga i Borg i Grimsnesi 6. mai
s.l. Þar var einróma samþykkt ályktun, þar
sem m.a. er skorað „á rikisstjórn landsins að
hvika hvergi frá þeirri ætlun sinni að hefja
endurskoðun varnarsamningsins nú i sumar
með það i huga að varnarliðið hverfi frá islandi
þjóðhátiðarárið 1974”.
Fundurinn hófst kl. 21 um kvöldið. Páll Lýðs-
son, Litlu-Sandvik setti fundinn, en Böðvar
Stefánsson, skólastjóri, stjórnaði honum.
Ávörp fluttu Arnór Karlsson, Margrét Björns-
dóttir, Björn Teitsson og Sigurvin Einarsson,
fyrrum alþingismaður.
Birgir Sigurðsson, skólastjóri, las úr verkum
sinum, og Kristin Anna Þórarinsdóttir, leik-
kona, flutti ljóð.
Þá fluttu nokkrir ungir menn samlestur úr
Alþingistiðindum — „Þeirra eigin orð” — undir
stjórn Eyvinds Erlendssonar.
í lok fundarins var samþykkt með lófaklappi
ályktun,sem er hér fyrir neðan á siðunni.
undanskilinn.
Ef til vill hefur aldrei veriö
meiri nauösyn á að gæta þessa
þjóðarmetnaðar en einmitt nú,
þegarsamskipti þjóðanna eru svo
náin og ýmis efnahagsleg rök
hniga að þvi, að þjóðir sameinist i
stærri heildir. Við erum að visu
sammála.um það nú, að ganga
ekki i slik bandalög, en hve lengi
verður það ef þjóðerniskennd
okkar er á undanhaldi? Um áhrif
hersetunnar á þetta og annað er
að visu erfitt að fullyrða nokkuð.
athuga hvaðan þeir menn eru,
sem helzt hafa valið að yrkja
söngtexta á ensku til að syngja
gert þetta vegna þess umhverfis,
sem þeir eru aldir upp i. Siðan
þeir muna fyrst eftir sér hafa þeir
búiö i all-nánu sambýli við er-
lenda menn og á heimili þeirra
hefur ef til vill þótt sjálfsagt, að
hlusta á útvarp og horfa á
sjónvarp, a.m.k. öðrum þræði,
sem stjórnað er af erlendum
aðilum og þar sem ensk tunga er
töluð. Það er þvi ekki að undra,
þótt þeir freistuðust til að nota
þessa tungu til að tjá sig i list
sinni, ef til vill i von um meiri
útbreiðslu.
Þetta er lítill, en að þvi er mér
virðist næsta augljós, vottur þess
að hverju stefnir með þá kynslóð,
sem er að alast upp við þessar
aðstæður. Það er þvi skylda
okkar, sem viljum að þjóðin haldi
tungu sinni og sjálfstæði, að
breyta þessu.
Eyðum ekki orku okkar i að
deila um hver eigi sök á
ástandinu eins og það er i dag,
heldur tökum höndum saman og
vekjum almennan áhuga á þvi, að
lslendingar ráði landi sinu öllu á
1100 ára afmæli Islandsbyggðar.
Þá getum við litið með bjartsýni
fram til búsetu þjóðarinnar i
landinu næstu 11 aldirnar, þar
sem hún muni áfram unna þeirri
tungu, sem hefur tengt okkur
saman og með þá von i brjósti, að
á komandi öldum verði ekkert
gert, sem stefnt geti sjálfstæði
þjóðarinnar i hættu. Hér getum
við öll lagt lóð á vogarskál með
þvi, að nota hvert tækifæri til að
vekja fólk til umhugsunar og efla
metnað þess sem arftakar
Islands, islenzkrar tungu og
menningar, og glæða skilning
þess á þvi, að það sé skylda okkar
að gæta þessa arfs og skila honum
betri og meiri i hendur næstu
kynslóðar.
Einar Agústsson
utanríkisráðherra haustið 1971:
Um stefnu ríkis-
stjórnarinnar og
Framsóknarflokksins
„Stefnumark okkar er það, að við viljum, að hið erlenda varnarlið hverfi úr
landi i áföngum og ósk okkar er sú, að það geti átt sér stað á kjörtimabilinu.
Ákvæði málefnasamnings rikisstjórnarinnar eru samhljóða stefnu
Framsóknarflokksins, sem áréttuðhafa verið á mörgum flokksþingum. Þvi
verður að ætla, að mikill meirihluti okkar fólks geri sér vonir um, að
varnarliðið geti farið nema eitthvað sérstakt komi til”.
ALYKTUN
Fundur herstöðva-andstæðinga, haldinn að Borg i
Grimsnesifi. mai 1972, vekur athygli á eftirfarandi:
í dag eru 22 ár liðin siðan bandariskur her kom til
íslands. Meira en helming áratugsins á undan
dvaldi hér einnig erlendur her- allt frá 10. mai 1940,
er Bretar hernámu ísland.
Mikill meirihluti íslendinga man þvi ekki herlaust
land, og þvi lengur sem erlendur her dvelur hér,
þeim mun hættara er við, að menn telji veru hans
hér óhjákvæmilega.
Fundurinn telur, að hersetan hafi þegar slævt
þjóðernismetnað hluta íslendinga. Þvi steðji meiri
hætta að sjálfstæði islenzku þjóðarinnar en margur
hyggur.
Þvi er löngu mál til komið að standa betur vörð um
sjálfstæði islenzku þjóðarinnar og knýja á um.að
varnarliðið hverfi úr landi. svo sem fyrirheit er
gefið um i málefnasamningi rikisstjórnarinnar.
Fundurinn telur ekki annað sæmandi islenzkri þjóð
á 1100 ára afmæli hennar en sjálfstæðismál hennar
verði þá með meiri reisn en i dag. Þvi skorar
fundurinn á rikisstjórn landsins að hvika hvergi frá
þeirri ætlun sinni að hefja endurskoðun varnar-
samningsins nú i sumar með það i huga, að varnar-
liðið hverfi frá íslandi þjóðhátiðarárið 1974.