Tíminn - 18.05.1973, Qupperneq 16

Tíminn - 18.05.1973, Qupperneq 16
16 TÍMINN Föstudagur 18. maf 1973 Einar Guðleifsson, markvörður Akraness sést hér verja snilldarlega skot, ileik gegn Fram, f 1. deildarkeppninni ifyrra. (Timamynd: Róbert) MARGIR KALLAÐIR. EN FÁIR ÚTVALDIR íslandsmótið í knattspyrnu hefst í kvöld með leik Ármanns og Hauka á Melavellinum kl. 20.00. íslandsmeistarar Fram, hefja vörn sína á íslandsmeistaratitlinum á morgun — leika gegn Akureyri á Laugardalsvellinum íslands- meistarar 1912 K . R. 1913 FRAM 1914 FRAM 1915 FRAM 1916 FRAM 1917 FRAM 1918 FRAM 1919 K. R. 1920 VÍKINGUR 1921 FRAM 1922 FRAM 1923 FRAM 1924 VÍKINGUR 1925 FRAM 1926 K. R. 1927 K. R. 1928 K. R. 1929 K. R. 1930 VALUR 1931 K. R. 1932 K. R. 1933 VALUR 1934 K. R. 1935 VALUR 1936, VALUR 1937 VALUR 1938 VALUR 193 9 FRAM 1940 VALUR 1941 K. R. 1942 VALUR 1943 VALUR 1S44 VALUR 1945 VALUR 1946 FRAM 1947 FRAM 1948 K. R. 1949 K. R. 1950 K. R. 1951 AKRANES 1952 K. R. 1953 AKRANES 1954 AKRANES 1955 K. R. 1956 VALUR 1957 AKRANES 1958 AKRANES 1959 K. R. 1960 AKRANES 1961 K. R. 1962 FRAM 1963 K. R. 1964 KEFLAVÍK 1965 K. R. 1966 VALUR 1967 VALUR 1968 K. R. 1969 í. B.K. 1970 í. A. 1971 r. B.K. 1972 FRAM Loka- staðan 1972 Fram 14 8 6 0 33:17 22 ÍBV 14 7 4 3 37:22 18 IBK 14 5 5 4 26:24 15 1A 14 7 1 6 24:22 15 Valur 14 3 6 5 20:22 13 Breiðab. 14 5 3 6 16:24 13 KR 14 4 2 8 17:26 10 Víkingur 14 2 2 10 8:23 6 ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst i dag. Og eins og svo oft áður, beinast augu flestra að 1. deildar keppninni, þótt keppnin i 2. og 3. deild sé ekki siður merkileg. Keppnin um islandsmeistaratitilinn hefur verið harðsótt i þau sextiu skipti, sem hún hefur verið háð. Margir keppa um þennan eftirsótta titil en fáir eru útvaldir. Það er ætið erfitt að spá fyrir um úrslit- i upphafi móts, þó að það sé stundum gert til gamans, þvi að svo margt getur breytzt á skemmri tima en þeim, sem Islandsmótið stendur yfir. Ýmsar spurningar eru áleitnar, t.d. hversu 'vel eru liðin undir- búin fyrir þessa miklu keppni — verða einhverjar breytingar á liðunum o.s.frv. Litum aðeins betur á þetta. islandsmeistarar Fram: LIÐIÐ sýndi það i Reykjavikur- mótinu, að það verður örugglega með i baráttunni um Islands- meistaratitilinn i ár, eins og undanfarin ár. Útlitið var ekki gott hjá Fram i byrjun keppnis- timabilsins — liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sinum og gerði 0:0 jafntefli i þeim fimmta. Þá hafði liðið skorað aðeins eitt mark. En þa' gerði Guðmundur Jónsson, þjálfari liðsins, stöðubreytingar i liðinu. Arangurinn varð góður og leikmenn Fram fóru að skora mörk. í næstu fimm leikjum, skoruðu þeir 17 mörk og tryggðu sér Reykjavikurmeistaratitilinn. Framliðið er skipað jöfnum ein- staklingum, sem vinna vel saman. Þorbergur Atlason i markinu, með Sigurberg Sig- steinsson, Jón Pétursson og Martein Geirsson fyrir framan sig, sem sterka varnarmenn. A miðjunni eru landsliðsmennirnir Asgeir Eliasson og Guðgeir Leifs son, en hann leikur nú sitt fyrsta keppnistimabil með Fram — lék áður með Viking. í framlinunni, eru tveir markhæstu leikmenn Reykjavikurmótsins, þeir Simon Kristjánsson og Eggert Stein- grimsson, ungir leikmenn. Einn leikmaður, sem lék með liðinu i fyrra, leikur ekki með liðinu i sumar. Það er markaskorari liðs- ins, undanfarin ár, Kristinn Jörundsson — hann leikur með 2. deildarliði Völsunga frá Húsavik i sumar. Vestmannaeyjar: Liðið er nær óþekkjanlegt frá þvi i fyrra. Krafturinn og hraðinn, sem einkenndi liðið þá, virðist vera að hverfa. Það virðist vera eitthvað mikið að liðinu og má örugglega kenna breyttum aðstæðum þar um. Liðið hefur ekki haft góða æfingaaðstöðu og litið sem ekkert æft á grasvelli fyrir 1. deildar- keppnina. Heimavöllur liðsins, verður i Njarðvikum og fá Vest- mannaeyingar ekki að æfa þar nema einu sinni i viku. Skozkur þjálfari hefur tekið við liðinu og virðist hann ekki ná eins góðum árangri með það og Viktor Helga- son, sem hefur þjálfað liðið undanfarin ár. Fróðir menn segja, að það stafi eingöngu af þvi, að hann láti þá litið æfa með knött —er eingöngu með úthalds- og þrekæfingar. Framlina Vest- mannaeyjarliðsins er ekki eins beitt i ár, eins og hún hefur verið undanfarin ár. Sóknarmennirnir virðast ekki vera á skotskónum og þeim tókst aðeins að skora fjögur mörk i sex leikjum Reykjavikurmótsins. Með liðinu i sumar leika nær allir leikmenn liðsins, sem léku með þvi i fyrra. Bræðurnir Olafur og Ásgeir Sigurvinssynir, Tómas Pálsson, Orn Óskarsson, Haraldur Július- son, Oskar Valtýsson og Kristján Sigurgeirsson, svo einhverjir séu nefndir. Þá hafa einnig ungir og efnilegir leikmenn bætzt i hópinn. Það er ekki að efa, að ef leikmenn liðsins ná saman i sumar, þá verða þeir með i 1. deildarbaráttunni. Akranes: Það hefur átt sér stað, mikil blóðtaka hjá Skagamönnum i ár. Eyleifur Hafsteinsson hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og annar miðvallarspilari, Haraldur Sturlaugsson, hefur ekki getað æft og leikið með liðinu, vegna meiðsla. Skagamenn hafa ekki staðið sig vel i Litlu-bikar- keppninni i ár og sakna þeir greinilega Eyleifs. Framlina liðs- ins er skipuð ungum og efnilegum leikmönnum, sem eru ekki enn búnir að ná þeirri hörku, sem þarf að hafa i hinni hörðu 1. deildar- keppni. Það má búast við, að Skagamenn treysti mikið á Matthias Hallgrimsson, i sumar. Allir vita að Matthias er einn af okkar allra beztu knattspyrnu- mönnum — hvort að hann getur bundiö Akranesliöið saman, látum við ósvarað. Að visu er Matthias ekki einn i liðinu, með honum leika margir reyndir knattspyrnumenn, eins og Jón Gunnlaugsson, Þröstur Stefáns- son, Teitur Þórðarson og Bene- dikt Valtýsson. Það má búast við, að Skagamenn eigi við breyt- ingarerfiðleika að striða i sumar. Keflavík: Liðið virðist vera i toppæfingu um þessar mundir og það hefur tekið miklum stakkaskiptum, undir stjórn enska þjálfarans Joe Hooley. Hann virðist ná öllu þvi bezta út úr leikmönnum liðsins, sem hafa sýnt ódrepandi keppnis- skap og leikgleði á keppnistima- bilinu. Keflavikurliðið hefur leik- ið 11 leiki á keppnistimabilinu, unnið niu, gert eitt jafntefli og tapað einum leik — skorað 25 mörk en fengið á sig aðeins fimm. Það er greinilegt, að það verður erfitt að hamra gegn Keflviking- um i sumar. I liðinu leika reyndir leikmenn, leikmenn, sem kalla ekki allt ömmu sfna. Þorsteinn Ölafsson i markinu, með leik- menn eins og Einar Gunnarsson, Ingvar Eliassson, framlinumaður hjá Val, sést hér skjóta að marki, i leik gegn Breiðabliki. ólafur Hákonarson, markvörður bjargaði á siðustu stundu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.