Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. júni 1973.
"N
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- '
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).
Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands,
I lausasöiu 18 kr. eintakiö.
Blaöaprent h.f
- i :
Bréfin frá
Sir Alec
Það má heita furðuleg glámskyggni i mál-
flutningi, þegar Sir Alec og félagar hans halda
þvi fram, að Island sé bundið af nauðungar-
samningnum frá 1961 og verði þvi að hlita úr-
skurði Alþjóðadómstólsins um það, hvort út-
færsla fiskveiðilögsögunnar sé lögleg eða ekki.
Alþingi Islendinga hefur einróma lýst þennan
samning úr gildi fallinn og þvi ekki bindandi
fyrir ísland lengur.
Bretar gera málstað sinn vissulega enn
verri, þegar þeir eru að vitna i þennan
samning. Bretar knúðu hann fram með algeru
ofriki og ofbeldishótunum. Þeir knúðu þáver-
andi rikisstjórn til að kaupa viðurkenningu
þeirra á 12 milunum þeim afarkostum, að
Islendingar yrðu einir allra þjóða að sætta sig
við úrskurð Alþjóðadómstólsins. I raunréttri
þurfti ísland hvorki að láta eitt eða annað fyrir
þessa viðurkenningu, þvi að 12 milurnar voru
þá sem óðast að hljóta almenna viðurkenningu.
Það liggur lika skjalfest fyrir i þingtiðindum
frá þeim ráðherrum, sem þá sátu i rikisstjórn,
að samningurinn var gerður til að koma i veg
fyrir, að Bretar beittu ofbeldi. Siðast vottaði
Gylfi Þ. Gislason þetta á Alþingi á siðastl.
vetri. Samningurinn hefði ekki verið gerður,
nema rikisstjórnin hefði talið sig verða að láta
undan ofbeldishótunum.
Alveg sérstaklega er það Sir Alec, sem ekki
ætti að minnast á nauðungarsamninginn frá
1961. Frá hans hendi er að finna a.m.k. þrjú
bréf til Guðmundar 1. Guðmundssonar, sem þá
var utanrikisráðherra, þar sem hert er stöðugt
á hótunum, unz Guðmundur og samráðherrar
hans létu undan. Kaflar úr þessum bréfum Sir
Alecs hafa nýlega verið birtir bæði i Mbl. og
Timanum i tilefni af ritgerð eftir Finnboga Rút
Valdimarsson. Með þvi að lesa þá, geta menn
kynnt sér, hvernig þáverandi stjórn var þving-
uð stig af stigi til þess að láta undan.
Siðan samningurinn var gerður 1961, hafa
færustu lögfræðingar á vegum Sameinuðu
þjóðanna f jallað um gildi samningsins og sér-
stök ráðstefna, sem haldin var i Vinarborg
1969, gengið frá nýjum sáttmála um þetta. I
honum er skýrt tekið fram, að samningar skuli
teljast ógildir, ef þeir hafa verið knúðir fram
með ofriki eða hótunum um ofbeldi.
Samkvæmt þessum nýja skilningi er
nauðungarsamningur eins og samningurinn
frá 1961 fullkomlega ógildur og óbindandi.
Það sjá lika allir hvilik fjarstæða það er, ef
ísland, sem er meira háð fiskveiðum en nokk-
urt annað land, á að hlita úrskurði Alþjóða-
dómstólsins um þessi efni, meðan 30 riki hafa
fært fiskveiðilögsöguna út fyrir 12 milur, án
þess aðhafaþurft að hlita slikum úrskurði.
Það eru ekki nema steinrunnir fulltrúar
gömlu nýlendustefnunnar, sem bera slikt á
borð. Sir Alec á að sjá sóma sinn i þvi að hætta
slikum málflutningi. — Þ.Þ.
TÍMINN
9
ERLENT YFIRLIT
Brezjnef og Nixon
duglegir að semja
Samskipti risaveldanna munu stóraukast
EFTIR að þeir Brezjnef og
Nixon hafa ræðzt við í fleiri
daga, þykja þær spár enn
sennilegri en áður, að fundur
þeirra muni leiða til sivaxandi
samstarfs Bandarikjanna og
Sovétrikjanna og það geti átt
eftir að breyta meira og
minna gangi allra heims-
málanna næsta áratug. Allt
bendir til, að hér sé um miklu
meira að ræða en venjulegan
fund tveggja þjóöarleiðtoga.
Það bætist lika við, sem er
vafalitið enn mikilvægara, að
meöal almennings beggja
landanna fer mjög vaxandi
skilningur og áhugi á þvi, að
nánara samstarf þeirra eigi
að leysa kalda striðið af
hólmi.
í sambandi við fundi þeirra
Nixons og Brezjnefs. hafa
þegar verið undirritaðir fimm
samningar um aukin sam-
skipti mlli Bandarikjanna og
Sovétrikjanna á ýmsum
sviðum. Von er á fleiri samn-
ingum, m.a. um friðsamlega
notkun kjarnorku og að lokum
er svo von á sameiginlegri
yfirlýsingu, þar sem fjallað
verði um afvopnun. Þykir lik-
legt, að þar verði vikið að
þeim viðræöum, sem eru að
hefjast milli Atlantshafs-
bandalagsins og Varsjár-
bandalagsins um samdrátt
herafla i Mið-Evrópu.
Þeir fimm samningar’, sem
þegar hafa verið undirritaðir
fjalla um hafrannsóknarmál,
landbúnaðarmál, samgöngu-
mál og skattamál. Samkvæmt
fréttum frá APN er aðalefni
þeirra á eftirgreinda leið:
SAMKVÆMT samningnum
um hafrannsóknir ákveða
Sovétrikin og Bandarikin að
gera sameiginlegar rann-
sóknir á heimshöfunum.
Stofnuð verður sameiginleg
nefnd, sem fjallar um sam-
vinnu á sviði hafrannsókna.
Aðilar munu efla þróun sam-
vinnu og beinna samskipta
milli stofnana, samtaka og
fyrirtækja beggja landanna.
Fyrsta stig samvinnunnar
verður framkvæmt á eftir-
farandi sviðum: Viðtækt sam-
spil hafs og andrúmslofts, sem
felur i sér rannsóknir á rann-
sóknastofum og á hafi úti og
stærðfræðilega uppbyggingu
sjávar- og andrúmslofts-
kerfisins. Hafstraumar og
fleiri gerðir hafhreyfinga,
jarðefnafræði og vatnsefna-
fræði heimshafanna. Jarð-
fræðileg og jarðeðlisfræðileg
athugun heimshafanna, lif-
fræðileg framleiðsla heims-
hafanna og lifefnafræði ein-
stakra lifvera heimshafanna i
heild. Notkun og gerð tækja og
útbúnaðar til haffræðirann-
sókna.
Samningurinn kveður á um
sameiginlega áætlun, þróun
og framkvæmd visinda-
áætlana, skipti á visinda-
mönnum og sérfræðingum,
svo og skipti á visinda- og
tækniupplýsingum. Sovétrikin
og Bandarikin munu efla sam-
vinnu á sviði hafrannsókna á
grundvelli jafnréttis og gagn-
kvæms hagnaðar.
SAMKVÆMT samningnum
um samvinnu á sviði land-
búnaðarmála, munu Banda-
rikin og Sovétrikin skiptast
reglulega á upplýsingum, sem
fela i sér langtimamat á fram-
leiðslu, neyzlu, eftirspurn og
verkun helztu framleiðslu-
vara.
Leiðtogar i góðu skapi
Samningurinn gerir ráð
fyrir stofnun sovézk-banda-
riskrar nefndar. sem fjallar
um samvinnu á sviöi land-
búnaöar. Nefndin mun rann-
saka og samþykkja áætlanir
og prógrömm um samvinnu.
Samvinnan mun þróast á
grundvelli gagnkvæms
hagnaðar og jafnréttis.
Sovétrikin og Bandarikin
munu stuðla að gagnkvæmri
samvinnu á sviði rannsókna á
framleiðslunni fram i timann,
svo og eftirspurnar og neyzlu
helztu landbúnaðarvara.
Gagnkvæm samvinna mun
þróast á sviði jurtaræktunar,
dýraræktunar, jarðvegsvis-
inda, vélvæðingar land-
búnaðarins, áburðarnotkunar,
landræktunar og notkun
stærðfræði og rafreikna i land-
búnaði.
Samningurinn kveður á um
áætlun, þróun og framkvæmd
sameiginlegra áætlana, svo
og skipti á visindamönnum,
sérfræðingum, skipti á vis-
inda- og tækniupplýsingum og
rannsóknaraðferðum.
SAMKVÆMT samningnum
um samskipti á sviði mennta-
mála og visinda skulu Banda-
rikin og Sovétrikin þróa og
vínnnT"1,i1t' skipti og sam-
vínííu Í s:v‘.ð' visinda, tækni,
menntamála og menningari
svo og á öðrum sviöum á
grundvelli jafnréttis, gagn-
kvæms hagnaöar og virð-
ingar. Aðilar munu gera allar
nauðsynlegar ráðstafanir til
að tryggja hagstæö skilyrði
fyrir framkvæmd slikra sam-
skipta og samvinnu. Meðal
annars munu þeir efla skipti á
v isindamönnum , sér-
fræðirrgum, sendinefndum,
svo og visinda- og tækniupp-
lýsingum. Þeir munu stuðla að
eflingu samskipta á ýmsum
sviðum menntamála, og þar
með nám i tungu hins lands-
ins.
Aðilar munu auðvelda skipti
á leik-, tónlistar- og dans-
flokkum og fleiri listahópum,
svo og einstaklingum. Gert er
ráð fyrir meiri samskiptum á
sviði kvikmynda og haldnar
verða kvikmyndavikur i hvoru
landi fyrir sig.
Samningurinn mun örva
skipti á sendinefndum menn-
ingarfrömuða og iþrótta-
manna. Einnig mun hann örva
sýningar á bókum og fleiri út-
gáfum.
Aætlun fyrir árin 1974-1976
hefur verið gerð.
SAMKVÆMT samningnum
um skattamál skal stuðlað að
hagkvæmum skilyrðum fyrir
samskiptum Sovétrikjanna
og Bandarikjanna á sviði
verzlunar, samstarfs á sviði
efnahagsmála, visinda, tækni
og menningar.
Samkomulag þetta gerir ráð
fyrir þvi að ekki sé lagður
skattur á greiðslur fyrir
notkun, sölu eða skipti á
einkaleyfum, framleiðslu-
leyfum og tæknilegum upp-
lýsingum eða þá á lánastarf-
semi sem tengd er viðskiptum
milli Sovétrikjanna og
Bandarikjanna, flutningum á
milli landanna, geymslu og
sölu á vörusýningum og aug-
lýsingum á útflutningsvörum.
Samkomulagið gerir og ráð
fyrir þvi, að aðilar veiti
þegnum hvors annars skattai-
vilanir — opinberum starfs-
mönnum, kennurum, visinda-
mönnum, áhöfnun skipa og
flugvéla, stúdentum, sér-
fræðingum, fréttariturum,
blaðamönnum og öðrum
aðilum meðan á stendur dvöl
þeirra i viðkomandi landi.
SAMNINGURINN um sam-
göngumál, sem gilda á til
fimm ára felur i sér ákvæði
um samstarf á sviði járn-
brautarsamgangna, flugmála,
siglinga og flutninga með bif-
reiðum.
A fyrsta stigi mun komið á
samstarfi á eftirtöldum
sviðum: smiði brúa og jarð-
ganga og falla þar undir
vandamál, sem tengd eru
málmþreytu og eyðingu
mannvirkja, sérstakar bygg-
ingaraöferðir i köldu loftslagi,
Framhald á bls. 19