Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 22. júni 1973. Flugvirkjar Fl neita að vinna eftirvinnu — veldur engurn töfum, segir talsmaður félagsins ÓV-Iteykjavik: Flugvirkjar Flugfélags tslands á Reykjavik- urflugvelli hafa tekiö sig óform- lcga saman og færast undan þvi að vinna eftirvinnu, fyrr en þeir hafa fengið uppbót á iaun sin, sem samið var um siöari hluta vetrar og áttu þeir samningar að giida til 20. janúar 1975. Talsmaður F1 sagði félagiö líta þetta frekar al- varlegum augum og taldi hann ástandiö afleitt. — Þó eru ekki fyrirsjáanlegar neinar tafir á flugi okkar, sagði hann. — Innan- landsflugvéfarnar eru skoðaðar að degi til og millilandaflugvélar okkar getum við látið skoða cr- lendis án þess að um aukakostnað sé fyrir okkur að ræða. Flug- virkjafélagiö stendur ckki á bak við þessi þöglu mótmæli og telur ekki, aö um beinar aögerðir sé aö ræða. Flugvirkjar á Reykjavikurflug- velli telja sig hafa komið mjög illa út úr þeim samningum, sem geröir voru i vetur, þar eð skömmu siöar hafi verið samið við flugmenn og flugvélstjóra og sé nú kaupmismunur þessara stétta orðinn meira en 100%, en hafi fyrir 10 árum verið aðeins 1 1/2%. Hefur fréttamaður blaðsins eftir einum þeirra, að nú fari þeir fram á 10.000 króna hækkun mán- aöarkaups en talsmaður Ft kvaðst ekki hafa heyrt neinar töl- ur nefndar. Flugvirkjar F1 eru þó með þessu ekki að brjóta gerða samn- inga, þar sem hverjum og einum er heimilt af afþakka eftir- og næturvinnu, telji hann sig ekki vera i aðstöðu til þess. Flugvirkj- ar munu bera fyrir sig önnum, heimilisástæðum og ööru svipuðu, en talsmaður félags flugvirkja, Ragnar Karlsson, sem sæti á I stjórn félagsins, sagði félag sitt ekki vera i neinu verkfalli og að hér væri ekki um neinar „beinar aðgeröir” að ræða. — Við stönd- um við gerða samninga, sagði Ragnar en kvaðst ekki lita á annir flugvirkjanna sem samningsbrot. — Okkur hefur furöað á þvi aö ekkert skuli hafa heyrzt um þetta frá stéttarfélagi fiugvirkja, sagði talsmaður Ft. — 1 augnablikinu eigum viö viðræður við flugvirkja en þaö er einnig erfiðleikum bundiö, þar sem við vitum ekki almennilega hvert við eigum að snúa okkur. Ragnar Karlsson taldi mál þetta ekki mundu koma til kasta Flugvirkjafélagsins. „Jónsmessumót" Móna á AAánagrund flytur skýrslu Frá landsþingi Kvenfélagasam bands tslands. Sigríður Thorlaclus formaður, stjórnar (Timamynd Róbert) 20. þing Kvenfélagasambandsins SB-Rvik. Tuttugasta landsþing Kvenfélagasambands tslands hóft á miðvikudag aö Hallveigar- stöðum og lýkur þvf í dag. Þingið sitja um 60 fulltrúar alls staðar að af landinu, en alls eru 21 kvenfé- lag i sambandinu. Formaður er Sigriður Thorlacius. Aðalmálin, sem rædd verða á þessu þingi eru aukin samvinna við Heimilisiönaðarfélag tslands og frumvarp til laga um hús- mæðrafræðslu. Eitt kvenfélag til viðbótar sækir nú um inngöngu i sambandiö, en það er Bandalag kvenna i Hafnarfirði. I gær fimmtudag, var dagskrá þingsins sem hér segir: Fundur settur kl. 9 og siðan lesin fundar- gerð og afgreidd þau mál sem ekki hlutu afgreiðslu i fyrradag. Þá var rætt um skiptingu landsins i orlofssvæði. Eftir hádegiö flutti Stefán Jónsson arkitekt erindi um K.t. og Heimilisiðnaðarfélagsins og þvi næst sinntu nefndir störf- um sinum. Kl. 16 fóru fulltrúar i heimboð að Bessastöðum og að þvi loknu var kosið i stjórn og rit- nefnd Húsfreyjunnar. t dag, föstudag, verður fundur settur kl. 9 og afgreidd mál frá nefndum, en siðan er ádegisverð- arboð hjá menntamálaráðherra. Þinginu verður slitið siðdegis eft- ir boð i Norræna húsinu. Þess má geta, að Kvenfélaga- sambandið hefur gefið út leið- beiningabæklinga handa hús- mæðrum á undanförnum árum. Má þar'nefna einn um þvottavél- ar, annan um blettahreinsun og nýlega kom út bæklingur um ger- bakstur. Auk þess gefur sam- bandið út timaritið Húsfreyjuna. Þá hefur sambandið efnt til sýninga, til dæmis sýninganna Vörulýsing, vörumat og Fjöl- skyldan á rökstólum. Róðstefna herstöðvaand- stæðinga á Egilsstöðum ALLMORG hestamannamót hafa verið haldin að undanförnu I Reykjavik og nágrenni. Hafa þau veriö vel sótt, enda nýtur hesta- mennskan æ meiri hylli, jafnt meöal ungra sem aldinna, karla og kenna. Mikið og veglegt hesta- mannamót verður haldið um helgina á Mánagrund við Kefla- vik, um Jónsmessuna, en það er Hestamannafélagið Máni á Suöurnesjum, sem gengst fyrir þvi. Er hér um árlegt mót félags- ins að ræða. Við höfðum samband við Guð finn /Gislason, formann félags- ins, og tjáði hann okkur, að þetta væri eitt af stórmótum ársins. Stendur mótið yfir laugardag og sunnudag, en tjaldsvæði og mót- taka fyrir aðkomuhesta veröa opnuð á föstudagskvöld. Að sögn Guöfinns er áætlað, að skipuleg tjaldborg risi á hinni viöáttu- miklu Mánagrund. Guðfinnur sagði þátttöku i kappreiðunum mjög góða og væri búið að skrá um 40 aökomuhesta. Þeirra á meðal væru allflestir af fremstu hlaupagörpum landsins. Og að sjálfsögðu fylgdu þar fræg- ustu knaparnir meö! Nefndi hann m.a. Randver Jóninu Hliðar, Óð- in.. Þorgeirs i Gufunesi og Hroll Sigurðar ólafssonar, en þeir. keppa allir i 250 m skeiði. I 800 m stökki nefndi Guðfinnur m.a. Blakk Hólmsteins Arasonar frá Borgarnesi, en Blakkur er sjálfur tslandsmethafinn. Sagði Guöfinn- ur, að búast mætti við mjög harðri keppni i þessu hlaupi, þar sem það færi fram á beinni, grasi-vaxinni braut. Mætti búast við mjög góðum tima. Dagskrá „Jónsmessu-hesta- mannamótsins” hefst kl. þrjú eftir hádegi á laugardag með góðhestakeppni i A og B flokki. Þar næst hefjast undanrásir i hlaupum, en að þvi loknu gefst Framhald á bls. 19 RÚMT ár er nú liðið siðan Samtök her- stöðvaandstæðinga voru endurvakin i Reykjavik og nágrenni með það að markmiði að knýja á stjórnvöld um efndir þess ákvæðis stjórnar- sáttmálans, sem kveður á um brottför banda- riska herliðsins af Keflavikurflugvelli og sameina til starfa alla þá, sem viija vinna að framgangi þess máls, hvar i flokki sem þeir standa. Samtökin reyna með gömlum og nýjum rökum að fá sem flesta til að gefa sjálfstæöismálum þjóðarinnar gaum aö nýju og hafa með ýmsu móti vakið athygli á málstað sinum. Samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg á þessu ári, og viða út um land hafa verið endurreistar héraðsnefndir og kjördæmisnefndir og fundir haldnir á vegum þeirra en það er kannski einmitt úti á lands- byggðinni, sem andstaðan gegn hersetunni hefur alltaf verið hvað mest og sjálfsögðust. Um siðustu áramót var stofnuð kjördæmisnefnd á Austurlandi og hefur hún m.a. gengizt fyrir myndun starfshópa i öllum byggðarlögum fjórðungsins. Samtök herstöðvaandstæðinga á Austurlandi gangast nú fyrir ráð- stefnu og Jónsmessuvöku i Vala- skjálf á Egilsstöðum laugar- daginn 23. júni og hefst hún klukkan tvö. Erindi um stefnu og starf herstöðvaandstæðinga flytja m.a.: Arni Björnsson, þjóðháttafræðingur, Kristján Ingólfsson, kennari, Sigurður Blöndal, skógarvörður, Sigurður Ö. Pálsson, skólastjóri, og Smári Geirsson.háskólanemi. Umræður verða milli erinda. Ráðstefnu- stjóri er Hjörleifur Guttormsson. Jónsmessuvaka hefst klukkan niu og ber gesti að garði. Úr þeirra hópi flytja ávörp: ólafur Ragnar Grimsson, lektor, Jakobina Sigurðardóttir, skáld, Gunnlaugur Stefánsson, for- maður ÆSI, og Jón Hnefill Aðal- steinsson, fil.lic. Þjóðlagasöngur verður siöan á dagskrá. Þá tslandsklukkan: Samlestur úr 3. þætti leikrits Halldórs Laxness. Ljóöalestur. Fjöldasöngur: Arni Björnsson og Magnús Magnússon gefa tóninn. Kynnir á vökunni verður Kristin Halldórsdóttir Almennur dansleikur verður i vökulok. Amon Ra leikur fyrir dansi og Ólöf Þórarinsdóttir syngur með hljómsveitinni. Ibúðarhús eyðilagðist í eldi Um klukkan 17,30 I gærdag kom upp cldur i ibúðarhúsinu að Suðurlandsbraut 96, sem er timburhús. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var þar nokkur eldur á efri hæðinni, en þar var ekki búið, en ekki á neðri hæðinni, þar sem ein fjölskylda bjó. Tók um tvo tima að ráða niðurlögum eldsins, en þá var húsið orðið mikið skem.mt og er nú talið svo til ónýtt. (Tímamynd Gunnar) STAL ÚR VESKI SOFANDI KONU Klp-Reykjavik. 1 fyrrinótt komst óboðinn gestur inn i ibúð á fyrstu hæð i húsi einu hér i Reykjavik. Þar inni fann hann kvenveski, sem i voru 42 þúsund krónur og hafði hann peningana á brott með sér. Konan, sem átti veskið, hafði sett peningana i það kvöldið áður, en hún ætlaði i bæinn um morgun- inn og greiða af láni á ibúðinni. Situr hún nú uppi með sárt enni og á varla málungi matar. Ekki er vitað.hvernig þjófurinn komst inn i ibúðina, en málið er nú i höndum rannsóknarlögregl- unnar. Lýst eftir ökumanni RANNSÓKNARLÖGREGLAN i Reykjavik auglýsir eftir öku- manni dökkleitrar bifreiðar, sem ók á hægri akrein vestur Hring- braut föstudaginn 15. júni um kl. 17.30. Þá varð árekstur á mótum Hringbrautar og Laufásvegar og mun þessi bifreið hafa verið fyrsti bill á árekstrarstaðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.