Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 22. júni 1973.
SGNIS
ÞETTA eru kapparnir, sem sigruöu i sölukeppni Tlmans. Til hægri er Einar Bragi Bjarnason og til
vinstri Agnar Gestsson. (Timamynd: Róbert)
Þeir sigruðu — og fara til
„Borgarinnar við Sundið"
Spassky hyggur
a hefndir 1975
BORIS Spassky er ekki af baki
dottinn, þótt hann lyti i lægra
haldi fyrir Fischer hinum
bandariska á sinum tima.
Hann teflir á næstunni á
hverju mótinuá fætur öðru og
stefnir að nýju einvigi við
Fischer árið 1975.
I júlibyrjun teflir Spassky á
Evrópumeistaramótinu, sem
fer fram i Englandi. Þar verða
saman komnir allir beztu
skákmenn i Evrópu. Spassky
teflir á fyrsta borði. Það sýnir,
að enn hafa sovézkir ráöa-
menn um skák traust á
Spasský, úr þvi að hann er
valinn til að tefla á fyrsta
borði og þar með settur feti
framar en afburðamenn eins
og Petrosian, Tal, Korchnov
og Karpov.
Frá Englandi heldur
Spassky til Amsterdam og
teflir á IBM-mótinu. Siðan
liggur leiðin heim til
Sovétrikjanna, þar sem hann
tekur þátt i mikilvægasta
innanlandsskákmóti Sovét-
manna sem haldiö verður við
Svartahafið.Á hausti komanda
teflir hann svo á bandarisku
móti, sem verður undir umsjá
hins kunna bandariska
söngvara Bobby Darin.
Með þessu móti hyggst
Spassky undirbúa sig undir
undanrásir heimsmeistara-
keppninnar, sem hefjast á
næsta ári.
Að Reykjavikureinviginu
loknu, kvaðst hann þess al-
búinn að tefla að nýju við
Fischer hvar og hvenær sem
væri, en nú segir hann, að til
þess muni ekki koma fyrr en
1975 enda telji ráöamenn
annað óráð. „Þar að auki er ég
ekki enn búinn að jafna mig og
tefli þess vegna ekki eins vel
og ég á vanda til”, segir hinn
fyrrverandi heimsmeistari.
Hann segir, að fregnir um
að Fischer hafi dregið sig inn i
skel sina og vilji helzt ekki
tefla, komi sér ekki á óvart og
telur vafalitið, að Fischer eigi
við stórfellda sálræna örðug-
leika að striða.
Þess ber þó að geta að
ummæli af þessu tagi eru
likast til þáttur i þvi tauga-
striði sem þeir keppinautar
heyja sin á milli. A hinn
bóginn kemur, að Spassky
reynir ekki að leyna þvi, að
honum er ekki með öllu rótt
sjálfum, þótt hann telji sig
betur á sig kominn en hann
var fyrir heimsmeistara-
einvigið i Reykjavik 1972.
,,Ég er mun frjálsari núna”,
segir hann.,,Áður þurfti ég að
hugsa um rússneskan skák-
heiður, en núna get ég einbeitt
mér að þvi að tefla. Komi til
einvigis okkar á milli 1975
verður Fischer i sömu aðstöðu
og ég var i Reykjavik með
öllum þeim vandkvæðum sem
þvi fylgja”.
UM StÐUSTU mánaðarmót voru
birt úrslit i sölukeppni þeirri,
sem Timinn efndi til i vetur.
Keppnin fólst i þvi, hver seldi
mest af laugardags- og sunnu-
dagsblaði Timans, og stóð
keppnistimabilið frá 1. janúar
siðastl til mailoka. Tveir eða
tvö þau söluhæstu fengu i verð-
laun flugferð til Kaupmanna-
hafnar (og að sjálfsögðu heim
aftur) og þriggja daga dvöl þar i
borg. Er þar allt innifalið, fæði,
gisting og annað. Og i för með
sigurvegurunum verður leið-
sögumaður frá Timanum.
Hlutskarpastir urðu þeir Agnar
Gestson, Langholtsvegi 60,
Reykjavik, og Einar Bragi
Bjarnason, Kópavogsbraut 49,
Kópavogi. Þeir urðu báðir 11 ára
á þessu ári. Einar átti raunar 11
ára afmæli siðastliðinn mánudag.
Það var þvi skemmtileg tilviljun,
að hann skyldi einmitt frá verð-
launin um þetta leyti.
Drengirnir fara út núna á
laugardaginn, 23-júni, með flug-
vél frá Loftleiðum. Brottför frá
Kelavikurflugvelli er klukkan
8:50, en lagt er upp héðan frá
Reykjavik klukkan hálf sjö um
morguninn. Gunnlaugur Sig-
valdason, gjaldkeri Timans, fer
með þeim. Við ræddum við hann
og báðum hann að skýra okkur
frá ferðaáætluninni i aöal-
atriðum.
Komið verður til Kaupmanna-
hafnar um eitt-leytið á laugar-
dag. Þá er fyrst á dagskrá að fá
sér eitthvað að borða, en siðan
verður farið i skoðunarferð
(sightseeing) um borgina fram
eftirdegi. Um kvöldið verður svo
fariö i hið heimsfræga Tivoli
Kaupmannahafnar. Geta má
þess, að á hverjum laugardagi er
vegleg flugeldasýning um miö-
nætti.
A sunnudaginn fer-Gunnlaugur
með þá Einar og Agnar i dýra-
garðinn, þar sem þeir fá tækifæri
til að sjá (og heyra) dýr hvaðan-
æva að úr heiminum. Það er
flestum hin mesta upplifun að
koma i dýragarðinn i Kaup-
mannahöfn, enda telst hann mjög
góður. Segjast sumir leggja leiö
slna I hann (og Tivoll) i hvert
sinn, sem þeir koma til Kaup-
mannahafnar. Eitthvað fleira
munu þremenningarnir hafa fyrir
stafni á sunnudaginn, en um
kvöldiö ætla þeir að heimsækja
Bakken (Dyrehavsbakken), þar
sem eru ýmiss konar skemmti-
staðir, dýragarður o.fl.
A mánudaginn ætlar Gunn-
laugur að fara með drengjunum i
Sjónvarpið tekur upp
6 leikrit og leiknar
kvikmyndir í sumar
verzlunarhverfi Kaupmanna-
hafnar, þar sem þeir fá tækifæri
til að kaupa föt, minjagripi eða
annað.sem þá langar aðkaupa.
Þá heimsækja þeir liklega söfn
og einhverja af merkustu stöðum
Kaupmannahafnar. Eftir hádegi
á þriðjudag halda þremenn-
ingarnir siðan aftur heim til
tslands.
Þetta kvað Gunnlaugur
áætlunina i stórum dráttum, en
ef til vill yrði eitthvað brugðið út
af henni. Kannski skroppið með
ferjunni yfir til Sviþjóðar t.d.
Seldu um 2.000 blöð
„Ofsalega spenntir”.
Við tókum þá Agnar og Einar
tali núna i vikunni og spurðum þá,
hvort þeir væru ekki spenntir
fyrir ferðinni.
,,Jú, ofsalega”, sögðu þeir
einum rómi. Enda þótt þeir vissu
ekki mikið um Kaupmannahöfn,
höfðu þeir vissulega heyrt um
dýragarðinn, Tivoli og Legoland.
Komst vart annað að hjá þeim,
þegar þeir stöldruðu við hjá
okkur.
Komu úrslitin þeim á óvart?
,,Já og nei”. Auðheyrt var.aðfrá
upphafi höfðu þeir verið ákveðnir
i þvi að sigra. Báðir seldu þeir
samtals um 2 þúsund blöð. Yfir
eina helgi seldi Einar mest 275
blöð, en Agnar mest 200. Einar
seldi i vesturbænum i Kópavogi
og einnig niðri i Nesti og viðar,
Agnar seldi við heimagötu sina,
Langholtsveg, og þar i grennd-
inni, en seldi einnig m.a. niðri við
Sundlaugarnar i Laugardal. Á
Bilasýningunni i vor seldi hann
heilmikið.
Agnar hefur aldrei flogið áður,
en Einar hefur flogið milli Akur-
eyrar og Reykjavikur. Hvorugur
hefur farið til útlanda áður, og
kváðust þeir raunar verða þeir
fyrstu i fjölskyldum sinum til
þess, eða svo til.
Við spurðum þá, hvað þeir
ætluðu að hafa fyrir stafni i
sumar, og voru þeir ekki alveg
vissi r um það. Þeir höfðu ætlað
að fara i sveit, en ekki komizt. Ef
til vill myndu þeir bera eitthvað
út blöð. ,,Ég hugsa, að ég fari
kannski á sjómeðpabba i sumar,
svona nokkra túra”, segir Einar.
,,Og ætli ég skreppi ekki eitthvað
upp I sveit, i kynnisferð eða svo-
leiðis”, segir Agnar.
Þar höfum við það. óskum við
þeim félögum innilega til
hamingju með sigurinn, og
vonum, að þeir njóti feröarinnar
til „Borgarinnar við Sundið”.
vel.
—Stp
AÐ VENJU fer starfsfólk sjón-
varpsins i fri i júlimánuði og fell-
ur sjónvarp niður allan þann
mánuð. Reynt verður að nota
sumarið eftir föngum til að kvik-
mynda leikrit og er búið að
ákveða hvaða verkefni verða tek-
in fyrir i sumar og i haust. Litið
verður unnið að sliku i frimánuði
sjónvarpsfólks og verður mest
kvikmyndað og tekið upp á mynd-
segulbönd i ágúst og september.
N.k. mánudag verður tekið upp
leikritið Hversdagsdraumur eftir
Birgi Engilberts. Það verður gert
I stúdiói.
t ágúst er svo ráðgert að kvik-
mynda verk eftir Agnar Þóröar-
son, sem höfundur hefur gefið
nafnið Mangi grásleppa. Er það
nýtt verk og sérstaklega samið
fyrir sjónvarp. Sýningartimi
verðurum 75 minútur. Leikendur
verða alls tiu.
Þá verður tekið upp barnaleik-
ritið Dýrin i Hálsaskógi, sem sýnt
hefur verið i Þjóðleikhúsinu.
Einnig verður gerð myndsegul-
bandsupptaka af Lýsiströtu i
þeirri leikgerð, sem sýnd var i
Þjóðleikhúsinu s.l. vetur og fer
upptakan fram á sviðinu þar.
1 september verður leikritið
Vér morðingjar eftir Guðmund
Kamban kvikmyndað og i sama
mánuði sjónvarpsgerð af leikriti
Gunnars M. Magnúss t múrnum,
en það var upphaflega samið sem
framhaldsleikrit fyrir útvarp og
flutt þar, en sjónvarpsgerðin
verður mun styttri, eða um 90
minútur.
Auk þessa verða gerðar nokkr-
ar fræðslukvikmyndir i sumar.
Verða leikritin og kvikmyndirnar
sýndar einhverntima næsta vet-
Umsjón: Halldór
Kristjónsson
Orð af
t Þjóðviljanum 7. júni er hug-
leiðing, sem nefnd er vanda-
máliö eilifa. Höfundur talar þar
um hneykslanir manna og um-
tal vegna hátternis unglinga á
utiskemmtunum. Nefnir hann i
þvi sambandi svokallað ung-
lingavandamál, sem hann telur
þó ekkert vandamál vera.,,örfá
eru drukkin I raun og veru,
kannski 5-10% af öllum
skaranum”, segir höfundur. Og
þó að tiunda hvert barn á úti-
skemmtun væri ofurölvi finnst
honum ekki ástæða til að hafa
orð á slíku.
orði
Hér er önnur orðrétt til-
vitnun: „Svona var þetta
einnig á árunum eftir 1950, og
sennilega hefur þetta alltaf
veriö eitthvað svipað þessu.
Mér eru i fersku minni skrif og
umræður, sem urðu um ung-
lingavandamáliö mikla eftir
verzlunarmannahelgarnar á
Hreðavatni 1950-1955. Þá varö
ekki betur séð en að æska þesst
lands væri gerglötuð. Nú er
þetta fólk, sem þá var glataö
talið komið undir fertugt, og
ekki hefur annaö heyrzt en aö
þaö sé, flest að minnsta kosti,
hinir nýtustu þjóðfélags-
þegnar”.
Að visu er það ofmælt, að kyn-
slóðin hafi verið talin glötuð, og
margt getur borið út af áður en
svo er komið. En þvi miður eru
skörð i raðir þessa fólks, og
sum vegna óheppilegra
skemmtanahátta. Þau skörð
veröa ekki fyllt. Vel má vera,
að þar vanti stundum þann, sem
hefði getað orðið bezti þjóð-
félagsþegninn. Þvilik slys
megum við aldrei sættast við,
eða telja okkur trú um, að þar
séu aðeins „örfáir svartir
sauðir” sem einu gildi um. An
þess að gera á nokkurn hátt litið
úr einum aldursflokki öörum
fremur, skulum við gera okkur
ljóst að nú eru hér á landi
hundruð barna, sem beöiö hafa
varanlegt tjón á sálu sinni,
vegna upplausnar og öryggis-
leysis, sem langoftast stafar af
drykkjuskap foreldranna,
annars eöa beggja, Þó að meiri
hluti hvers árgangs séu nýtir
menn er það ekki nóg. Góðir
menn eiga ekki að sætta sig við
að nokkur góður drengur glatist
vegna heimsku eða klaufa-
skapar. Og meðan skemmtana-
lif er siðspillandi og
mannskemmandi, svo sem
stundum reynist nú, er þar við
að eiga raunverulegt vandamál.
En þaö er ekki bundið einum
aldursflokki fremur en öðrum,
en engu betra fyrir þvi.
En viö megum aldrei sætta
okkur við mannskemmdir
vegna þess, að þær hafi alltaf
átt sér stað.
Og við megum heldur ekki
loka augum fyrir áfengisböli
meö þeirri huggun, að það
snerti bara svörtu sauöina.