Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 1
ÍÍGNÍSl FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Arni Edwinsson segist ekkert meira hafa heyrt af Norðmönn- unum og reiknaði ekki með að heyra neitt meira frá þeim fyrr en þeir væru komnir til landsins, sem átti að verða um mánaða- mótin jú.ií - júli. Allt í olíu d Reyðar- firði ÓHUGNANLEGT er nú um að litast á Reyðarfirði. Fjar- an í fjarðarbotninuin er öll löðrandi i ollu, sem þar rak á land I gærmorgun, eftir að japanskt skip skaddaðist við bryggju. óhappið varð i gærmorg- un, er þetta japanska skip var að ieggjast að bryggj- unni á Reyðarfirði. Hafði festum verið komið á land að nokkru ieyti, er skipið sner- ist við bryggjuna vcgna vindliviðu og rakst á hana. Rifnaði við það gat á það og bunaði út svartolia. Er talið, að fimmtiu tii sextiu lestir af ollu hafi farið I sjöinn, áður cn tókst að tæma gcymi þann, er gatið kom á. Menn á lteyðarfirði hafa Icitazt við að kveikja i olí- unni, sem borizt hefur á land inni i fjarðarbotninum, þvi að þangað rak hana undan vindi. En það mun hafa kom- ið að litlu gagni. Handrita- sýning í sumar ÓV-Reykjavfk: Stofnun Arna Magnússonar opnar á morgun, laugardag, sýningu á Konungs- bók eddukvæða, Flateyjarbók og Skarðsbók postulasagna i Arna- garði. Eins og komið hefur fram i fréttum eru nú á leiðinni heim all- mörg handrit, og eru átta þeirra nú um borð i Múlafossi, sem er á heimleið. Samkvæmt upplýsing- um Jónasar Kristjánssonar, for- stöðumanns Handritastofnunar- innar, í blaðinu i gær, munu hátt i 2000 handrit vera væntanleg áður en langt um liður. Er þvi af sem áður var, er menn báru merki i barmi með áletruninni HANDRITIN HEIM! t sumar verður siðan handrita- sýning i Stofnun Arna Magnús- sonar á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum á milli 2 og 4. Einar, annar tveggja biaðsöiudrengja Timans, sem hrepptu verðlaun, Kaupmannahafnarferð, fyrir frammistöðu sina i skrifstofu Loftleiða að veita farseðlinum viötöku. — Sjá frásögn i blaðinu á tiundu síðu. —Timamynd: Róbert. — Ég veit ekkert hverjir þessir menn eru og hef ekkert haft af þeim að segja fyrir utan þetta eina litla bréf, sagði Árni i viðtali við fréttamann blaðsins. — Þess vegna gætu þeir allt eins vel hafa hætt við ferðina. Dráttarbáturinn Lloydsman er stærstur dráttarbátanna og hefur hvorki meira né minna en sextán þúsund hestafla vél. Bretar enn við sama heygarðshornið: Drdttarbátur sigldi fyrir Óðinn í gær og olli árekstri I GÆItMORGUN sigldi brezki dráttarbáturinn, LLOYDSMAN á varðskipið Óðin á miðunum út af Vestfjörðum innan islenzku fisk- veiðilögsögunnar. Dráttarbáturinn sigldi á varð- skipiö af yfirlögðu ráði og þver- braut þar með allar alþjóðlegar siglingareglur. Þetta uppátæki er i senn háskalegt og furðulegt, þar eð engir brezkir togarar voru I næsta nágrenni við varpskipiö. Rrezk yfirvöld hafa heldur enga viðhlítandi skýringu getað gefið á ásiglingunni. Stefni ÓÐINS er nokkuð laskað eftir ásigiinguna, en ckki urðu nein siys á varðskipsmönnum. Dráttarbáturinn skemmdist að likindum meira, en skv. fréttum norsku fréttastofunnar NTB var ekki taliö, að hann sykki. Vist er, aö LLOYDSM AN hverfúr i bili úr hópi þeim, sem heidur verndarhendi yfir brezk- um veiöiþjófum á tslandsmiðum. Frásögn Landhelgisgæzlunnar af ásiglingunni er á þessa leið: Um kl. 08.45 i morgun (þ.e. i gær) sigldi brezki dráttarbátur- inn LLOYDSMAN á varðskipið ÓÐIN noröur af Vestfjörðum. I morgun var ÓÐINN á siglingu 24 sjómiiur N af Kögri. Um kl. 08.00 nálgaðist skip úr NV, sem hélt SA-læga stefnu, en ÓÐINN var á siglingu i stefnu i NNA. Skyggni var hálf sjómila. Um kl. 08.25 létti til og var skyggni 6 til 7 sjómilur. Sást að skipið, sem nálgaðist, var dráttarbáturinn LLOYDSMAN og var þá um 1/2 sjómila á milli skipanna. Dráttarbáturinn hægði ferðina og allt að þvi stöðvaðist. Er um 100 til 200 metrar voru á milli skip- anna og dráttarbáturinn var á bakborða, jók hann skyndilega ferðina og beygði til bakborða fyrir stefni varðskipsins. brátt fyrir að báðum aðalvélum varð- skipsins var beitt til hins ýtrasta aftur á bak varð árekstri ekki forðað. 1 um 500 og 1000 metra fjarlægö voru tvær brezkar frei- gátur, en næsti brezki togari var i 3 sjómílna fjarlægð.. Skemmdir á skipunum urðu: Á OÐNI kom gat á stafnhýlki og stefnið lagðist inn við sjólinu, á dráttarbátnum lagðist lunningin inn á 2 metra kafla. Engin slys urðu á varð- skipsmönnum. Þess má geta, að LLoydsman er 2041 tonn að stærð, en ÓÐINN aðeins 882 tonn. Varðskipið hélt rakleitt inn til Framhald á bls. 19 Norðmenn hættir við Vatnajökulsferðina? ÓV-Reykjavík. Eins og Tlminn mun væntanlegur hingað til lands manna hópar, I þvi augnamiði að skýrði frá ekki alls fyrir löngu hópur Norömanna, tveir fimm ganga Vatnajökul endilangan. Höfðu þeir samband við ritara flugbjörgunarsvcitarinnar, Arna Edwinsson og leituðu hjá honum upplýsinga, scm þeir hafa nú fengið, en siöan hefur Árni ekkert heyrt. Flugbjörgunarmennirnir fylltust miklu kappi við fregnir af Norðmönnunum og lögðu fimm flugbjörgunarsveitarmenn á jökulinn á föstudagskvöldið i siðustu viku, svo að heiðurinn af fyrstu gönguferð eftir endi- löngum jöklinum væri örugglega i höndum Islendinga. Koma þeir væntanlega niður nú um helgina, en eftir þvi, sem blaðið hefur fregnað, þá hefur ferð þeirra gengið vel, enda veðuF á jöklinum gott um þessar mundir. Skemmdirnar á stefni Óðins eftir ásiglingu Lloydsman i gærmorgun. Myndin er tekin I Isafjarðarhöfn. Timamynd: Guðmundur Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.