Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. júni 1973.
TÍMINN
3
Háskólarektor, Magnus Már Lárusson, afhenti i gær nýjum kandidötum prófskirteini sin i hátföasai Iláskóians. Hér sést Sigurfinnur Þorleifsson
guðfræöingur taka i höndina á rektor, en innst til vinstri stendur Björn Björnsson prófessor.
Útflutningsfyrirtæki
þurfa að vinna saman
segir Gunnar Rogstad framkvæmdastjóri
norska útflutningsrdðsins
Við drekkum
ekki 10 lítra
mjólkur d dag
MORGUNBLAÐIÐ kastaði i gær
rýrð á valkyrjur Sjálfstæðis-
flokksins I Húsmæðrafélaginu, er
ætiuðu I vetur að beita sér fyrir
þvi, að fólk keypti gosdrykki og
kók I stað mjólkur. Það skýrir
sem sé frá þvi, að dagsaia hjá
Mjólkursamsölunni i Reykjavik
sé að meðaltali 964 þúsund litrar.
Otfrá þessu reiknar það síðan, að
neyzlumjóik Reykvikinga sé
greidd niður um hálfa sextándu
milljón króna á dag.
Þessar tölur þýða aftur á móti,
aö hver einasti Reykvikingur,
ungur sem gamall, veröur aö
belgja sig sem næst tiu litrum
mjólkur daglega. Mjólk er góö
vara og tiltölulega ódýr, neyzla
mikil og upphlaup Sjálfstæöis-
kvennanna I Húsmæðrafélaginu
bar engan árangur. Sannleikur-
innereigiaösiðursá, að Morgun-
.blaöiö tifaldar tölur.
Búðardalur:
Vantar
tilfinnanlega
vinnuafl
SÞ—Búðardal. — Framkvæmdir
eru að hef jast i Búðardal, eins og
venjulega með sumrinu. Veöur
hefur farið mjög hiýnandi undan-
farið og sumarið er áreiöanlega
komið. Þjóöhátíð var haidin hér
með barnaskemmtunum bæði úti
og inni og þótti hin bezta.
Byrjað verður ánæstunni á
tveimur ibúðarhúsum og öðrum
tveimur siðar i sumar. Þá er
verið að undirbúa nýja barna-
skólabyggingu. Vegagerðarmenn
eru komnir af stað og byggja á
brú yfir Glerá. Heimamenn eru
eitthvað við þetta, eins og þeir
hrökkva til, en tilfinnanlegur
skortur er á vinnuafli. Að visu
fjölgar fólkinu, þvi alltaf eru ein-
hverjir að flytjast úr sveitinni.
KIp-Reykjavik. Undanfarna daga
hefur Gunnar Rogstad, fram-
kvæmdarstjóri norska útfiutn-
ingsráðsins, dvalið hér á landi i
einkaerindum. Hann kom hér
fyrst til lands fyrir strið, en hóf
störf í norska utanrikisráðu-
neytinu, er Norðmcnn opnuðu hér
ræðismannsskrifstofu. Hann er
kvæntur islenzkri konu og talar
mjög góða islenzku. Það fengu
blaðamenn að heyra, er þeir
ræddu við hann og Úlf Sigmunds-
son, framkvæmdarstjóra Útflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins, s.i.
miðvikudag.
A þeim fundi kom fram, aö
Gunnar hafi oröið við bón útflutn-
ingsmiðstöðvarinnar um að ræða
við aðila þess um Norges Expor-
traad, sem hann veitir forstöðu og
gefa ráðleggingar. Einnig ræddi
hann við Magnús Kjartansson
iðnaðarráðherra um ýmis mál-
efni varðandi útflutning Norö-
manna og um útflutningsgjald á
iðnaðarvarning, sem m.a. mikið
hefur verið rætt um hér á landi.
Á þessum blaðamannafundi
kom margt fram, er varðar út-
flutningsráð Noregs og fjármögn-
un þess, auk þess sem Gunnar
talaði um samstarf ráðsins við
utanrikisþjónustuna. Gunnar
taldi það nauðsynlegt fyrir út-
flutningsfyrirtæki i litlum löndum
eins og tslandi og Noregi, að hef ja
samstarf um framleiðslu til að
vera samkeppnisfær á heims-
markaðinum. Tók hann sem
dæmi, að nú siðari ár hafi útflutn-
ingsráðið beitt sér fyrir nánari
samvinnu milli fyrirtækja i
Noregi, er framleiða útbúnað til
vetrariþrótta svo og seljenda
þessara vörutegunda.
Þetta hafi tekizt með þeim
árangri, að á kaupstefnu vetrar-
iþróttavarnings i Munchen hafi
Norðmenn verið með stærstu sýn-
ingardeild einstakra þjóða, og
hafi hún vakið verðskuldaða at-
hygli. Útflutningur á útbúnaði
vetrariþrótta hefur aukizt úr 2,5
millj. króna árið 1971 i 25 millj.
króna áriö 1972 og er gert ráð fyr-
ir, að útflutningurinn á þessum
vörum I ár verði á milli 40 til 50
milljónir króna. Taldi Gunnar, að
þetta væri einnig hægt að gera
hér á landi, eins og t.d. i hús-
gagnaiðnaöi og fleiri iðngreinum.
Margt fleira athyglisvert kom
fram á þessum fundi, m.a. að 80%
af 15 þús. iönaöarfyrirtækjum I
Noregi hafi færri starfsmenn en
20. Það eru þvi um 12 þúsund
fyrirtæki i Noregi, þar sem vinna
færri en tuttugu, og frá þeim
kemur tæplega fjórðungur allrar
iðnaðarframleiðslu þar.
Starf útflutningsráðsins norska
er m.a., að láta útflytjendum i té
hverju sinni fróðleik um
m arka ðsa ðstæður, tolla,
samningsaðstæður og fleira.
Einnig að rannsaka markaði,
hvort heldur eftir beiðni útflytj-
enda eöa að eigin frumkvæöi.
Reka virka upplýsingaþjónustu
fyrir norska útflytjendur og inn-
flytjendur. Skipuleggja feröalög
sendinefnda erlendis, beita sér
fvrir kaupstefnum og vörusýn-
ingum i öðrum löndum og taka
þátt i þeim.
Fé til þessarar starfsemi er afl-
að með þeim hætti, að lagt er 3/4
promille gjald á allan útflutning
frá Noregi að skipum undantekn
um. Þetta gjald færði Útflutn-
ingssjóði hvorki meira né minna
en rúmlega 15 milljónir norskra
króna árið 1972.
Gunnar Rogstad framkvæmdarstjóri norska útflutningsráösins talaði
á isienzku, er hann ræddi við blaöamenn s.l. miövikudag. Meö honum á
þessari mynd er úlfur Sigmundsson framkæmdarstjóri útflutnings-
miðstöðvar iönaðarins. (Timamynd Róber)
imd
lr
Vttrf
D
1
lifa
ÍH
Veiði gengur vel
i Viðidalsá
Veiðihornið hringdi i veiði-
húsið við Lækjamót og leitaði
frétta hjá Gunnlaugu Hannes-
dóttur, ráðskonu, um veiði i
Víðidalsá það, sem af er
sumri.
Gunnlaug sagði, að veiðin
hefði gengið ljómandi vel til
þessa. Á hádegi i gær voru 68
laxar komnir á land úr ánni
frá 15. júni, er veiöin hófst. 6
stangir eru leyfðar i Viðidalsá
nú i upphafi veiðitimabilsins.
Laxinn er yfirleitt vænn,
meðalvigtin liklega um 10-11
pd., sagði Gunnlaug ennfrem-
ur. Stærsti laxinn, sem fengizt
hefur, vó 21 pd. Sá, sem hann
veiddi, er Egill Þorfinnsson úr
Keflavik, en fiskinn fékk hann
18. júni i Réttarhyl.
Veðrið i Húnavatnssýslunni
hefur hingað til verið sæmilegt
til veiða — súld, en þvi miður
nokkuð kalt. Þó lét Gunnlaug
þess getið i lok viðtalsins, að
veðrið færi hlýnandi og hugs-
uðu laxveiðimenn við Viði-
dalsá þvi gott til glóðarinnar.
375 laxar úr Norðurá
Skv. upplýsingum ráðskon-
unnar i veiöihúsinu við Norð-
urá, voru 375 laxar komnir á
land úr ánni á hádegi i gær. Er
það dágóð veiði á þ'eim þrem
vikum, sem veitt hefur verið i
ánni.
Sem dæmi um fengsældina i
Norðurá má nefna, aö „holl-
ið,” sem veitt hefur i ánni s.l.
tvo daga, hafði 65 laxa á brott
með sér. Svo ekki er hægt að
segja, að þeir veiðimenn hafi
snúið heim með öngulina i
rassinum.
Laxinn, sem fengizt hefur i
Norðurá i sumar, er vænn, þvi
að mest ber á 9-10 pd. fiski i
aflanum. •
Hrakspór, sem
rættust ekki
Magni birti nýlega viötal við
Halldór E. Sigurðsson fjár-
málaráöherra um afkomu
rikisins á siöastl. ári. Þykir
rétt aö endurbirta nokkurn
hluta þess hér:
,, — Morgunblaöið og önnur
málgögn stjórnarandstöö-
unnar höföu uppi á s.l. ári
miklar hrakspár um haiia á
rikisbúskapnum, svo og um
mikinn haiia á gjaldeyrisvið-
skiptum viö útlönd. Hvernig
hafa þær hrakspár rætzt,
Halldór?
—Ekki á þann veg að
stjórnarandstæðíngar sönn-
uðu spádómsgáfu sina með
þvi. Nú iiggur rikisreikningur-
inn fyrir árið 1972 fyrir og
talar sinu máli. Hann lá nú
fyrir áöur en þingi iauk og
mikiu fyrr en vant er. Ég lagði
á þetta áherzlu, og starfsfólk
rikisbókhaidsins á þakkir
skiidar fyrir þann dugnað.
Niðurstaðan er sú, að
rekstrarafgangur varö hjá
rikissjóði 134,9 milij. kr. og er
þá lánsfé til framkvæmda
tekiö inn á rekstrarreikning-
inn. Ef það hefði ekki verið
gert, heföi rekstrarafgangur
orðiö 985 millj. kr.
Greiðslujöfnuður rfkissjóðs
varöhagstæðurs.I.árum 1689,6
millj. kr. en þar i eru 1000
millj. kr., sem rikið fékk hjá
Seðlabankanum, sem stofn að
rekstrarsjóöi, sem rikið kom á
fót, og er afborgun af þvl iáni
250 millj. kr. á ári. Að þessu
frádregnu er greiðslujöfnuður
rikissjóös hagstæður um 689
millj. kr. Á árinu voru tekin
lán til vegagerðar, landsvirkj-
unar og landhelgisgæzlu.
Sé litið á greiðsluafkomu
rikissjóðs siðustu ár, er hún
þessi.
Arið 1968 varð greiðsluhaili 74
milijónir.
Árið 1969 varð greiösluafg. 488
milljónir.
Arið 1970 varð greiösluafg. 457
miiljónir.
Arið 1971 varð greiösluhalli
339 milljónir.
Arið 1972 varð greiðsluafg. 689
milljónir.
— Urðu tekjur rikisins um-
fram fjárlög verulegar á
siðasta ári?
— Nei, þær urðu 9% en sé
frátalin hækkun áfengis og
tóbaks, sem ákveðin var á
árinu eftir fjáriagagerð eru
þær um 6%. Þetta er miklu
minna en varð árin 1970 og
1971 og svipað og á venju-
legum árutn þar áður.
— Nokkuð hefur verið rætt
um innheimtu rikissjóös og
henni talið ábótavant. Hefur
ástandið batnað i þeint
efnum?
— Já, innheimtan hefur
batnaö nokkuð, en þarf þó enn
aö batna verulega. Ariö 1968
var innheimta rikisgjaida um
80% en árin 1971-72 varð hún
86-88%. Innheimta tekju- og
eignaskatts hefur til að mynda
batnað úr 65% árið 1968 I 75%
áriö 1972.
— Hvernig var staða ríkis-
sjóös við Seðlabankann I árs-
lok 1972?
— Spár stjórnarandstæðinga
um hana voru nú vlst ekki sem
beztar, en útkoman varð sú,
að hún hefur aldrei verið betri
en um s.l. áramót. Hinn 31.
des. 1972 skuidaði rikissjóður
Seðlabanka'num tæpar 6 miiij.
kr. og eru þá teknar meö I
reikninginn þær þúsund
milijónir, sem Seðiabankinn
lánaöi rlkinu i rekstrar-
sjóðinn. Rikissjóður átti þvi
um áramótin inni I Seðla-
bankanum svo að segja alveg
fyrir þvi láni. Undanfarin ár
hefur skuld rikissjóðs við
áramót jafnan verið nokkur
t.d. 529 millj. 1969.
— Er biliö milli fjáriaga og
Framhald á bls. 19