Tíminn - 22.06.1973, Qupperneq 17
Föstudagur 22. júni 1973.
TÍMINN
17
Að kunna að
meta sína menn!
ÞEIR kunna sýnilega
að meta sfna menn
félagarnir i Golf-
klúbbi Ness á Sel-
tjarnarnesi. Það
sönnuðu þeir i
vikunni, þegar þeir
fóru af stað með fjár-
söfnun meðal klúbb-
félaga til handa ein-
um þeirra, hinum
unga íslandsmeist-
ara i golfi, Lofti
ólafssyni, sem er i is-
lenzka landsliðinu,
sem keppir á t EM-
mótinu i Portugal i
næstu viku. En það
verður i fyrsta skipti
á ævinni, sem hann
fer út fyrir lands-
steinana.
Loftur er nemandi i Mennta-
skólanum i Reykjavik og
hefur þvi ekki mikla peninga
aflögu i svona ferðir. Það
vissu félagar hans i klubbnum
og fóru þvi af stað með söfnun
sin á meðal. Á skömmum tima
söfnuðu þeir um 30 þúsund
krónum, sem þeir siðan af-
hentu honum. Er ekki að efa
að það hefur komið sér vel
fyrir hann, enda kosta lands-
liðsmennirnir i golfi að mestu
leyti sjálfir þessa ferð til
Portúgal, þar sem þeir ætla að
keppa fyrir Islands hönd.
SOS.
LOFTUR ÓLAFSSON fer i fyrsta skiptið út fyrir landsteinana, þegar
hann fer með landsliðinu til Portúgal. (Timamynd Róbert)
ÞORBJÖRN SETTI
VALLARMET Á
NESVELLINUM
Þegar landsliðið í golfi sigraði
unglingalandsliðið 5:1 í holukeppni
Þorbjörn Kjærbo, lands-
liðsmaður i golfi, náði
frábærum árangri i golfi
á þriðjudagskvöldið,
þegar landsliðið lék
gegn unglingalands-
liðinu á Nesvellinum.
Hann setti nýtt vallar-
met, fór 18 holurnar á
71 höggi, eða einu höggí
yfir pari. Þetta er
vallarmet á Nesvellin-
um, eftir breytingarnar,
sem hafa verið gerðar á
honum upp á síðkastið.
Loftur Ólafsson átti
fyrra metið 72 högg, og
hann átti einnig metið
fyrir breytingu, 169 högg.
Þorbjörn, sem er fyrirliði
landsliðsins, stýrði liði sinu til
sigurs gegn unglingunum.
Keppnin var holukeppni og
leiknar voru 18 holur. Landsliðið
hlaut fimm stig gegn einu stigi
unglingalandsliðsins. Eftirtaldir
keppendur léku saman:
Einar Guðnason, GR — Þórhallur
Hólmgeirsson, GS 1/2 : 1/2.
Þorbjörn Kjærbo, GS — Hannes
Þorsteinsson, GL 1:0
Jóhann Ó. Guðmundsson, GR —
Ragnar Ólafsson, GR 1:0
Thomar Holton NK — Ólafur
Skúlason GR 1:0
Loftur ólafsson, NK — Sigurður
Thorarensen, GK 1:0
Óttar Yngvason, GR — Óskar
Sæmundsson, GR 1/2 : 1/2
Thomas Holton lék fyrir Björg-
vin Þorsteinsson, Akureyri, sem
komst ekki suður að keppa.
Björgvin varðstúdent frá MA nú
fyrir stuttu.
„Við reynum að
troða okkur upp
/ pr
i miorioil . . .
SÆMILEG HÆÐ...Þorbjörn Kjærbo, horfir á
keppninni við unglinganna.
eftir litla boltanum f
(Timamynd Róbert)
— sagði Einar Guðnason, landsliðsmaður í golfi, semkeppir
ó Evrópumótinu í Portúgal
,,Við reynum að troða
okkur upp i miðriðiL”
sagði Einar Guðnason,
landsliðsmaður i gilfi,
þegar iþróttasiðan hafði
samband við hann og
spurði hann um Evrdpu-
keppnina i golfi. En is-
lenzka landsliðið tekur
nú i fyrsta skiptið þátt i
Evrópukeppninni < sem
fer fram i Portúgal dag-
ana 28. júni til 1. júli n.k.
íslenzka liðið heldur
utan i fyrramálið áleiðis
til Portúgal, með milli-
lendingu i London.
Einar sagði,að keppnin myndi
hefjast um morguninn 28. júni á
mjög góðum golfvelli i Penina. Þá
yrðu leikinn 18 hölu höggleikur. 18
þjóðir af 20, sem eru i Evrópu-
sambandinu, taka þátt i mótinu.
Sex keppendur frá þessum þjóð-
um taka þátt i höggleiknum og
árangur fimm beztu verður
reiknaður saman og siðan raðað i
riðla eftirhonum. I A-riðli keppa
átta þjóðir, í B-riðli keppa sex
þjóðir og i C-riðli fjórar þjóðir.
Keppnin i riðlunum hefst svo á
föstudaginn, með keppni i fjór-
leik. Þá keppa tveir og tveir
saman,eða fjórir frá hverri þjóð
— tveir keppendur sitja hjá)
keppt verður þannig, að þeir tveir
keppendur, sem leika saman, slá
annað hvort högg. A laugar-
daginn og sunnudaginn (30. júni
og 1. júli) verður svo keppt i
höggleik 36 holur hvern dag. 18
fyrir hádegi og 18 eftir hádegi.
Fimm keppendur frá hverri þjóð
keppa þá (einn situr hjá).
Islenzka landsliðið er skipað
þessum mönnum: Einar Guðna-
son, Þorbjörn Kjærbo, fyrirliði,
Loftur Ólafsson, Björgvin Þor-
steinsson, Óttar Yngvason og Jó-
hann ó. Guðmundsson.
Einar sagði, að landsliðs-
mennirnir sjálfir hefðu safnað
nær öllum peningunum sjálfir,
sem þyrfti til að komast i
keppnina. Þeir hafa aðeins fengið
5 þús. krónur á mann frá Golf-
sambandinu, en farseðillinn
kostar 44 þús. krónur. Landsliðs-
mennirnir hafa eytt miklum tima
i fjáröflun og hafa þvi ekki getað
æft sem skyldi. Liðið hefur komið
saman 12 sinnum, sl. tvo og
hálfan mánuð, og æft þá i 5 tima i
einu.
„Andinn er mjög góður hjá
liðinu,” sagði Einar og viðmun-
um gera okkar bezta. Þegar við
verðum komnir til Penima i 25
stiga hita, verðum við mjúkir og
góðir, og við reynum að troða
okkur upp i miðriðil.,” sagði
Einar að lokum. SOS.
KINAR GUI)NASON...er hér að slá með trékylfu á I. brautinni i Nes-
vellinum. (Timamynd Róbert)