Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 20
<r? $ KJOTIDNA GOÐI rir t/óóan mai KJOTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Ingvar llallgrimsson inoft sýnishorn af þorskinum, sem veiddist f Keykjafjarftarál. 53,8% aflans er undir 45 sm aft lengd. (Timamynd Kóbert) Prestastefnan í Eyjafirði í ár PRESTASTEKNAN verftur aft þessu sinni lialdin á Akureyri, og hefst hún meft messu f Akureyrar- kirkju'fl. á þriftjudaginn kemur klukkan hálf-cllefu. Mun þar stiga í stólinn vestur-fslenzkur prestur, séra llaraldur S. Sigmar frá Yakima, en séra Pétur Sigur- geirsson vigslubiskup, séra Stcfán V. Snævarr prófastur og séra Birgir Snæbjörnsson þjóna fyrir altari. A6 lokinni guðsþjónustunni veröur hádegisverðarboð hjá bæjarstjórn Akureyrar, en siðan setur biskup, Sigurbjörn Einars- son, prestastefnuna i kirkjunni og flyturávarpog yfirlitsskýrslu. Að öðru leyti verður prestastefnan i skólanum á Hrafnagili. Meðal þeirra, sem erindi flytja á prestastefnunni eru séra Har- aldur Sigmar, dr. Jakob Jónsson um Asatrú og krstindóm og séra Pétur Sigurgeirsson um 75 ára starf Prestafélags Hólastiftis. Kvöldvaka verður á þriðju- dagskvöldið i umsjá Prests- kvennafélags Islands og á mið- vikudagskvöldið verður farið að Laugalandi i boði safnaðar þess prestakalls. Slitið verður presta- stefnunni i Grundarkirkju á fimmtudaginn klukkan hálf-sex. Tilraunaveiðar Bjarna Sæm. í Reykjafjarðaról: 53,8% þorsksins reynd- ist undirmálsfiskur SB-Reykjavik — Hafrannsóknar- skipift Bjarni Sæmundsson kom I fyrradag úr vorleiftangri sínum norftur- og austur fyrir land, sem stóft f 30 daga. A leiðinni heim tók skipift tvö tog á veiftislóðum brezku togaranna i Reykja- fjarftarál. Þaft var dagana 17. og 18. júni. Þar voru þá 20-25 brezkir togarar og meft þeim freigáta og Statesman. Ingvar Hallgrimsson, fiski- fræðingur skýrði frá þvi á fundi með fréttamönnum um borö i Bjarna i gær, að notaður hefði verið klæddur poki til að kanna hvers konar fiskur væri fyrir hendi á svæðinu. Fyrst var togað i klst. en siðan i tvær stundir. Siðan var hver einasti fiskur mældur og reyndist — 53,8% aflans vera und- ir þeirri stærð, sem frystihús hér taka við. Meginmagnið eða tæp 50% var fiskur að lengd 40-45 sm, en það er þriggja ára, ókynþroska þorskur. Þorskur er kynþroska 6 Skipaður MENXTAMALAR AÐIIERRA hefur skipaft Birgi Thorlacius ráftuneytisstjóra I stjórn Stofnunar Arna Magnússonar til scx ára. Aftrir i stjórninni eru rcktor lláskólans og forstöðu- m a ft u r s to f n u n a r i n n a r. Perón heim: AAóttak an varð blóðbað NTB-Buenos Aires — Fjöldasam- koman I fyrrakvöld, sem átti aö verfta til hcifturs Juan Perón, er hann sneri heim úr útlegftinni varft blóðbaft. Um 20 manns biftu bana og 300 særftust. Tæplega tvær milljónir manna voru samankomnar vift flugvöllinn og skyndilega hófst skothrið. Skotið var af vélbyssum og rifflum og fólk hljóðaði og kastaði sér til jarðar. Ekki er vitað með vissu, hverjir stóðu fyrir þessu, en talið er.að það séu ósáttir hóp- ar innan unghreyfingar Perónista. Flugvél Peróns var snúið til herflugvallar um 17 km frá aðal- flugvellinum og þaðan fór Perón með þyrlu beint til heimilis sins. Hann kom siðan fram i útvarpi og sagði að sér þætti leitt að aflýsa ræðu sinni á útifundinum, en það hefði hann gert vegna hættu á nýju uppþoti. Tékkneska sýningin í Laugardalshöll: íslenzk fyrirtæki heiðruð Kvikmyndasýningar og minjagripasala SJ-Reykjavik. Sýningin Ar _ Tékkóslóvakiu var opnuð i Jþróttahúsinu i Laugardal sl. laugardag. Með sýningunni er lögðáherzla á að kynna mannlifið i Tékkóslóvakiu i sem flestum myndum fremur en að setja upp vörumarkað. Sýningin er hug- vitsamlega uppsett og reynt er að kynna einkum framleiðsluvörur, sem einkennandi eru fyrir landið. íslendingar og Tékkar hafa átt viðskipti allt siðan 1923. Tvö fyrirtæki hér, Th. Benjaminsson og Edda hafa skipt við Tékka óslitið i 50 ár, en auk þeirra verða fimm önnur fyrirtæki heiðruð sérstaklega fyrir 25 ára góð við- skipti við tékkneska verzlunar- aðila i sambandi við sýninguna i Reykjavik nú. Kvikmyndasýningar eru i Laugardalshöllinni kl. 4-6 og 7-9 daglega og á öðrum tímum sé þess sérstaklega óskað. 1 hópi þeirra eru land- kynningarmyndir, myndir um tizkuvörur, og um starf tékkneskra sérfræðinga við skipulagningu rafaflstöðva á Is- landúen Tékkar hafa átt meiri eða minni þátt i skipulagningu nær allra aflstöðva hér. Minjagripasala er i anddyri Laugardalshallarinnar. Þar eru ýmsir vandaðir handunnir hlutir, og kona i þjóðbúningi sýnir gest- um þá þjóðlegu list að mála páskaskreytingar á eggjaskurn, en slik páskaegg eru meðal minjagripanna, sem til sölu eru. Sýningunni lýkur 1. júli. ára. Bannað er að koma að landi meö þorsk, sem mælist minna en 24 sm, og reyndist 11,7% aflans vera i þeim flokki. Frystihúsin taka ekki við minni þorski en 45 sm. Var þvi nýtanlegur fiskur úr þessum afla Bjarna aðeins 46,2%, Ingvar sagói, aö það hefði vakið athygli, hve mikiö kom upp af stirðnuðum smáfiski. Það væri sennilega fiskur, sem Bretarnir hefðu fleygt daginn áður. Stærsti þorskurinn, sem veiddist þarna var 95 sm. og sárafáir voru yfir 70 sm. Sleppa skordýrum á vínekrur Frakka NTB-Sidney — Blaðið The Australian skýrði frá þvi i gær, að ef Frakkar hættu ekki við fyrir- hugaðar kjarnorkuvopnatilraunir sinar á Kyrrahafi, yrði litlum, gráðugum skorkvikindum frá Ástraliu sleppt yfir vinekrurnar i Champagne-héraði. Samkvæmt fréttum blaðsins eru þessi kvikindi einkar lagin við að eyðileggja vinber, með þvi aö sprauta inn i þau beizkum vökva. Dýrin eru ónæm fyrir öllu skor- dýraeitri, nema einhverju sem Astraliumenn einir þekkja. Franskir vinbændur fá þvi aðeins þetta móteitur, ef franska stjórn- in hættir við rilraunirnar, segir blaðið, Kvikindin, sem timgast mjög ort, eru sögð þegar komin til Frakklands ipeð frönskum manni, sem er andvigur tilraun- unum. SPMY VÖIUIU SEM GIEBUR Híttumst í kaupfélagínu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.