Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. júní 1973.
TÍMINN
7
— Ég vona að i fram-
tiðinni haldi einhver ís-
lendingur áfram rann-
sóknum minum á svepp-
um i vatni hér á landi.
Ég hef starfað hér annað
slagið i meira en niu ár
og komið er að þvi að ég
snúi mér að öðrum verk-
efnum. En ég er viss um
að kona min, Anita, og
ég eigum eftir að koma
hér aftur, a.m.k. i heim-
sókn, þvi að við litum á
ísland sem okkar annað
heimili og unum okkur
hér hið bezta.
Svo fórust Terry W. Johnson
prófessor i grasafræði við
Dukeháskóla i Durham i Norður-
Karólinu i Bandarfkjunum orð i
viðtali við Timann daginn áður en
hann fór héðan af landi burt 26.
júni sl. eftir að hafa dvalizt hér
siðan i ágúst 1972 við rannsóknir á
sveppum i vatni.
Prófessor Johnson er fyrsti
maðurinn, sem vinnur að rann-
sóknum á þessum örsmáu svepp-
um hér á landi. Hefur hann fundið
um 150 mismunandi tegundir af
sveppum i vatni viðs vegar á
landinu. Aður en hann fór gaf
hann Náttúrufræðistofnun ís-
lands safn nærri 2000 sýnishorna
af þessum sveppum ásamt bók-
um þeim, sem hann hefur notað
við störf sin hér. A Náttúrufræði-
stofnuninni er þvi búin aðstaða
þeim, er áhuga kynni að hafa á
áframhaldandi rannsóknum á
þessu sviði.
— Fyrst kom ég til Islands
L.arið 1964 og hóf rannsóknir á
Science Foundation). Frá 1964 til
1972 kom ég hingað oftar en 30
sinnum, oft i fylgd með stúdent-
um, safnaði sveppum og rannsak-
aði þá. 1 ágúst 1972 kom ég svo
hingað i ársleyfi frá kennslustörf-
um. Ég fékk rannsóknaraðstöðu i
Náttúrufræðistofnun Islands, en
þar hef ég unnið af og til siðan
1964.
1 þessu ársleyfi lauk ég rann-
sóknum minum hér og skrifaði 14
visindalegar greinar um sveppi i
vatni á Islandi. Þær birtast i
sænskum, norskum, þýzkum,
bandariskum og islenzkum tima-
ritum. A þeim niu árum, sem ég
hef starfað á tslandi, hef ég samið
yfir 30 greinar um sveppi i vatni
hér.
Ég valdi mér sveppi i vatni á
tslandi sem rannsóknaefni, vegna
þess að þeir voru með öllu ókann-
aðir áður. Ég hef fundið um 150
tegundir á landinu, kynnt mér
byggingu þeirra, greint þá og
skráð hvar á landinu þeir finnast.
Þótt eflaust séu fleiri tegundir
ófundnar enn, vitum við nú að ts-
tand er auðugt af þessum svepp-
um — en það var ekki vitað fyrir
áratug.
— Hefurðu ferðazt mikið, til að
viða að þér sýnishornum?
— Já, um allt land nema
óbyggðirnar. Ég hef mikið farið
norður á land, en gott er til fanga
þar sem trjágróður er. Annars
eru þessir sveppir alls staðar, þar
sem einhver gróður er og vatn.
Og sýnishornasöfnunin er auð-
veld, jafnvel þótt frost sé og
snjór.
— Eru einhverjir staðir hér
sérstaklega auðugir af þessum
sveppum?
— Hjá Straumi rétt við álverið
/er mjög mikið um þá og þar hef
ég fundið nýjar tegundir. I Heið-
mörk er einnig mikið og viðar og
viðar.
Enn hafa ekki fundizt vatns-
Gaf Náttúrufræðistofnuninni safn
2000 sýnishorna ásamt bókasafni
Terry Johnson prófessor
Hefur lokið áratugsrannsóknum
á íslenzkum vatnssveppum
sveppum i vatni hér, sagði Terry
Johnson. — 1 fyrstu var ég hér á
vegum Surtseyjarfélagsins og
Rannsóknaráðs, en naut fjár-
styrks frá Bandarikjastjorn (Off-
ice of Naval Research, Atomic
Energy Commission og National
sveppir i Surtsey, en ég fann
margar tegundir i Heimaey fyrir
gosið. Þeir eru allir i safninu á
Náttúrufræðistofnuninni.
„Sveppir i vatni” er dálitið vill-
andi heiti, þvi að þeir finnast i
jarðvegi (t.d. i beitilandi, með ár-
bökkum, undir mosabreiðum)
jafnt og i vatni. Þeir eru allir ör-
smáir og ekki greinanlegir berum
augum. Sveppunum er safnað
með þvi að ,,ala” þá. Það eru
settar smáagnir af lifrænu efni i
diska með vatni eða jarðvegi, og
siðan vaxa sveppirnir i þessu
,,fæðu”-efni. Til að safna svepp-
unum hef ég notað efni eins og
barnshár, frjókorn, gras, skor-
dýravængi, ormshúð, agnir af
dauðri mannshúð og plöntufræ.
Þar á eftir þarf ég að rækta
sveppina á rannsóknastofu.
venjulega á fersku vatni. Siðan
eru þeir rannsakaðir nákvæm-
lega ismásjá. Ég hef fundið þessa
sveppi um allt Island, þar sem á
annað borð er gróður og vatn.
Sumir sveppirnir vaxa aðeins i
sjó, og hef ég einnig rannsakað
þá.
Engir vatnssveppanna, sem ég
hef fundið hér, eru skaðiegir ten
sumir vaxa i eða á öðrum svepp
um). Engir þeirra hafa fjár-
hagslegt gildi, að þvi kunnugt sé.
Þetta eru lifverur, sem fyrst og
fremst hafa visindalegt mikil-
vægi. Margar tegundanna. sem
ég hef f í'dið, eru sérlega mikil-
vægar fyrir sveppafræðina vegna
þess, að þær hafa vaxtarmynztur.
sem visindamenn hafa ekki rekizt
á fyrr. Með hjálp sumra islenzku
vatnssveppanna, hefur reynzt
unnt að leysa vandamál i sam-
bandi við flokkun og greiningu
þessara lifvera. Sumir vatns-
sveppir, sem hér finnast eru einn-
ig i Evrópu, aðrir einnig i Norður-
og Suður-Ameriku og I Asiu. Aðrir
islenzkir vatnssveppir eru aðeins
til hér á landi.
Vatnssveppir eru mjög einfald-
ar plöntur, sem hafa ekki i sér
grænt litarefni eins og aðrar jurt-
ir. Þeir æxlast með litlum synd
andi frumum, og þess vegna eru
þeir kallaðir sveppir i vatni eða
vatnssveppir, jafnvel þótt þeir
séu stundum eingöngu i jarðvegi.
— Hvaða hlutverki gegna
vatnssveppirnir?
— Það er ekki vitað, en talið er
að þeir stuðli að rotnun jurta og
dýraleifa i jarðveginum.
— Þú hefur einnig stundað
kennslu hér?
Framhald á bls. 2 5.
Rætt við prófessor
Terry Johnson
fró Dukehdskóla í
Norður Karólínu
HjáStraumi er mikið um sveppi í vatni.
Timamyndir Gunnar.