Tíminn - 30.06.1973, Qupperneq 9
Laugardagur 30. júni 1973.
TÍMINIV,.
9
HOFÐINGLEG GJOF
KLEPPSPÍTALANUM barst i gær höfðingleg gjöf frá Guðriði Jónsdóttur, fyrrum forstöðukonu spital-
ans. Afhenti hún húseign sina að Reynimel 55 i Reykjavik með öllu innbúi, og veröur það nýtt sem 9
rúma göngudeild Kleppspitalans. i d'ag eru i þvi 5 karlar og fjórar konur af göngudeild. Guöriður hætti
störfum við Kleppspitalann 1964 en starfaði i tvö ár eftir það við rannsóknir á aðstööu göngudeildar-
sjúklinga. Myndina tók GunnarV. Andrésson. ljósmyndari Timans, i gær þegar gjöfin var afhent og
sýnir hún þau Guðriði Jónsdóttur og Magnús Kjartansson, heilbrigðismálaráöherra. hlusta á lestur
gjafabréfsins. ÓV
Hækkar verð
á hvalmjöli?
—80 hvalir veiddir í ár
ÓV—Reykjavik: Hvalvertiöin I ár
hefur gengið all sæmilega, að
sögn l.ofts Bjarnasonar, forstjóra
llvals h/f. — Við erum búnir að fá
eitthvaö i kringum S0 hvali, sem
er að visu eitthvað minna en i
fvrra en þetta hefur nú alltaf
rokkað eitthvaö til og frá. sagði
l.oftur I viðtali við fréttamann
blaðsins á föstudag.
Loftur kvaöst ekki treysta sér
til aö segja neitt um hvalveiöiráð-
stefnuna, sem nú stendur yfir I
London, fyrr en islenzku nefndar-
mennirnir,koma heim. Aöspuröur
um hugsanleg áhrif bandariska
sojabaunaútflutningsbannsins á
verö islenzkra hvalvara, sagöi
Loftur aö hækkun á hvalmjöli
væri möguleg, en þó væri þaö ekki
vist. — Veröiö á þessu er stööugt á
fleygiferö, sagöi hann, — svo
maöur veit aldrei deginum lengur
hvernig það stendur.
Mest er þaö langreyöur, sem
veidd er við tsland og segist
Loftur ekki sjá þess nein merki,
aö stofninn fari minnkandi. —
Allavega hefur afli okkar ekki
minnkaö undanfarin ár, sagði
hann, — þvert á móti. Lang-
reyðurin hefur haldið sinni stærð
allt frá upphafi.
Kvenfélagasambandið
efnir til námskeiðs
fyrir konur og karla
Kvenfélagasamband tslands
efnir til sumarnámskeiös dagana
20.-24. ágúst n.k. i húsma'ðraskól-
anum að Hallormsstað og er
námskeiðið jafnt opiö konum og
körlum.
Helgi Hallgrimsson, grasa-
fræöingur, mun leiðbeina nám-
skeiðsgestum við tinslu æti-
sveppa i Hallormsstaðaskógi og
siöan verður sýnikennsla i mat-
reiðslu sveppanna.
Einnig verður sýnikennsla i
matreiðslu á hreindýrakjöti.
Guöbjörg Kolka skólastjóri ann-
ast sýnikennsluna.
Sigurður Blöndal skógarvörður
sýnir skógræktastöðina.
Farið veröur i kynnisferðir um
nágrennið eftir þvi sem veður
ley fir.
Uátttökugjald verður um kr. 7
þús. og er þá allur dvalarkostnað-
ur innifalinn i þvi frá hádegi á
mánudag til föstudagskvölds.
Tilkynning um þátttöku þarf að
berast skrifstofu K.t. fyrir 10.
ágúst, ásamt innritunrgjaldi, kr.
1 þús. á mann, sem er óendur-
kræft, en skrifstofa sambandsins
og Leiðbeiningastöð húsmæðra
verða lokaðar frá 9. júli til 6.
ágúst vegna sumarleyfa.
Sjólfvirkur endabúnaður
IIHJ—Rvik,— Iðntækni h.f. hefur
nýlega hafiö innflutning á mjög
fullkomnum sjálfvirkum enda-
búnaði eða fjarritvél með út-
búnaði til upptöku og geymslu
efnis á segulbandskassettum,
sem svo eru nefndar, og algjör-
lega hljóðlausri ritvél i einu
sambyggðu tæki.
Þessi búnaður, sem nefnist
Silent 700 ASR prentar, sendir og
tekur á móti upplýsingum með 30
stafa hraða á sekúndu, sem er allt
að þvi þrisvar sinnum hraðara en
venjulegur endabúnaður getur
áorkað. Einnig má auka sjálf-
virka sendi- og móttökuhraðann i
120 stafi á sekúndu. Þetta tæki
sparar þess vegna bæði fyrirhöfn
og fé.
Tækið sameinar hljóðlausa raf-
eindaprentun og hljóðlátar segul-
bandskassettur og senda má og
taka á móti frá leturborði eða
sjálfvirkt. Það er þvi mjög hent-
ugt, þegar koma þarf á föstu
sambandi milli tveggja staða eða,
þar sem senda þarf mikiö magn
upplýsinga, svo að dæmi séu
nefnd.
Bilanatiðni er talin mjög lág.
Tækin eru sérstaklega ætluð til
notkunar á skrifstofum, sjúkra-
húsum og i bönkum.
Silent 700 fæst i 4 geröum. Auk
þess má bæta við hlutum, svo sem
tækjum til að auka sendihraða og
sjálfvirkum upptökuleitara.
Leiðrétting
Innistæður í sparisjóðum
milljónir króna
3.788
AÐALFUNDUR Sambands is-
lenzkra sparisjóða var haldinn á
Siglufirði 23. júni s.l. Fundarstað-
ur var valinn með hliðsjón af þvi
að Sparisjóður Siglufjarðar, sem
er elzta peningastofnun landsins,
varð 100 ára 1. janúar s.l. Nutu
fundarmenn höfðinglegrar
gestrisni og fyrirgreiðslu spari-
sjóðsins. Sparisjóðsstjóri á Siglu-
firði er Kjartan Bjarnason.
Sparisjóðir á landinu eru nú 51
að tölu, og um s.l. áramót höfðu
þeir yfir að ráða 17.58% af spari-
fjáreign landsmanna. Heildar-
innstæður i lok s.l. árs námu 3.788
milljónum og höfðu aukist um
17.6% á árinu 1972.
Aðalumræðuefni fundarins
voru framtið sparisjóðanna, m.a.
með tilliti til framkominnar álits-
gerðar Bankamálanefndar um
framtiðarstöðu sparisjóðanna i
bankakerfinu, og öryggismál
þeirra.
Mikill einhugur rikti á fundin-
um um eflingu sparisjóðanna og
voru m.a. samþykktar tillögur
um öryggismál sparisjóðanna,
áhrif nýorðinna vaxtabreytinga á
afkomu þeirra, breytingar á
sparisjóðslögunum og
breytingar á lögum sambandsins
Stjórn Sambands islenzkra spari-
sjóða skipa: Friðjón Svein-
björnsson, Borgarnesi, formaður,
Hörður Þórðarson, Reykjavik,
Sólberg Jónsson, Bolungarvik,
Ingi Tryggvason, Kárhóli og Jón
Pétur Guðmundsson, Keflavik.
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins:
útflutningseflingu
Áætlun um
ÁRSFUNDUR Otflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins var
haldinn nýlega. Þar voru
samþykktir reikningar
Otflutningsmiðstöðvarinnar
og gengið frá ársskýrslu.
Niðurstöður reikstrarreikn-
ings Otflutningsmiðstöðvar-
innar 1972 voru kr. 7.060 þús-
und.
Starfsemi Otflutningsmið-
stöðvarinnar jókst mjög árið
1972. Stærsta verkefni hennar
var gerð áætlunar um eflingu
út f lutningsiðnaðar. t
sambandi við S.þ. aðstoðina
var það hlutverk Otflutnings-
miðstöðvarinnar að annast
gerð þess hluta áætlunarinn-
ar, sem lýtur að útflutnings-
eflingu, en Iðnþróunarstofnun
tslands var falin mótun áætl-
unar um eflingu iðnaðarins
sem siks. Við þessa áætlunar-
gerð störfuðu hér þrir sér-
fræðingar frá Sameinuðu
þjóðunum i lengri tima, en 7
sérfræðingar i styttri tlma.
Tillögur sérfræðinganna
munu liggja fyrir innan
skamms en starfi þeirra er nú
að mestu að ljúka.
t stjórn Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins eru Bjarni
Björnsson, form. Davið Sch.
Thorsteinsson, varaformaður,
Árni Þ. Árnason, Harry Fred-
riksen, Ingvar Jóhannsson,
Pétur Pétursson.
Framkvæmdastjóri er Olfur
Sigurmundsson hagfræðingur.
I grein á forsiðu Timans i gær,
sem fjallaði um notkun á próf-
gjaldasjóði Háskólans varð sú
prentvilla, að sagt var að tekjur
sjóðsins á siðasta ári hefðu numið
4 milljónurn króna. Eins og
auðsætt er á framhaldinu átti
þarna að standa 1,4 milljónir
króna og eru lesendur beðnir vel-
virðingar á mistökunum.