Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.06.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Laugardagur 30. júni 1973. Hans Fallada: Hvaðnú.ungi maður? © Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar lika." sagði hann. ,,en þér skuluð nú samt verða að ganga á eftir mér til þess. Þér fáið að röita vinnulaus i heilan mánuð að minnsta kosti. þó að þér komið auðvitað til min á hverjum degi allan þann tima og grátbænið mig um að taka yður aftur. Svona ætla ég að ná mér niðri á yður! ” Þetta sagði Bergmann, og þú getur skilið. að svo lágt iegst eg ekki, að fara þangað.” Nu verður allt hljótt i stofunni i nokkrar minútur. Siðan segir Pússer: ,,Já, en þetta var samt rétt hjá honum, og þú hefir sjálfur séð. að hann sagði ekki nema það, sem rétt var." ..Pússer!" Pinneberg tekur báðum höndum um handlegginn á henni og segir i bænarrómi: ,,Elsku, góða Pússer, það er það eina, sem þú mátt aldrei biðja mig um. Auðvitað var þetta rétt hjá honum, og ég hefi hagað mér eins og auli, og þetta uppistand, sem varð út úr póstinum, var ekkert nema vitleysa. Ef þú héldir áfram að nauða á mér um þetta, færi ég auðvitað til hans á endan- um til að biðja hann um að taka mig, og það myndi hann lika vilja gera, en þá myndi frúin og hinn afgreiðsiumaðurinn sifellt hafa allt á hornum sér við mig, og svo myndi ég láta öll leiðindin bitna á þér." ,.Það er auövitaö alveg rétt hjá þér,” segir Pússer. ,,Ég ætla heldur ekki að biðja þig um það. Þetta gengur allt einhvern veginn fyrir þvi. En heldur þú i alvöru, að við getum leynt þvi til lengdar, að við séum gift?” ,.Það má ekki berast út, Pússer! Það má ekki berast út! Ég hefi verið eins varkár og ég hefi getað og ekki látið nokkurn mann vita, að við búum hérna. Við þurfum aldrei að láta sjá okk- ur saman i bænum, og ef svo óliklega skyldi vilja til að við hittumst á gölu. þá megum við ekki heilsast fremur en við værum bráðókunnug.” Pússer stendur lengi, lengi i sömu sporum og hnrfir 'ram undan sér. Loks fær húrv álið og segir: „Meðan við, -uum hérna, langt fyrir utan bæinn. slampast þetta kannski af allt saman. En þú hlýtur þó að sjá sjálfur, að hérna getum við ekki verið til lengdar.” „Reyndu það, Pússer!" segir hann. „Reyndu, hvort þú getur ekki fellt þig við það.” Pússer hugsar sig um, vel og lengi. Hún svipast um i þessum geigvænlegu hýbýlum. Svo stynur hún þungan og segir: ,,Já, ég skal reyna það Hannes: en þú getur sjálfur séö, að það verður ómögu- legt til lengdar. Hérna verðum við aldrei verulega ánægð.” En Pinneberg heyrir ekki annað en þetta loforð hennar, að reyna það. ,,Þakka þér fyrir, Pússer!” segir hann og þrýstir henni að sér. ,,Við skulum hafa okkur fram úr þessu öllu, bara ef ég missi ekki vinnuna.” ,,Já,” segir Pússer. ,,Bara ef þú missir ekki vinnuna.” Hvað á að borða? Við hvern má dansa? Á maður yfir- leitt að giftast? Á mánudagsmorguninn þegar þau eru að drekka kaffið og augun i Pússer ljóma eins og tungl i fyllingu, þá segir hún upp úr eins manns hljóði: ,,Á, morgun — á morgun byrjar það fyrir alvöru. Og svo skimast hún um þessi voðalegu. tilvonandi hýbýli og segir: ,,Jæja, ætli maður klári þetta ekki allt saman? Hvernig þykir þér kaffið? Fjórði partur baunir." ,,Nú ég skil----” ,,Já, ef við eigum að spara — Nú segir Pinneberg henni, að hingað til hafi hann drukkið ósvikið baunakaffi. En hún segir honum, að það sé hér um bil helmingi dýrara en hitt. En hann segir, að sér hafi alltaf verið sagt, að það væri ódýrara að vera giftur heldur en ógiftur. Það sé ódýrara fyrir hjón að borða sam- an heima hjá sér heldur en fyrir einhleypan mann að borða á mat- söluhúsi. Þegar þau eru búin að tala um þetta lengi segir hann: ,,Nei, hvert i þó glóandi. Nú verð ég að fara á skrifstofuna undir eins." Hann er kominn hálfa leið niður stigann, þegar hún kallar á eftir honum: ,,Elsku! elsku! Hvað eigum við að boröa i dag?” ,,Þú skalt alveg ráða þvi sjálf,” segir hann á leiðinni niður. „Geturðu ekki sagt mér hvað þú vilt að það sé? Ég veit ekkert hvað það á að vera.” ,,Þá ekki ég,” segir hann og hurðin skellur á hælana á honum. Hún hleypur út að glugganum. Þarna gengur hann.Fyrst veifar hann bara með vasaklút og hún stendur við gluggann þangað til hann er kominn fram hjá næsta ljóskersstólpa og kominn i hvarf á bak við húsvegg. Og nú er Pússer alein i fyrsta skipti á sinúm tuttugu og tveggja ára ferli — alein, alein i ibúðinni, alein eldhúsinu og á að sjá um matinn bráðum. Nú snýr hún sér að þvi. En á Aðalstrætishorninu hittir Pinneberg Kranz bókhaldara hjá bæjarstjórninni og tekur ofan fýrir honum mjög kurteislega. En um leið tekur hann eftir þvi, að hann hefir heilsað með hægri hendinni, hendinni með hingnum. Vonandi hefir Kranz ekki tekið eftir neinu. Pinneberg tekur hing- inn af sér og stingur honum laumulega i vestisvasann. Hann gerir þetta á móti betri vitund, og honum liður illa út af þessu, en þetta verður nu svo að vera. Hjá Emil Kleinholz, húsbánda hans, er hinn virki dagur lika að renna upp yfir réttláta og rang- láta. Dagurinn byrjar nú ekki venju- lega neitt skemmtilega hjá Klein- holz-fólkinu. Það vaknar venju- lega i vondu skapi og hefur horn i hvers manns siðu og segir hvert öðru margt, sem mætti satt kyrrt liggja. En þó eru mánudags- morgnarnir langverstir, þvi að fjölskyidufaðirinn sjálfur, Emil Kleinholz, hefir það til að fá sér neðan i þvi á sunnudagskvöldin, og auðvitað tekur hann út sin syndagjöld daginn eftir, þvi að frúin hans er ekki bliðan tóm. Annars hefir hún tamið Emil (að svo miklu leyti, sem hægt er að temja karlmenn) og siðustu sunnudagskvöldin hefir allt verið tiltöiulega hneykslislaust. Þa gerir frú Emilia Kleinholz sér venjulega litið fyrir og stingur lyklinum á sjálfa sig, gefur karl- anganum dálitið af öli með ^ matnum, og lika staup af konjaki SS — það má hún eiga — svo að hann W finnur á sér. En ef slikt og þvilikt W kemur fyrir, lætur fjölskyldan öll w til sin taka. Strákurinn, sem er ekki nema tiu ára og fremur ó- NS merkilegur, situr úti i horni 8S nöldrandi og smákjökrandi. Sjálf KS situr hún og saumar og saumar, §§ það sem þykir hæfilegt að Maria hafi af lini og lérefti, þegar hún loksins fyrirfinnur sinn brúð- guma. Húsfaðirinn sjálfur, Emil Kleinholz, situr og les i blaði og biður frúna um smádropa öðru hvoru, en hvort hann fær hann eða ekki, fer allt eftir þvi, hvernig stendur i bælið hennar i það og það skiptið. IIII1111!: Kvöldið i gær hafði haft sinn venjulega gang og allir höfðu farið að sofa um tiu-leytið. Frúin vaknar um klukkan ellefu. Það er dimmt i herberginu, og hún fer að hlusta. Hún heyrir snöktið i dóttur sinni við rúmstokkinn, og dreng- inn kjökrandi til fóta i rúmi föður hans, en frá Kleinholz sjálfum heyrist hvorki stuna né hósti. Frú Kleinholz þreifar undir höfðalagið og leitar að útidyra- lykiinum. Hún finnur hann. Hún kveikir ljós, en eiginmaðurinn fyrirfinnst hvergi. Þá tekur hún rögg á sig og stendur upp og leitar XS um allt húsið og garðinn lika, þvi SS að þar er salernið, en hvergi XS finnst Kleinholz. Hins vegar sér hún hálfopinn skrifstofuglugga, sem snýr út að götunni, og þá veit W hún strax, hvað um er að vera. I LAUGARDAGUR 30. júní Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Armann Kr. Einarsson heldur áfram að lesa ævin- týri sin úr bókinni „Gull- roðnum skýjum” (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Tónleikar kl. 10.25. Morgunkaffiö kl. 10.50: Þorsteinn Hannesson og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Á iþróttavellinum Jón Ásgeirsson segir frá. 15.00 Vikan, sem var Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 í umferðinni Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Matthildur 19.35 Tékkneskt kvölda. Land og þjóð Óli J. Ölason talar. b. Tékknesk tónlist Moldá, tónaljóð nr. 2 úr tónverkinu Föðurlandi minu eftir Smetana. Carnivgl, forleik- ur op. 92, Slavneskir dansar nr. 1 og 2 op. 46 og Söngvar móður minnar nr. 4 op. 55 eftir Dvorák. c. Smásaga: „Hvernig menn veröa varir við vorkomuna á Kampa” eftir Jindriska Smetanova Hallfreður örn Eiriksson og Olga Maria Franzdóttir þýddu. Guðrún Stephensen les. d. Ljóð frá Tékkó- slóvakiu Vilborg Dagbjarts- dóttir flytur. 21.05 Hljómplöturabb Guð- mundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistill 22.30 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 30. júní 1111 Umsjónar- Ragnarsson. auglýsingar er vor æska 18.00 iþróttir maður Ómar Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og 20.25 Hve glöð Brúðkaupið Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 20.50 Tuttugu og fjórir MA- félagar Menntaskólanemar á Akureyri syngja lög úr ýmsum áttum. Söngstjóri Sigurður Demetz Franzson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.10 Fyrstu kvikmyndirnar Bandarisk fræðslumynd um upphaf kvikmyndagerðar. Þýðandi Silja Aðalsteins- dóttir. 21.35 Yngvi Freyr Kvikmynd, byggð á skáldsögu eftir Stig Claesson. Leikstjóri Lasse Forsberg. Aðalhlutverk Allan Edwall, Bellan Roos, Gus Dahlström og Gunnar Straat. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. Einhvers staðar á milli Málmeyjar og Austur- sunds liggur lítið þorp, Austurþorp. Þar var áður blómleg byggð, en nú vill ungdómurinn ekki lengur nýta landsins gæði. Fólkinu fækkar, atvinnan minnkar, hús hrörna og akrar falla i órækt. Loks er skipulagi póstferðanna breytt á þann veg, að Austurþorp verður jafnvel enn afskekktara en áður var. En þegar hér er komið sögunni, tekur Gustafsson skóari til sinna ráða. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 23.20 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.