Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. júli 1973. TÍMINN 5 Fótalestur í stað lófalesturs Ef þú vilt sjá, hvern innri mann einhver hefur að geyma, skaltu lita á fót þess hins sama. Þeir, sem „lesa af fótum”, segjast geta séð af lögun fótarins og lin- anna á ilinni, hver séu helztu einkenni viðkomandi manns. Mary Sagoni, sem lagt hefur stund á fótalestur og öðlazt frægð fyrir, las áður i lófa, en sneri sér siðan að fótalestri, vegna þess að fæturnir eru eini hluti likamans, sem er i náinni snertingu við sjálfa náttúruna. Hún segir: Fætur okkar eru jafnan i snertingu við jörðina og taka þvi við áhrifum frá henni. Lófalestur er algerlega úrelt að- ferð til að sjá inn i hugarfylgsni mannsins. Mary, sem „les af fótum” i Milano, hefur látið hafa eftirfarandi eftir sér: Sé karlmaður þykkur um Ökla, er hann ástriðufullur. Séu linurnar á hæl hans greinilegar, er hann rómantiskur. Séu stórutærnar eins og valhnetur að lögun, er karlmaður i fullkomnu jafn- vægi. Ferkantaðar táneglur bera vott um bólfimi, aö sögn Mary. Sveigíst stórutærnar á konu inn á við, er sú hin sama rómatisk. Og skarpar linur á hælunum bera vott um ástriðu- hita hjá kvenfólki. Mary Sagoni neitar að láta hafa meira eftir sér, en eigir þú leið um Milano, sakar ekki að lita við hjá henni og láta hana „lesa af fæti” þin- um. Gaiiagripur £X) Renault-bilaverksmiðjurnar efndu nýlega til sýningar á öll- um þeim gerðum tilraunabif- reiða, sem ekki reyndust fallnar til fjöldaframleiðslu. Þessi bill virðist i fyrstu ósköp svipaður öðrum bifreiðum. Sé aftur á móti rýnt á myndina, sést, að það er engu likara en billinn snúi öfugt. Bilstjóranum er nefnilega ætlað sæti i glerbúr- inu, sem er lengst til hægri á myndinni. Það er engin furða, þótt þessi bilategund hafi ekki sloppið gegnum nálaraugað. • . Sykurlaus óst MARIO Caruso kom heim frá lækninum og sagði konu sinni, að hann væri sykursjúkur. Hún hjúkraði honum vandlega og af mikilli umhyggju með sykur- lausum mat og hann fór reglu- bundið i læknamiðstöðina i heimaborg sinni, Bari á ítaliu, til að fá sprautur. Hann sagði konu sinni að hann yrði að hvila sig vel eftir innspýtingarnar og þvi kæmi hann ekki strax heim. En svo kom að þvi, að Maria kom að honum kvöld eitt i eld- húsinu, þar sem hann hámaði i sig sætindi með rjóma og is. Hún tók ekki skýringu hans fyllilega gilda og réði einka- spæjara til að fylgjast með hon- um. Næst þegar hann fór i sprautur fór einkaspæjarinn á eftir honum og tók myndir af Mario og hjúkrunarkonunni Giönnu, sem sönnuðu að Mario fékk engar innspýtingar. Maria hefur farið fram á skilnað. Skordýra saknað BANDARÍSKIR ferðamenn i Englandi hafa kvartað sáran yf- ir þvi við gestgjafa sina að þeir verði ekkert varir við engi- spretturnar sem eigi að gera allt svo heimilislegt þar i landi. Engispretturnar hafa verið gerðar ódauðlegar i söngvum og ljóðum þekktustu skálda Eng- Iands en nú eru þær svo til út- dauðar, og ástæðan er hrein- legra land. Náttúrufræðingar segja engisprettuna hafa verið algena i heimahúsum á meðan enn var eldað og hlýjað við op- inn eld, en nú er það sem sé úr sögunni og Amerikanarnir kvarta. Þó er ekki öll von úti, þvi að sumir náttúrufræðingar halda þvi fram, að hitunarað- staða heimila i Bretlandi bjóði upp á mörg hlýleg hornin og skotin og þvi megi búast við „chirp-chirp” á ný innan skamms. Börnin hjálpast að Þessi börn, sem eiga heima i Stuttgart i Þýzkalandi, tóku sig til og byrjuðu að mála myndir á gráar gangstéttarhellurnar á aðaltorgi borgarinnar. Ekki leið á löngu, unz vegfarendur, sem áttu leið fram hjá, létu fjárupp- • Sólin eykur vöxt Samkvæmt niðurstöðum brezkra sérfræðinga eykur sól- skin vöxt barna. Segja þeir, að börn, eins og plöntur, vaxi hrað- ar, þegar dagar eru langir og sól hærra á lofti. Reglulegar rannsóknir á börnum sýna, að þau vaxa venjulega hraðar yfir sumarmánuðina en á veturna. Sum börn vaxa vart nokkuð á veturna, en taka geysilegan vaxtarsprett á timabilinu máí—júni. Telja visinda- mennirnir, að aukin dagsbirta og fleiri sólskinsstundir fram- * hæðir af hendi rakna sem viður- kenningu fyrir listaverk barn- anna. Þá fjárhæö, sem börnin öfluðu með þessum hætti, gáfu þau svo til barna i þróunarlönd- unum, sem mörg hver búa við hin ömurlegustu kjör. leiði „vaxa-hraðar-merki" I likamanum, að likindum með þvi að vekja upp vaxtarhormón. Dr. William Marshall, sem starfar á vegum brezku heil- brigðisrannsóknastofnunarinn- ar segir: „Kenningin virðist eiga við rök að styðjast. Og hún gæti staðið i sambandi við það. að börn sjáisólskinið, því að við höfum komizt að þvi að blind börn haga sér á allt annan hátt. Þau vaxa mjög mismunandi hratt gegnum allt árið. en fylgja ekki árstiðunum eins og hin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.