Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 15. júlí 1973. TIMINN 15 heitir Arne Dyhrberg (viðeigandi nafn, sagði einhveij, segir sinn dýragarð vera 20 árum á eftir timanum og nefnir sem dæmi, að rándýrabúrin séu 100 ára gömul og hann dreymir um að þau verði rifin niður hið snarasta og ný byggð i staðinn, þar sem dýrin njóti meira frelsis en nú er. Dýragarðurinn I Kaupmannahöfn er að visu einn af minnstu dýra- görðum Evrópu og þvi er pláss- leysi töluvert, en Dyhrberg segist allavega ætla að gera sitt til að auka gæði þess rýmis, sem fyrir er. Hann langar að koma upp aðstöðu til baða fyrir tigrisdýr og ljón, sem að sögn hafa sérstaka ánægju af sliku. Má geta i þessu sambandi, að Berlin kostaði um 124 milljónum islenzkra króna til slikrar aðstöðu fyrir sin ljón og tigra. 1 dýragarðinum, Zoo, eru einnig of mörg dýr. Holgeir for- stjóri er reiðubúinn að láta Dyre- haven hafa hirtina, ef hann fær með þvi móti meira pláss fyrir filana, enda eru menn yfirleitt sammála um að hirtirnir yrðu sjálfum sér og öðrum til meiri ánægju i Dyrehaven. Mörgæsirnar deyja Kunnugir segja einna brýnast að stórbæta aðstöðuna fyrir mör- gæsirnar, eða þá að hætta alveg við að vera með þær. Þessir virðulegu heimskautafuglar vekja alltaf mikla kátinu (ekki siður hér á landi, þar sem þær geta flogið, eins og einhver hélt fram fyrir tveimur — þremur árum!) en i Kaupmannahöfn eru ekki allir sem vita, að kóngamör- gæsir, sem oftlega eru kallaðar „Pondusar”, deyja i hrönnum i sumarhitanum. Vegna 30 stiga stöðugs hita, eins og oft er þar ytra, fá þær einskonar svamp i lungun og kafna. Alþjóðlegir dýrasalar hafa komizt á snoðir um þetta . og neita algjörlega að selja þessa mörgæsategund. til Kaupmannahafnar, þvi þar sé verið að stuðla að þvi að útrýma sjáldgæfri dýrategund og það er nattúrlega alls ekki markmið dýragarðsins. Þá getur veiðidýr eins og tigris- dýrið hreinlega ekki þolað þá geörænu streitu, sem fylgir þvi að fá ekki nema örfáa metra til að ganga á fram og aftur, dag eftir dag og mánuð eftir mánuð. Dýra- fræðingar frá öðrum löndum gripa venjulega um höfuðið og stynja hátt, þegar þeir sjá aðbúnað tigrisdýranna. Vist er hægt að halda þeim rólegum með þvi að belgja þá I sifellu út með mat, en það er ónáttúrulegt, segir danskur almenningur — eða þeir, sem móta skoðanir hans. Val dýranna verður eitt höfuð- atriðið i væntanlegu aðalskipu- lagi. Fulltrúar einstakra tegunda eiga ekki að vera valdir með tilliti til þess, sem hægt verður að fá á ódýran hátt eða ókeypis. Þá hafa forráðamenn Zoo óskað eftir að fá að koma upp eyju fyrir sjimpansa og einhverri aðstöðu fyrir mannapa. Svo vantar hús fyrir hitabeltisdýr, nýtt hús fyrir pafagauka og kólibrifugla, sem sáu sér flestallir leik á borði nýlega og struku, þegar gerðar hefur fram að þessu verið um 5 milljónir danskar árlega. Á sumrum eru 100 manns fastráðnir við dýragarðinn og eru meðallaun dýragæzlumanns 50 þúsund danskar krónur árlega og þykir engum mikið. Auk þess kostar reiðinnar býsn að fóðra dýrin, eins og nærri má geta, eða 600 þúsund danskar krónur. Þó kostar ekki nema 32 krónur danskar að fóðra fil og ljón og tigrisdýr etur hrátt kjöt — heizt blóðugt — fyrir 12 krónur danskar daglega . Dönum hefur þó verið ráðlagt að þrátta ekki mjög við kjötkaupmenn sina út af þessu verðlagi sem er lágt, þvi kjötið er yfirleitt annars flokks og að auki á sérstöku dýragarðs- verði. Eigi maður sinn einkagiraffa kostar ekki nema 17 krónur danskar að ala hann daglangt. Engin lög eru til I Danmörku, sem banna mönnum að eiga giraffa, en I reglugerð danska dómsmála- ráðuneytisins frá 1967 segir aðeins, að dýrið þurfi að hafa svo mikið svigrún, að það reki hvergi höuðið i! Þá getur maður — særi það ekki fegurðarskyn manns — átt sinn eigin nashyrning fyrir aðeins 15 krónur danskar daglega. Þegnum Margrétar Þórhildar, drottningar, hefur þó verið ráðlagt að ræða málið við . nágrannana fyrst, þvi nas- hyrningar eru æstir i kálið. Þá er einnig hugsað til al- mennings, sem styrkir dýragarð- inn hvað mest. Það er þó aðeins að sumrinu til, þvi á vetrum verður, sem fyrr segir, tveggja milljón króna tap. Tivoli getum við lokað, segja Danir, en ekki er hægt að setja dýrin inn I skáp að vetrarlagi og geyma þau þar til næsta sumar. Nú hefur yfirstjórn Zoo i Kaupmannahöfn i huga að byggja stórt og mikið hitabeltis- hús, þar sem ýmis dýr verða geymd og höfð til sýnis að vetrar- lagi. Meðal þeirra verða náttúru- lega höfrungar, apar, slöngur og fleiri, sem börnum þykir gaman að, þvi auðvitað verður helzt reiknað með „peningum barn- anna” — eða foreldra þeirra. Forráðamenn dýragarðsins voru nýlega að þvi spurðir hvort þeir ætluðu ekki að setja upp einhverjar dýrasýningar. einskonar sirkus. Þeir kváðu nei við og gáfu þá skýringu, að þeir vildu ekki ýta undir þá almennu tilfinningu, að dýr væru eingöngu sýningargripir. Annað dæmi bentu þeir á um tillitssemi sina við dýrin: þegar flóðhryssan Maren varð fimmtug i vetur, var haldin mikil veizla með skemmtiatriðum, lúðrasveit og látum og höfuðréttur veizlunnar nefndur „filet a la Maren”. Það var steikt rauðspretta. Ekki fylgdi sögunni hvernig þeirri gömlu llkaði rauðsprettan en þar sem heyrn hennar er orðin heldur bágborin þóttust menn ekki sjá ástæðu til að spyrja hana um álit á lúðrasveitinni og ræðu- höldunum. Allar ráðagerðir forráðamanna dýragarðsins krefjast aukins fjár og aukins landrýmis. En þá sögðu stjórnmálamennirnir þvert nei. Dýragarðurinn yrði ekki fluttur frá Friðriksbergi. Það myndi kosta allt að 90 milljónum danskra króna ogjafnvel danska þjóðþingið léti ekki bjóða sér allt. Blóð, sviti og tár Jarðbundnari er áætlun um frekari stækkun garðsins sem næmi 6 tunnum lands I Sönder- marken og þar yrðu hafðir gir- affar (hátt undir loft). filar. nas- hyrningar. strútar. zebrahross og fleiri dýrategundir afrikanskar. Auk þess yrði sjimpansaeynni veittar einhverjar iagfæringar. þar sem hún er nú. En það kemur til með að kosta blóð. svita og tár. 1 Kaupmannahöfn er það eins og i Reykjavik. að borgarbúar eru al- mennt mjög á móti þvi. að þau fáu grænu svæði. sem eftir eru verði nýtt til einhvers, sem er misjafnlega gagnlegt og gáfulegt. Þvi er allt aílsendis óvist um framtið dýragarðsins i Kaup- mannahöfn, Zoologisk Have. Rekstur hans er aðeins tryggður i þrjú ár og á þeim tima getur margt gerzt. Ekki sizt veitur framtiðin á þvi skipulagi. sem nu er unnið að, og þá eins þeim tilraunum, sem stöðugt eru gerðar i Zoo. (Þýtt og endursagt: ó.vald. > Sannað þykinað rándýrin eins og þessipardus verði alvarlega sálsjúk á stöðugri vist i þröngum búrum. Þvi á einnig að kippa i lag. tækjum.Þá er þeim og ljóst, að ágóði af dýragarðinum hefur aldrei verið mikill ef nokkur. Samt hafa þeir skipulagt ýmis- legt og er þetta helzt: Á næstu þremur árum munu 100.000 kaupinhöfnsk skólabörn koma I heimsókn i dýragarðinn i skólatimanum. Hingað til hafa slikar ferðir verið . einskonar skemmtireisur en nú verður breyting þar á. Heimsóknartimar barnanna i dýragarðinn verða nú þrælskipulagðir og sameinaðir heimsóknum i náttúrufræðistofn- unina dönsku og danska sædýra- safnið. Sérstakri skólaþjónustu hefur verið komið á fót við Zoologisk Have og tekur fyrsti starfsmaðurinn, sem menntaður er sérstaklega i liffræði, til starfa 1. ágúst. Þá munu 100 þúsund skólabörn frá lénum Hróarskeldu og Friðriksborgar einnig koma i heimsókn, enda hafa nefnd sveitarfélög einnig látið eitthvað af hendi rakna til „björgunar- starfsins”. Siðar búast menn við að allt Sjáland ( með sin 450.000 skólabörn) fái áhuga á „lifandi kennslu” og er skólamönnum dönskum mikið i mun að þessar ferðir verði ekki leiðinlegri en skógarferðirnar, sem tiðkuðust áðurmeir. Ef þessar áætlanir standast, hefur menntamála- ráðuneytið i bakhöndinni gagn- fræða- mennta- og aðra sérskóla. Jafnframt þessari starfsemi fer i dýragarðinum stöðugt fram kennsla i dýrafræði fyrir þá, sem lengra eru komnir á menntaferli sinum og ber þar sérlega mikið á þeim sálfræðinemum Kaup- mannahafnarháskóla, er hafa tekið dýrasálfræði sem aðalfag. Segja sögur, að þeir stúdentar hafi aldrei séð heilbrigða skepnu, nema á ljósmynd. Og i 27 ár hefur verið starfandi við dýragarðinn Holger Poulsen, dr. phil,. sem i upphafi var ráðinn af Zoologisk Have, en hefur siðar verið á launum frá Kaupmannahafnar- háskóla. Hann hefur aðsetur sitt i sama húsi og skólaþjónustan, þar sem lama-dýrin voru áður. Með rikisstuðningi opnast möguleikar á byggingaframkvæmdum i dýragarðinum og gerir dr. Holger sér vonir um að fá að flytja úr stiunni innan skamms. Allir eru sammála um, að án dýragarðs geti náttúrufræðideild háskólans ekki verið, enda koma myndir og gamlar beinagrindur aldrei i stað lifandi dýra. Slæmur aðbúnaður rándýranna Nú vilja forráðamenn dýra- garðsins einnig ráða bót á þvi ófremdarástandi að hafa dýrin heft frelsi sinu. Ekki stendur þó til að sleppa þeim lausum á meðal blikkbeljanna á Hróars kelduvegi, heldur aðeins að auka á þau þægindi. sem hægt er að bjóða uppá. Forstjórinn, sem voru tilraunir með opin búr þaö er að segja með plastveggjum. Höfrungar þurfa nýja tjörn, sú gamla lekur, og á óskalistanum eru ennfremur moskusuxar og frændur þeirra, hinir venjulegu, úlfar, leópardar og fleiri tegundir. En mannfólkið? En hvað með mannfólkið? Þvotta- og snyrtiherbergi fyrir hina 43 gæzlumenn dýragarðsins hafa sætt mikilli gagnrýni og mun ekki að ástæðulausu. Kostnaður við að koma þeim málum i við- unandi horf verður mikill og enn sem komið er sjá menn enga trygga útgönguleið. Gerð var áætlun, sem hefði aflað 1. 3 millj. danskra króna og voru þá gefendur skráðic „fóstur- foreldrar” dýranna en sú áætlun er enn á undirbúningsstigi. Einhver setti fram þá hugmynd, að bjóða fólki að gerast „fóstur- foreldrar” dýragæzlumanna en sú tillaga var felld án frekari umræðna. Sem stendur er hægt að reka dýragarðinn fyrir 10 milljónir danskar (150 millj. isl. kr.) árlega. Með aðgangseyri (1.2 millj. gestir árlega) og öðru smávegis eru tekjur Zoo um átta milljónir árlega og afgangurinn verður að koma frá hinu opinbera. Aðeins Hagenbeck i Hamborg getur staðið algjörlega undir rekstrinum, og er sá eini i heimi, með umfangsmikilli dýraverzlun. Launakostnaðurinn við Zoo Svo þröngt er i dýragarðinum að filarnir eru hlekkjaðir við búr sin. Þeim hefur þó verið heitið bættuin lifskjörum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.