Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 15. júlf 1973.
Hörmulegt ástand í
dýragarðinum
í Kaupmannahöfn
Kóngamörgæsir eru aö deyja út og i Zoo cru þær látnar deyja úr hita. Þessi mörgæs er svo sannarlega
ekki með þeim hressilegri, sem maöur sér, enda lasin og leið.
ÞEIR ERU ekki svo fáir
íslendingarnir, sem
komið hafa i dýragarð-
innf Zoo, i Kaupmanna-
höfn og liklega er sá
sami dýragarður sú
mynd, sem ótölulegur
fjöldi íslendinga fær i
hugann, þegar minnzt er
á dýragarða.i Það er
bæði synd og skömm,
þvi að sá er ekki dæmi-
gerður fýrir dýragarða
— flestir eru þeir stærri
og betur útbúnir.
Zoologisk Have, eins og hann
heitir á dönsku, er sjálfseignar-
stofnun og hefur fjárhagur
hennar verið ákaflega bágborinn,
svo ekki sé meira sagt. Þvi var
það í vor, að stjórn dýragarðsins
rak upp mikið harmakvein, hálf-
gert ljónsöskur, sögðu dönsku
blöðin, og fóru fram á opinberan
styrk, — að öðrum kosti, sögðu
dýragarðsmenn, verðum við að
hætta við allt, selja dýrin, jafna
húsin við jörðu og siðan stinga af
sem skjótast héðan frá Valby
Bakke. Þannig sleppum við frá
skuldunum. En riki og bær kom
til og bjargaði málinu.
Haft er fyrir satt, að jafnvel
heitustustuðningsmenn Glistrups
hafi verið sammála um að þarna
hafi hið opinbera verið nauðbeygt
- til að koma til skjalanna. Danska
rikið gekkst i ábyrgð fyrir banka-
skuldum, sem námu hálfri þriöju
milljón danskra króna og hefur
lofað að styrkja dýragarðinn með
sex milljónum á næstu þremur
árum.
Þetta er stuðningur og bráða-
birgðaaðgerðir en engin lausn og
Kaupmannahafnarbúar vilja fá
málið leyst. Hvernig, vita hvorki
þeir né sérfræðingarnir. Dýrin
vita það eitt, sem þau skiptir
máli, þau vilja verða frjáls.
Nú eru þrjú ár til stefnu og á
þeim árum á að gera aðalskipu-
lag fyrir dýragarðinn og að skipu-
leggja og gera tilraunir með hið
fræðilega (pedagogiska) i
málinu, þvi skattgreiðendur vilja
vera vissir um, að peningar
þeirra séu notaðir til einhvers
gagns og' þeir sjá hvenær dýrin
eru óhamingjusöm.
1 reynd kemur þvi dýragarður-
inn til með að verða sjálfseignar-
rikisstofnun og haft er fyrir satt,
að hvorki eigendur, stuönings-
menn, gestir, starfsfólk né dýr
háfi nokkurn skapaðn hlut á móti
þvl að þetta 114 ára gamla
„fyrirtæki verði keypt af rikinu. 1
dag kostar 9 krónur danskar fyrir
hvern fullorðinn að koma inn i
dýragarðinn, á næsta ári er búizt
við að það kosti 11 krónur og er
þvi ráðlegra að láta börnin fara
inn og skoða fyrir hálfvirði i stað
þess að safna saman öllum
frændum og frænkum til
fjölskylduferðar.
Tvöfaldur
fjöldi barna
Dýragarðurinn heyrir nú undir
menntamálaráðuneytið danska
og þar eru menn ekki jafn hrifnir
af öllu saman, telja að takmörk
hljóti að vera fyrir þvi hversu
miklum peningum er hægt að
verja i að bjarga einka fyrir-