Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 15. júli 1973
TÍMINN
37
® Hið nýja Grænland
Grænlenzkur skipstjóri forvitnast um aflann hjá hinum bátunum.
sætta sig við þau störf sem minnst
eru metin og kaupið er náttúrlega
eftir þvi.
1 fyrstu greininni i þessum
flokki Grænlandsgreina var litið
eitt vikið að þvi frjálsræði sem
rikti um uppeldi barna. Þeir sem.
hverfa frá fyrrri störfum og setj-
ast að i bæjunum gera sér sem
von er þess ekki grein, að hinir
fornu lifshættir samrýmast ekki
bæjarlifinu i þessu efni fremur en
öðrum. Læknir sem starfað hefur
á Grænlandi lýsir ástandinu svo:
„Það voru mest börn, sem voru
lögð inn á mina deild. Þessi krili
voru oft mjög illa á sig komin og
mörg voru börn ógiftra mæðra.
Þau voru lúsug og höfðu kláða og
áttu við sálræna örðugleika að
striða, af þvi að þau höfðu verið
látin ráfa um ein sins liðs.” — Það
gefur auga leið að þessi börn,
sem hér er lýst og önnur, sem
svipað er farið, verða tæpast full-
gildir þjóðfélagsþegnar, ef ekki
verður að gert.
Þá hefur mörgum reynzt erfitt
að sætta sig við fastan vinnutima
og stundvisi, enda er hvorugt
þekkt i samfélögum af þeirri
gerð, sem áður rikti i Grænlandi.
Veiðimaðurinn var þá að, meðan
gaf, og neytti þá hvorki svefns né
matar langtimum saman, ef svo
bar undir, en hvfldi sig lika ræki-
lega þess á milli. Slikt atferli
hentar ekki i nútima atvinnu-
rekstri, en það hefur reynzt
mörgum torskilið.
Af öllu þessu hefur flotið mikill
drykkjuskapur, þvi að á Græn-
landi sem annars staðar leita
menn sér oft hughreystingar i
flöskunni, þegar öll sund sýnast
lokuð.
F'ramtið fiskveiða
Þau vandamál, sem hér hefur
veriðdrepið á eru þó öll þess eðlis
að ráða má fram úr þeim ef skyn-
samlega er á málum haldið. Hitt
er sýnu alvarlegra, að sjálfur
grundvöllur hins nýja þjóðfélags
kann að reynast ótraustur.
Eins og fyrr segir er Grænlend-
ingum ætlað að grundvalla af-
komu sina i framtiðinni á fisk-
veiðum, enda tæpast um annað að
ræða eins og nú horfir. Þeir verða
þá annars vegar einhliða háðir
heimsmarkaðnum um alla afurð-
asölu og hins vegar kann veiðin
að bregðast af ýmsum orsökum.
Breytingar á sjávarhita geta t.d.
orðið til þess að þorskurinn flýi
Grænland. Þá má lika vænta
þess, að aðrar þjóðir sæki meira á
Grænlandsmið en verið hefur —
ekki sizt ef strandriki við Atlants-
haf norðanvert fara að dæmi okk-
ar Islendinga og færa út fiskveiði-
lögsögu sina. Við þetta bætist, að
veiðitækin verða sifellt mikilvirk-
ari.
Til marks um þau skilyrði sem
grænlenzkum fiskiðnaði eru búin
má nefna hér nokkrar tölur um
afla: 1962 var þorskafli Græn-
lendinga 43.000 smálestir,* en
tveimur árum síðar var hann að-
eins 18.000 smálestir. Það segir
sig sjálft að erfitt er um vik i
þessu efni, þegar afli er svo óstöð-
ugur. Svo er lika hitt, að afli
Grænlendinga er einungis litið
brot af heildaraflanum við Græn-
land. Talið er að útlend veiðiskip
taki um 500.000 smálestir á ári,
þegar vel árar.
Eftirmáli
1 þessum pistlum var í 1. grein
stuttlega sagt frá menningu
Grænlendinga eins og hún var á
þeim tima sem Evrópumenn
eignuðu sér land þeirra. Þá var
viðtal við tvær grænlenzkar stúlk-
ur sem búa á íslandi. 1 þessari
þriðju og siðustu grein hefur svo
verið vikið að sögu Grænlendinga
undir evrópskri stjórn og sagt frá
nokkrum þeirra vandamála, sem
þeir eiga við að etja. Ýmsir
þeirra örðugleika, sem sprottið
hafa upp i kjölfar þeirra um-
skipta sem orðið hafa á Græn-
landi eiga sér raunar hliðstæður á
Islandi, ef grannt er skoðað enda
eru aðstæður okkar og Grænlend-
inga likar um ýmislegt: Atvinnu-
háttum okkar svipaði um sumt til
hinna grænlenzku og umskipti
urðu hér mjög snögg eins og þar,
þegar tæknivæðing hófst að
marki. Þá gætir lika meðal okkar
þess rótleysis sem einkennir um-
brotatima. Siðast en ekki sizt
grundvalla báðar þjóðirnar af-
komu sina á sama atvinnuvegi.
Vegna alls þessa er tæpast f jar-
stæða að ætla, að gagnkvæmur
hagur væri að nánari kynnum, en
til þess að svo megi verða er okk-
ur auðvitað nauðsynlegt að kunna
nokkur skil á högum hverra ann-
arra og forsendum þeirra, sögu-
legum sem öðrum. I þeim tilgangi
eru þessar greinar ritaðar.
HHJ
l>ulur grænlenzka útv'arpsins að störfum .
Gefjunarfötin
komin
í glæsilegu
litnunli
TERYLENE