Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 40
Auglýsingasími Tímans er 195» MERKIÐ, SEM GLEÐUR HHtumst i kaupfélaghw j fyrirgóéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS --------------- Þræða syllur í bjargi eins og stofugólfin heima hjó sér ísfirðingar bjuggu í tjaldi við eggjatöku í Hælavíkurbjargi og fóru söluferð á Norðurland HHJ- Heykjavik. Frá ómunatiö liefur eggjataka tali/.t til meiri háttar hiunn- inda á tslandi. Nú er þó svo komiö, aö menn eru viöa hættir aö skeyta um eggjatöku og góðum sigmönnum fer óöum fækkandi. Ýinsum kann aö þykja nokkur eftirsjá aö þessu og öörum þeim ein- kennum á þjóölifi okkar, sem nú eru að hverfa. öörum þræöi er þetta þó gleðiefni, þvi aö skýringin er aö sjálfsögöu aukin hagsæld þjóöarinnar. Eggjataka er t.d. orðin svo litil i Grimsey, aö nær engin egg eru lengur flutt til lands til sölu. Afli er svo góður og fisk- verð svo hátt, að Grimsey- ingum þykir ekki lengur taka þvi að fara i bjarg, ef gefur á sjó. Menn fá um 23 þúsund krónur fyrir eina lest af fiski og ekki mun ótitt, að menn dragi tvær lestir á dag. Fugli hefur fjölgað mjög i björgunum, og sumar fugla- tegundir hafa bersýnilega orðið að láta undan siga fyrir öðrum harðskeyttari. Þannig er skegla viða farin aö verpa, þar sem hún hefur ekki hreiðrað um sig áður. Svo rammt kveður að þessu, að hún er farin að verpa heima undir húsum. Það þótti tiðindum sæta i vor, að þá var i fyrsta sinn látið hjá liða að fara til eggja- töku i Drangey. 1 Skagafirði gildir hið sama og i Grimsey — atvinna er svo mikil og upp- gangur svo ör, aö menn gefa sér ekki tóm til þess að sinna eggjatöku. Það er til marks um þann vöxt, sem hlaupinn er i Sauðárkrók, að þar er nú i byggingu i kinninni innan við bæinn nýtt ibúðarhverfi, þar sem 1500 manns er ætlaður staður er fram liða stundir, svipaðum fólksfjölda og nú býr i bænum öllum. Enn er þó ekki svo komið, að hætt sé að fara i Hælavikur- bjarg, þótt það sé nú orðið ein- vörðungu sér til ánægjuauka, að menn fara i bjargið. Guðmundur Sveinsson, netagerðarmeistari og frétta- ritari Timans á ísafirði, sagði okkur nýverið frá þvi, að þaðan úr bænum hefðu fimm menn á báti farið til Hæla- vikur og sigið eftir eggjum. Formaður á bátnum var Kjartan Sigmundsson, sem fæddur er i Hælavfk og alinn upp þar við björgin, og þess vegna þaulkunnugur öllum staðháttum. Annar háttur var hafður á siginu, en áður tiðkaðist, þvi að tveir menn úr bátshöfninni — þeirSigurður Magnússon og Tryggvi Guðmundsson — sigu niður i bjargið og tjölduðu þar á syllu 120-140 metra niðri i bjarginu, og létu þar fyrir- berast meðan á eggjatekjunni stóð. Báðir eru þeir sagðir svo slyngir fyglingar, að þeir þræði björgin eins og stofu- gólfin heima hjá sér. Eggjunum safna þeir saman i hrúgur á syllunum og láta þau svo siga ofan i bátinn i stað þess að draga fygling og egg upp á bjargbrún likt og áður var gert. Sigin eru tvö, þvi að fuglinn verpir á nýjan leik, ef hann er rændur egginu. Það fer nokkuð eftir veðri, hvenær fuglinn verpir fyrra sinni, en venjulega er það i lok maí eða byrjun júni. öðru sinni má fara i bjargið um miðjan júni. Þeir félagar seldu meginið af fengnum á Isafirði og i þorpunum nærlendis. Þó var nokkuð flutt til Akureyrar og Sauðárkróks og selt þar. Það þótti að sögn nokkrum tiðindum sæta á Sauðárkróki, að þangað væru flutt egg vestan af Isafirði, enda hefði það einhvern tima þótt saga til næsta bæjar, að þeir þar nyrðra væru ekki lengur aflögufærir i þessu efni, hvað þá, að þeir hefðu ekki einu sinni egg til eigin þarfa. —HHJ Fuglasetur IDrangey. Þangaö hafa engir óboðnir, tvlfættir gest- ir komiö i vor, og þau undur hafa gerzt, aö svartfuglsegg að vest- an hafa verið seld á torgum á Sauðárkróki. Arnarklær. Timamynd: Gunnar. Bretar dreita íslenzka togara SEINT á föstudagskvöldiö sendi Landhelgisgæzlan út eftirfarandi tilkynningu: Kl. 19 i kvöld skar varðskipið Ægir á báða togvira brezka tog- arans Wyre Vangaard FD 36, sem var á veiðum austur af Hvalbak. ÖNDVERÐIR klóast ernir, segir máltækið, og hér geta menn séö, hvers konar klær þaö eru, sem þeir beita, ef þaö er rétt meö far- iö, aö þeir „klóist” yfirleitt. Þaö er sem sé svo, aö i þjóösögum og munnmælum hafa ernir veriö gerðir stórum itækari fuglum en þeir eru i raun og veru. Við hlið togarans var dráttar- báturinn Irishman og brezki tog- arinn Gavina. Siðar i kvöld tilkynnti skuttog- arinn Barði, að tveir brezkir tog- arr væru aö áreita þá, innan við fjórar sjómilur frá Hvalbak, En það er fleira, sem þjóötrúin tengdi við erni. Arnarklær voru tiðum hafðar á smiðjubelgjum hér áður fyrr meðan smiðjur voru á bæjum og örninn algengari fugl en nú. Og menn trúðu þvi, að klærnar væru vörn gegn eldhættu i smiðjunni. þeirra á meðal Boston Commance. Þá reyndu þeir að sigla á skuttogarann Bjart innan við 2.5 sjómilur frá Hvalbak. Brezku togararnir reyndu einni g að slita veiðarfærin aftan úr islenzku togurunum, en það mistókst i öllum tilfellum. Varðskipið Ægir sendi brezku frégátunni Gurkha F 122, sem var á þessu svæði, mótmæli vegna þessa yfirgangs brezku togar- ánna, en freigátan svaraði ekki itrekuðum mótmælum varðskips- ins, og gaf þess i stað upp staðar- ákvörðun Ægis. Um leið tilkynnti freigátan, að togararnir brezkuættuað gæta þess, að hafa réttinn sin megin. Um tima voru fimm brezkir togarar búnir að umkringja Gullver, en auk ofangreindra Islenzkra togara voru á þessum slóðum Ljósafell og Hvalbakur. Þoka var á miðunum. Klærnar eru miklar, enda er þetta konungur fuglanna Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1973 Vinningaskrá: 1. Hjólhýsi nr. 1093. 2. Hraðliátur nr. 34856. 3. Vatnabátur nr. 10100. 4. Sunnuferð til Mallorca nr. 44657. 5. Kvikmyndavél nr. 36861. 6. Tjald og viöleguútbúnaöur nr. 34671. 7-15. Vatnabátar nr. 15892, 37140, 38913, 44785,42011, 22000, 25885, 25167 og 8241. 16-18. Myndavélar nr. 7162, 43657 og 63807. 19-20. Myndavélar nr. 6328 og 56940. 1-22. Myndavélar nr. 8151 og 44159. 1-25. Myndavélar nr. 68237, 37467 og 44730. -35. Veiðivörur nr. 2324, 5775, 8322, 3479, 30379, 32012, 37626, 47473, 49499 og 63221. 36-50. Sportvörur nr. 17670, 627, 21456, 22770, 27191, 35952, 38575, 43949, 32789, 68461, 21224, 40658, 58540, 13500 og 16143. Birt án ábyrgðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.