Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 15. jiili 1973. TÍMINN 19 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- ' arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,. i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f - ■ ^ 2ja ára farsælt starf I gær var 2ja ára afmæli rikisstjórnarinnar. í tilefni af afmælinu birti Timinn i gær viðtal við Ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra, um fyrstu 2 ár rikisstjórnarinnar og samstarf stjórnar- flokkanna. Forsætisráðherrann sagði, að samstarf stjórnarflokkanna hefði verið gott og hann teldi, að einlægur vilji væri hjá öllum stjórnar- flokkunum að halda samstarfinu áfram. í við- talinu svaraði forsætisráðherra spurningu um það, hverjar hann teldi að hefðu orðið helztu og mikilvægustu breytingarnar i stjórn landsins frá þvi að fyrrverandi rikisstjórn fór frá völd- um og núverandi stjórn tók við. Forsætisráð- herra sagði m.a.: ,,Ég vil þar fyrst nefna landhelgismálið. Ég tel að þetta skref hefði ekki verið stigið, ef þessi rikisstjórn hefði ekki verið mynduð. í kjaramálum hefur orðið gjörbreyting. Launþegar hafa fengið verulegar launa- og kjarabætur og vinnufriður hefur verið góður, þegar frá eru skilin verkföll farmanna og á togaraflotanum. Ástandið i þeim efnum er gjörólikt frá þvi i tið viðreisnarstjórnarinnar. Samningar voru gerðir til lengri tima en áður og kauphækkanir komu i áföngum. Þá vil ég nefna atvinnumálin. Þegar hefur orðið mikil breyting til hins betra. Atvinnuupp- byggingin blasir nú við hvarvetna um landið. Það eru alls staðar miklar framkvæmdir og vilji og frumkvæði fólksins til atvinnuuppbygg- ingar. Kannski munar mestu um þá hugarfars- breytingu og þá trú á framtiðina, sem fólkið nú hefur og sjálfsagt er að viðurkenna,að ytri að- stæður hafa á margan hátt verið hagstæðar, en aukinn stuðningur og fyrirgreiðsla rikisvalds- ins hefur haft mikið að segja, og þar höfum við reynt að beita okkur eftir megni. Atvinna hefur verið yfirdrifin og sums staðar jafnvel verið veruleg þensla á vinnumarkaði og mun meiri eftirspurn eftir vinnuafli en framboðið. Hver vinnufús hönd getur nú fengið verk að vinna. I byggðamálum hefur verið gert stórt átak. Bæði með eflingu Byggðasjóðs, áætlanagerð, sem Framkvæmdastofnunin vinnur að og stór- auknum fjárveitingum til ýmissa fram- kvæmda út um landið, en jafnframt er unnið að frekari athugunum og aðgerðum á þvi sviði með starfi þeirrar nefndar, sem kosin var á siðasta Alþingi undir forystu Steingrims Her- mannssonar. Þá er ennfremur i gangi athugun á möguleikum til jöfnunar á flutningskostnaði i landinu og ný hafnalög hafa verið sett með stóraukinni þátttöku rikisins i gerð hafna. Þá hafa verið gerðar breytingar á húsnæðis- löggjöfinni, þar sem heimilt er að lána sveitar- félögum til byggingar leiguibúða allt að 80% af kostnaðarverði til 33ja ára. Ný lög hafa verið sett um heilbrigðisþjónust- una i landinu, sem er nú eitt mesta hagsmuna- mál landsbyggðarinnar. Stefnt er að þvi að byggja upp myndarlegar heilsugæzlustöðvar landið um kring og verður hlutur rikisins i þvi átaki 80% af kostnaði. Ekki má gleyma þvi, að gerðar hafa verið stórkostlegar endurbætur á tryggingakerfinu og bætur stórhækkaðar og auknar. Vil ég benda á i þvi sambandi, að 34.2% af heildarútgjöldum rikissjóðs renna nú til tryggingakerfisins.” — TK. Martin Walker, The Guardian: Bandarískir Indíánar ætla ekki að láta deigan síga Maður dögunarinnar, formaður Indíánahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, segir að baráttan verði hafin af fullum krafti eftir þrjú ár RÍKISSTJÓRN Banda- rikjanna hefir nú brotiö þrjú hundruð sjötugasta og annan samning sinn við Indiána. Richard Kleindienst fyrr- verandi rikissaksóknari og John Erlichman fyrrverandi ráðgjafi forsetans, hinir ötulu og staðföstu baráttumenn lýð- ræðislegra stjórnarhátta, fengu Indiána til að hverfa frá Særðu hné og lofuðu i staðinn, að forsetinn skipaði nefnd til þess að kanna málefni Indiána. Nefndin átti að vinna með arfbornum ættar- höföingjum Indiána, en ekki þeim stjórnum ættflokkanna, sem hvitir menn hafa skipað. Nú hefir verið tilkynnt i Hvlta húsinu, að slík nefnd geti ekki starfað á ábyrgð for- setans eins. Þingið verði að samþykkja hana og veita henni vald. Þetta eru svik og prettir, en verður þó varla jafnað til þess að láta Indiánum i té teppi, sem báru bólusótt, eins og einu sinni var tiðkað. Svikin hafa þó siður en svo bætt aðstöðu þeirra Indíána, sem vilja fara með gát og leggja höfuðáherzluna á áframhaldandi umbætur, þó að hægt miði. Ég hitti að máli „Mann dögunarinnar”, Wauban-New- Wi-Nini, en hann er formaður Indiánahreyfingarinnar i Bandarikjunum. ,,Ég er reiðubúinn að gefa rikisstjórn Bandarikjanna þriggja ára frest,” sagði hann. ,,En fimmta júli 1976, daginn eftir að Bandarikin hafa haldið upp á 200 ára afmæli sitt sem sjálfstætt riki, verðum við að hefja virka baráttu að nýju”. Þetta kann að bera keim af mikillæti, en þegar málin eru athuguð nánar kemur i ljós, að Indiánar virðast ekki hafa margt eða eftirsóknarvert að lifa fyrir. Tiu af hundraði karla á aldrinum 15 til 24 ára fremja sjálfsmorð. Meðal- aldur Indiána er afar lágur. Karlar verða að meðaltali 42 ára, en meðalaldur karla i Bandarikjunum er 67 ár. Meðaltekjur Indiána- fjölskyldu i Bandarikjunum nema 1500 dollurum á ári. Meðaltekjur fjölskyldu meðal allra Bandarikjamanna eru hins vegar 8500 dollarar. í opinberum skýrslum eru þeir taldir fátækir, sem hafa undir 3500 dollurum i árstekjur. SAMKVÆMT samningum, sem Bandarikjaþing hefir staðfest, hafa Indiánar fengið I sinn hlut 150 milljónir ekra af meginlandinu, sem þeir áttu einir i upphafi. Nú hafa þeir til umráða 50 milljónir ekra á til- teknum svæðum. Fjóra fimmtu hluta þess lands leigir rikisstjórn Bandarikjanna þó út án samþykkis ættflokk- anna. Þessar tölur tala sinu máli og sýna ærið illa meðferð. Það var þó ekki sú meðferð ein, sem olli þvi, að herra Vernon, annar eigandi snyrtistofu Minneapolis, ákvað að hverfa frá starfi sinu og gerast „Maður dögunarinnar”. „Ég var búinn að ávinna mér réttindi sem rakari þegar mér var sleppt úr fangelsi. Þá gekk ég i félag með kunningja minum um rekstur snyrtistofu og okkur vegnaði vel,” segir hann og nýr saman sinum smáu, mjúku og finlegu höndum, sem virðast i ósam- ræmi við þungan og þreklegan skrokkinn. „Konan mín var bandarisk, en af sænskum ættum, Við áttum hús i úthverfi borgarinnar og þrjú börn. En einn góðan veðurdag missti ég áhugann á starfinu og ákvað að stiga út úr hringekjunni”. ÞEIR munu hafa verið ærið margir bandarisku miðstétt- armennirnir, sem langaði til að hætta kapphlaupinu enda- lausa á árunum 1965-1970. En Vernon átti sér áhugamál til þess að hverfa að þegar hann hætti. Clyde bróðir hans var starfandi baráttumaður hjá Indiánum. Vernon tók þvi að rifja upp Ojibwa-tungu, skildi við konu sina og fór að beita hyggindunum, sem hann hafði lært meðal hvitra manna, i þágu þjóðar sinnar. Vernon er nú að reyna að safna 800 þúsund dollurum til þess að greiða lögvörn þeirra 480 Indiána, sem kærðir voru eftir átökin að Særðu hné. Þeir eru ákærðir fyrir ýmiskonar afbrot, meðal annars fyrir að skjóta á embættismenn rikis- ins og kveikja i. Þá er einnig ætlunin að koma á fót styrktarnefndum Indiána- hreyfingarinnar i Banda- rikjunum. „VIÐ getum ekki ætlazt til mikilla réttarbóta úr hendi hins bandaríska stjórnmála- kerfis”, heldur Vernon áfram, „að minnsta kosti ekki eftir að George McGovern krafðist „skjótra aðgerða lög- reglunnar” til þess að hrekja okkur frá Særðu hné. Við verðum að treysta á friðarhreyfinguna, samtök æskufólks, kvenréttinda- hreyfinguna og aðstoð erlendis frá. Við viljum, að okkur sé látin i té aðstoð sem mannlegum verum, ekki sem stjórnmálasamtökum með hugsjónir, sem hæfi umhverfi og kerfi, enda höfum við áður villzt á þeim refilstigum. Tveir bandariskir bræður af spönskum ættum féllu i átökunum við Sært hné. Þar stóbu með okkur hvitir her- menn, sem verið höfðu i Viet- nam, og eins svartir bræður.” Meðal flestra ættflokka Indiána er á ferli mjög sér- kennileg arfsögn um hvita manninn, „sem er á litinn eins og lik”. Sögnin er á þá leið, að á fimmta mannsaldri eftir aðra komu hvita mannsins, (er koma vikinganna ef til vill fyrri koman?), þegar Indiánar eru búnir að þola miklar og langvarandi þjáningar, kvikni litlir eldar um allt land og sameinist i eitt ægilegt bál, sem hreinsi jörðina að nýju fyrir rauð- skinna. Höfðinginn Trylltur hestur hafði þessa sögn yfir áður en orrustan við Little Big Horn hófst á sinni tið. Þessi sögn er nú rifjuð upp að nýju og borin frá manni til manns ásamt myndum af litla eldinum við Sært hné. Það var eldur, sem Indiánarnir eru sakaðir um að hafa kveikt, en þeir segja, að blys bandarisku lögreglu- sveitanna hafi valdið ikveikjunni. Nokkrir forsvarsmenn indiána i Wounded Knee.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.