Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 15. júll 1973.
Ilöfnin og fiskiöjuveriö í Holsteinsborg-
t»AÐ er íslendingum
auðvitað kunnara en
svo, að frá þurfi að
segja, hverjir komust
fyrstir Evrópumanna i
kynni við Grænlendinga.
Vegna þess sem og
hins, að skipti þessara
tveggja þjóða voru ekki
þess eðlis, að menningu
Grænlendinga væri í
neinu hætt, verður ekki
farið út i þá sálma i
þessari grein.
A sautjándu öld hefjast miklar
hvalveiöar i norðurhöfum, þar
sem einkum var herjað á Græn-
landshvalinn. Þessar veiðar náðu
hámarki á öndverðri átjándu öld.
Rækjuveiðar eru mikilvæg tekjulind. Hér biða staflar af rækjukössum útflutnings.
Mest voru umsvif Hollendinga og
það er i frásögur fært, að eitt
árið hafi þeir einir saman átt um
það bil 100 skip að hvalveiðum
umhverfis Grænland.
Auk hvalveiðanna stunduðu
Hollendingar og aðrir vöruskipti
við innbyggjara landsins og létu
ýmsar evrópskar vörur, ekki slzt
byssur, i skiptum fyrir skinn og
selspik og annað af þvi tagi
Stundum voru þessi skipti frið-
samleg, en-þessu safni hvalveiði-
manna var auðvitað margur mis-
jafn sauðurinn eins og nærri má
geta og það var þvl ósjaldan að
þeir rændu og rupluðu þvi.sem
þeir vildu hafa. Það var eitt með
öðru að hvalveiðimenn voru frekir
til kvenna eftir langa og stranga
útivist, enda hófst á þessum árum
sú kynblöndun Grænlendinga og
Evrópumanna. sem siðan hefur
færst mjög I vöxt.
Postuli Grænlands
Það má segja með nokkrum
sanni, að hið íslenzka landnám á
Græníandi hafi skipt sköpum
Grænlendinga, þótt enginn maður
Islenzkur væri lengur ofan
moldar á Grænlandi þegar þar
kom sögu.
A átjándu öld öndverðri héldu
menn á Norðurlöndum, að enn
væri uppi á Grænlandi fólk nor-
rænnar ættar, en langt var þá um
liöiö siöan nokkuð hafði til þessa
fólks spurzt og þess vegna mátti
ætla að trú þess væri tekið aö
hraka.
Hans Egede hélt sig til þess
kjörinn af æðri máttarvöldum að
hressa upp á kristindóm
norrænna manna á Grænlandi og
fór þangað þeirra erinda árið
1721.
Nú hafði hin guðdómlega for-
sjón brugðist honum litillega I
þessu efni eins og alkunna er og
þess vegna brá hann á það ráöið
að boða fagnaðarerindin inn-
byggjum landsins, þegar ljóst
var, að norrænir menn voru ekki
lengur við liði I landinu. Sakir
þessa hlaut hann siðar nafn-
bótina „postuli Grænlands”.
Egede var maður raunsær og
taldi þess vegna réttilega að trú-
boð yrði tæpast rekið að gagni
nema það hefði verzlunarhags-
muni að bakhjarli.
Sjö árum eftir að Egede steig
fyrst fæti á grænlenzka grund,
komu fyrstu evrópsku land-
nemarnir til landsins. Fyrir
flokkunum var landstjóri, en
honum fylgdu þrir tugir her-
manna og 24 tugthusfangar, jafnt
skipt á milli kynja. Þetta fólk
settist þar að, sem heitir Godthab
eða Góðvon á islenzkri tungu.
Einhvern veginn læðist sá grunur
að manni, að ekki muni öllu þessu
fólki hafa þótt nafnið réttnefni. Þó
má vera, aö ef til vill hafi ein-
hverjir tugthúslimanna eygt von
um betra og farsælla lif á Græn-
landi en þeir höfðu átt að fagna I
Danmörku, þvi að það var ekki
háttur þeirrar tíðar að mylja
undir það fólk, sem gerzt hafði
brotlegt vil lög, en allt um það
hlýtur Grænland að hafa virzt
þessum hópi hrjóstrugt og illa til
búsetu fallið innbyggjar þess
annarlegir, svo frábrugðnir
Evrópumönnum, sem þeir voru
að útliti og háttum.
Þegar hér var komið sögu,
höfðu lifnaðarhættir frumbyggja
landsins þegar riðlazt nokkuð
vegna skipta þeirra við hval-
Hið nýja Grænland — r