Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 15. júlí 1973. © Gerhardsen — Krustsjov gerði sér fulla grein fyrir þvi, að Gerhardsen gæti haft sinar ástæður til þess að hafna slfku boði. Þegar hér var komið sögu vildi Krustsjov snúa umræðunum inn á aðrar brautir. „Þið þorið ekki að segja opinberlega, að þið stefnið að sósialisma. Þið eru hræddir við að'slíkt gæti skaðað ykkur. Ég hef hvort eð er ekki þörf fyrir ykkur.” Ég undirstrikaði, að þeir sem veldust til forystu i norskri verka- lýðshreyfingu yrðu fyrst og fremst að hafa i huga, hvað yrði henni fyrir beztu. „Við fæddumst hér, hér störfum við og hér eru okkar heimili. Við þekkjum hér allar aðstæður. Stefnuskrá okkar inniheldur mörg sósialisk fram- tiðartakmörk. Við hverjar kosn- ingar setjum við fram áætlun um hvað við viljum takast fyrir hend- ur á komandikjörtimabili.Sá hátt- ur, sem þér hafið á, þegar þér lýs- ið viðfangsefnum, er alltof stirðn- aður, of sigildur og norkst verka fólk myndi ekki skilja slika fram- setningu.” „Nú verður hann vondur”, sagði Krustsjov við hina sem voru viðstaddir, „það er ágætt, þvi að þá skýrast linurnar”. Síðan hélt Krustsjov áfram: „Það erum ekki við, sem förum fram á neitt frá ykkur, þvi að við þörfnumst ykkar ekki. Það eruð þið, sem hafið töluvert undir okk- ur að sækja. Þið getið sagt að þetta sé sjálfsbirgingsháttur af okkur, en staðreyndin er sú, að þetta leiðir af valdahlutföllunum. Lofið mér að nefna eitt dæmi. Herra Wilson hefur komið i heim- sókn til min tvisvar sinnum, vegna þess að hann þarfnast min. Samt sem áður velur hann alltaf þann kostinn, að hafa viðkomu I Washington á leið sinni til Moskvu. Sá timi er ekki langt undan, að hann fari til Washing- ton gegn um Moskvu.” Ég sagði, að Norðmenn væru litil þjóð, sem óskaði þess að fá að lifa i friði. „En við óskum þess einnig, að fá að fara okkar eigin leiðir. Sem Norðmenn ætlum við sjálfir að ákveða hvað okkur sé fyrir beztu, og við ætlum sjálfir aö taka ákvarðanir i okkar eigin málum.” Krustsjov: „Þetta er ágætt. Nú er hann orðinn vondur aftur.” Og hann hélt áfram: „Við erum ekki að fara þess á leit við ykkur, að þið sækið um að fá að ganga inn i Sovétrikin, sem eitt af lýðveldun- um. Slikt myndi ekki vera eftir- sóknarvert fyrir okkur, þvi að kostnaðurinn yrði mun meiri en ávinningurinn. En þið gætuð nýtt ykkur aðstöðu okkar á mun betri hátt en þið gerið nú. Það mundi verða til góðs fyrir ykkur sjálfa. Sú braut, sem þið eruð á núna, mun leiða til þess, að auðmagnið i landi ykkar mun safnast á æ færri hendur. Hinir stóru munu gleypa hina litlu. Við ætlum að ræða um viðskiptasamninga hér. Þið fáið það frá okkur, sem þið þurfið. En eitt vil ég taka fram þegar i upp- hafi: Við ætlum okkur ekki að kaupa tilbúinn áburð af ykkur. Slikur samningur kemur ekki til greina. Ég veit að þið grunið okkur ekki um að vilja valda ykkur pólitisk- um skaða, en við gætum hjálpað ykkur mun meira, ef þið vilduð segja okkur hvers konar aðstoð yrði mest til framdráttar flokki ykkar.” ,,Fyrr skal ég falla dauður niður” Nú varð ég virkilega gramur. Norsk Hydro hafði áhuga á sam- vinnu við Sovétmenn um gerð áburðarverksmiðju i Norður- Noregi. Holthe forstjóri hafði skýrt málið fyrir Krustsjov á leið- inni frá Heröy. Þessu tilboði var Krustsjov að hafna með þessum dónalegu orðum sínum, með þvi að lýsa þvi yfir, að ekki kæmi til greina að kaupa af okkur tilbúinn áburð. Hann hafði lofað Holthe þvi, að hann mundi athuga málið, en útilokað var, að hann hefði haft tækifæri til þess á þeim fáu stund- um, sem liðnar voru siðan þeir ræddu saman. Þvi þóttist ég hafa góða ástæðu til þess að taka þetta svar hans sem tilraun til að setja pressu á okkur. Ég rifjaði upp með sjálfum mér orð, sem ég vissi að komu eitt sinn af vörum Krustsjovs sjálfs, „Fyrr skal ég detta dauður niður, en að þiggja hjálp með stjórnmálaleg- um skilyrðum”. En O.C. Gundersen sá hvert stefndi. Hann tók til máls og sagði nokkur orð, sem voru til þess fall- in að hreinsa andrúmsloftið. Gundersen sagðist vilja fá að segja nokkur orð, vegna þess að hann hefði dvalið þrjú ár i Sovét- rikjunum. Þetta hefðu verið at- hyglisverðustu ár lifs hans. Hann hefði sannfærzt um ýmsa hluti. Sovétmenn ættu nóg með sitt eig- ið svæði og sin eigin vandamál. Hvað ættu Sovétmenn að gera með norsk landsvæði? Norðmenn ættu sjálfir við sin vandamál að etja og þeim er ekki bætandi á sovézku vandamálin. Það er heldur ekki auðvelt að stjórna sósialisku þjóðfélagi. Sovézkum leiðtogum hefur gengið erfiðlega að skilja, að þjóðfélag okkar er alls ekki dæmigert auðvaldsþjóð- félag. Að þvi er virðist stefnir þróunin i þjóðfélögum okkar i tvær ólikar áttir. Það er tilgangs- laust að hefja umræður um marx- isma eða kapitalisma á þessum vettvangi. Samfélögin á Norður- löndum eru alls ekki jafn ólik Sovétrikjunum eins og Sovét- menn virðast telja. 1 Noregi t.d. eru ríkjandi ákveðnar til- hneigingar i þá átt að gera þjóð- félagið sósialiskara og i Sovét- rikjunum má finna þess mörg dæmi að þið stefnið i átt að þvi sem við köllum lýðræði. Krustsjov sagði, að hann ætti erfitt með að meta það, sem sagt væri um sósialisma i Noregi. En hann kynni vel að meta þær skoðanir, sem hér væru fram komnar og hann gengi út frá þvi að menn töluðu af hreinskilni. Við værum samt sem áður fjarlægir hver öðrum og ættum erfitt með að skilja hver annan. Siðan beindi hann máli sinu að Gundersen og sagði: „t flokki okkar er mjög góð regla á hlutunum. Fólkið treystir flokknum.” Krustsjov taldi, að bæði utanrikisstefna flokksins og stefna hans I innanlandsmálum nyti fulls stuðríings hjá þjóðinni. Að lokum lýsti Krustsjov þvi yfir, að hann væri ánægður með dvöl sina i Noregi og hann færi heimleiðis glaður i bragði. t Dan- mörku og Sviþjóð hefði honum og fylgdarliði hans verið tekið með miklum ágætum bæði af forsætis- ráðherrum viðkomandi landa og rikisstjórnunum. Hann vildi ekki gera neinn samanburð á mót- tökunum. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að segja, „að ykkar þjóðfélag virðist vera einlægara og einfaldara og okkur finnst einnig að þið standið okkur nær. Þetta er álit okkar og þið verðið að lita á heimsóknina frá þvi sjónarmiði.” I byrjun samræðnanna hafði ég sagt að við ættum einnig að ræða skipulag og ástand i Sovétrikjun- um Krustjov hafði lýst sig samþykkan þvi, en nú var orðið áliðið og menn orðnir þreyttir þannig að enginn hafði löngun til að halda viðræðunum áfram. Andreas Andersen skrifaði niður hjá sér i stuttu máli, það sem honum hafði fundizt um samkom- una. Það fylgir hér á eftir: Andrúmsloftið varð brátt frem- ur þægilegt. Tvisvar sinnum lét Krustsjov eins og hann væri orð- inn vondur, og i bæði skiptin benti hann á Gerhardsen og sagði „Sjáið þið, nú er hann vondur.” Annars talaði Krustsjov lágt og rólega, en orðalag hans var mjög stingandi. Mér fannst, sem Rússunum félli ekki sem bezt framkoma Krustsjovs. Ég tok eftir þvi þaðan sem ég sat, að Lunkov sendiherra var ákaflega niðurdreginn á svip. Ég man eftir þvi, að ég hugsaði eitthvað á þessa leið: Ég skil þig vel. Þú þarft að verða hér eftir. Eftir að viðræðunum var lokið, sagði Adzhubei við Jacobsen sendiherra að hann væri sann- færður um að framkoma Krustsjovs hefði verkað illa á Gerhardsen. Hann sagðist bara vona, að Gerhardsen skildi, að Krustjsov hagaði sér einungis svona við menn, sem hann teldi jafningja sina. Þetta sagði Jacobsen mér daginn eftir.” Önnur hlið á Krustsjov 1 dönskum blöðum höfðum við lesið frásagnir af þvi, að Krustsjov hefði heimsótt land- búnaðarháskóla, meðan hann dvaldi þar i landi, og hlustað þar á einn prófessoranna halda fyrirlestur um danskan land- búnað. Prófessorinn sparaði ekki stóru orðin i lýsingum sinum á á- gæti dansks landbúnaðar, talaði um beljur, sem mjólkuðu meira og gæfu þar að auki feitari mjólk en nokkrar aðrar beljur i veröldinni. Krustsjov, sem vissi töluvert um landbúnað, vildi greinilega ekki láta þessu ómót- mælt og stóð þvi upp og hélt mikinn fyrirlestur um sovézkan landbúnað. Hann lauk máli sinu með þvi, að lýsa þvi yfir, að kommúniskar kýr gæfu af sér bæði meiri og fieúari mjólk hendur en nokkur auðvaldskýr i þessum heimi. 1 Bergen kynntumst við svipaðri hlið á Krustsjov. Sam- kvæmt ferðaáætluninni átti hann að fara og skoða byggingar- framkvæmdir. Þar var um að ræða þriggja hæða byggingu, sem átti að risa úr steypu og stáli og ég ímynda mér, að Krustsjov hafi hugsað eitthvað á þessaleið: „Halda þessir Norðmenn virki- lega, að þeir geti sýnt mér eitthvað merkilegt?” Siðan stóð hann upp og hélt fyrirlestur um sovézka byggingalist, — og það var nú eitthvað annað. Þeir höfðu verið þeir fyrstu, sem tóku i notkun stóra krana við bygginga- framkvæmdir, og þeir höfðu gert byggingar úr steinsteypu sem munu standa I þúsund ár. Það var á þessari stundu, sem ég ákvað að reyna að kynnast honum frá annarri hlið. Dag einn, þegar við höfðum smá stund lausa, bauð ég honum i öku- ferð um Osló. Við keyrðum um gamalt hverfi austan við Akerselva. Það voru fjögurra og fimm hæða hús beggjá megin göt- unnar og gegnum þröng garðhlið mátti sjá prönga og skituga bak garða. Ég sagði honum, að öll þessi hús væru reist fyrir alda- mótin, Ibúðirnar i þeim væru eitt herbergi og eldhús, þetta væru slæmar ibúðir og i þær vantaði flest nýtizkuleg þægindi. Krustsjov og ég sátum i aftursæti bifreiðarinnar við hlið hvors annars. Hann leit hugsandi á mig og sagði siðan: „Svona lagað er Hka til i Moskvu. Við verðum að láta fólk búa i gömlum hálfón- ytum húsum, vegna þess að okkur hefur ekki tekizt að reisa nægi- lega mörg ný hús.” Siðan ókum við út i eitthvert hinna nýju úthverfa. Þetta var i júni og sólin skein i heiði og himinblár hafflöturinn var ákaf- lega fagur tilsýndar. „Hér skul- um við stanza,” sagði Krustsjov. Enginn vissi að við værum væntanlegir en þó gat það ekki farið fram hjá neinum, sem þarna var,að við vorum komnir, vegna þess hversu mikill fjöldi löggæzlumanna var á eftir okkur. Ungar mæður með börn sin umkringdu okkur og Krustsjov var myndaður i miðjum hópnum. Hann brosti og hló, og kom með skemmtilegar athugasemdir. Siðan gekk hann til min. Ég stakk upp á þvi að við fengjum að lita á eina ibúðina. Hann gæti sjálfur fengið að velja hvaða ibúð það skyldi vera, það væru sjálfsagt allir fúsir til að hleypa okkur inn. „Nei,” sagði hann. „Við skulum ekki vera að valda neinum ónæði.” „Hve stórar eru ibuðirnar hérna”, spurði hann. „Þrjú her- bergi og eldhús.” Hann hugsaði sig um augnablik áður en hann sagði. „Þvi höfum við ekki efni á. Við byggjum bara tveggja her- bergja íbúðir, og samt sem áður munu liða tiu ár, áður en hús- næðisvandamálinu verður útrýmt i Moskvu.” ,,Ég er slæmur komm- únisti” Siðasta daginn, sem hann dvaldi i Osló, var mikil móttaka i sovézka sendiráðinu. Veðrið var mjög gott, svo veizlan fór fram i hinum stóra garði sendiráðsins. Það var nokkur fjöldi gesta og boðið var hið ánægjulegasta. Við hinir útvöldu við mitt borð höfðum það alla vega mjög gott. Werna og ég höfðum Krustsjov á milli okkar, og hann var i skin- andi skapi. En það voru fleiri en við, sem vildu fá að hitta hann. Hann fékk skilaboð um að nefnd væri komin frá kommúniskum verkamönnum, sem vildu fá að afhenda honum gjöf. En hann sat sem fastast. Að lokum varð Nina að ganga til hans og biðja hann um að fara og tala við sendi- nefndina. Það var þá, sem Krustsjov sagði við Wernu: „Ég verð að standa við skyldur minar sem kommúnista.” Siðan bætti hann við „Nei, þetta hefði ég betur látið ósagt. Ég er slæmur kommúnisti.” Ég stóð við hlið Krustsjovs, þegar verkamennirnir þrir heilsuðu honum. Krustsjov faðmaði þá alla mörgum sinnum, og bað þá að þakka landbúnaðar- verkamönnunum, sem hefðu tek- iðá móti honum við komu hans til Noregs. Ég sé enn fyrir augum mér hvernig Krustsjov, þessi stutti maður, og einn verka- mannanna, sem er risi að vexti föömuðust. Verkamaðurinn tók siðan um öxl Krustsjovs og sagði: „Ég sit i borgarstjórninni hér sem fulltrúi flokks Gerhardsens. Við verkamenn erum mjög ánægðir með forsætisráðherra okkar.” Nú var komið að mér að verða feiminn. Ég held að óhætt se að fullyrða, að Nina Krustsjov vakti mikla athygli. Margir lýstu henni, sem gamalli, þægilegri ömmu. En Werna getur borið, að þeir, sem halda að þetta sé góð lýsing á henni, hafa rangt fyrir sér. Nina var greinilega miklu meiri rétt- linumaður i kommúnisma sinum en maður hennar.Vissulega var hún þægileg og liklega góðhjörtuð lika. En áhugamál hennar voru meira bundin stjórnmálunum en húsmóðurstörfunum. Nina neitaði að tala við blaðamenn. Samt sem áður tókst Wernu að fá hana til að láta norska blaðið Aktuelt taka við sig viðtal. Við- talið var tekið á gömlum herra- garði og þar voru einnig teknar frábærlega góðar myndir af þeim Wernu og Ninu saman. Tvær dætur Krustsjovs voru með honum i förinni. Þær voru mjög hæverskar i framkomu og létu litið á sér bera. Þegar víð snæddum hádegisverð i Þjóðminjasafninu talaði ég litils háttar við dæturnar, og minntist þá á , að mér þætti þær hæverskar i viðmóti og bætti siðan við I grini, að það væri greinilega eiginleiki, sem þær hefðu frá föður sinum. Krustsjov brosti kurteislega þegar ég sagði þetta, en fjölskylda hans og landar hans aðrir, sem á þetta hlustuðu, hlógu hátt og innilega. Að lokum ætla ég að minnast á ýmislegt, sem ég heyrði Krustsjov segja, þegar við vorum á fundum eða i ferðum saman. Þegar við flugum yfir fjöllin á leið okkar til Bergen bað ég Krustsjov að fylgjast vel með þvi sem fyrir augu bæri. Kilómetra eftir kilómetra, ekkert hús, Framhald á bls. 39. %Vandaðar vélar ^ K N HEumfl % <, r w — ^ | borga %sig bezt s £ s 1 HEUmH HEYÞYRLUR 2ja og 4ra stjörnu HAMAR^ véladeild sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.