Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 15.07.1973, Blaðsíða 33
sér aö efast um aö þetta hafi verið hin raunverulega ástæöa. Kekkonen aftur á móti hefur aldrei verið hræddur við að viður- kenna, að hann hafi náið sam- band við leiðtoga Sovétrikjanna. Krustsjov tók það fram, að hann segði þetta ekki i þeim til- gangi, aö gera það erfitt fyrir Gerhardsen að afþakka mögulegt heimboð til Sovétrikjanna. Hann Framhald á bls. 36. Nina og Nikita Krustsjov hress I bragði. SUNDLAUGAB eru framleiddar í stærðunum 5 - 25 m lengd. • Veggir eru úr galvane- seruðu stáli og laugarnar klæddar innan með plast- dúk. Hreinsitæki fylgja hverri laug. Auðveldar í uppsetningu. Spartan sundlaug við ein- býlishúsið, fjölbýlishúsið, sumarbúðir, sumarbústað- inn, í byggðalagið. !(/nnna) ^zeibMon h.{. Sii.ti'rlandsbraut lfi - Revkjavik - Simnefni' "Vnlver# Simi 35200 Sunnudagur 15. júlí 1973. TÍMINN mikilla stjórnmálalegra ákvarð- ana.” Eftir að hafa gefiö nokkuð viða mynd af ástandinu i Noregi, hóf ég að ræða þær tilraunir, sem gerðar hafa verið i Noregi, i þeim tilgangi að auka áhrif verkafólks- ins á stjórn framleiðslutækjanna. „Verkafólk i Noregi hefur nú svo mikil áhrif bæði á vinnustöðunum og á stjórnmálalifið i heild sinni, að það finnur til öryggis. Söguleg- ur bakgrunnur er mismunandi i hinum ýmsu löndum, en við, sem búum á Norðurlöndum, teljum að við höfum valið rétta leið.” Krustsjov spurði hversu mörg prósent verkamanna kysu verka- mannaflokkinn. Ég svaraði þvi, að kosningarnar væru leynilegar og þar af leiðandi væri ekki unnt að fullyrða neitt um það með vissu. Flestir verkamenn kjósa verkamannaflokkinn, en við ger- um okkur einnig ljóst, að hluti þeirra kýs borgaralegu flokkana. Krustsjov: ,,Af hverju?” Svar: „Sumir gera það vegna þess að verkamannaflokkurinn er sósialiskur flokkur.” Krustsjov: „Eru þá þessir verkamenn á móti sósialisman- um?” Svar: „Já.” Krustsjov: „Þetta hlýtur að vera afleiðing þess, að verka- mannaflokkurinn rekur ranga „pólitik,” að hann höfðar ekki nægilega til stéttarvitundarinnar og er ekki nógu byltingasinnað- ur.” Svar: „Norski kommúnista- flokkurinn hefur stefnuskrá, sem hlýtur að teljast rétt að yðar mati. Sá flokkur fær samt sem áður innan við þrjú prósent af at- kvæðamagninu.” Krustsjov: „Verkamennirnir á Heröy sögðu mér, að samstarfs- nefndirnar hefðu það hlutverk, að vinna að þvi ásamt atvinnurek- endunum að auka framleiðsluna. Er nokkuð vit i þessu? í auðvalds- þjóðfélagi er hættulegt fyrir verkafólkið að sitja við sama borð og atvinnurekendurnir. Það er auðvelt að notfæra sér þá og leiða þá inn á villibrautir. Ég upplifði þetta sjálfur, þegar atvinnurek- endurnir reyndu að koma af stað klofningi meðal verkamanna, þegar við börðumst fyrir dýrtið- aruppbótinni 1917.” Svar: „Fyrst Krustsjov telur, að aðstæður i Noregi nú séu ámóta og aðstæðurnar I Riiss- landi voru 1917, þegar Zarinn rikti þar enn, hlýtur hann að komast að röngum niðurstöðum. Verka- mannaflokkurinn vann á i öllum kosningum til ársins 1961. Verka- lýðsfélögin efldust einnig á þess- um tima. Við misstum þingmeiri- hlutann vegna klofnings, sem upp kom hjá verkalýðsforystunni, ekki sakir þess að borgaraflokk- arnir tækju svo mörg atkvæði frá okkur. Það er alrangt, að verka- mennirnir slævist af þvi að sitja við sama borð og atvinnurekend- urnir. Það eru verkalýðsfélögin, sem hafa barizt fyrir þessum auknu réttindum til handa verka- mönnum og nú hafa verkamenn- irnir mun meiri áhrif en áður. Aukin framleiðsla og aukin fram- leiöni þýðir aukið atvinnuöryggi og betri llfsafkomu. Krustsjov: „Ég viðurkenni það fúslega, að ég er ekki jafn kunn- ugur öllum aðstæðum hér i Noregi eins og æskilegt væri. 1 minu eigin landi hefi ég aftur á móti ekki séð lifandi kapitalista i 47 ár. Það eina, sem verkafólk getur reitt sig á, er stéttarvitund þess. Kapitalistarnir ráða i raun öllu i verksmiðjum sinum og geta komið i veg fyrir að verkafólkið nái að kynna sér fjármálastjórn fyrirtækjanna. Á hvern hátt reyna kapitalistar að efla stjórn- málalegan þroska þeirra, sem hjá þeim starfa. Ég reyndi það lika eitt sinn I Kharkov árið 1912 hvernig atvinnurekandinn sundr- aði verkafólkinu, sem hafði sam- einazt um kröfur sinar, með þvi að múta nokkrum úr hópnum og fá þá þannig aftur til vinnu. Svar: „Ég held það sé alger- lega út i loftið að halda áfram umræðum, þar sem við tölum út frá svona mismunandi grund- vallarpunktum. Ég gæti einnig vitnað I mina eigin reynslu frá þeim árum, er ég var ungur mað- ur, en þá var við verulega efna- hagslega örðugleika að etja i Noregi. Þetta var á árunum milli 1930 og 1940 og þeir atburðir, sem þá gerðust hafa haft mikil áhrif á hvernig norsk verkalýðsmál hafa þróazt. Á þeim timum var verka- lýðshreyfingin i mikilli vörn. Hitl- er var kominn af stað, Mussolini hafði tekið við völdum á ítaliu. Vart varð fasistiskra tilhneiginga meðal bænda og smáatvinnu- rekenda i Noregi og þessi stefna átti jafnvel miklu fylgi að fagna hjá þeim, sem voru atvinnulaus- ir. Verkamannaflokkur reyndi að skilgreina það ástand, sem skap- azt hafði og komst að þeirri niður- stöðu, að þar sem ekki væru fyrir hendi nein þau úrræði, sem gætu leitt til skjótrar lausnar á þeim vanda, sem við var að glima væri sú hætta fyrir hendi að stór hluti verkafóks myndi snúast á sveif með fasistunum. Tii að koma i veg fyrir þetta mótaði flokkurinn nýja uppbyggingarstefnu. Frá þeirri stundu byrjaði sú öra þró- un, sem leiddi til þess að verka- lýðshreyfingin tók að eflast og þar með fór hún að verða það afl, sem mestu ræður um þróun norsks þjóðfélags. Mikill meiri- hluti verkamannánna hefur talið, að þetta hafi verið rétt stefna og þetta hafi verið þeim sjálfum fyr- ir beztu. Hvað viðvikur þvi að sitja við sama borð og atvinnu- rekendur, get ég bent á það að afturhaldssömustu kapítalistarn- ir vara félaga sina við þvi að setj- ast við sama borð og verkalýður- inn. Þetta samtal sýnir okkur, að Sovétmenn ættu að leggja meira kapp á að skilja norræna verka- lýðshreyfingu og eins hitt, að við á Norðurlöndum ættum að sama skapi að reyna að skilja hina sovézku.” Hinn borgaralegi Kekkonen og og kommúnist- inn Krustsjov Krustsjov var sammála okkur um, að mjög skorti á um að við þekktum nægilega vel til að- stæðna hvors annars. Fyrst verkamannaflokksstjórnirnar á Norðurlöndum æsktu meiri tengsla við Sovétrikin, myndi það einnig koma verkalýðsfélögunum i viðkomandi löndum til góða. Ekki mætti þó skilja þetta þannig, að Sovétrikin þörfnuðust stuðn- ings. Sovétrikin væru löngu búin að brjótast úr viðjum efnahags- legrar einangrunar. Ekki væri hægt að sigra þau hernaðarlega og enn siður efnahagslega. Efna- hagsþróunin i landinu væri nú stórkostleg. Siðan sagði Krustsjov: „Hinn borgarlegi Kekkonén skildi þróun ina hjá okkur betur en leiðtogar verkamannaflokkanna á Norður- londum. Við Kekkonen höfum gott samband okkar á milli. Hann gefur mér góð ráð. Hvernig þau ráð eru er að sjálfsögðu leyndarmál hins borgaralega og kommúnistans. Kekkonen er ekki hræddur við að heimsækja okkur. Þaö eruð þið aftur á móti, þvi að þiö haldið, að með þvi getiö þið stofnað góöu mannoröi ykkar i voöa.” Krustsjov skýrði frá þvi, þegar hann færði Erlander, forsætisráö- herra Svia, boð um að koma til Sovétrikjanna. Erlander tók vel i boðið. Siðar bað hann mig um að nefna ekki þessa afstöðu sina strax vegna kosninganna, sem framundan væru i Sviþjóð. Ef hann hefði tekið boðinu fyrir kosningarnar, hefði verið hætta á þvi, að slikt yrði túlkað sem svo, að hann væri öruggur um að verða forsætisráðherra áfram. Þetta var sú skýring, sem Er- lander gaf á þvi, af hverju hann gæti ekki komið. Krustsjov leyfði KRUSTSJOV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.