Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 31. ágúst 1973. Hákon Magnús heitir hann og er erfðaprins i Noregi. Hann hefur séð fyrir þvi, að konungsriki geti haldizt i Noregi framvegis sem hingað til. Foreldrar hans Haraldur krónprins og Sonja prinsessa þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur lengur af þvi að hafa ekki alið rfkinu son. Allir þeir norsku konungar, sem borið hafa nafnið Hákon, hafa verið sterkir og duglegir menn, en Hákon VIII er enn of litill til þess að gera sér nokkra grein Nú hefur Hákon bjargað Noregi fyrir þvi, sem af honum verður krafizt i framtiðinni, og þess vegna lét hann sig hafa það að háorga, þegar hann kom fram i sjónvarpi i fyrsta sinn, svo að þjóð hans mætti lita hann augum. Hann var sem sagt ekki sérlega dugandi á að sjá, en vonandi batnar það með tim- anum.oghanná eftir að verða forfeðrum sinum til sóma. Hér er litla systir hans Martha Luisa að virða hann fyrir sér, þar sem hann liggur i fangi móður þeirra. Það nýjasta Ef ykkur finnst, að það sé eins og pilturinn hér á myndinni sé málaðurum augun, er það lauk- rétt. Það er það nýjasta sem ein af fremstu pop-stjörnum Breta, David Bowie hefur fundið upp á. Hann notar næstum krithvitan andlitsfarða, plokkar augna- brúnirnar burt og málar sig siðan um augun. Hár hans er á lit eins og gulrót, sitt á hliðun- um og i hnakkanum, en efri hlutinn er nánast bursta- klipping. Hárgreiðslan er fest með miklu lakki. Hver sem vill má skilja það, að hvar sem þessi furðufugl sézt, eru aðdáendurnir næstum búnir að rifa hann i sig af hrifningu. Annars má geta þess, að hann er kvæntur ljóshærðri stúlku að nafni Angie og hún er álika skrýtin i útliti. Þá má lika nefna það, að Linda, kona Paul McCartney hefur tileinkað sér bursta-bitlahárgreiðslu Davids Bowie og klæðir hún hana bara vel. Hún sættir sig við ástmeyjarnar Ég giftist þér ekki fyrr en þú hefur samþykkt eftirfarandi skilyrði: — Þú verður að geta sætt þig við kappakstursbila mina og svo verður þú lika að geta umborið ástmeyjar minar. Þar er leikarinn Steve McQueen, sem lét þessi orð falla við AIi Mac Graw, sem greini- lega hefur samþykkt að umbera þetta hvort tveggja i framtið- inni, þvi nú eru þau gengin i heilagt hjónaband. Þau Ali og Steve hittust fyrst, er þau léku saman i kvikmyndinni Flótta- fólkið, og þá fóru þau fljótlega að draga sig saman. Bæði skildu þau við þáverandi maka sina, og nú eru þau sem sagt búin aö rugla saman reitunum. Hversu lengi hjónaband þeirra endist veit enginn, en hjónabönd leikara eru oft skammvinn, eins og flestir vita. — Aður en viö byrjum vildi ég sýua þér úrklippubókina mína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.