Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 31. ágúst 1973. Gunnar Hjaltason. Myndin cr tekin á málverkasýningu hans i Ilainarfirði viö eina stærstu myndina. Mikil aðsókn að mólverka- sýningu Gunnars Hjaltasonar í Iðnskóla Hafnarfjarðar Málverkasýning Gunnars Hjaltasonar stendur nú yfir I Iðn- skólanum i Hafnarfirði, en sýninguna opnaði Gunnar siðast- liðinn laugardag. Á sýningunni eru 88 oliumál- verk, en auk þess fjöldi teikninga, pastelmynda og vatnslitamynda. Alls munu vera um 140 verk á sýningunni. Gunnar Hjaitason hefur haldið margar málverkasýningar áður og hafa þær alltaf verið vel sóttar, enda ávallt nokkur fengur að myndum hans. Myndefni er aðallega sótt i landslag og is- lenzka náttúru ennfremur eru margar myndir frá sjávarþorp- um og ein séria af myndum frá Vestmannaeyjum. Málverkasýning hans var opnuð slðastliðinn laugardag, og hefur aðsókn verið mjög mikil og margar myndir hafa selzt. Iðn- skólinn i Hafnarfirði er nú til húsa I nýju húsi viö Reykjavikurveg, þaðan sem ekið er einn til Hafnarfjaröar, þegar komið er úr Reykjavik, og virðist húsið JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 emangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þár frfan álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. JlilMIÍPUI! Hringbraut 121 . Simi 10-400 Frá Vélskóla íslands Námskeið fyrir vélstjóra sem lokið hafa rafmagnsdeildarprófi, hefst mánudaginn 3. september kl. 8, f.h. Innritun i skólann fer fram 4. og 5. september i sima 23766. Endurtekningarpróf til inngöngu, 2. og 3. stig verða haldin mánudaginn 10. og þriðjudaginn 11. september og hefjast kl. 2 e.h. Skólasetning. Skólinn verður settur laugardaginn 15. september. SKÓLASTJÓRI. UROG SKARTGRIPIR korneUus JONSSON SKÚLAVÖRÐUSTIG8 BANKASTRÆTI6 18588-18600 vera mjög hentugt til mál- verkasýninga. Sýningunni lýkur 2. september næstkomandi. -JG. /Sprungu- \ viðgerdir 1 Nú fæst varanleg þétting á Zt steinsprungum með Silicon 5 Rubber þéttiefnum. Við not- f um eingöngu þéttiefni, sem f veita útöndum, sem tryggir, 4 að steinninn nær að þorna án ^ þess að mynda nýja sprungu. Kynniö yður kosti Silicon (Impregnation) þéttingar fyrir steinsteypu. Við tökum ábyrgð á efni og vinnu. Það borgar sig að fá viðgert i eitt skipti fyrir öll hjá þaul- reyndu.m fagmönnum. Sendum efni gegn póstkröfu. ÞÉTTITÆKNI H.F. g llúsaþéttingar Verktakar Efnissala ^Ksimi 2-53-66 Pósthólf 503 Tryggvagötu \É ^ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆæS ^ &enuuui l-akí é r ve VA ' vt ^ fyrirligg jandi: ^ Þakpappa Asfaltpappa Veggpappa Ventillagspappa Loftventla Niðurföll fyrir pappaþök Þakþéttiefni Byggingavöru- verzlun TRYGGVA HANNESSONAR Suðurlandsbraut 20 Simi 8-32-90 BÍtALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Utanríkisráðherr- ar Norðurlanda álykta um landhelgismál A FUNDI utanrikisráðherra Norðuriandanna, sem haldinn er i Stokkhólmi, var i gær samþykkt yfirlýsing varöandi stuðning Norðurlandaþjóðanna við út- færslu islenzku fiskveiöilögsög- unnar og verkefni hafréttarráð- stefnunnar. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á, að það væri sameiginlegt áhuga- mál þeirra, að þriöja hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna yrði haldin samkvæmt áætlun. Þeir töldu það skipta mjög miklu máli, að á ráðstefnunni væri sam- komulag um viöáttu landhelginn- ar, og að fullnægjandi lausn yrði fundin varðandi rétt strandrikja til auðlinda á svæðinu utan land- helginnar og varðandi rétt strandrikja til auðlinda á svæðinu utan landhelginnar og jafnframt varðandi siglingafrelsi á úthafinu og innan landhelgi. Ráðherrarnir itrekuðu i þessu sambandi nauðsyn þess, að ráð- stefnan lýsi þvi yfir, að hið alþjóðlega hafsbotnssvæði veröi nýtt i þágu alls mannkyns og að mörk lögsögu rikja á hafinu verði ákvörðuð. I framhaldi af þvi lýstu ráöherrarnir enn á ný yfir skilningi á þeim ástæðum, sem liggja að baki ákvöröun íslend- inga að færa út fiskveiðilögsög- una og vænta þess, að hinir þýðingarmiklu hagsmunir Is- lendinga i þessu efni, og annarra Norðurlandaþjóða, verði teknir til greina á ráðstefnunni. o Fornleifar Að sögn Else þyrfti nauðsyn- lega að grafa á lóð Aðalstrætis 16 til þess að sjá, hvort veggjaleifar erað finna þar. Þá hafa fornleifa- fræðingarnir hug á að fá að grafa handan Aðalstrætis, en af þvi verður þó tæpast næsta sumar, þvi að borgin hefur með ærnum tilkostnaöi látið helluleggja götu- hornið og hlaöa þrær i kringum hrislurnar. Svo er að sjá, sem ekki hafi ver- ið nein hús á lóð Aðalstrætis 18 frá þvi á landnámsöld og fram á daga Innréttinganna, þvi að þar á milli er bara mold. Else sagði, að gröfturinn að Suðurgötu 5 hefði komið mjög á óvart, þvi að talið hefði verið, að þar væri varla nokkur hús að finna. I ljós hefði hins vegar kom- ið, að þar hefði verið byggð allt frá landnámsöld fram til loka 15. Trúlofunar- k HRINGIR Fljót afgreiösla SSÍ Sent i póstkröfu GUDMUNDUR <§§ ÞORSTEINSSON <& gullsmióur Bankastræti 12 aldar. Húsin eru timasett með stuðningi af gosöskulögum, ann- ars vegar er landnámslagið að neðan og hins vegar aska úr Kötlugosi frá þvi laust fyrir alda- mótin 1500. Rannsóknirnar i Suð- urgötu hafa verið mjög tafsamar, þvi að fyrst þurfti að grafa i gegn- um uppfyllingu úr grjóti. Þær húsleifar, sem fundizt hafa, eru auk þess mjög flóknar, þvi að á þessum stað hefur verið byggt hvað eftir annað. Þannig er svo að sjá sem þarna sé að finna nokkur hús frá landnámsöld og hafa hin siðari verið reist i grunni hinna fyrri. Þá hafa komið i ljós tvö smiðjugólf hvort ofan á öðru og mikið af gjalli. Vegna þess hversu litið graftrarsvæðið er sem og þess hversu oft hefur ver- ið byggt á sama stað, er mjög erf- itt að fá yfirsýn yfir það, sem þarna er að finna, en úr þvi rætist væntanlega, ef fé fæst til þess að grafa á lóð Suðurgötu 3. Hluti af steinrennu frá land- námsöld hefur verið grafinn upp á þessum stað og fast við hana hellulögn, en ekki er enn vitað nánar, hvað þetta er. Ýmsir munir hafa komið upp á lóð Suðurgötu 5. Merkilegust er vikingaaldaröxin, sem Timinn sagði frá fyrir skömmu. Þá má nefna band úr bát, sem lá ofan á hellulögninni við steinrennuna. Töluvert hefur fundizt af dýra- beinum, gjalli, nagladóti og fleira af þvi tagi. Þá hefur fundizt þar perla, fremur ómerkileg. Eftir helgina verður byrjað að moka rauðamöl ofan i gryfjurnar til þess að verja fornleifarnar skemmdum i vetur. hhj 0 Forsetinn Reykjanes, en um kvöldið dvöldu forsetahjónin ásamt fleiri gestum að Stað i Reykjanesi i boði hjón- anna þar, Unnar Guðmunds- dóttur og Snæbjörns Jónssonar. Forsetahjónin gistu um nóttina aö Hótel Bjarkalundi, en næsta morgun var ferðinni haldið áfram um Tröllatunguheiði til Stranda- sýslu. ÓEÓ. O Dauðsfall ferð inn fyrir 12 milurnar i átt að varðskipinu, var ákveðið. að fresta viðgerð á Ægi og halda undan dráttarbátnum. Alda kom þá inn á borðstokk Ægis, þarsem Halldór heitinn var enn með rafsuðutækin i höndun- um. Ekki er ljóst af hvaða orsökum aldan reið inn á borðstokkinn, en við sjóprófin á Akureyri, verður væntanlega i ljós leitt,hvort hún kom frá dráttarbátnum. Ekki er enn vitað, hversu langan tima sjóprófin munu taka, en það verður Bogi Nílsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, sem heldur þau. Halldór Hallfreðsson var 33 ára og bjó að Hraunbæ 84, i Reykjavik. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Júliönu Helgadóttur, og son á öðru ári. -gj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.