Tíminn - 31.08.1973, Side 7

Tíminn - 31.08.1973, Side 7
Föstudagur 31. ágúst 1973. TÍMINN Jónas Guðmundsson: RÉn AÐ SKIPTA UM SKOT- FÆRI í VARÐSKIPUNUM Greinarhöfundur. Jónas Guð- mundsson, rithöfundur. Hefur lokið skipstjóraprófi á varðskip- um rikisins og prófi frá liðsfor- ingjaskóla US Coast Guard I Bandaríkjunum. Hann var um árabil yfirmaður i Landhelgis- gæzlunni. vopnuð. Þeirri staðreynd verður ekki á móti mælt, en annað mál er það, hvort þau eruréttvopnuð, eða hæfilega til að geta þó varizt dráttarbátum, ef þvi er að skipta, dreg ég mjög í efa. Vil ég nú fara nokkrum orðum um vopnabúnað varðskipanna. Fallbyssurnar siður en svo gagnslausar Flest varðskipanna, eða að einu einasta undanskildu, hafa fallbyssu. Þetta eru tiltölulega stórar byssur, 57 mm og þriggjapunda, sem eru heldur minni. Eða svo var það, siðast þegar ég vissi til. Þetta eru gamlar byssur, sumar úr Búa- stríðinu að minnsta kosti, en þær eru siður en svo gagnslausar, ef á annaðborð er nokkuð til að skjóta úr þeim með. Til skamms tima hefur landhelgisgæzlan aðeins haft tvær tegundir skota, þ.e. púðurskot og skot með stálkúlu sem ekki springur, en fer hins vegar gegnum byrðing skipa og getur gert þar usla. Ef varðskipin heföu hins vegar i fórum sinum sprengikúlur, þ.e.a.s. skytu, ef þvi væri að skipta, sprengjum að skipum, eru byssur þeirra farnar aö gefa litið eftir fall- byssum á venjulegum freigátum. Það væri hægt að sprengia i loft upp og sökkva dráttarbáti með einu, eða tveim skotum, og eitt skot þyldi hann ekki til að verða óhaffær, ef það kæmi til dæmis i stjórnpall eða vélarrúm. VATNS- HITA- lagnir og síminn er 2-67-48 Við getum komið í veg fyrir drekstrartiiraunir með því að hafa raunveruleg skotfæri um borð í varðskipunum Hin fólskulega árás brezka her- skipsins og dráttarbátarins Llodysman á varðskipið Albert nú á dögunum, og nú árásin á varðskipið Óðin gefur tilefni til þess að kannað sé, hvort ekki beri að breyta vopnabúnaði íslenzku varðskipanna frá því, sem nú er. Það er naumast lengur hægt að halda úti skipum, til þess eins að láta hlæja að þeim á Atlants- hafinu. tslenzku varðskipin eru Um eiginleika fallbyssu- kúlna Sprengikúlur geta haft ýmsa „góða” eiginleika. Það má láta kúluna springa við snertingu skotmarks, eða við annað högg, þ.e. kúlan fer innfyrir byrðing og springur svo við næsta árekstur inni i skipinu, en þetta er aðeins einn möguleiki af mörgum, en frá þessu er sagt til að sýna hver stigsmunur er á sprengihleðslu og þeirri, sem Landhelgisgæzlan getur nú boðið upp á, og hvað hægt er að bjóða upp á, ef það væri talið æskilegt. Bretar vita upp á hár, hvaða kúlur varðskipin hafa i byssum sinum, og vita, að i raun og veru eru þær hættu- lausar. Þess vegna gera þeir árekstrartilraunir og láta skit kassa, eins og dráttarbáta, gera ásiglingartilraunir á varðskipin okkar. Mér er hins vegar til efs, að áhafnir dráttarbátanna gæfu sig að reyna við varðskipin, ef sá „tekniski” möguleiki væri fyrir hendi, að varðskipið skyti sprengikúlu og ferðin endaði á himnum fyrir skipshöfnina, og á hafsbotni fyrir dráttarbátinn. Sama er raunar að segja um her- skipin. Það er allt annað að sigla ögrandi framhjá litlu varðskipi, sem hefur bara járnbolta til aö skjóta, en varðskipi, sem getur sent sprengikúlur, sem brynvörn freigátunnar ekki þolir. Skipanir freigátustjórans gætu verið hans siöustu i þessu lifi. Enginn staður, ekki einu sinni skotfærageymsla herskipsins er óhult og þá hygg ég að samtöl öll og orðafar verði hógværara og aðgerðirnar lika. Mannasiðir með sprengikúlum. Nú má ekki skilja þetta svo, að ég telji, að við getum sigrað brezka flotann. En við getum hins vegar með þvi að skipta um skot i byssum Landhelgisgæzlunnar, Gamli ÆGIR. Sama fallbyssan er nú á nýjasta skipi Landhelgisgæzl- uiinar. Þcssar byssur munu vera siðan úr Búastriðinu og eru öflug og háksaleg vopn, ef uotuö eru „alvöru” skotfæri, en ekki „járnboltar”. kennt þeim ákveðin skammt af mannasiðum, en til þess virðist rik ástæða. Innst inni hlyti sá grunur aö vakna, að skyndilega þryti þolinmæðin og freigátan fengi i sig sprengju, þegar minnst varði og verst á stæði. Þá komum við að öðru atriði, en það er njdsnaflugið, sem Bretar stunda við Islands. Þessar flug- vélar njósna um varðskipin. Þetta er eiginlega skemmtiflug fyrir Bretana. Ef hinsvegar varð- skipin væri vopnuð loftvarnar- byssum, eða vélbyssum, sem ekki ætti að verða nein goðgá, þá breytist málið. Það væri kominn upp sá möguleiki, að þessi vopn yrðu notuð og njósnaferðirnar myndu hætta að vera skemmti- ferðir. Dónalegt lágflug yfir varð- skipin væri úr sögunni, og þyrlur, sem nú virðast notaðar til að aö- stoða við árekstrartilraunir, yrðu naumast sendar á loft. Þetta tel ég vera lágmarks- kröfu til handa varðskips-^ mönnum. , , 20. águst. Jónas Guðmundsson. verzlið á 5 hæðum í 111-húsinu Skoðið hina nýju ws ATON-DEILD ATON-húsgögnin eru sérstæð glæsileg °9 alíslenzk Skoðið renndu vegghúsgögnin skápana og skattholin Engir víxlar heldur mánaðargreiðslur með póstgíróseðlum sem greiða má í næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði Næg bílastæði annari hæð i JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.