Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 31. ágúst 1973. Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna Fyrrverandi þingfréttaritari Tímans upplýsir, hverjir voru raunverulegir foringjar Laugardagsbyltingarinnar og hvaða vélabrögðum þeir beittu LAUGARDAGSBYLT - INGIN í NÝJU LJÓSI Kristinn Finnbogason og Ólafur Jóhannesson voru bak við tjöldin hinir raunverulegu foringjar órósarinnar á vinstri menn í FUF í Reykjavík Kristinn Finnbogason Hann útvegaði nokkra tugi þúsunda, semvorunotaðir til að greiða félagsgjöld fyriráhugalitla félagsmenn, sem siðan varsmalaðáaðalfundinnoglátnir greiða atkvæði sér að kostnaðarlausu. Peningavaldið lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna og svivirðir grundvallarreglur lýðræðislegs flokksstarfs. Hverjir skyldu hafa lagt peninga i púkkið með Kristni? Ólafur Jóhannesson Hann var hugmyndafræðingur árásarinnar á vinstri menn i FUF. Ályktanir hægri manna, sem m.a. lofsungu forsætisráðherrann voru samdar á heimili Ól- afs Jóhannessonar. Formaður flokksins hafði forystu ásamt Kristni Finnboga- syni um einhver ólýðræðislegustu vinnubrögð, semum getur i flokksstarfi Fram- sóknarflokksins. Undanfarna daga hafa birzt i einu dagblaðanna kaflar úr nýrri bók eftir Einar Björgvin og fjallar bókin um starf hans i Framsóknarflokknum, einkum fréttamennsku i þinginu og kynni hans af ýmsum mönnum og atburðum innan Framsókn- arflokksins. Einar Björgvin var ráðinn þingfréttaritari Timans af Tómasi Karlssýni haustið 1970 og gegndi þvi starfi i tvö ár og var þann tima mikill stuðningsmaður hægra liðsins i flokknum. Það er þvi engin ástæða til að rengja frásögn Einars Björgvins af aðgerðum þeirra hægri manna, enda staðfestir hann i skrif- um sinum ýmislegt, sem margir höfðu fregnað eftir öðrum leið- um. Kaflarnir úr bók Einars Björgvins hafa vakið mikla athygli Ályktun samin á heimili flokksformannsins Baráttan var tvísýn eins og fyrri daginn og voru hægri menn alls ekki of vongóðir um að sigra i þessari baráttu. Þeir voru samt sem áður búnir að semja ályktun, er samþykkt skyldi sem álytkun stjórnar Félags ungra Fram- sóknarmanna i Reykjavik bæru þeir sigur úr býtum. 1 upphaíi ályktunarinnar var myndun rikisstjórnar Ólafs Jóhannesson- ar að sjálfsögðu fagnað og lýst yf- ir stuðningi við og ánægju yfir málefnasamningi hennar. Þá var i ályktuninni lýst ánægju yfir við- ræðum um samstarf vinstri manna i landinu, en talið að ótimabærar aðgerðir einstakra aðila gætu orðið til þess að spilla fyrir stjórnarsamstarfinu, og þvi yrði að fara að með fyllstu gát. Þá átti að kanna möguleika á og telja kunnugir að hún verði níetsölubólk. í einum kaflanum segir Einar Björgvin frá árás hægri manna á vinstri arminn i FUF i Reykjavik. Staðfestir Einar þar að Kristinn Finnbogason lagði fram mikið fé til að láta greiða ár- gjöld fjölda félagsmanna og nam sú upphæð jafnmiklu og flest kjördæmasambönd Framsóknarflokksins fá til starfsemi sinn- ar á hverju ári. Einnig kemur fram, að ólafur Jóhannesson hafði einnig forystu um Laugardagsbyltinguna. Þar eð efni greina Einars hlýtur að vekja athygli og undrun alls heiðarlegs framsóknarfólks þykir rétt að birta úr þeim stutta kafla þessu til staðfestingar. i stjórn félagsins, sem hafði ekki greitt gjöld sin til þess. Það munaði mjóu Aðalfundurinn var svo haldinn i Glaumbæ, skömmu eftir hádegi á laugardegi i miðjum október- mánuði og var afar fjölsóttur, en 300-400 manns mættu. Mikil spenna rikti náttúrlega á fundin- um, og eftir nokkuð þras var gengið til kosninga, enda vildu hægri menn hraða kosningunum, þar sem kappleikir ýmsir áttu að fara fram i borginni, og þvi hætta á, að einhverjir freistuðust til að yfirgefá fundinn, ef kosningar til stjórnar drægjust. Það munaði mjóu eins og endranær en hægri menn höfðu það af og þar með var ólafur Ragnar Grimsson og kó orðnir harla áhrifalitið afl i samtökum ungra framsóknarmanna á höfuðborgarsvæðinu. kosningabandalagi vinstri flokk- anna i næstu sveitar- og bæjar- stjórnarkosningum. Lokaorð ályktunarinnar voru á þá leið, að stjórn Félags ungra framsóknar- manna i Reykjavik teldi sjálf- stæða skoðanamyndun ungra manna sjálfsagða, en um leið myndi stjórnin vinna að þvi að treysta sem bezt samvinnu eldri og yngri manna i Framsóknar- flokknum. Þessi álytkun var samin i sam- ráði við flokksformanninn, Ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra. Gott ef ekki á heimili hans. Aldrei séð þetta lið á fundum FUF Ég studdi hægri menn — sem fyrri daginn og kom tveimur kunningjum minum á kjörstað, en bölvaðir asnarnir kusu þá vinstri menn. Við erum þó ágætir kunningjar ennþá. Ekki tók ég meiri þátt i þessari baráttu nema hvað ég sótti fund siðdegis, rétt fyrir aðalfundinn, þar sem hægri menn báru saman bækur sinar. Fundurinn var haldinn i Snorra- búð á Loftleiðahótelinu, og sá ég þá fyrst fleiri menn, er hreinsa vildu vinstri menn úr félaginu, en félagana á Timanum, Tómas Karlsson og Alfreð Þorsteinsson. Flesta þeirra haföi ég ekki séð áð- ur, enda þjónar á hótelum i höfuð- borginni, en á slika staði kom ég sárasjaldan, iþróttamenn, en ég hafði ákaflega litinn áhuga á kappleikjum og sliku og svo voru þarna auðvitað fleiri, lögfræðing- ar o.s.frv., sem ég hafði aldrei séð á þeim fpndum félags ungra framsóknarmanna, er ég hafði sótt i húsi flokksins við Hring- braut, og ekki heldur i kosninga- baráttunni þá um vorið. Ég man þó eftir tveimur mönnum úr eldra félagi Framsóknarmanna i Rvik, sem ég hafði séð áður, en það voru Alvar Óskarsson, sem nú var kominn i starf hjá einum ráð- herra flokks sins, og fram- kvæmdastjórinn Kristinn Finn- bogason, bankaráðsmaður. Kristinn leggur nokkra tugi þúsunda til barátt- unnar Eitthvaö var nú spjallað saman þarna á fundinum, sem ég man ekki glöggt og vil þvi ekki vera að tiunda. Ég man þó, að Kristinn Finnbogason, kvaðst ráða yfir nokkrum tugum þúsunda sem varið skyldi til lokabaráttunnar, en ef ég man rétt átti að verja þvi fé til að greiða inngöngugjöld nýrra meðlima i Félagi ungra framsóknarmanna, þegar þeir kæmu á aðalfundinn, en sam- kvæmt reglum félagsins hafði sá félagsmaður ekki rétt til að kjósa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.