Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 56
28 6. september 2004 MÁNUDAGUR SVARTI GOSI Götubörn í Nairobi, höfuðborg Kenía, sýndu sérstaka uppfærslu af leikritinu Gosa, sem byggir á skáldsögu Carlo Coll- odi. Leikritið, sem var sýnt í Róm um helg- ina, nefnist „Svarti Gosi.“ Endurbæturnar á Þjóðminja- safninu hafa fallið í góðan jarð- veg hjá leikum sem lærðum og almenn ánægja er með vinnu arkitektanna, Ögmundar Skarp- héðinssonar og Ólafs Hersisson- ar, og samstarfsfólks þeirra hjá arkitektastofunni Hornsteinum. Tólf ár eru liðin síðan sett var á laggirnar sérstök byggingar- nefnd undir forustu Knúts Hallssonar, fyrrum ráðuneytis- stjóra, sem ætlað var að gera til- lögur um nýjar leiðir í húsnæðis- málum Þjóðminjasafnsins. Auk þess að endurbyggja sjálft safn- húsið við Suðurgötu, sem nú er eingöngu sýningarhús, var keypt stórt geymsluhúsnæði fyrir safnið í Kópavogi, sem m.a. hýsir forvörsluverkstæði og myndadeild safnsins. Þá var gamla Atvinnudeildarhúsið við hlið Háskóla Íslands keypt undir skrifstofur og hluta af innri starfsemi safnins. „Þegar við komum að verk- efninu,“ segir Ögmundur, „lá annaðhvort fyrir að reisa nýtt hús eða endurbyggja gamla hús- ið og aðlaga það nútímakröfum í rekstri og aðbúnaði menningar- sögusafna. Aðalviðfangsefni okkar í því ferli var að svara spurningunni um það hvort hægt væri að breyta húsinu án þess að umturna því.“ Endurbætur á Þjóðminjasafn- inu voru ekki svo einfaldar að arkitektarnir gætu sest niður, teiknað upp hugmyndir sínar og hleypt framkvæmdum af stað.Töluverðar steypuskemmd- ar voru á húsinu en auk þess þurfti að endurnýja alla glugga, þak og lagnakerfi. Endurbæta þurfti hluta af burðarvirki húss- ins en gólfplötur voru skemmd- ar og gátu ekki tekið við þungan- um af nýjum grunnsýningum. Stærstu breytingarnar hljóta að teljast inngangur hússins og aðgengi að því, svo og nýja kaffistofan. En hvers vegna var aðalinngangur færður á suður- vegg hússins? „Aðalinngangurinn sem var fyrir sinnti ekki því hlutverki að veita öllum aðgang og því hefði ekki verið hægt að breyta nema með því að gera róttækar útlits- breytingar á húsinu og gömlu forsölunum. Með því að færa innganginn á suðurenda hússins, hefur skapast stórt aðkomurými sem er á milli aðalbyggingar Há- skóla Íslands og Þjóðminja- safnsins. Á jarðhæðinni er þjón- ustuhæð fyrir gesti, með kaffi- húsi og safnabúð. Þessi lausn er minnsta inngripið í gamla húsið. Það er mjög lítið snert. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu eft- ir, til dæmis, þrjátíu ár að þessi viðbót sé ómöguleg, þá er hægt að taka hana af í heilu lagi og gamla húsið stendur eftir ósnert. Okkur fannst þessi nýi inn- gangur þurfa að endurspegla andrúmsloftið í húsinu. Hann er „monumental“ að því leyti að þar er hátt til lofts og hann er bogalagaður, sem kallast á við bogasalinn sem er hinum megin í húsinu. Á sama hátt skírskotar efnisnotkun til gamla hússins. Árið 1999, þegar haldin var hugmyndasamkeppni um hönn- un nýrra grunnsýninga, lögðum við mikla áherslu á að húsið, þetta sérstæða verk arkitekt- anna Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, fengi að njóta sín.“ Hvaða breytingar gerðuð þið á sýningarsölunum? „Það var allt hreinsað út úr þeim. Við tókum niður alla milli- veggi. Þá kom í ljós að rýmið var miklu fallegra og skemmtilegra en menn áttu von á. Þar opnuð- ust alls konar möguleikar. Húsið er mjög taktfast í formi en sýn- ingin sem er í sölunum flýtur inn á milli í rýminu og lifir alveg sínu sjálfstæða lífi. Þetta sam- spil hefur lukkast mjög vel og er gott dæmi um það hvernig tveir andstæðir hlutir geta lagað sig hvor að öðrum. Annað sem okkur fannst skip- ta máli fyrir upplifun manna af húsinu, var að skapa einskonar hlutlaust rými á milli sýningar- sala, til þess að fólk gæti tæmt hugann áður en það heldur áfram inn í næsta sal. Það höfum við gert með bogadregnu stiga- rými milli sýningarsalanna á 2. og 3. hæð. Við tókum eftir því daginn eftir opnunina að gestir stöldruðu gjarnan þar við, hor- fðu út um gluggann og áttu sér eins konar kyrrðarstund áður en þeir héldu áfram.“ Eruð þið ánægðir með útkom- una? „Við erum mjög ánægðir að heyra hversu góð viðbrögð fólks eru og einróma. Það sem er hvað skemmtileg- ast er hvað breytingarnar hafa komið fólki á óvart.“ sussa@frettabladid.is Mikilvægt að húsið fengi að njóta sín ÖGMUNDUR SKARPHÉÐINSSON OG ÓLAFUR HERSISSON Ánægðir með viðbrögðin sem breytingar þeirra á Þjóðminjasafninu hafa hlotið. Vetrarstarfið er senn að hefjast í Iðnó við Tjörnina og má með sanni segja að húsið sé orðið eins konar fjöl-listahús. Fyrsta leiksýningin sem fer á fjalirnar í haust er Tenór- inn, með Guðmundi Ólafssyni og Sigursveini M. Magnússyni. Leik- ritið fjallar um tenórsöngvara sem kemur utan úr heimi til að jarða föður sinn. Um miðjan október verður frumsýnt nýtt verk eftir Hlín Agnarsdóttur, Faðir vor, í leik- stjórn Agnars Jóns Egilssonar. Leikarar í sýningunni verða Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdótir, Þrúður Vilhjálms- dóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Barnasýningin Rauðu skórnir, sem áður var sýnd í Borgarleikhús- inu, verður tekin upp að nýju í Iðnó í lok október. Hádegisleikhúsið frumsýnir nýtt leikrit eftir Auði Haralds með Erlu Ruth Harðardóttur í aðalhlut- verki og milli jóla og nýárs verður frumsýnt leikritið Röðin, eftir Car- yl Churchill, í þýðingu Hallmars Sigurðssonar og leikstjórn Gunn- ars Gunnsteins. Leikari verður Hjalti Rögnvaldsson. Myndlistarsýningar verða reglulega á jarðhæð hússins og fyrsta sýning haustsins er á verk- um Hörpu Björnsdóttur. Fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði er síðan Tangóball sem er öllum opið. ■ Tenór, tangó og rauðir skór FAÐIR VOR Nýtt leikrit eftir Hlín Agnarsdóttur í leik- stjórn Agnars Jóns Egilssonar verður frum- sýnt um miðjan október. TENÓRINN Leiksýning með Guðmundi Ólafssyni og Sigursveini M. Magnússyni í hlutverkum tenórsöngvara og undirleikara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AL LG RÍ M U R - mest lesna blað landsins Á ÞRIÐJUDÖGUM Allt fyrir líkama og sál Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.