Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 56
28 6. september 2004 MÁNUDAGUR
SVARTI GOSI
Götubörn í Nairobi, höfuðborg Kenía,
sýndu sérstaka uppfærslu af leikritinu
Gosa, sem byggir á skáldsögu Carlo Coll-
odi. Leikritið, sem var sýnt í Róm um helg-
ina, nefnist „Svarti Gosi.“
Endurbæturnar á Þjóðminja-
safninu hafa fallið í góðan jarð-
veg hjá leikum sem lærðum og
almenn ánægja er með vinnu
arkitektanna, Ögmundar Skarp-
héðinssonar og Ólafs Hersisson-
ar, og samstarfsfólks þeirra hjá
arkitektastofunni Hornsteinum.
Tólf ár eru liðin síðan sett var
á laggirnar sérstök byggingar-
nefnd undir forustu Knúts
Hallssonar, fyrrum ráðuneytis-
stjóra, sem ætlað var að gera til-
lögur um nýjar leiðir í húsnæðis-
málum Þjóðminjasafnsins. Auk
þess að endurbyggja sjálft safn-
húsið við Suðurgötu, sem nú er
eingöngu sýningarhús, var
keypt stórt geymsluhúsnæði
fyrir safnið í Kópavogi, sem m.a.
hýsir forvörsluverkstæði og
myndadeild safnsins. Þá var
gamla Atvinnudeildarhúsið við
hlið Háskóla Íslands keypt undir
skrifstofur og hluta af innri
starfsemi safnins.
„Þegar við komum að verk-
efninu,“ segir Ögmundur, „lá
annaðhvort fyrir að reisa nýtt
hús eða endurbyggja gamla hús-
ið og aðlaga það nútímakröfum í
rekstri og aðbúnaði menningar-
sögusafna. Aðalviðfangsefni
okkar í því ferli var að svara
spurningunni um það hvort
hægt væri að breyta húsinu án
þess að umturna því.“
Endurbætur á Þjóðminjasafn-
inu voru ekki svo einfaldar að
arkitektarnir gætu sest niður,
teiknað upp hugmyndir sínar og
hleypt framkvæmdum af
stað.Töluverðar steypuskemmd-
ar voru á húsinu en auk þess
þurfti að endurnýja alla glugga,
þak og lagnakerfi. Endurbæta
þurfti hluta af burðarvirki húss-
ins en gólfplötur voru skemmd-
ar og gátu ekki tekið við þungan-
um af nýjum grunnsýningum.
Stærstu breytingarnar hljóta
að teljast inngangur hússins og
aðgengi að því, svo og nýja
kaffistofan. En hvers vegna var
aðalinngangur færður á suður-
vegg hússins?
„Aðalinngangurinn sem var
fyrir sinnti ekki því hlutverki að
veita öllum aðgang og því hefði
ekki verið hægt að breyta nema
með því að gera róttækar útlits-
breytingar á húsinu og gömlu
forsölunum. Með því að færa
innganginn á suðurenda hússins,
hefur skapast stórt aðkomurými
sem er á milli aðalbyggingar Há-
skóla Íslands og Þjóðminja-
safnsins. Á jarðhæðinni er þjón-
ustuhæð fyrir gesti, með kaffi-
húsi og safnabúð. Þessi lausn er
minnsta inngripið í gamla húsið.
Það er mjög lítið snert. Ef menn
komast að þeirri niðurstöðu eft-
ir, til dæmis, þrjátíu ár að þessi
viðbót sé ómöguleg, þá er hægt
að taka hana af í heilu lagi og
gamla húsið stendur eftir
ósnert.
Okkur fannst þessi nýi inn-
gangur þurfa að endurspegla
andrúmsloftið í húsinu. Hann er
„monumental“ að því leyti að
þar er hátt til lofts og hann er
bogalagaður, sem kallast á við
bogasalinn sem er hinum megin
í húsinu. Á sama hátt skírskotar
efnisnotkun til gamla hússins.
Árið 1999, þegar haldin var
hugmyndasamkeppni um hönn-
un nýrra grunnsýninga, lögðum
við mikla áherslu á að húsið,
þetta sérstæða verk arkitekt-
anna Sigurðar Guðmundssonar
og Eiríks Einarssonar, fengi að
njóta sín.“
Hvaða breytingar gerðuð þið
á sýningarsölunum?
„Það var allt hreinsað út úr
þeim. Við tókum niður alla milli-
veggi. Þá kom í ljós að rýmið var
miklu fallegra og skemmtilegra
en menn áttu von á. Þar opnuð-
ust alls konar möguleikar. Húsið
er mjög taktfast í formi en sýn-
ingin sem er í sölunum flýtur inn
á milli í rýminu og lifir alveg
sínu sjálfstæða lífi. Þetta sam-
spil hefur lukkast mjög vel og er
gott dæmi um það hvernig tveir
andstæðir hlutir geta lagað sig
hvor að öðrum.
Annað sem okkur fannst skip-
ta máli fyrir upplifun manna af
húsinu, var að skapa einskonar
hlutlaust rými á milli sýningar-
sala, til þess að fólk gæti tæmt
hugann áður en það heldur
áfram inn í næsta sal. Það höfum
við gert með bogadregnu stiga-
rými milli sýningarsalanna á 2.
og 3. hæð. Við tókum eftir því
daginn eftir opnunina að gestir
stöldruðu gjarnan þar við, hor-
fðu út um gluggann og áttu sér
eins konar kyrrðarstund áður en
þeir héldu áfram.“
Eruð þið ánægðir með útkom-
una?
„Við erum mjög ánægðir að
heyra hversu góð viðbrögð fólks
eru og einróma.
Það sem er hvað skemmtileg-
ast er hvað breytingarnar hafa
komið fólki á óvart.“
sussa@frettabladid.is
Mikilvægt að húsið
fengi að njóta sín
ÖGMUNDUR SKARPHÉÐINSSON OG ÓLAFUR HERSISSON
Ánægðir með viðbrögðin sem breytingar þeirra á Þjóðminjasafninu hafa hlotið.
Vetrarstarfið er senn að hefjast í
Iðnó við Tjörnina og má með sanni
segja að húsið sé orðið eins konar
fjöl-listahús. Fyrsta leiksýningin
sem fer á fjalirnar í haust er Tenór-
inn, með Guðmundi Ólafssyni og
Sigursveini M. Magnússyni. Leik-
ritið fjallar um tenórsöngvara sem
kemur utan úr heimi til að jarða
föður sinn. Um miðjan október
verður frumsýnt nýtt verk eftir
Hlín Agnarsdóttur, Faðir vor, í leik-
stjórn Agnars Jóns Egilssonar.
Leikarar í sýningunni verða Arndís
Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa
Gunnarsdótir, Þrúður Vilhjálms-
dóttir og Hjálmar Hjálmarsson.
Barnasýningin Rauðu skórnir,
sem áður var sýnd í Borgarleikhús-
inu, verður tekin upp að nýju í Iðnó
í lok október.
Hádegisleikhúsið frumsýnir
nýtt leikrit eftir Auði Haralds með
Erlu Ruth Harðardóttur í aðalhlut-
verki og milli jóla og nýárs verður
frumsýnt leikritið Röðin, eftir Car-
yl Churchill, í þýðingu Hallmars
Sigurðssonar og leikstjórn Gunn-
ars Gunnsteins. Leikari verður
Hjalti Rögnvaldsson.
Myndlistarsýningar verða
reglulega á jarðhæð hússins og
fyrsta sýning haustsins er á verk-
um Hörpu Björnsdóttur. Fyrsta
þriðjudag í hverjum mánuði er
síðan Tangóball sem er öllum
opið. ■
Tenór, tangó og rauðir skór
FAÐIR VOR
Nýtt leikrit eftir Hlín Agnarsdóttur í leik-
stjórn Agnars Jóns Egilssonar verður frum-
sýnt um miðjan október.
TENÓRINN
Leiksýning með Guðmundi Ólafssyni og
Sigursveini M. Magnússyni í hlutverkum
tenórsöngvara og undirleikara.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AL
LG
RÍ
M
U
R
- mest lesna blað landsins
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Allt fyrir líkama og sál
Auglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is