Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 6. september 2004 23 es.xud.www 21:21 XUD Sænsk hágæðarúm The DUX® Bed m a d e i n S w e d e n „Áratuga reynsla á Íslandi“ DUXIANA Háþróðaður svefnbúnaður Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 7007 XUD HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Mánudagur SEPTEMBER . ■ ■ SJÓNVARP  15.45 Helgarsportið á RÚV. Sýnt frá íþróttaviðburðum helgarinnar.  16.10 Ensku mörkin á Rúv. Öll mörkin og bestu tilþrifin í enska boltanum.  18.00 Þrumuskot á Skjá einum. Ensku mörkin eins og þau leggja sig.  18.10 NFL á Sýn. Útsending frá leik St. Louis og Carolina.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Hvað gerðist í Evrópuboltanum um helgina?  22.00 Olíssport á Sýn. Allt það helsta í íþróttalífinu um helgina. Matareitrun í landsliðinu: Vondur borgari EKKI SVONA HRESSIR Í DAG Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslendinga voru við hestaheilsu á föstudag þegar þeir rúlluðu yfir Búlgara. Þeir eru ekki eins hressir í dag enda margir hverjir með matareitrun. FÓTBOLTI Tíu leikmenn U-21 árs landsliðs Íslands fengu matar- eitrun eftir hamborgaraát á mat- sölustað í Reykjavík. Þar voru strákarnir samankomnir til þess að safna kröftum fyrir næsta leik gegn Ungverjum en farið var úr landi í morgun. Ferðuðust allir Leikmennirnir tíu ferðuðust með landsliðinu þrátt fyrir veikindin en talið er að þeir hafi fengið salmonellu-sýkingu. Ómögulegt er að segja hversu margir verða leikfærir á morgun þegar þeir leika sinn annan leik en eins og kunnugt er rúlluðu þeir yfir Búlgara á föstudag. U-21 árs liðið ferðaðist með A- landsliðinu og voru hinir sýktu vinsamlegast beðnir um að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá A- landsliðsstrákunum og öðrum sem ekki voru veikir. Það verður verk að vinna fyrir lækna landsliðsins að koma strákunum í leikhæft ástand enda ekkert grín að fá matareitrun. Það þekkja þeir sem hafa kynnst slíkri eitrun. Það er vonandi að allir verði klárir því strákarnir sýndu gegn Búlgörum að þeir eiga góða möguleika á að komast áfram í keppninni ef þeir spila eins og á föstudaginn. Mutombo á ferðinni Forráðamenn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik eru á höttunum eftir miðherjanum Dikembe Mutombo, sem lék með Chicago Bulls á síðasta tímabili. Ætlunin er að nota Mutombo sem vara- miðherja fyrir Kínverjann Yao Ming. Ef samningar nást munu leikstjórnandinn Mike Wilks og framherjarnir Eric Piatkowski og Adrian Griffin fara til Bulls í skiptum fyrir Mutombo. Á 13 ára ferli hefur Dikembe Mutombo skorað 12,2 stig að meðaltali, verið með 12,1 fráköst og varið 3,3 skot. Mayorga í vondum málum Boxarinn Ricardo Mayorga var handtekinn í Managua í Ník- aragúa eftir að tvítug kona kærði hann fyrir árás og nauðgun. Mayorga, sem er fyrrverandi heimsmeistari í fluguvigt, er sagður hafa lokkað konuna inn á hótelherbergi á miðvikudaginn þar sem hann hafi komið fram vilja sínum við hana. Hann hefur neitað allri sök. Málið gæti haft áhrif á bardaga Mayorga við Felix Trinidad sem fer fram í New York 2. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.