Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 51

Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 51
MÁNUDAGUR 6. september 2004 23 es.xud.www 21:21 XUD Sænsk hágæðarúm The DUX® Bed m a d e i n S w e d e n „Áratuga reynsla á Íslandi“ DUXIANA Háþróðaður svefnbúnaður Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 7007 XUD HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Mánudagur SEPTEMBER . ■ ■ SJÓNVARP  15.45 Helgarsportið á RÚV. Sýnt frá íþróttaviðburðum helgarinnar.  16.10 Ensku mörkin á Rúv. Öll mörkin og bestu tilþrifin í enska boltanum.  18.00 Þrumuskot á Skjá einum. Ensku mörkin eins og þau leggja sig.  18.10 NFL á Sýn. Útsending frá leik St. Louis og Carolina.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Hvað gerðist í Evrópuboltanum um helgina?  22.00 Olíssport á Sýn. Allt það helsta í íþróttalífinu um helgina. Matareitrun í landsliðinu: Vondur borgari EKKI SVONA HRESSIR Í DAG Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslendinga voru við hestaheilsu á föstudag þegar þeir rúlluðu yfir Búlgara. Þeir eru ekki eins hressir í dag enda margir hverjir með matareitrun. FÓTBOLTI Tíu leikmenn U-21 árs landsliðs Íslands fengu matar- eitrun eftir hamborgaraát á mat- sölustað í Reykjavík. Þar voru strákarnir samankomnir til þess að safna kröftum fyrir næsta leik gegn Ungverjum en farið var úr landi í morgun. Ferðuðust allir Leikmennirnir tíu ferðuðust með landsliðinu þrátt fyrir veikindin en talið er að þeir hafi fengið salmonellu-sýkingu. Ómögulegt er að segja hversu margir verða leikfærir á morgun þegar þeir leika sinn annan leik en eins og kunnugt er rúlluðu þeir yfir Búlgara á föstudag. U-21 árs liðið ferðaðist með A- landsliðinu og voru hinir sýktu vinsamlegast beðnir um að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá A- landsliðsstrákunum og öðrum sem ekki voru veikir. Það verður verk að vinna fyrir lækna landsliðsins að koma strákunum í leikhæft ástand enda ekkert grín að fá matareitrun. Það þekkja þeir sem hafa kynnst slíkri eitrun. Það er vonandi að allir verði klárir því strákarnir sýndu gegn Búlgörum að þeir eiga góða möguleika á að komast áfram í keppninni ef þeir spila eins og á föstudaginn. Mutombo á ferðinni Forráðamenn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik eru á höttunum eftir miðherjanum Dikembe Mutombo, sem lék með Chicago Bulls á síðasta tímabili. Ætlunin er að nota Mutombo sem vara- miðherja fyrir Kínverjann Yao Ming. Ef samningar nást munu leikstjórnandinn Mike Wilks og framherjarnir Eric Piatkowski og Adrian Griffin fara til Bulls í skiptum fyrir Mutombo. Á 13 ára ferli hefur Dikembe Mutombo skorað 12,2 stig að meðaltali, verið með 12,1 fráköst og varið 3,3 skot. Mayorga í vondum málum Boxarinn Ricardo Mayorga var handtekinn í Managua í Ník- aragúa eftir að tvítug kona kærði hann fyrir árás og nauðgun. Mayorga, sem er fyrrverandi heimsmeistari í fluguvigt, er sagður hafa lokkað konuna inn á hótelherbergi á miðvikudaginn þar sem hann hafi komið fram vilja sínum við hana. Hann hefur neitað allri sök. Málið gæti haft áhrif á bardaga Mayorga við Felix Trinidad sem fer fram í New York 2. október.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.