Tíminn - 28.09.1973, Qupperneq 1
V
IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFIÐJAN SÍMI: 19294
Hálfnað
erverk
þá hafið er
»•,
I
I
I
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Stjórnmálaslit á miðvikudaginn?
Samþykkt
SVO VERÐUR, EF BRETAR
HAFA SIG EKKI Á BROTT
RÍKISST JÓRN ÍS-
LANDS gerði svohljóð-
andi samþykkt á fundi
sinum i gærmorgun:
„Rikisstjórnin sam-
þykkir að tilkynna
brezku rikisstjórninni,
að verði herskip og
dráttarbátar Breta ekki
farin út fyrir 50 milna
fiskveiðimörkin fyrir
miðvikudaginn 3. októ-
ber 1973, komi slit á
stjórnmálasamskiptum
við Bretland til fram-
kvæmda i samræmi við
ályktun rikisstjórnar-
innar frá 11. september
s.l.”.
Eins og menn rekur minni til,
var hinn 11. september samþykkt
ályktun á þá leið, að ef brezku
herskipin og dráttarbátarnir
héldu áfram ásiglingum sinum á
islenzk skip, sæi islenzka rikis-
stjórnin sig tilneydda að krefjast
slita á stjórnmálasamskiptum
rikjanna þannig, að sendiráði
Bretlands i Reykjavik yrði lokað
og starfslið þess kvatt heim.
— Þessi ályktun var samþykkt
samhjóða i rikisstjórninni, sagði
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra, i viðtali við blaðið i gær.
Alitsgerð hinna dómkvöddu sér-
fræðinga lá fyrir utanrikismála-
nefnd, og þeirra niðurstaða var
sú, að sökin hafi verið Lincolns,
og ekkert hafi verið aðfinnsluvert
við siglingu varðskipsmanna.
Þessi álitsgerð er lögð til grund-
vallar við samþykkt rlkis-
stjórnarinnar.
— Hvað veldur þvi, að frestur
er gefinn til miðvikudags?
— Við teljum það skynsamlegri
framkvæmd á ályktun okkar, að
gefa Bretum enn eitt tækifæri til
að verða við kröfum okkar. Málið
er nú afgreitt i rikisstjórninni,
þannig að það kemur ekki fyrir
hana aftur. Ef Bretar verða ekki
við þessum kröfum að láta her-
skipin og dráttarbátana fara út
úr fiskveiðilandhelginni, rofna
stjórnmálasamskipti landanna
sjálfkrafa.
— Hafa Bretar látið frá sér
heyra frá þvi árekstrarnir urðu á
miðunum á laugardaginn?
— í utanrikismálanefnd var
lögð fram orðsending frá for-
sætisráðherra Breta, Edward
Heath, en sú orðsending er
trúnaðarmál og þvi er ekki unnt
að skýra frá innihaldi hennar fyrr
en Bretar hara sjálfir birt hana.
Þeir, sem leið hafa átt um Skúlagötuna að undanförnu, hafa eflaust tekið eftir þvi, að verið er að aka
stórgrýti og öðru i fjöruna fyrir vestan bensinstöð BP. Við fengum þær upplýsingar hjá Inga Ú. Magnús-
syni gatnamálastjóra, að þetta væru byrjunarframkvæmdir við hraðbraut, sem þarna ætti að koma og
liggja inn að Sæviðarsundi. Ekki væri búið að ganga endanlega frá teikningum og ckki ákveðið hvenær
verkið hæfist fyrir alvöru. Þarna væri um að ræða uppgröft úr grunni Seðlabankahússins á Arnarhóli,
sem ákveðið hefði verið að settur yrði þarna til að spara kostnað við flutning, og einnig til að flýta fyrir
uppfyllingunni undir þessa hraðbraut, sem mun verða mikið mannvirki. (Tímamynd Itóbert)
Fjöldatakmörkun í læknadeild hdskólans:
Það verður ekki
að standast próf
—menn verða líka að vera meðal þeirra
hæstu til þess að fd að halda dfram
A SAMA TÍMA og læknaskortur
viröist vera verulegt vandamál á
mörgum stöðum hér á landi, ger-
ast þau tíðindi aö deildarráð
læknadeildar Háskólans ályktar
að beita verði reglugerðarheim-
ild, þar sem unnt er að takmarka
þann fjölda stúdenta, sem hafið
geta nám á öðru námsári, við 24.
107 stúdentar eru nýinnritaðir á
fyrsta ár læknanámsins að þessu
sinni, þannig að ef fjöldatak-
mörkunin verður að veruleika, er
82 þeirra dæmdir til þess að geta
ekki haldiö áfram námi á næsta
ári, þótt þeir hafi staðizt þær
prófkröfur sem deildin gerir, þar
sem aðeins 24 þeir hæstu fá að
halda áfram.
Þann 14. september siðast lið-
inn var hengd á auglýsingatöflu
Háskólans tilkynning frá Lækna-
deild, þar sem stúdentum á fyrsta
námsári var tilkynnt um þessa
Enn frekleg ögrun:
Whitby sigldi d Þór
Nú tók norskur blaðamaður
myndir af atburðinum
„Okkar tilboð sann-
gjarnt” segir Alec
— Brezkir embættismenn
sögðu i gær, að brezki sendiherr-
ann á Islandi, John McKenzie,
hefði tilkynnt brezku rikisstjórn-
inni úrslitakosti islenzku rikis-
stjórnarinnar, sem samþykktir
voru á rikisstjórnarfundinum I
gær. Embættismennirnir vildu
ekkert láta hafa eftir sér um
samþykkt islenzku rikisstjórnar-
Framhald á bls. 19
EKKI VIRÐAST neinar likur á
þvi, að Bretar ætli að láta af þeim
háskaleik, sem þeir hafa haft i
frammi á miðunum undanfarna
mánuði, og virðast þeir einlægt
stefna að þvi aö stjórnmálasam-
skipti Islands og Bretlands rofni
næstkomandi miðvikudag. 1 gær
sigldi freigátan Whitby F36 á
varðskipið Þór, en sú freigáta
hefur áður lftið komið við sögu I
fiskveiöideilunni, nema hvað
Whitby aðstoöaöi Lincoln dyggi-
lega við ásiglingarnar á Ægi
siðast liðinn laugardag úti fyrir
Austfjörðum.
Landhelgisgæzlan skýrir svo
frá árekstrinum, sem varð í gær:
,,Um klukkan 13 i gærdag sigldi
freigátan Whitby F36 á stjórn-
boðsbakkahorn varðskipsins
Þórs. Nánari tildrög atburðarins
eru sem hér segir: Varðskipið
Þór var út af Héraðsflóa, um 18
sjómilur fyrir innan 50 milna fisk-
veiðilögsöguna. Nálægir brezkir
togarar höfðu hift inn veiðarfær-
in, og hafði varðskipið sett stefnu
að landi. Freigátan Whitby var á
Framhald á bls. 19
matreiðslumanna:
Notið
ekki
brezkar
mat-
vörur
LÚALEGT framferði Breta
á tslandsmiðum, þar sem
þeir leitast við að beita flota
sinum til þess að kúga vopn-
lausa smáþjóð, er á lífshags-
muni sina að verja, vekur si-
vaxandi reiði landsmanna,
og bætir ekki úr skák, að
brezk stjórnvöld virða sann-
leikann gersamlcga að vett-
ugi i öllum frásögnum sinum
og fullyrðingum um þaö.
sem við ber við islands-
strendur.
Nú hefur ofbeldi og
óheiðarleiki haldizt svo lengi
i hendur, að flestum er nóg
boðið. Er þar til dæmis sam-
þykkt, sem gerð var einróma
á almennum félagsfundi
Félags islenzkra matreiðslu-
manna á þriðjudaginn var,
en þar var heitið á mat-
reiðslumenn að nota ekki
brezkar vörur til matargerð-
ar á meðan núverandi
ástand helzt i landhelgismál-
inu.
r
I
ályktun deildarráðs. Segir i til-
kynningunni, að læknadeild telji,
aö við núverandi aðstæður sé
óframkvæmanlegt að veita þeim
fjölda stúdenta, sem nú sækja
deildina, viðhlitandi kennslu.
Ekki verði þvi hjá þvi komizt, að
takmarka þann fjölda stúdenta,
sem haldið geti áfram námi á 2.
námsári haustið 1974 i samræmi
við 42. grein reglugerðar Háskól-
ans, en i þeirri grein felst heimild
tilhanda læknadeild að takmarka
fjölda þeirra stúdenta, sem hafið
geta nám á öðru námsári við 24.
Segir i reglugerðinni, að ef fjöldi
stúdenta, sem stenzt fyrsta árs
próf, er meiri en svo, að veita
megi þeim öllum viöunandi
framhaldskennslu miðað við
aðstæður á hverjum tima, geti
deildin takmarkað fjölda þeirra,
er halda áfram námi. Jafnan skal
þó a.m.k. 24 stúdentum veittur
kostur á að halda áfram námi.
Skal ákvörðun hverju sinni til-
kynnt fyrir upphaf þess misseris
er prófið verður haldið.
Sföar segir: „Þeir stúdentar,
sem standast fyrsta árs próf, en
eiga ekki kost á að halda áfram
námi, svo og þeir sem standast
ekki próf, mega endurtaka próf
næsta ár, og keppa þá við nýstú-
denta á jafnréttisgrundvelli”.
A siðasta ári var fjöldi þeirra
Framhald á bls. 19