Tíminn - 28.09.1973, Síða 4
4
TÍMINN
Föstudágur 28. september 1972
DENNI
DÆMALAUSI
,,Um hvað eruð þið að spila þegar
þið hafið enga peninga?”
Aður kom okkur alltaf vel saman
við nágrannanna.
...i minu eigin eldhúsi ... étandi úr
minum eigin isskáp.
Allir verða
að borga
Til skamms tima höfðu franskir
kettir þau forréttindi að fá að
ferðast fritt með járnbrautar-
lestum þar i landi. En 1. júli
siðast liðinn ákvað stjórn rfkis-
járnbrautanna að farþegar með
ketti yrðu að greiða fargjald
fyrir þá framvegis, alveg eins
og hundaeigendur hafa orðið að
gera árum saman, og verður
það að teljast sanngjörn ráö-
stöfun. Það fylgdi ekki sögunni,
hvort, stjórnin reiknar með
verulegri tekjuaukningu af
breytingunni.
AAorgunverður
fyrir mann
og hund
Það var snemma morguns i
Ameriku á ágætis matsölustað.
Inn kom nriaður nokkur með
hund i bandi. Hann bað um
Kentucky-morgunverð. Þjónn-
inn var ekki viss um hvað
maðurinn meinti, og spurði
kurteislega hvernig sá morgun-
verður væri. Jú, hann fékk
skýringu. Kentucky-morgun-
verður,- það var hálf flaska af
Kentucky-wisky og stórt og
mikið nautabuff. Buffið var
fyrir hundinn!
Hvað þýðir
„14 Karat gull"?
Þegar gullsmiðir tala um hreint
og óblandað gull, þá tala þeir
um 24 karat gull. En óblandað
gul! er of mjúkur málmur til
þess að heppilegt sé að smiða
skartgripi úr honum, þess
vegna er oftast harðari málmi,
venjulega kopar, blandað
saman við. T.d. þegar talað er
um 18 karat gull, þá er átt við að
það séu 18 hlutar af gulli á móti
6 af öðrum harðari málmi, og ef
talaðer um 14 karat gull, þá eru
14 mælieiningar gull á móti 10 af
öðrum málmi, og þannig áfram.
Algengast er að nota 14 karat
gull i skartgripi, og i flestum
giftingarhringum er 14 karat
gull.
„Var þetta staðurinn, sem þú
varst með i liuga, þegar þú bauðst
mér út að drekka?”
Leit að gulli
Gullverðið hækkar stöðugt og
hefur það margs konar afleið-
ingar. Ein er sú, að nú hefur
vaknað áhugi á ný á þvi að leita
að gulli i sumarfrium og ferða-
lögum um gömul gullgrafara
héruð. Þarna er ein fjölskylda
aðrannsaka gömlu gullnámuna
hans afa, og nota sömu vinnu-
brögð og gamli maðurinn á sín-
um tíma. Þaö er óvist, að þau
finni svo mikið gull, en útiveran
og spenningurinn i sambandi
við verkið er kannski gulls
igildi.
Fornleifafræðingur
Þessi vel vaxna og glæsilega
stúlka heitir Josephine Michale,
og er tuttugu og fimm ára
gömul. Hún vinnur hálfan dag-
inn á „bæjarskrifstofunni” i
Manchester i Englandi, sem er
kannski ekki svo voðalega
merkilegt eða spennandi starf.
Josephine tekur sér þvi hvild frá
leiðinlegri pappirsvinnu eftir
hádegiðog skundar i háskólann,
þar sem hún nemur fornleifa-
fræði af miklum áhuga, og
öllum sinum fristundum ver hún
svo i uppgröft I gömlum rústum.
— Það getur vel verið, að
sumum finnist fornleifafræði
ekki sérlega spennandi
viðfangsefni fyrir unga stúlku,
segir Josephine, en það vill
þannig til, að ég get ekki hugsað
mér neitt skemmtilegra. Ég vil
það miklu heldur en að stunda
innihaldslaust skemmtanalif.
mynd.
Gott farartæki
Þessi litla stúlka heitir Browyn
Jones og á heima i Kaliforniu.
Hún er fimm ára og er lömuð
upp I mitti vegna vöðva-
rýrnunar. Stúdentar við verk-
fræðideild rikisháskólans fengu
spurnir af Browyn og tókust það
verkefni á hendur aö smiða
handa henni þennan fina raf-
magnshjólastól. Og nú getur sú
litla ferðazt um nágrennið á
eigin spýtur, en eins og nærri
má geta, var það algjörlega
óhugsandi áður.