Tíminn - 28.09.1973, Page 6

Tíminn - 28.09.1973, Page 6
6 TÍMINN Föstudagúr 28. september 1973 MBÉÉÍIi ■ ■ & /s '>», t ■ y//' t ■ ■ SÉRSTÆTT Hjúskaparheitiö staftlest. ÞAÐ ER ekki nein nýlunda, þótt ungt fólk gangi i heilagt hjónaband. Slikt gerist daglega að heita má. Hitt mun vera sjald- gæft, ef ekki einsdæmi, að skátar láti gefa sig saman i búningi hreyfingarinnar. Þó gerðist slik- ur atburður ekki alls fyrir löngu. Þá voru Sturla Bragason og Hrafnhildur Guðnadóttir gefin saman i kirkjunni á Úlfljótsvatni, en þar er Skátaskólinn, eins og kunnugt er, og auk þess er kirkj- an þar á staðnum nær eingöngu notuð af skátum, enda oft kölluð Skátakirkjan. Hjónavigsluna framkvæmdi séra Eirikur J. Eiriksson, sóknarprestur og þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Einsdæmi i íslandssög- unni? Ungu hjónin, Sturla og Hrafn- hildur, litu inn á ritstjórn Timans fyrir fáum dögum og svöruðu þar nokkrum spurningum. Það er Sturla, sem fyrst verður fyrir svörum: — Veiztu til þess að hjón hafi áður verið gefin saman i skáta- búningi hér á landi? — Nei, mér er ekki kunnugt um að svosé. Ég veit ekki betur en að við séum fyrstu manneskjurnar, sem bera skátabúning i brúð- kaupi sinu. — Voru fleiri en þið i skátabún- ingi, þarna i kirkjunni? — Já, svaramennirnir báðir, en annar þeirra er faðir konunnar minnar, en hinn er góður vinur okkar. Auk þess voru eitthvað fjórtán eða fimmtán vinir okkar úr skátahreyfingunni i kirkjunni. Þeir voru allir i sinum skátabún- ingum. Presturinn, sem gaf okkur saman, séra Eirikur J. Eiriksson á Þingvöllum, sagðist hafa verið skáti fyrir fimmtiu árum, en hann bar nú samt ekki slikan búning við þetta tækifæri, heldur skrúða embættis sins, að sjálfsögðu. — Þá er að snúa sér að ungu frúnni: Hvernig fannst þér, Hrafnhildur, að vera þátttakandi i brúðkaupi, sem þannig fór fram? — Mér fannst það alveg ágætt. — Varstu ekki neitt feimin við að láta horfa á ykkur i þessum klæðnaði fyrir altarinu? — Nei, siður en svo. — Hefðir þú ekki heldur viljað vera i skósiðum kjól og með brúðarslör? — Nei, alls ekki. Ég er ekkert fyrir þess háttar klæðnað. — Eruð þið búin að starfa lengi i skátahreyfingunni? — Það eru átta ár, siðan ég hóf störf innan hreyfingarinnar, en ég hef litið sem ekkert unnið sið- ast liðin fimm ár. Það var á Siglu- firði, sem ég byrjaði að vinna, en siðan ég kom hingað til Reykjavikur, hef ég ekki unnið svo að heitið geti. — En þú Sturla, hvað ert þú bú- inn að starfa lengi að málefnum skáta? — Það er nú orðið nokkuð larvgt. Ég held að ég hafi verið niu ára, þegar ég byrjaði að starfa sem ylfingur. Siðan hefur það jú komið fyrir, að ég hafi sleppt úr einu og einu ári, en annars er varla hægt annað að segja, en að ég hafi unnið óslitið i skátahreyf- ingunni. Fyrir einu ári hætti ég að vinna stöðugt, en er skráður aukafélagi i Hjálparsveit skáta, og i einu skátafélagi bæjarins er ég fullgildur félagsmaður. Og þótt ég vinni ekki neitt sem heitið get- ur opinberlega, þá er ég að reyna að gera gagn ,,á bakvið tjöldin”, eftir þvi sem ég get. Það má lika segja um konuna mina. Þótt hún vinni ekki neitt opinberlega og telji sig starfslausa i hreyfing- unni, þá er það i raun og veru ekki rétt. Hún er alltaf reiðubúin til hjálpar, ef til hennar er leitað. Skátastarfið er erfitt, en það stuðlar að reglusemi — Hvernig gengur ykkur, i skátahreyfingunni, að fá ungling- ana til þess að halda hópinn? — Það hefur gengið all-sæmi- lega fram til þrettán-fjórtán ára aldurs. Um það leyti vill fylkingin þynnast, en sumt af þvi fólki fáum við aftur, nokkrum árum seinna. Annars er svo margt sem glepur. Skólarnir hafa geysimikið aðdráttarafl með sínu marghátt- aða félagslifi. Það kostar peninga að halda uppi skemmtanalifi, og við getum ekki keppt við hvern sem er á þvi sviði. — Nú er algert vinbindindi hjá ykkur. Heldur þú ekki að það hafi mótað mörg þau ungmenni, sem hjá ykkur hafa verið? — Jú, á þvi er ekki nokkur minnsti vafi. Það er ákaflega mikils vert að beina huga barna og unglinga að bindindi og hvers kyns reglusemi, einmitt á meðan þau eru á mótunarárunum, enda er það mála sannast, að fátt af okkar fólki hefur siðar orðið óreglunni að bráö. Auðvitað er engin regla án undantekningar, hvorki hér né annars staðar, en ég held að mér sé óhætt að segja, að mjög fáir fyrrverandi skátar hafi orðið miklir óreglumenn, sið- ar á ævinni. — Er ekki bæði erfitt og tima- frekt að starfa i skátahreyfing- unni? — Jú, það er ákaflega tima- frekt. Dagarnir i vikunni þyrftu að vera einum eða tveimur fleiri en þeir eru, ef maður ætti að geta gert sér vonir um að fá fria stund. Sannleikurinn er lika sá, að jafn- vel þótt menn hafi verið fullir af áhuga þegar þeir byrjuðu að vinna i þessu, þá er sá áhugi far- inn að dvina, þegar þeir hafa staðið i eldlinunni i eitt ár eða svo. — t hverju er þetta aðallega fólgið? — Það þarf að undirbúa fundi, skipuleggja ferðir, hvort sem það nú eru eins dagsferðir, helgar- ferðir, útilegur, skoðunarferðir, eða eitthvað annað. Þá þarf að út- vega farartæki, leiðsögumenn og margt fleira. Stundum fæst ekki neinn leiðsögumaður, svo að maður verður að taka það hlut- verk að sér sjálfur, jafnvel þótt maður hafi aldrei komið á stað- inn, sem ákveðið hafði verið að sækja heim. Nú, þá verður maður að lesa allt sem hægt er um við- komandi stað, svo að maður standi nú ekki alveg á gati, þegar þangað kemur. Við erum með setustofu, sem gefið hefur mjög góða raun. Þar þarf alltaf einn maður að vera og lfta eftir. Þar er leikin létt tónlist, Framhald á bls. 19 t hópi vina og skátasystkina.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.