Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 9. október 1973. TÍMINN 3 Hér stendur Gubný Húnbogadóttir viö bilinn, sem hún var aö skrapa (Timamynd G.E.) Féll fyrir björg Þórður Guðmundsson, Eivík á Tjörnesi, féll fyrir björg, þegar hann, ásamt fleiri leitarmönnum, var að lcita að fölki úti við Mánárvita, sem hafði ekki komið frant á tilsettum tima. Meiddist hann talsvert ? andliti. Fyrir nokkrum dögum fóru tveir menn ásamt tveim börnum á smábát að sækja lömb út á svo- kallaða Torfu við Mánárvita á Tjörnesi. Eftir að hafa náð lömbunum, ætluðu mennirnir að setja fram aftur, þegar kviku gerði, og komst fólkið við illan leik i land aftur. Þegar fólkið kom ekki fram á tilsettum tima, var hafin leit. Fóru menn frá Húsavik út að vitanum, sumirgangandi en aðrir ibil. Var Þórður gangandi, ásamt tveim mönnum, þegar billinn kom á móti þeim. Blinduðust þeir af billjósunum, og við það féll Þórður niður fyrir Torfubjörgin, og munaði engu að hinir tveir færu með i fallinu. Þetta var um 30 metra fall nið- ur i grjótskriðu, og verður þvi að teljast mesta mildi, að ekki skyldi verr fara. kris — Leiðrétting ÞAÐ þykir ennþá tiðindum sæta á þessum jafnréttistim- um, þegar konur teygja sig inn á hiö svokallaða verks við karlmannsins. Þess vegna reka margir upp stór augu, þegar þeir koma inn i Bila- skálann við Suðurlandsbraut og sjá kvenmann vera að vinna þar. Timamenn brugðu sér i Bilaskálann og hittu þar að máli Guðnýju Húnbogadóttur, nema i bilasprautun, sem er með fyrstu konunum, sem leggja þessa iðngrein fyrir sig. Guðný er átján ára og hefur áður unniö við verzlunarstörf. HUn sagði, aö starfið væri ekki mjög erfitt, en það væri kannski það, sem kallast heilsuspillandi. Henni þætti þó miklu skemmtilegra að vinna viö þetta heldur en „kvenna- störfin”, sem hún hefur unnið áður. Guðný sagði, að fólk yrði yfirleitt mjög undrandi, þegar hún segði þvi hvað hún gerði, og hún væri oft spurð, hvort hún héldi þetta út. Aftur á móti væru félagar sinir stór- hrifnir af þessu. Hún sagðist vera sannfærð um, að margar stelpur langaði til að leggja stund á ýmsar iðngreinar, sem karlmenn hafa hingað til eingöngu verið i, en þær hrein- lega áræddu það ekki. Viðspurðum Guðnýju, hvort hún ætlaði ekki að ljúka námi i greininni (þ.e. bilasprautun), og hún sagðist hafa áhuga á þessu og ætlaði sér þvi ekki að hætta. Meistari Guðnýjar er Guð- mundur Finnbogi Jónsson. —gbk. ÞJÓÐHATtÐARNEFND 1974 vill leiðrétta áður framkomnar upp- lýsingar um gerð dagatals, sem kynnt var á blaðamannafundi, miðvikudaginn 3. okt. s.l. Dagatalið er gert á Auglýsinga- stofu Kristinar af ólöfu Baldurs- dóttur. Þetta viljum við vinsamlegast biðja yður að leiðrétta. Þá skal áréttað, að frú Sigrún Guðjónsdóttir varð sigurvegari i samkeppni um gerð veggskjalda, og eru veggskildir hennar vænt- anlegir innan skamms. Skólasetning í Skólholti Lyðháskólinn í Skálholti verður settur sunnudaginn 14. október. Guðsþjónusta verður i Skálholtskirkju kl. 11 árdegis. Skólasetning fer fram i hinum nýju salarkynnum skólans, og hefst hún kl. 2 siðdegis. Að setnineú lokinni verðúr haldinn Fastir sýningardagar Þjóöleikhúsiö sýnir um þessar mundir á litla sviðinu i Lindarbæ mjög sérstætt og gamansamt leikrit, sem hlotið hefur nafnið Elliheimiiið. Leikur þessi hefur hlotið almennt lof leikhúsgesta. Nú hefur verið ákveðið að taka upp fasta sýningardaga á leikn- um, og verður leikurinn framveg- is sýndur á laugardögum kl. 15 og á þriðjudagskvöidum kl. 20.30. Ennfremur skai vakin athygli á þvi, að afsláttur til skólafólks, félagasamtaka, og starfshópa, svo og fólks sem komið er yfir sjötugs aldur, er sá sami og á sýningum Þjóðleikhússins á stóra sviðinu. Leiðrétting 1 fréttatilkynningu um verö- launagarða i Kópavogi höfðu heimilisföng brenglazt. Eigendur Álfhólsvegar 55 eru Guðmundur Einarsson og Helga Nikulásdótt- ir, en eigendur Holtagerðis 58 eru Maria Sigurðardóttir og Magnús Norðdahl. aðalfúndur Skálholtsskóla- félagsins. Bygging Lýðháskólans i Skál- holti, er vel á veg komin. Unnið verður við bygginguna fram á slöasta dag, og • þó væntanlega lengur. Þessu sinni veröa teknar i notkun kennslustofur, kennara- stofur, matstofa og dagstofa, auk nokkurra herbergja i heimavist. Slðast nefndar vistarverur eru þennan veturinn ætlaðar stúlk- um, en piltar búa i sumarbúða- skála sem fyrr. Nemendur Lýðháskólans i Skálholti verða i vetur 28 talsins. Umsóknir um skólavist eru orðnar nærfellt hálfu fleiri en þessu nemur. En takmarkað heima vistarhúsnæði sniðúr skólanum stakkinn. Starfsemi skólans verður i grundvallaratriðum hin sama og hinn fyrsta vetur. Skólinn leitast viö að fylgja leikreglum hrein- ræktaðs lýðháskóla. Flestar námsgreinar eru valfrjálsar. Próf eru engii). Meginmarkmiðið er aö koma eftir föngum til móts við mismunandi þarfir hinna ýmsu hópa og einstakra nemenda. Starfsaðferðir allar eru ýtarlega ræddar af kennur- um og nemendum i upphafi skólaárs, en siðan með reglu- bundnu millibili vetrarlangt. Er kennsluháttum og námi siðan hagrætt til samræmis við niður- stöður umræðna hverju sinni. Vikulega eru á skólanum haldnir fyrirlestrar um ýmis efni. Þessu sinni verða fyrirlestrarnir fluttir aö kvöldi daga, i þvi skyni að gera nágrönnum skólans hægara um vik að sækja fundi þessa, ef þeim þykir ástæða til. Sérstaka áherzlu ber og að leggja á það, að fólki úr nærsveitum Skálholts er boöin þátttaka i námi, og getur það valið fleiri eða færri námsgreinar eftir vild. Nánari upplýsingum um þessa þætti starfsins veröur komið á framfæri við heimamenn á næst- unni. Vincent Gayet heitir þessi franski listmálari sem myndin er af, en Listasafn ASÍ hefur boöiö honum að sýna ein 20 verk eftir sig hér f kringum 20. þ.m. Gayet mun vera mjög mikilsmetinn listamaður, og ekki aðeins I heimalandi sínu, Frakklandi. Listamaðurinn mun lengi hafa haft mjög mikinnáhuga á Islandi.en faðir hans, Samivel Gayet, ritaði bókina ,,GulI tslands”. —Stp A fundinum á Hótel Sögu á sunnudaginn, þar sem land- hclgismálið var til umræöu, endurtók Pétur Guðjónsson stórkaupmaður, ádeilu sfna á Mbl. frá þvi á Varðarfundin- um i fyrri viku. A Varðarfundinum henti Pétur á lofti stefnuyfirlýsing- ar framsögumanna um frjáls- hyggju og frjálslyndi Sjálf- stæðisflokksins og sagði frá þvi, hvernig þessi stefna væri I framkvæmd á Mbl. i sam- bandi við landhelgismáliö- Pétur minnti á, að Mbl. hefði tekið við og birt augl- lýsingu frá brezkuin útgcrðar- mönnum, þar scm var ráðizt að islendingum með rógi og lygum. Pétur sagöist hafa óskað eftir að fá birta grein i Mbl. sem svar við auglýsingu út- gerðarmannanna brczku. Mbl. neitaðiað birta greinina. Þá óskaði Pétur cftir þvi, að greinin yrði birt scin aug- lýsing og kæmi fyrir full greiðsla af hans hálfu. Rjóst hann við, að honum hlyti að bjóðast sami réttur og brczk- um útgerðarmönnum i Mbl. varðandi skoöanir á land- lielgismálinu. En viti njenn. Mbl. neitaði lika að taka við grein Péturs scm auglýsingu. Biblía brezka útgerðaríhaldsins Pétur rakti á Varðarfundin- um skrif Mbl. uin landhelgis- málið og sýndi frain á, hve óheppileg og skaðleg þau hefðu reynzt. Þcssi skrif hefðu að sjálfsögöu veriö þýdd jafn- oðum fyrir brezka útgerðar- menn, og hcfðu þeir þau jafnan á hraðbergi i rökræð- um um máliöog vitnuðu I Mbl. eins og Bibliu sina. Vcgna þessara skrifa hafa brczkir út- gerðarmenn verið gcr.ir óvið- mælandi til samninga, en þeir virðast hafa fengið þá trú og sannfæringu við lestur Mbl,- grcinanna, að sjálfsagt væri að bcita fylistu hörku og láta ekkert eftir tsicndingum i samningum. Nú væri bara að biða eftir þvi, að rikisstjórnin á islandi spryngi, cn skv. Mbl. væri skammt i það vegna djúpstæðs ágreinings i land- helgismálinu milli stjórn- arf lokkanna. Þá kæmi Sjálfstæöisflokkurinn til valda, og það væri ekki annaö hægt aö skilja á . Mhl., en þá myndu Bretar fá allt það, sem þeir vildu. Enginn treystir sér til (ið berja Mbl. Á Varðarfundinum talaði Gcir Hallgrimsson, formaöur útgáfufélags Mbl. og varafor- inaður Sjálfstæöisflokksins, á cftir Pétri, en treysti sér ckki til að halda uppi neinum vörn- um fyrir Mbl. A Sögufundinum varð held- ur enginn til að verja Mbl., en þar var Gunnar Thoroddsen, formaöur þingflokks Sjálf- stæöismanna, framsögu- maður. Einhver Ilcimdellingur hélt þvi hins vegar fram I ræðu sinni, að Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rlkisstjórnar- innar, heföi I starfi sinu unnið málstað tslands I landhclgis- málinu ógagn. Hannes gerði grein fyrir þvl I stuttu máli, hve gifurlega mikiö starf hefði veriö unnið við kynningu málsins. Þar töluðu staðreyndirnar sinu máli. Fundurinn hyllti siðan Hannes Jónsson með öflugu lófataki, og Gunnar Thorodd- sen fór viðurkenningarorðum um störf Hannesar Jóns- sonar, sem hann taldi að hefði Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.