Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. október 1973. TÍMINN 15 f ..... Björgvin hálfan mánuð frá æfing- um og keppni — þrír aðrir á sjúkralista hjá Fram Björgvin Björgvinsson, landsliðsmaður í Fram, meiddist i leiknum gegn Ar- nvanni á sunnudagskvöld. t fyrstu var talið, að meiðsli hans kynnu að vera alvar- legs eðlis, en samkvæmt frá- sögn Sigurðar Einarssonar, þjálfara Fram, reyndist það ekki vera, og býst hann við, að Björgvin þurfi ekki að vera frá æfingum og keppni nema hálfan mánuð. Það þýðir, að hann ætti að geta leikið með Fram i úrslitaleik Reykjavikurmótsins, sem háður verður 31. október. Að sögn Sigurðar mun Björgvin hafa tognað i liðböndum. Þá sagði Sigurður, að þrir leik- menn aðrir væru á sjúkra- lista hjá sér, Pétur Jöhann- esson, Stefán Þórðarson og Guðmundur Sveinsson. A myndinni að neðan sést Björgvin Björgvinsson i leik gegn danska liðinu Stadion. FRAM KOMIÐ í ÚRSLIT — SIGRAÐI ÁRMANN 15:9 — KR sigraði Fylki auðveldlega 24:13 Framarar áttu ekki i teljandi erfiðleikum með Ármenninga i Reykjavikurmótinu í handknattleik á sunnu- dagskvöld, og sigruðu með sex marka mun, 15:9. Þar með er Fram búið að tryggja sér rétt til úrslitajeiks, sem verður að öllum likind- um gegn Val, sem er svo gott sem búið að sigra I sinum riðli. Það óhapp varð i leiknum, að Björgvin Björgvinsson, landsliðs- maður Fram, meiddist á fæti (sjá aðra frétt), en fjarvera hans virt- ist ekki hafa áhrif á liðið i leikn- um á sunnudag, þó að fjarvera hans muni vitaskuld hafa meiri áhrif á leik gegn sterkari liðum. Fyrri hálfleikurinn var tiltölu- lega jafn, staðan i hálfleik 7:6, Fram i vil, en i siðari hálfleik skoruðu Framarar átta mörk gegn þremur, og unnu þvi 15:9, eins og fyrr segir. Axel Axelsson var að venju markhæstur framara, enda þótt reynt væri að taka hann úr um- ferð, og skoraði hann 4 mörk, þar af 1 úr vitakasti. Arnar Guðlaugs- son, Guðmundur Þorbjörnsson, Andrés Bridde og Arni Sverris- soh skoruðu 2 mörk hver og Pálmi og Gylfi 1 hvor. Ungu mennirnir hjá Fram láta sifellt meira að sér kveða, og virðist liðið komast nokkuð vel af án Ingólfs, Sigurðar E. og Þorsteins Björnssonar, sem á undanförnum árum hafa verið styrkustu stoðir Fram, en hafa annað hvort lagt skóná á hilluna eða leika með 2. deildar liðum. Hins vegar var leikur liðsins gegn Armanni ekki nógu góður. Jón Astvaldsson var markhæst- ur Armenninga, skoraði 5 mörk, þar af 1 úr vitakasti. A sunnudaginn fór einnig fram leikur milli KR og Fylkis. Voru KR-ingar ekki i neinum vandræð- um með Fylkiog sigruðu 24:13, en hvorugt þessara liða hefur mögu- leika til sigurs i mótinu. :■ Reykjavíkurmótið í körfuknattleik: KR-ingar virð- ast sterkastir Reykjavikurmótið i körfuknattleik hófst fyr- ir helgina. Fyrsti leikur- inn, milli KR og Ár- manns, var æsispenn- andi og lauk með 2 stiga sigri hinna fyrrnefndu. Höfðu Ármenningar góða möguleika til að jafna á siðustu sekúndunum, en mis- tókst, og má þvi segja, að KR-ingar hafi sloppið með skrekkinn. Lauk leiknum 72:70. A sunnudaginn voru KR-ingar aftur á ferð, nú gegn Val, og sigruðu að þessu sinni með 10 stiga mun. Tæplega er þó hægt að segja, að sá sigur hafi veriö átakalaus, þvi að Valsmenn, meö Þóri i brodd fylkingar, höfðu yfir- höndina mest allan leiktimann. Hins vegar léku Valsmenn grófan varnarleik, sem gerði það að verkum, að KR-ingar fengu dæmd vitaköst i grið og erg, og tókst með góðri hittni að jafna stöðuna og komast yfir. Islandsmeistarar 1R léku gegn stúdentum og sigruðu með aðeins 6 stiga mun, 84:78, en það hefði einhvern tima þótt saga til næsta bæjar, að IR-ingar hefðu ekki meiri yfirburði gegn liði stúdenta, sem hefur verið i veikara lagi að undanförnu. Er ÍR-liðið greini- lega ekki eins sterkt og i fyrra, hvað sem siðar kann að verða. En að öllum likindum mun þó leikur ÍR og KR ráða úrslitum i þessu Reykjavlkurmóti, eins og á undanförnum árum, enda þótt IR- ingar eigi eftir að etja kapp við hættulega mótherja, sem Ar- mann og Valur eru óneitanlega. Frekar slakur árangur íúrhellisrigningu — Hafnarfjarðarmót í frjálsíþróttum haldið á AAelavelli Hafnarfjarðarmeistaramót í frjálsum fþróttum fór fram mið- vikudaginn 26. september á Mela- vellinum i úrhellisrigningu. Voru Glímu- æfingar Víkverja Glimuæfingar Vikverja eru hafnar i tþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, Lindargötu 7 — minni salnum — á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 7-8 siðdegis. Kennari er Kjartan Bergmann Guðjónsson. A glimuæfingum Vikverja er lögð áherzla á alhliða likams- þjálfun: fimi, mýkt og snarræði. Komið og lærið holla og þjóölega iþrótt. Ungmennafélagið Vik- verji. þvi litlar likur á að þar yrðu unnin afrek, þvi siður slegin met. Eins og kunnugt er, er engin frjálsiþróttaaðstaða i Hafnar- firði. Eiga hafnfirzkir frjáls- iþróttaiðkendur þvi erfitt upp- dráttar og þurfa að leita á náðir annarra til að halda mót. Frjáls- iþróttadeild FH vill þvi sérstak- lega þakka Baldri Jónssyni vallarstjóra, sem greiddi götu þess meö ágætum og gerði frjáls- iþróttadeild FH fært að halda mót við löglegar aðstæður. Úrslit i einstökum greinum á mótinu urðu þessi: 400 m grindahlaup: sek. l.SigurðurP.Sigmundsson 65,0 2. Gunnar Þór Sigurðsson 72,2 Kringlukastkarla: m. 1. ViktorSturlaugsson 34,56 2. Einar Sturlaugsson 31,65 600mhlauptelpna: min. 1. Anna Haraldsdóttir 1:49,4 2. Lára Halldórsdóttir 1:59,4 3. Agústina Sigurgeirsd. 2:13,1 600 m hlaup telpna: min 1. Sólveig Birgisdóttir 2:14,6 600mhlauppilta: min. l.SigurðurHaraldsson 1:58,0 600 m hlaup stráka: min. 1. MagnúsHaraldsson 1:56,7 2. Ingvar Sigurðsson 1:57,0 3. Börkur Gislason 2:07,0 4. Magnús Bjarnason 2:15,6 Hástökk karla: m 1. Arni Þorsteinsson 1,75 2. Sigurður P. Sigmundsson 1,50 3. Gunnar Þór Sigurðsson 1,45 4. Einar P. Guðmundsson 1,35 Hástökk telpna: m 1-2. Anna Haraldsdóttir 1,40 1-2. Lára Halldórsdóttir 1,40 3. Lilja Baldursdóttir 1,25 800 m hlaup karla: min. 1. Sigurður P. Sigmundsson 2:07,6 2. Gunnar Þór Sigurðsson 2:13,6 (nýtt piltamet, Magnús Geir Einarsson átti gamla metið, sem var 2:15,2) min.) 3. Einar P. Guðmundsson 2:25,0 800mhlaupstráka: min. 1. Magnús Haraldsson 2:39,9 2. Ingvar Sigurðsson 2:40,5 3. Óðinn Guðmundsson 2:48,6 800 m hlaup kvenna: min. 1. Anna Haraldsdóttir 2:34,8 2. Lilja Baldursdóttir 2:58,4 3x800 m boðhlaup telpna: min. A-sveitFH 8:49,4 B-sveitFH 10:15,0 2000 m hlaup karla: min. 1. Sigurður P. Sigmundsson 6:23,9 2. Gunnar Þór Sigurðsson 7:02,8 (Gestur) Gunnar P. Jóakimss, 1R 6:23,5 2000 m hlaupið setti svo sannar- lega svip á mótið. Þar setti Sigurður P. Sigmundsson nýtt sveinamet. Hann hljóp á 6:23,9 min og bætti gamla metið um 30,5 sek. Einnig setti Gunnar Þór Sigurðsson nýtt piltamet, og bætti þar með 23 ára gamalt met Björns Jóhannessonar IBK um 13 sek. Alverið i Straumsvik gaf bikar fyrir bezta afrekið i karla- og kvennaflokki. Isal-bikarinn i karlaflokki vann Arni Þorsteins- son fyrir hástökkiö, stökk 1,75 m, sem gefur 634 stig. Sigurður P. Sigmundsson vann annað bezta afrekið i 800 m hl., 2:07,6 min., sem gefur 625 stig. 1 kvennaflokki varð 800 m hlaup stigahæst, en þar sigraði Anna Haraldsdóttir á timanum 2:34,8 min., sem gefur 621 stig. Annar bezti árangur var i hástökkinu hjá þeim stöllum Láru Halldórsdóttur og önnu Haraldsdóttur, sem gaf 612 stig. Inniæfingar frjálsiþróttadeild- ar FH eru byrjaðar af fullum krafti. Æfingatimar eru á fimmtudögum i iþróttahúsinu v/Strandgötu kl. 21,25-23,00, og i leikfimishúsi Lækjarskóla kl. 13,00-14,40 á laugardögum. 350 þátttak- endur Reykjavikurmótið i körfubolta fer nú fram i 17. sinn.með þátt- töku 25 flokka frá 6 Reykjavikur- féiögum.auk móts i minnibolta. Munu þátttakendur vera um 350 talsins. Frá þvi að Reykjavfkur- mótið komst á fyrir 17 árum, hafa K.R. og l.R. oftast borið sigur úr bitum, eða alltaf utan 4 sinnum. Þau félög, sem taka þátt i mótinu aö þessu sinni, eru: Armann, 1R, Valur, l.S. K.R. og Fram. Þessi félög hafa sigrað i meistaraflokki frá upphafi: 1957 Í.S. 1965 K.F.R. 1958 I.R. 1966 K.R. 1959 K.F.R. 1967 K.R. 1960 I.R. 1968 t.R. 1961 t.R. 1969 I.R. 1962 I.R. 1970 Í.R. 1963 I.R. 1971 Armann 1964 t.R. 1972 K.R. Ársþing KSÍ 28. ársþing Knattspyrnusam- bands tslands verður haldið að Hótel Loftleiöum dagana 10. og 11. nóv. N.k. og verður sett laugardaginn 19. nóv. kl. 13.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.