Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 9. október 1973. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvaemdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson ^ábm.), Jón Helgason, Tómas Kárlsson, Auglýsingastjóri: Sfeingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i iausasölu 22 kr. eintakið. Blaöaprent h.f ^--------------------------------------------> Gunnar og Mbl. Fundurinn um landhelgismálið, sem Stúdentafélag háskólans boðaði til að Hótel Sögu siðastl. sunnudag, var að mörgu leyti hinn athyglisverðasti. Þar leiddu saman hesta sina þeir Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsmála- ráðherra og Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Tvimælalaust er Gunnar Thoroddsen slyngasti málfærslu- maður Sjálfstæðisflokksins og bezt máli farinn, en vafalitið mun þó flestum hafa fundizt, að hlutur rikisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna vera góður, þegar umræðunum var lokið. Af þvi, sem aðrir en framsögumenn lögðu til, mun ræða Sjálfstæðisflokksmannsins Péturs Guðjónssonar hafa vakið mesta athygli. Hann lýsti þvi m.a.,hvernig Morgunblaðið héldi uppi strangri ritskoðun um landhelgismálið og veitti ekki rúm öðrum skoðunum en þeim, sem væri ritstjórum og eigendum blaðsins þóknan- leg, en ráðamestur eigendanna er Geir Hall- grimsson, váraformaður Sjálfstæðisflokksins. Margir aðrir ræðumenn en Pétur Guðjónsson deildu á málflutning Morgunblaðsins. Hins vegar átti það engan verjanda. Gunnar Thoroddsen leiddi það hjá sér með miklum fimleik hins æfða stjórnmálamanns að segja eitt einasta orð Mbl. til varnar. Þvert á móti hagaði hann málflutningi sinum á þann veg, að hann lét koma oft i ljós, að hann væri á öðru máli en málgagn Geirs Hallgrimssonar. Hann viðurkenndi t.d., að mikill árangur hefði náðst af útfærslu fiskveiðilögsögunnar, en Mbl. hefur reynt að telja hann sáralitinn eða engan og vitnað mjög i ummæli enskra togaraeigenda, þvi til stuðnings. í sambandi við þessar til- vitnanir Mbl. i brezka togaramenn má geta þess, að Jónas Árnason upplýsti á fundinum, að i sjónvarpsumræðum, sem hann hafði tekið þátt i ásamt brezkum togaraeigendum, vitn- uðu þeir oft i Mbl. vissum fullyrðingum sinum til stuðnings! Þá viðurkenndi Gunnar Thoroddsen, að hótunin um slit stjórnmálasambandsins hefði vafalitið átt þátt i þvi, að brezku herskipin voru kvödd út úr fiskveiðilandhelginni, þótt fleira hefði komið til. Málgagn Geirs Hall- grimssonar hefur hins vegar aldrei viljað viðurkenna þýðingu þess, að hótað var slitum stjórnmálasambands. Þá fór Gunnar Thorodd- sen viðurkenningarorðum um starf Hannesar Jónssonar blaðafulltrúa, en hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Mbl., eins og kunnugt er. Þannig upplýsti landhelgisfundurinn á Sögu, að margir Sjálfstæðismenn eru mjög ósam- mála málflutningi Mbl. og Geirs Hallgrims- sonar um landhelgismálið og meðal þeirra ber ekki sizt að nefna formann þingflokks Sjálf- stæðisflokksins Gunnar Thoroddsen. Það sýnir bezt, hve erfið er staða Sjálfstæðis- flokksins i landhelgismálinu, að Gunnar Thor- oddsen gat litlu svarað fyrirspurn ungs Sjálf- stæðismanns um það, hvers vegna ekkert hefði verið gert i landhelgismálinu þau 12 ár, sem „viðreisnarstjórnin” fór með völd. Til þess að reyna að sleppa frá fortiðinni, talaði Gunnar mest um 200 milurnar. í reynd sýnir það betur en nokkuð annað, að Sjálfstæðisflokkurinn telur sig þurfa að fela fortiðina. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Bratteli hafnar íhaldinu ákveðið Getur hugsað sér óbundið samstarf við aðra Trygve Bratteli ÞAÐ ER nú augljóst orðið, að Verkamannaflokkurinn i Noregi mun mynda minni- hlutastjórn, þegar hið ný- kjörna þing kemur saman. Þetta varð niðurstaðan á „litl- um landsfundi”, eins og norsku blöðin orða það, sem flokkurinn hélt i byrjun þessa mánaðar. A fundinum mættu m.a. stjórn flokksins, þing- menn, fulltrúar frá norska Alþýðusambandinu, og full- trúar frá Æskulýðssamtökum og kvennasamtökum flokks- ins. Tilgangur fundarins var að ræða um úrslit þing- kosninganna, sem fóru fram 9.-10. september, og um stjórnmálahorfurnar. I lok fundarins var samþykkt ályktun og eru meginatriði hennar efnislega á þessa leið: — Úrslit þingkosninganna urðu þau, að sósialiskur meirihluti er nú i þinginu. Þess vegna er ekki lengur grundvöllur fyrir stjórn borg- araflokkanna. Verkamanna- flokkurinn er stærsti flokkur þingsins. Það er þvi eðlileg niöurstaða, að Verkamanna- flokkurinn myndi hreina flokksstjórn. íhaldsmenn eru nú sem áður aðalandstæðing- ar okkar og samvinnan i framtiðinni verður þvi að vera við þau öfl, sem sýna ábyrgð með tilliti til rikjandi stjórn- málaástands. Hin nýja rikis- stjórn Verkamannaflokksins mun byggja stefnu sina á kosningastefnuskrá Verka- mannaflokksins. Verkamannaflokkurinn tel- ur það meginhlutverk sitt, að breyta þjóðfélaginu i sam- ræmi við markmið hins lýð- ræðislega sósialisma. Flokk- urinn mun vinna fyrir hinar fjölmennu stéttir þjóðfélags- ins, en leggur þó höfuðáherzlu á að bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir. Aukningu þjóðarteknanna á einkum að nota til að bæta hag þeirra, jafnhliða þvi sem stefnt er að þvi að gera umhverfi vinnu og þjóölifs mannlegra en það er nú. Sérstök áherzla verður lögð á að auka öryggi á vinnu- stöðum og að bæta allt um- hverfi þar i samráði við þá, sem þar vinna. Verkamannaflokkurinn vill draga úr stéttamun og skapa jafnræði á sem flestum sviöum. Hann vinnur gegn óeðlilegu valdi einkaaðila og vill leysa það af hólmi með lýðræðislegu valdi. Flokkur- inn mun leggja fram ýmsar tillögur, sem ganga i þessa átt. Verkamannaflokkurinn vill koma á réttlátri skattlagn- ingu. Jafnhliða vill hann styrkja f jármálastjórnina með það fyrir augum, að hafa strangara aðhald með út- gjöldum og gera kerfiö ein- faldara. Þannig vill flokkurinn treysta og styrkja velferðar- þjóðfélagið, án þess að iþyngja óeðlilega hinum óbreytta skattgreiðanda. Verkamannaflokkurinn mun með öflugri byggðastefnu vinna gegn þeirri miðstöðvar- þróun, sem hefur átt sér stað siðustu árin. Til að tryggja búsetu i öllum landshlutum er nauðsynlegt að beina nýju vinnustöðvunum þaðan, sem atvinna er mest, og til dreif- býlisins. Flokkurinn mun með nýjum og öflugum aðgerðum vinna að þvi, að tryggja hlut dreifbýlisins, jafnhliða þvi, sem unnið er að þvi að bæta umhverfi borga og þéttbýlis, einkum fyrir börn og ungl- inga. Verkamannaflokkurinn mun kappkosta að auka náttúruvernd og umhverfis- vernd. Flokkurinn mun vinna að þvi, að draga úr miðstjórnar- valdi i sambandi við opinberar ákvarðanir og vinna gegn hvers konar skrifstofu- mennsku. Verkamannaflokkurinn mun byggja afstöðuna til Efnahagsbandalags Evrópu á þvi samkomulagi, sem hefur verið gert. Fylgt verður i höfuðatriðum þeirri stefnu i utanrikis- og öryggismálum, sem flokkurinn hefur markað. ALMENNT er litið á þessa ályktun „litla landsfundarins” sem eins konar stefnuyfir- lýsingu hinnar nýju minni- hlutastjórnar Verkamanna- flokksins. Athygli vekur, að ekkert er talað um sérstakt samstarf við Sósialiska kosningabandalagið, heldur gefið til kynna, að flokkurinn muni leita samstarfs við öll ábyrg öfl, sem taka tillit til rikjandi stjórnmálaástands. Þó er íhaldsflokkurinn undan- skilinn og var það alveg sér- staklega áréttað i ræðu, sem Trygve Bratteli, formaður flokksins, hélt á fundinum. Hann sagði, að nú sem fyrr yrði Hægri flokkurinn höfuð- andstæðingurinn, en að öðru leyti myndi hin nýja minni- hlutastjórn leita málefnalegr- ar sambúðar við alla hópa og fulltrúa, sem vildu styðja jákvæða pólitik. Yfirleitt eru þessi ummæli Brattelis skilin á þann veg, að stjórnin muni ekki siður leita stuðnings eða samstarfs við miðflokkana en Sósialiskt kosningabandalag. A FUNDINUM komu ýmsir fram með uppástungur um að leitað skyldi sérstaks sam- starfs við Sósialiskt kosninga- bandalag en engar ákvarðanir voru hins vegar teknar um það. Meirihlutinn var þvi ber- sýnilega mótfallinn. Niður- staðan var þvi sú, að væntan- leg minnihlutastjórn flokKsins skyldi ekki gera bandalag við neinn, heldur vera alveg óháð óg láta málefni ráða, hvaða stuðningur fengist. Þetta getur sett Sósialiskt kosninga- bandalag i verulegan vanda i ýmsum málum, þar sem það getur átt um það að velja, að sætta sig við tillögur stjórnar- innar, sem ekki munu ganga nógu langt að dómi þess, eða að fella stjórnina, sem myndi sennilega leiða til þess, að minnihlutastjórn meðflokk- anna kæmi til valda, likt og nú er. AÐ SJALFSöGÐU var mikið rætt um kosningaúrslitin og hinn mikla ósigur Verka mannaflokksins. Ýmsar skýringar voru gefnar á ósigr- inum. Flestum kom saman um, að klofningurinn i flokkn- um um afstöðuna til Efna- hagsbandalagsins, hefði átt verulegan þátt i ósigrinum, en þó væri hann hvergi nærri eina skýringin. Margt fleira hefði til komið og sennilega hefði það verið örlagarikast, að tengslin milli flokksforustunn- ar og óbreyttra kjósenda væri orðið minna en áður. Einkum hefði þetta samband bilað á stóru vinnustöðunum. Ýmsar tillögur komu fram um að bæta þetta. Það mun verða eitt helzta verkefni flokks- forustunnar að reyna að koma á nýjum starfsaðferðum I þessum efnum. Það er talið fullvist, að Trygve Bratteli myndi hina nýju rikisstjórn, en allmiklar getgátur eru um ýmsa með- ráðherra hans. Einkum þykir það máli skipta hver hlýtur sæti utanrikisráðherra. Sumir spá þvi, að það verði Reiulf Steen, varaformaður flokks- ins. Sitthvað bendir til, að hin nýja stjórn taki upp róttækari utanrikisstefnu á ýmsum sviðum. T.d. hefur Arbeider- bladet lagt til i forustugrein, að Noregur viðurkenni rikis- stjórn þjóðfrelsishreyfingar- innar i portúgölsku Guineu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.