Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 9. október 1973. o íþróttir Staðan i 1. deild i er nú þannig: Leeds 10 8 2 0 21-5 18 Burnley 10 6 3 1 19-10 15 Coventry 11 6 2 3 14-9 14 Derby 11 5 3 3 15-10 13 Liverpool 10 5 3 2 12-9 13 Everton 10 4 4 2 12-9 12 Leicester 10 3 6 1 11-9 12 Newcastle 10 4 3 3 17-13 11 Arsenal 10 5 1 4 13-12 11 Man.City 10 4 3 3 13-13 11 QPR 10 2 6 2 14-14 10 Sheff.Utd. 10 4 2 4 12-12 10 Ipswich 10 3 4 3 15-17 10 Southampton 10 3 3 4 13-17 9 Chelsea 10 3 2 5 14-14 8 Stoke 10 1 6 3 10-11 8 Tottenham 10 3 2 5 12-15 8 Manch.Utd. 10 3 2 5 9-12 8 West Ham 10 0 4 6 10-19 4 Birmingham 10 0 3 7 8-22 3 TÍMINN 19 fP Israel undirbúinni áætlun, sagöi hann. El-zayyat tók siðar til máls og endurtók ásakanirnar i garð isra- ela og að Egyptar berðust i sjálfs- vörn. — Ég vil gjarna fræða alls- herjarþingið um það, að egypzku hersveitirnar hafa dregiö upp egypzka fánann meðfram austur- bakka Súez, sem er i rauninni egypzkt umráðasvæöi, sagöi hann. Ræðu Abba Ebans var tekiö meö algjörri þögn i salnum, en þegar egypzki utanrikisráðherr- an lauk máli sinu, dundi við mikið lófatak. Sovézki flokksleiðtoginn Brés- nef var hinn rólegasti, er hann drap á styrjöldina i gær i hádegis- verðarboði fyrir japanska for- sætisráöherrann. Brésnef sagði, að þróunin i heiminum leiddi nú til minnkandi spennu, en þrátt fyrir það, blossuðu upp bardagar i vissum heimshlutum. Dæmi um sliktværu Mið-Austurlönd, og þar heföi nú Israel ráðizt á Egypta- land og Sýrland. Hann sagði enn- fremur, að öll samúð Sovétrikj- anna væri með Aröbum og að Sovétmenn vildu leggja sitt af mörkum til að koma á varanleg- um friði á þessum slóðum. Sérfræðingar i Moskvu veittu þvieftirtekt, aö Brésnef kom ekki fram með neinar ásakanir frekar á ísraelsmenn, og er taliö að hann hugsi sér að fá Bandaríkin i lið með sér til að reyna að koma á friöi. Nixon forseti hafði persónulega samband við Brésnef í gær um málið, og Kissinger ræddi það einnig viö sendifulltrúa Kina i Washington. ©' Siglufjörður ina, og flæddu jafnvel niður i kjallara í sumum húsum. Ekki er þó vitað um verulegt tjón, en eitthvað er um skemmdir i einum kjallara, og einnig munu mörg þök og gluggar hafa lekið. Austan megin við Strákagöng, þr e. Siglufjarðarmegin, féll aur- skriða með grjóti. Meiri skemmdir urðu þó vestanmegin gangnanna. Þar féll skriða og mikiðvatngróf sig niðuriveginn og skar hann i sundur. Vonazt er til, að búið verði að lagfæra veginn fyrir morgundaginn. Veður fer nú batnandi á Siglu- firði, en snjór i fjöllum og grátt niður i miðjar hliðar. ©Á víðavangi unnið mikið starf og gott og á ýmsan hátt merkt. Þannig varð þessi fundur á Sögu einnig hinn þyngsti á- fellisdómur um Mbl., skrif þess og stefnu, eða réttara sagt stefnuleysi i landhelgis- málinu. Og sá maður, sem 'orðið hefur að sæta allt að þvi ofsóknum i Mbl., Hannes Jónsson blaðafulltrúi, hlaut sérstaka hyilingu hins fjöl- menna fundar á Sögu. -TK. 31. þing Iðnnemasambandsins 19.-21. október: RÆTT UM IÐNFRÆÐSLU OG KJARABARÁTTUNA Stefnt að skipulagsbreytingum d sam.tökunum 31. ÞING Iðnnemasambands Islands veröur haldið i Reykjavik dagana 19., 20. og 21. okt. n.k. Þingið er haldiö að Hótel Esju oghefstkl. 14 föstudaginn 19. með setningarræðu Rúnars Bachmanns formanns I.N.S.t. og ávarpa menntamálaráðherra og fulltrúa A.S.t. Þingið sækja milli 80 og 90 fulltrúar 20 aðildarfélaga viðs vegar af landinu. Helztu málaflokkar, sem fyrir þinginu liggja eru Iðnfræðsla, kjaramál iðnnema, félagsmál iðnnemasamtakanna, þjóðmál og skipulagsbreytingar sam- Nýtt fiskverð: AAeðaltalshækkunin varð 15% frá 1. okt. A FUNDI Verðlagsráös sjávarút- vegsins i dag varð samkomulag um, aö lagmarksverö á fiski, sem gilt hefur til 30. september, skuli hækka um 15% aö meðaltali frá 1. október 1973. Einstakar fisk- tegundir hækka sem hér segir: Þorskur um 15.5%, ufsi og blálanga um 31.5% karfi um 5%, langa um 25% og keila um 10%. Verö á ýsu og lýsu verður það sama og á þorski og verð a átein- Sólarhrings- varðstaða hjó Tilkynningaskyldu íslenzkra skipa ARIÐ 1968 voru samþykkt lög tum Tilkynningaskyldu tsl. skipa og reglugerð sett um framkvæmd hennar. Slysavarnafélagi tslands var þá þegar falin starfræksla Tilkynningaskyldunnar og er stjórnstöð hennar i húsi SVFt á Grandagarði. Þau fimm ár, sem Tilkynninga- skyldan hefur starfað, hefur gildi hennar ótvirætt komiðjljós og er hún i dag snar þáttur i slysa- varna- og björgunarstarfi félagsins. Auk þess sem starfsmenn Tilkynningaskyldunnar færa daglega spjaldskrá um stað- setningu skipanna, veita þeir aðstandendum sjómanna ýmsar upplýsingar um ferðir skipanna og er sá þáttur Tilkyningaskyld- unnar vel metinn af þeim, sem heima biða, en vilja þó fylgjast með, hvar skipin eru á hverjum tima. Starfstilhögun við Tilkynninga- skylduna hefur mikið breytzt frá þvi hún fyrst tók til starfa og varðstaða við hana hefur stöðugt verið aukin. A s.l. vetri var varðstaða i Tilkynningaskyldunni allan sólarhringinn og af þeirri reynslu, sem af þvi fyrirkomulagi fékkzt, samþykkt 14. Landsþing SVFt sem haldið var i mai s.l., að sá háttur yrði á hafður að nýju nú þegar i haust. Frá l. okt. s.l., er þvi varðstaða i Tilkynningaskyldunni allan sólarhringinn, og annast þann starfa þrir fastráðnir menn og að auki einn maður til afleysinga um helgar. (Fréttatilkynning frá SVFl). TIMINN ER TROMP Vegna hundrað ára afmælis Halldóru Bjarnadóttur, verð- ur móttaka i Kvennaskólanum á Blönduósi, sunnudaginn 14. október kl. 14.30. Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtu- dagskvöld i sima 4180 eða 4209 á Blönduósi, og 21760 eða 11784 i Reykjavík. Samband austur-húsvetnskra kvenna Heimilisiðnaðarfélag tslands. Aðrar fisk- 15%. Verð- biti verður óbreytt. tegundir hækka um uppbót á linufisk verður óbreytt, þ.e. 75 aurar og veröuppbót á 1. flokks fiski isaðan i kassa verður eins og áður, þ.e. 8% á ýsu og 6% á annan fisk. Gildistimi hins nýja lágmarksverðs er til 31. desember 1973. Reykjavik, 6. október 1973. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Beitukaup Ekki kemur til vandræða ÞAR sem sú beita, sem venjulega hefur verið notuð hér á landi og aflað hér, þ.e. sild og kolkrabbi, veiðist ekki lengur,hefur orðið að flytja inn beitu I allverulegu magni, segir I nýlegu fréttabréfi frá S.l.S. A undanförnum árum liefur verið keyptur kolkrabbi eöa makrill i Bandarikjunum, Kanada, Færeyjum og Noregi. t sumar var gerður samningur við Pólverja um kaup á kol- krabba og makril, en veiðar Pól- verja brugðust, svo að þeir gátu ekki staðið við umsamdar af- hendingar. Þó tókst Sjávaraf- urðadeild S.t.S., eftir mikla leit, að fá kolkrabba frá Sovétrikjun- um, og um þessar mundir er skip að losa hér verulegt magn af kol- krabba, segir ennfremur i frétta- bréfinu. Þessi kolkrabbi er veidd- ur á Nýfundnalandsmiðum af sovézkum verksmiðjuskipum, og kom hingað með sovézku frysti- skipi frá Kleipeda. Fer hann til fjölmargra aðila úti um allt land, og hefur þannig tekizt að forða frá þvi alvarlega vandamáli, sem ella hefði skapazt af beituskorti viðsvegar um landið, segir að lokum. -hs- takanna. Viöamesta mál þingsins er að þessu sinni skipulags- breytingar á samtökunum, aðal- lega stjórn þeirra og miða þær til- lögur, sem liggja fyrir að aukinni félagslegri virkni iðnnema- samtakanna. Einnig verður fjailað itarlega um iðnfræöslu- mál, með hliðsjón af endurskoöun laga um iðnfræðslu, og kjaramál, vegna komandi samninga i nóvember. I lok þingsins verður kjörin stjórn sambandsins fyrir næsta starfsár. Askenazy stjórnandi Askenazy stjórnar Sinfóniuhljómsveit tslands að Minni-Borg. Sinfóniuhljómsveit tslands heldur tónleika i Félagsheimilinu Borg I Grimsnesi næstkomandi fimmtudag 11. október, og verður Vladimir Askenazy stjórnandi og einleikari á þeim tónleikum. Eftirtalin verk veröa á efnis- skránni: Sinfónia nr. 1 (klassiska sinfónian) eftir Prokofieff, Pianó- konsert nr. 21 eftir Mozart og Sinfónia nr. 5 eftir Beethoven. Þetta eru aðrir tónleikar utan Reykjavikur, sem hljómsveitin heldur á þessu starfsári, og jafnframt I annað sinn sem Askenazy kemur fram sem stjórnandi hljómsveitarinnar að Minni-Borg. Sfmar 38900 38904 38907 ■ BÍLABÚSIHI Notaðirbílar til sölu á góðum kjörum 1973 1972 1972 1972 1972 Chevrolet Nova, sjálfskiptur. Vauxhall Viva. Chevrolet Chevelle. Merzedes-Benz 280 S. Ford Dimto. 1972 Mercury Comet. 1971 Chevrolet Nova. 1971 Opel Ascona. 1971 Ford Mustang March. 1970 Toyota Crown, sjálfskiptur. 1969 Vauxhall Victor 1600. 1969 Dodge Dart G.T. 1969 Vauxhall Victor 2000 Station. 1969 Taunus 20 M. 2ja dyra. 1968 Taunus 12 M. Station. 1968 Opel Record. 1968 Scout 800. 1968 Buick Special. 1966 Chevrolet Chevelle. 1966 Chevrolet Nova. 1966 Fiat 1500 Station. 1966 Opel Caravan. 1965 Vauxhall Victor. 1965 Opel Caravan. FflA FL UGFELAGi/VU Ræstingakona Flugfélag islands h.f. óskar að ráða ræstingakonu til starfa. Vaktavinna. Upplýsingar hjá Sverri Jónssyni, stöðvar- stjóra, Reykjavikurflugvelli. Upplýsing- ar ekki veittar i sima. FLUGFELAG JSLANDS Electrolux Húsbyggjendur og Termel brenna ekki loftryki. Termel gefur notalegan og þægilegan loft- hita. Termel hitar eins og venjuleg vatnsmið- stöð. Termel hefur hitastilli, sem heldur her- bergishitanum mjög jöfnum (aðeins ca -f+1%) eír sem rafmagns nota Við seljum Termel-E olíufylltu rafmagnsofnana. Kjölur s.f. Keflavik. Simar 2121 og 2041.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.