Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 9. október 1973. Trimm-dægurlagakeppni Fél. Isl. hljómiistarrnanna og I.S.I. er nú rösklega hálfnuö og eru þaö milli 40 og 50 lög.sem lenda I úrslitakeppninni. Þaö er 18 manna stórhljómsveit F.Í.H. ásamt 6 söngvurum er annast kynningu laganna og tók Guöjón Einarsson, Ijósmyndari þessa mynd af hljómsveitarmönnunum fyrirutan Ilótel Sögu. Dægurlagakeppnin heldur áfram f Súlnasalnum aö Hótel Sögu í kvöld, en gestir greiöa sjálfir atkvæöi um vinsælustu lögin. Selfoss á flot - engar skemmdir BÚIÐ er að ná Selfossi, skipi Eimskipafélagsins, á flot, en eins og kunnugt er strandaði hann á Vestdalseyrinni á Seyðisfirði i siðustu viku. Hvorki meira né minna en fjögur skip þurfti til að draga hann á flot, þ.e. Reykja- foss, Skógarfoss og varðskipin Óöin og Þór. Þessi skip hafa inn- ariborðs vélar, sem samanlagt eru um 18.000 hestöfl, enda rann Selfoss niður af Eyrinni, hægt og mjúklega, eins og verið væri að sjósetja skipið, að sögn Ingi- mundar Hjálmarssonar, frétta- ritara blaðsins á Seyðisfirði. Það var á flóðinu um klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöld, sem tókst að draga Selfoss á flot, en hann strandaði aðfaranótt mið- vikudags, i siðustu viku. Eins og áöur sagði, voru fjögur skip þar að verki, en áður hafði verið reynt að draga hann út með Reykja- fossi einum, sem mistókst. Búið var að losa úr Selfossi alla sekkjavöru og eitthvað af fryst- um fiski, er hann var dreginn út. t gærmorgun voru froskmenn aö kanna botn skipsins, en hann er litið sem ekkert skemmdur, sér nánast ekki á honum, þannig að hann mun halda áfram að lesta frystan fisk á Amerikumarkað, eins og áætlað hafði verið. Fjöldi fólks af næstu f jörðum og ofan af héraði gerði sér ferð til Seyðis- f.jarðar til að fylgjast með hvernig gengi að ná skipinu út. Sjópróf i málinu fara væntan- lega fram i Reykjavik á næstunni, og þá upplýsist trúlega með hvaða hætti strandið varð. —hs— 6468 útlendingar komu hingað í september 1 siðasta mánuði komu 6353 út- lendingar hingað til lands með flugvélum, og 115 með skipum, samkvæmt upplýsingum út- lendingaeftirlitsins. í mánuðinum komu samtals 14.834 farþegar til landsins með flugvélum, en 363 með skipum. Síldarsölur: Loftur Baldvinsson hefur selt 50.7 millj. SILDVEIDISKIPIN i Norðursjó seldu I siðustu viku 1.235 lestir af sild fyrir tæpar 38 milljónir, og ineöalverðiö var 30.60 kr pr. kg. A þessu ári er þá búiö að selja sild fyrir samtais 753,5 milljónir, en á sama tiina I fyrra var búið að selja fyrir 349,7 milljónir. Mestu munar hve meðalvcrðið i ár hefur verið miklu hærra en það var i fyrra, eöa 23.74 á móti 13.14 kr pr. kg i fyrra. A sama tlma I fyrra fyrir króna var búiö aö veiöa tæp 27 þús. tonn, en i ár er magnið tæp 32 þús. tonn. Þrjú aflahæstu skipin i ár eru, frá því að síldveiðar hófust til 6. okt: Loftur Baldvinsson, sem selt hefur fyrir um 50.7 milljónir, Guömundur RE fyrir tæpar 40 milljónir og Súlan EA fyrir tæpar 36 milljónir. Loftur Baldvinsson er búinn að selja tæplega 2.000 tonn. —HS— K tímabllinu frá 1. til 6. október s.l. hafa eftir- talin síldveiöiskip selt afla sinn f Danmörku: Magn Verðm. Verðm. lestir: ísl.kr.: Pr- k§.-.' 1. okt. Keflvíkingur KE. 3o.2 923.o5o.- 3o.56 1. tl Fífill GK. 21.1 735.823,- 34.87 1. tt GÍsli Arni RE. 6o. 8 2.248.237.- 36.98 1. tt II tt 49.1 393.383,- 8.ol 2. tt Grindvíkingur GK. 34.7 1.320.899.- 38.o7 2. tt Dagfari ÞH. 15.4 548.458,- 35.61 3. tt Skarðsvílt SH. 8.1 237.5o3.- 29.32 5. tt GÍsli Arni RE. 7.7 223.999.- 29.o9 5. tt Nattfari ÞH. 29.4 1.043.355,- 35.49 5. II Ólafur SigurOss. AK. 58.5 2.135.282.- 36.5o 5. II Rauðsey AK. 64.0 2.173.076.- 33.95 5. II Eldborg GK. 64.2 2.o5o.353.- 31.94 6. tt Heimir SU. 46.1 1.43o.5ol.- 31.o3 6. tt Skfrnir AK. 67.4 2.001.411.- 29.69 6. II Guðmundur RE. 169.9 5.115.469,- 3o.ll 6. tt Óskar Magnússon AK. 70.9 2.216.598,- 31.26 6. tt tt tt 4.9 91.348.- 18.64 6. tt Asberg RE. 79.1 2.384.4o4.- 3o.l4 6. tt Loftur Baldvinss. EA. 66.6 2.148.723,- 32.26 6. tt Örn SK. 65.7 1.957.511,- 29.79 6. tt HéOinn ÞH. 87.1 2.559.589,- 29.39 6. tt VörOur í>H. 45.4 1.3o8.822,- 28.83 6. tt Hilmir SU. 88.9 2.543.210.- 28.61 Síld 1.181.2 37.3o6.273.- 31.58 BrœOslusíld 49.1 393.383,- 8.ol Makríll 4.9 91.348.- 18.64 SaElaiS 1^225^2„3Z^Z23iAsaáa=—28*28 1) BræBslusíld. 2) Makrfll. Þjóðhótíðardagur Þýzka alþýðulýðveldisins 1 tilefni af 24 ára afmæli lýðveldisins gengst Islenzk-þýzka menningarfélagið fyrir sam- komu. Fer hún fram I Lækjar- hvammi að Hótel Sögu i kvöld og hefst kl. 20.30. Auk vandaðrar dagskrár mun ambassador þýzka alþýðulýðveldisins, hr. Hinz- mann, koma á skemmtunina og flytja ávarp. Er öllum velunnur- um þýzka alþýðulýðveldisins vel- komiðað mæta. lslenzk*þýzka menningarfélag- iö hefir einnig, I tilefni þessa at- burðar, hafið undirbúning þess að haldin verði grafiksýning með verkum ýmissa þekktra lista- manna frá þýzka alþýðulýðveld- inu og verður hún haldin i Boga- sal dagana 19.—26. janúar 1974. Ennfremur er bókasýning I undirbúningi. Formaður íslenzk- þýzka menningarfélagsins er dr. örn Erlendsson. A sunnudaginn var bifreiö ckiö á mikilli ferö út af Skeiöavegi, rétt viö mót Suöurlandsvegar. Ekillinn mun ekki hafa náö beygjunni þarna, og fór billinn langt út af veginum og valt siöan nokkrar veltur. Tvær konur voru I bilnum, og sluppu þær ómeiddar, en billinn er mikiö skemmdur, eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var skömmu eftir óhappiö. (Timamynd P.Þ.) Brúin upp á bílasíæðið kostaði 3 millj. kr. Brúin, sem gerð hefur verið til bráðabirgða upp á bilastæðið i Tollstöðinni (þakið) kom til i umræðu á siöasta borgar- ! stjórnarfundi, er Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn: 1) Hversu mörg bilastæöi eru á þaki tollstöðvarhússins viö Tryggvagötu? 2) Hvað kostar bilabrautin, sem veriö er að leggja til bráðabirgða upp á þakið? 3) Er það rétt, sem fram hefur komið I blööum, að álika mikið pláss fari undir bilabrautina og það sem fæst á þaki tollstöðvar- hússins? 4) Er það rétt. að þrátt fyrir bílabrautina verði ekki hægt að nýta þakið á brúnni, sem áföst er við tollstöðvarhúsið, fyrir bila- stæði? 5) Var sá möguleiki athugaður, hvort ekki væri heppilegra að fá bilalyftu I stað þess að byggja bilabrautina, sem bæði tekur mikið pláss og er auk þess bráða- birgðaúrræði? Svar borgarstjóra Borgarstjóri svaraöi þvi til, að 105 bilastæði yrðu á þaki toll- stöövarinnar, að bilabrautin kostaði þrjár milljónir króna, en endanlegir reikningar lægju ekki fyrir. Hann kvað brautina taka stæöi 76 bifreiða, en þegar öll stæði væru talin , þá væru þarna 170 bilastæði, þar af 25 á jörðu niðri. Borgarstjóri kvað þá hugmynd hafa verið athugaða aö fá lyftur, en tvær lyftur hefðu kostað 5-6 milljónir króna. Lyftur og stæði undir brautinni Kristján Benediktsson þakkaði borgarstjóra svörin og kvað ástæðu til fyrirspurnarinnar vera, að menn veltu þvi mikið fyrir sér, hvað brautin hefði kostað. Taldi Kristján, aö lyftur hefðu komið til greina, þar eð þær heföu verið hægt að selja, þegar þeirra væri ekki lengur þörf, eða nota við önnur bilastæði, sem ættu eftir að koma. Guðmundur G. Þórarinsson tók einnig til máls, og kvaðst ekki sjá hvers vegna ekki hefði verið haft minna bil milli stoða i burðar- viðum, þar eð hægt hefði veriö með þvi móti að nýta rýmið undir brúnni fyrir bilastæði. —JG Erlendir bak- pokamenn enn á ferð- inni Þórmóður Jónsson á Húsávík’ j sagði okkur að veðrið væri mjög j gott þarna fyrir norðan, eins og verið hefði i mest allt sumar. Sagði hann, að sláturtið stæði ennþá yfir. Húsvikingar munu slátra um það bil 40 þúsund f jár i ár og er það svipað og verið hefur undanfarin ár. Erlendir bakpokamenn eru ennþá á ferðinni, og hefur þeim fjölgað ár frá ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.