Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 9. október 1973. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri: Samvinnuskólinn hefur stækkað og efIst sem menntastofnun Guömundur Sveinsson, skólastjóri, flytur setningarræöu slna. Hin nýja framhalds- deild Samvinnuskólans var sett i fyrsta skipti á föstudag. í ræðu sinni við setningu framhalds- deildarinnar sagði Guð- mundur Sveinsson, skólastjóri Samvinnu- skólans m.a.: Samvinnuskólinn er á timamót- um, menntastofnun, sem sam- vinnusamtökin hafa starfrækt allt frá árinu 1918. Hafin er starfsemi framhaldsdeildar viö skólann, þriöji bekkur á framhaldsskóla- stigi sé miöaö viö skólann eins og hann er nú aö Bifröst. Þetta eru aö minni hyggju mikil og góö tiö- Jindi fyrir alla þá. sem hafa unnið og unnaö Samvinnuskólanum. — Ég tel rétt að vikja nokkrum orð- um að forsögu þessa framhalds, sem nú eru veruleiki. Þegar Samvinnuskólinn hafði starfað i full 50 ár, voriö 1969, var sú ákvöröun tekin af forráöa- mönnum skólans aö efna til ráð- stefnu um verzlunarfræðslu i landinu i samvinnu við forráða- menn Verzlunarskóla Islands. A þessari ráöstefnu, sem haldin var i septembermánuöi 1969 var gerö Itarleg grein fyrir þróun verzlunarfræöslu i nágrannalönd- unum. Noröurlöndum, Bretlandi, Þýzkalandi og Bandarikjunum. Jafnframt voru lagðar fram til- lögur aö hugsanlegri og æskilegri skipan þessarar fræöslu i landi okkar. Sú varö niðurstaða ráö- stefnunnar um verzlunarfræðsl- una haustiö 1969 aö skipuö skyldi nefnd, en I henni ættu sæti fulltrú- ar eftirfarandi aðila: Sambands isl. samvinnufél., Samvinnuskól- ans, Verzlunarráös Islands, Verzlunarskóla fslands svo og skólanefndar Verzlunarskóla fs- lands, alls 10 manna nefnd. — Nefndin hélt marga fundi á árun- um 1969-1971, safnaði gögnum vfða aö og markaði stefnu, sem eining var um I meginatriöum. — Var siöan leitaö til menntamála- ráöuneytisins, sem frá 1. janúar 1970 hafði farið með málefni verzlunarskólanna og þess óskaö aö þáverandi menntamálaráö- herra Gylfi Þ. Gislason skipaði nefnd, sem tæki viö störfum og verkefnum hinnar sjálfskipuðu nefndar verzlunaraöilanna. Þá- verandi menntamálaráöherra varö viö þeim tilmælum og 29. april 1971 var nefnd skipuð aö gera tillögur til ráöuneytisins um framtiðarskipan verzlunar- menntunar I landinu. Var svo fyr- ir nefndina lagt, aö hún skyldi skila tillögum sinum i frumvarps- formi. 1 nefndina voru skipaöir Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri formaður, deildarstjórarnir Andri Isaksson og Indriði H. Þorláksson, skólastjórarnir sira Guðmundur Sveinsson og dr. Jón Gislason, allir skipaöir án tilnefningar, Hjörtur Hjartarson, forstjóri, og Gisli V. Einarsson, viöskiptafræðingur, skipaðir samkvæmt tilnefningu Verzlunarráðs Islands, Eysteinn Jónsson, varaformaður Sam- bandsins, skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands isl. sam- vinnufél. og ölver Karlsson, odd- viti,'skipaður samkvæmt tilnefn- ingu Sambands Isl. sveitarfél. Framan af miðaði störfum hinnar siöari nefndar hægt og hafði raunar fátt gerzt fram til vorsins 1973 annað en það að undirnefnd hafði lokiö könnun á starfsmannaþörf á viðskiptasvið- inu, notiö til þess aöstoðar tveggja kennara verzlunarskól- anna og látið siðan vinna úr þeim gögnum, er þeir söfnuðu. Það út af fyrir sig var mikilvægt. En á vorfundum nefndarinnar 1973 komst verulegur skriður á störf hennar og mótun væntanlegs frumvarps. En nokkru áöur heldur en nefnd menntamálaráðuneytisins haföi hafiö lokasókn sina ef svo mætti kalla, varö breyting á skipan fræöslustarfs Samvinnusamtak- anna. Sigurður Markússon, sem veriö hafði framkvæmdastjóri Skipulagsdeildar Sambandsins var jafnframt skipaður framkvæmdastjóri fræösludeilda þess og áttu fræðslumálin öll þannig að vera i forsjá hans. — Sigurður Markússon sýndi þegar I upphafi mikinn áhuga á eflingu Samvinnuskólans og þá alveg sérstaklega á þann veg að braut- skráðum nemendum yrði opnuö leiö til framhaldsmenntunar á vegum samvinnusamtakanna. —En hér var gatan engan veginn eins greið og æskilegt heföi verið. Ekki kom að sjálfsögðu til mála aö bjóöa brautskráðum nemend- um framhald, sem á einn eða annan veg endaði i blindgötu. Um annað gat naumast verið að ræða heldur en framhaldsnámsbraut er opnaði leiðir til háskólastigs eða gerði mögulegt að þræða framhaldsskólastigið á enda. Það hlýtur að koma fram hér sem satt er, að einmitt sú hætta sem viö blasti að framhaldsnám á vegum Samvinnuskólans yrði án nokkurra tengsla við hið almenna skólakerfi og kæmi ekki til álita sem leið til háskólanáms, torveldaði og tafði. — Svo hlaut að vera þegar á hitt er litið,aðSam- vinnuskólinn hefur þegar fengið, með takmörkunum þó, viður- kenningu Verzlunarháskólans i Kaupmannahöfn, en þar geta 2-3 nemendur brautskráöir frá skólanum hlotið inngöngu ár hvert. Hliöstæð viðurkenning hef- ur og fengizt frá héraðsháskólan- um norska i Agder. — Þá ber þess enn aö geta,að þeir skólar i Dan- mörku sem starfa á likum grund- velli og Samvinnuskólinn og gera i verulegum atriöum hliðstæðar námskröfur, — svo kallaðir æðri verzlunarskólar, Höjere handels- skoler, hafa tryggt nemendum sinum . takmarkaðan aðgang að háskólanámi, þ.e.a.s. braut- skráðir nemendur eiga rétt á að innritast i hagfræöi- og lagadeild- ir dönsku háskólanna. En einmitt þegar þær stað- reyndir,sem nú hafa verið nefnd- ar,virtust ætla að kollvarpa hin- um framsýnu og djörfu áformum Sigurðar Markússonar gerðist það, að nefnd menntamálaráðu- neytisins um verzlunarfræðslu tók að móta frumvarp.sem gaf slik fyrirheit að hvetja hlaut til bjartsýni. Eftir þvi sem lengra leið á júnimánuð miðaði frum- varpssmiðinni meir og meir áleiðis. Það er ekki rétt á þessu stigi að greina frá einstökum atriöum frumvarps, sem enn hef- ur ekki verið lagt fram á Alþingi. Það skal heldur ekki gert hér. En eitt er vist.að hefðu ekki komið til fyrirheit þessa frumvarps þá værum við ekki hér saman komin i dag við setningu framhalds- deildar Samvinnuskólans. Fyrir- heithins umrædda frumvarps eru slik, aö verði þau að veruleika gerist hvort tveggja i senn: Framtíðarrekstur Samvinnuskól- ans að Bifröst sýnist tryggður og skólinn felldur eðlilega inn i ann- aö námsstig fræðslulaganna, framhaldsskólastigið með eðli- legum áföngum að stúdentsprófi þeirra nemenda.sem þess óska, en skemmri námsbrautum til handa þeim,er ekki kjósa að eyöa svo mörgum árum til undirbún- ings lifsstarfi i fyrsta áfanga. Ég vænti þess.að þær ástæður, er ég nú hefi greint.geri það ljóst, hvers vegna hinn ánægjulegi boðskapur um stofnun fram- haldsdeildar Samvinnuskólans var fyrst kynntur i júlimánuði siðast liönum og öllum þeim, er burtfararprófi hefðu lokið frá Samvinnuskólanum, hvort heldur meðan skólinn var staðsettur hér syðra eða eftir að hann var fluttur til Bifrastar i Borgarfirði, var gefinn kostur á að láta innritast til áframhaldandi náms á vegum samvinnusamtakanna. En skóli verður ekki til við það eitt.að hann hafi verið auglýstur. Til skólahalds þarf fyrst nemend- ur, þá kennara og loks húsnæöi. Þaö er ekki ætlun min að rekja Itarlega þá merkilegu sögu, sem raunverulega hefur skapazt frá þvi ákvörðunin um stofnun fram- haldsdeildarinnar var tekin endanlega siðast i júnímánuði. Ég vil aðeins segja þetta: Fram- haldsdeild Samvinnuskólans varð að veruleika vegna þess að tiu áhugasamir nemendur létu innritast til fulls náms við deild- ina, auk tveggja, sem stunda munu þar nám sem óreglulegir nemendur. Tólf fyrrverandi nemendur Samvinnuskólans hafa þannig tengt framtið sina og óskir um meiri menntun við framhaldsdeildina. Ég þakka þeim á þessum degi traust þeirra og vona, að þeir verði ekki fyrir vonbrigöum, fyrirheitin rætist. — Þá tókst i annan stað að útvega kennara aö framhaldsdeildinni, en þeir hafa gefið til kynna trú sina á þvi verki,sem hafið er. Ég veit að þeir muni gera sitt til að framhaldsdeild Samvinnuskólans verði i sannleika menntastofnun sem samvinnusamtökin geti ver- iö stolt af. Hafi kennarar heila þökk fyrir áhuga sinn og skilning. Og i þriðja lagi bera að fagna þvi átaki,sem gert hefur verið að búa framhaldsdeildinni þann sama- staö er hæfir hér á Suðurlands- braut32. A örskömmum tima hef- ur verið sköpuð kennslu- og námsaðstaða, sem á allan hátt auðveldar fræöslustarfið og gefur til kynna áhuga og velvilja allra þeirra, sem hér hafa nærri komið. Þeim skal einnig öllum þakkað á þessum degi. — En einn er sá maður sem mestar þakkir á skilið að framhaldsdeild Samvinnu- skólans er orðin að veruleika, sá er hinn nýi framkvæmdastjóri fræðslustarfsemi samvinnusam- takanna, Sigurður Markússon. Hans er hugmyndin að framhaldsdeildinni, hann tryggði samþykki stjórnar Sambandsins og framkvæmdastjórnar þess fyrir eflingu Samvinnuskólans áður en raunverulega var úr þvi skorið að hægt myndi vera að hefjast handa að þeirri viðbót sem hér um ræöir. Ég flyt Sigurði svo og forstjóra Sambandsins, Erlendi Einarssyni, sem frá upp- hafi samþykkti eflinguna fyrir sitt leyti, stjórn og framkvæmda- stjórn þakkir i nafni Samvinnu- skólans og nemenda hans. —. Megi svo reynast að gæfa og gengi fylgi þessu framhaldi að mennta og mannbæta. — Vist er það rétt sem sagt hefur verið að „endirinn kórónar verk- ið”, finis coronat opus,og sá endir er eggjun okkar allra, að Sam- vinnuskólinn hafi stækkað og eflzt sem menntastofnun. Skólastjóri ásamt nemendum framhaldsdeildarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.