Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 6. október 1973. Iffi|'''!l!ll!'!l ■ í stofufangelsi Þaö á ekki af henni Jackie Onassis aö ganga. Síðustu fregnir af þeirri mektarfrú herma, aö Ari karlinn sé búinn aö loka ávfsanareikningnum hennar og setja hana sjálfa i eins konar stofufangelsi á eynni Skorpios. Astæðan fyrir þessari harð- ýögi er sögö fádæma eyðslusemi frúarinnar, en við héldum nú satt aö segja, að Ari væri hættur aö kippa sér upp viö svoleiðis smámuni. Hvaö um þaö, þau hjónin voru á skemmtisiglingu um Karabiska hafið á snekkj- unni Kristinu. Jackie skemmti sér nú ekki betur en svo, að hún fór í land á Jamaica og tók fyrstu flugvél til Parfsar. Þar hellti hún sér út f gffurleg fata- kaup, og á nákvæmlega tólf tim- um og þrjátiu og nfu minútum hafði henni tekizt að festa kaup á 158 módelkjólum og drögtum fyrir rúmlega fjórar milljónir Islenzkra króna. Geri aðrar bet- ur! Illilegt sjónvarpsgabb Nýlega varð geysilegur umferðarhnútur á vegunum út að flugvellinum f borginni Arequiba i Perú. Sjónvarpið þar birti tilkynningu, þar sem allir bileigendur voru beðnir að hraða sér út til flugvallarins til þess að lýsa upp lendingar- brautina. Sagt var að flug- vallarljósin væru ónýt, og að innan skamms væri von á flug- vél, sem þyrfti að nauðlenda á vellinum. Þúsundir bileiganda héldu þegar i stað til flugvallar- ins, hvort sem það hefur verið af forvitni eða hjálpfýsi. Þetta leiddi til þess, að öll umferð tepptist, og biðraðirnar voru margra kilómetra langar, þeg- ar verst var ástandið. Ekki hef- ur verið skýrt frá þvi, hvað gert var við siónvamsmennina. sem göbbuðu fólk á þennan máta. Með orðuna í leikhústöskunni Enginn vissi hvað Margrét II Danadrottning var með i tösk- unni sinni, þegar hún kom i C3 Hverri er hún lík? Nei. Þetta er ekki Ingrid Berg- man, Fyrst, þegar við sáum þessa mynd,vorum við viss um aö þetta hlyti að vera kvik- myndaleikkonan fræga, en við nánari eftirgrennslan kom I ljós, að svo var ekki. Þessi fallega kona hafði að visu eftir nafnið Bergman, en að fornafm hét hún Friedel, og hún var móðir Ingrid. Justus Bergman, sem var listmálari, málaði myndina af ástkærrieiginkonu sinniskömmu áður, en hún lézt, og þetta er eina minningin, sem Ingrid á um móður sina. leikhúsið nýlega með móður sinni og systur. Þær komu til að sjá og heyra Birgit Nilsson, syngja aðalhlutverkið i Tristan og Isolde. í hléinu eftir 2. þátt, þá var söngkonan beðin að koma og heilsa drottningunni og fannst henni það mikill heiður, en hrifnari varð Birgit, þegar drottningin tók upp úr leikhús- tösku sinni orðu, sem veitt er listamönnum, sem skara fram úr og heitir orðan „Ingenio et arti”-orðan , og þykir sérstakur heiður fyrir listamenn að fá hana. 1 leikhúsinu vissu áhorf- endur ekki neitt um þetta atvik, fyrr en Birgit Nilsson hafði ver- ið kölluð fram með lófataki 18 sinnum, þá kom hún fram i sið- asta sinn með orðuna i barmi og leikhúsgestir fögnuðu henni. Þetta þótti . sérstaklega skemmtileg orðuveiting, og skemmtileg hugmynd hjá drotnningu, að koma með örð- una I leikhústöskunni sinni og úthluta henni þarna. — Mér er sama hvað þú segir, ég held þvi fram,að það sé eitthvað gruggugt við þetta. — Konan min tekur við öllu kaup- inu minu. DENNI DÆMALAUSI Þú mátt ekki trufla forstjórann, Denni. Hann kom hingað til að fá að sjá GAMLA DRULLU- SOKKINN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.