Tíminn - 23.10.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 23.10.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 23. október 1973 Veizlugestir gæfta sér á krásunum og láta sig litlu skipta forvitin auguvegfarenda. Gunnar Magnússon leikur létta dinnermúsik til aö bæta meltinguna meöan Guðmundur Bogason svifur um og býður Katli Larsen, Guörúnu Brandsdóttur, Hörpu Jósefsdóttur og Gunnari Magnús- syni meira. steikina, sem Kjötverzlun Tómasar hafði veitt þeim og mat- reitt á svo gómsætan hátt. Það var þvi ekki um annað að ræða, en að flytja veizluborðið i skjól og halda átinu þar áfram, og endur- taka siðan borðhaldið seinna, þegar betur viðrar. Það er Ketill Larsen, ásamt klúbbum innan Æskulýðsráð, sem sér um töku þessarar myndar. Hefur Ketill gert handritið og er jafnframt stjórnandi, en Svein- björn Pétursson og Sigurjón Valdimarsson taka myndina. Sagði Ketill okkur, að það rikti mikill áhugi hjá þeim, sem stæðu að töku myndarinnar. Væri öll vinna sjálfboðavinna, og ennþá hefði ekki þurft að kosta neitt til hennar. Ekki vissi hann hvenær töku myndarinnar yrði lokið, enda væri ekkert sem ræki á eftir henni. Fer það allt eftir þvi, hversu vel tekst við gerð myndar- innar, hvað við hana verður gert, en i bigerð er að fá hana sýnda á Norðurlöndum. MATARVEIZLA FÍNA FÓLKSINS A SUNNUDAGSGÖNGU sinni brá Reykjavíkurbú- um heldur en ekki í brún við að sjá prúðbúið fólk sitja að veizluborði á miðri Lækjargötu. En skýring fékkst þó á þessu. Ketill Larsen var enn einu sinni á ferð að taka atriði úr myndinni ,/Reykjavíkurlífið í spaugi- legri mynd". Myndin fjallar um erlendan ferðamann, sem kemur hingað til landsins og sér landsmenn frá heldur spaugilegu sjónarhorni. Skömmu eftir komuna til landsins fær karl sér ný gleraugu hjá Týli. En það er ekki sama gegnum hvaða gler er horft, þvi upp frá þessu sér hann hina furðulegustu hluti, svo ekki sé meira sagt. A vegi hans verður meðal annarra bóndi, sem tjaldar á miðju Lækjartorgi, og fin frú, sem gengur um bæinn með kálf i bandi. Hann sér fólk vera að baða sig á miðri Lækjargötu, þar sem fina fólkið heildur einnig mikla matarveizlu, og fleira i svipuðum dúr. 1 þetta sinn var verið að kvik- mynda matarveizluna, en veður- guðirnir brugðust veizlugestum, þegar þcir voru hálfnaðir með 5 : Presturinn, Bragi ólafsson, kemur akandi meö steikina i fuilum Harpa Jósefsdóttir Amin nýtur þess sýnilega að neyta matar sfns undir berum himni. Mynd Þorsteinn skrúða. Mynd Böövar Indriðason. Helgason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.