Tíminn - 23.10.1973, Síða 12
TÍMINN
Þriðjudagur 23. október 1973.
Þriðjudagur 23. október 1973.
TÍMINN
13
Rætt við
Hjalta Pdlsson
framkvæmdastjóra
um framtíðarhorfur
Innflutningsdeildar SÍS
nokkrar spurningar varðandi
væntanlegar byggingafram-
kvæmdir, svo og önnur atriði
varðandi húsnæðisaðstöðu
deildarinnar. Fyrst báðum við
hann þó að greina frá veltu og af-
komu deildarinnar undanfarið.
— Velta Innflutningsdeildar
hefur aukizt mjög ört ár frá ári,
svarar Hjalti —og s.l. ár nam hún
1.627 millj. kr. og hafði þá aukizt
um nær 22.5% frá árinu á undan,
en það má taka fram, að i þessari
tölu er ekki reiknuð með sala á
sementi eða á framleiðsluvörum
verksmiðjanna á Akureyri, sem
deildin annast. Þá er heldur ekki
annað að sjá en þessi aukning ætli
að halda áfram á yfirstandandi
ári, þvi að fyrra helming þess er
hún komin upp i 1.046 millj. kr. og
hefur aukizt um nær 330 millj. eða
þvi sem næst 46% frá fyrstu sex
mánuðum ársins 1972. Um af-
komu deildarinnar er það að
segja, að hún verður að teljast
hafa verið mjög góð siðustu árin,
og er þar helzt til að nefna, að
okkur hefur tekizt að endurgreiða
kaupfélögunum samtals tæplega
48 millj. kr. siðustu fimm árin i
afslætti, sem fullyrða má, að hafi
komið þeim mjög vel.
— Ef við vfkjum þá að fyrir-
hugaðri byggingu ykkar við
Elliðavog, hvað er helzt um hana
að segja?
— Þetta er bygging, sem ráðizt
er i af brýnni nauðsyn, og hefur
reyndar lengi verið rætt um hana
og menn almennt verið sammála
um, að óhjákvæmilegt væri orðið
að hef jast handa við hana. Þarna
er um að ræða hús fyrir Innflutn-
ingsdeild, og verður það raunar
aðeins fyrsti áfangi i stærri fram-
kvæmdum við allsherjar hafnar-
í siðasta tölublaði
samvinnublaðsins Illyns
birtist eftirfarandi við-
tal við Hjalta Pálsson,
framkvæmdastjóra, um
húsnæðismál innflutn-
ingsdeildar SÍS og það
sem helzt er á döfinni i
starfsemi innflutnings-
deildar. Viðtalið birtist
hér með góðfúslegu leyfi
Iljalta og ritstjóra
Illyns.
Nú undanfarið hefur ýmislegt
markvert verið að gerast i hús-
næðismálum Innflutningsdeildar
Sambandsins. Má þar fyrst
nefna, að byggingavöruverzlun
deildarinnar fluttist á s.l. ári i ný-
keypt húsnæði að Suðurlands-
braut 32, og sömuleiðis er fóður-
vöruverzlunin i Reykjavik nú um
það bil að flytjast inn að Sunda-
höfn. Þar fer hún fram i nýreistri
fóðurblöndunarstöð við kornturn-
ana, sem Kornhlaðan hf. rekur,
en það fyrirtæki er i eigu Sam-
bandsins og tveggja annarra
fóðurinnflytjenda. Þá er og nokk-
uð um liðið siðan frá þvi var
skýrt, að Sambandið hefur sótzt
eftir þvi hjá Reykjavikurborg að
fá aðstöðu fyrir vörugeymslur við
Elliðavog. Nú nýverið var svo frá
þvi greint i Glugganum, frétta-
blaði Innflutningsdeildar, að
þeim málum hefði þokað það
áfram, að deildin gæti nú á næstu
mánuðum hafið framkvæmdir við
nýja birgðastöð sina á fyrirhug-
uðu athafnasvæði Sambandsins
þar. Er sú framkvæmd reyndar
Hjalti Pálsson
fyrir löngu orðin mjög brýn, þvi
að vörugeymsluaðstaða deildar-
innar i gamla vöruhúsinu við
Geirsgötu er l'yrir löngu orðin alls
ófullnægjandi. Með það i huga að
flytja lesendum HLYNS fréttir af
þessum framkvæmdum öllum,
gengum við nýlega á fund Hjalta
Pálssonar frkvstj. Innflutnings-
deildar og lögðum fyrir hann
Kornturnarnir viöSundahöfn. Fóðurblöndunarstöð Sambandsins er I byggingunum lengst t.v. Uppskipunartæki (dælubúnaður) turnanna sést á
bryggjunni.
stöð og vörumóttöku Sambands-
ins á þessum stað. Þessi fyrsti
áfangi verður stórt hús, nokkuð á
annað hundrað metra á hvorn veg
og samtals um 14 þúsund fer-
metrar. Húsið verður reist úr
steinsteypu, jafnt veggir sem loft,
með allmörgum burðarsúlum, og
hæð þess verður um 9,5 metrar að
utan, en stöflunarhæð inni i þvi
um 7,5 metrar. I aðalatriðum
verður það á einni hæð, en þarna
er ráðgert að verði til húsa vöru-
geymslur Innflutningsdeildar
ásamt pökkunarstöð, söluskrif-
stofum og umbúðageymslum
Sjávarafurðadeildar o.fl. Bygg-
ingarefnið, þ.e. steinsteypa i hólf
oggólf er m.a. valið i samráði við
tryggingafélög og endurtryggj-
endur erlendis, enda verður
þarna mjög mikið til vandað um
eldvarnir og mun meira en áður
hefur tiðkazt hér með hliðsjón af
þeim miklu verðmætum, sem
þarna verða saman komin.
— Og framkvæmdir þarna eru
um það bil að hefjast, er ekki svo?
— Jú, að visu hefur afhendingu
lóðarinnar seinkað litillega frá
þvi sem upphaflega var áætlað,
en við gerum þó ráð fyrir að geta
hafið framkvæmdir nú mjög fljót-
lega. Siðan er stefnt að þvi, að
þessi bygging, eða fyrsti áfang-
inn, verði tilbúinn til notkunar á
árinu 1975, og eftir það vonumst
við siðan til að hægt verði að taka
til við næstu áfanga. Annar og
þriðji áfangi eru hafnarskemma,
þar sem verða vörugeymslur •
Skipadeildar með viðbótar stein-
steyptu útisvæði sunnanverðu við
skemmuna, og er annar áfangi
áætlaður 6.500 fermetrar, en
þriðji áfangi 11.000 fermetrar.
Þessum siðast töldu framkvæmd-
um verður þó ekki lokið fyrr en
búið er að gera nauðsynlega upp-
fyllingu og ganga frá viðleguað-
stöðu, sem hafnaryfirvöld lofa að
hafa fullbúna eftir rúm sex ár,
eða ekki siðar en 1980. Siðan ger-
um við svo ráð fyrir að ráöast i
fjórða áfanga þessara fram-
kvæmda, sem verður sérstök
bygging á tveimur hæðum á milli
hinna tveggja, samtals um 15.000
fermetrar, sem fyrst og fremst
verður viðbót við birgðastöðina.
Það er e.t.v. ástæða til að taka
fram, að hér er um framkvæmd
aö ræða, sem óhjákvæmilega tek-
ur nokkur ár að ljúka við, en á
þessu stigi vonumst við til, að
takast megi að koma sem mestu
af þessum byggingum upp á
næstu árum, auk þess sem vita-
skuld verður einnig að hafa hlið-
sjón af framkvæmdum hafnar-
yfirvalda, sem ég gat um.
— Hér verður væntanlega um
alldýra framkvæmd að ræða.
— Já, og varðandi þessar bygg-
ingar vaknar óhjákvæmilega sú
spurning, hvort þessi fyrsti
áfangi verði of dýr fyrir rekstur
Innflutningsdeildar. Miðað við þá
aukningu i veltu, sem deildin hef-
ur notið undanfarin ár, þá er það
þó trú okkar, að þessi hússtærð,
sem varðfyrir valinu, muni henta
okkur vel um nokkra framtiö.
— Nú hefur talsvert verið
kvartað undan erfiðum rekstrar-
grundvelli smásöluverzlunarinn-
ar i landinu á undanförnum ár-
um. Hvað er að segja um fram-
tiðarmöguleika deildarinnar i
ljósi þess?
— Já, það er rétt, en þar er
einnig á það að lfta, að það getur
ekkert þjóðfélag verið án smá-
söluverzlunar eða dreifingar -
Hér á bakka EUiðavogs verður innan tiðar byrjað aö grafa fyrir nýrri Birgöastöö.
aðila, þvi að daglegar neyzluvör-
ur sinar kaupir fólk af nauðsyn.
Ef það ætti að brjóta niður það
dreifingarkerfi, sem við nú eig-
um, þá væri það hrein eyðilegg-
ing, og þess vegna tel ég að það
geti ekki hjá þvi farið, að smá-
söluverzluninni verði sköpuð
nauðsynleg aðstaða til að veita þá
þjónustu, sem henni ber.
— Er vitað, hver hlutur Inn-
flutningsdeildar eri innflutningitil
landsins i heild eða i einstökum
vöruflokkum?
— Það liggja þvi miður ekki
fyrir neinar skýrslur, sem sýna
það hlutfal.I, en samkvæmt þeim
upplýsingum, sem eru fyrir
hendi, virðist hlutfall deildarinn-
ar i ýmsum helztu nauðsynjavör-
um vera mjög misjafnt eða á bil-
inu 20-50%, og þar sýnist einnig
vera um nokkra hlutfallslega
magnaukningu að ræða siðustu
ár. Þó er fóður hér i sérflokki, þvi
að flutfall deildarinnar i fóðurinn-
flutningi siðustu árin hefur verið
allmiklu hærra og komst upp i
68,8% á siðasta ári.
— Hvaða starfsemi deildarinn-
ar verður lögð niður samfara þvi
að fóðurfblöndunarstöðin við
Sundahöfn tekur til starfa?
— Það stendur til, að fóður-
blöndunarstööin i Þorlákshöfn
verði lögð niður samhliða þvi að
nýja stöðin kemst i fullan rekstur.
Þá hefur verið hætt starfrækslu
fóðursekkjunar og fóðurgeymslu
deildarinnar i örfirisey, enda
verða afköst nýju fóður-
blöndunarstöðvarinnar mjög
mikil, eða a.m.k. 20 þúsund lestir
á ári.
— Hvaða landsvæði á fóður-
blöndunarstöðin að þjóna, og
verður fóður áfram flutt beint inn.
til annarra landshluta?
— Hún á að þjóna viðskiptavin-
um austur að Lómagnúp, þ.e.
Suðurlandsundirlendinu. Hins
vegar er miðað við, að fóður verði
flutt til Borgarness beint frá út-
löndum og þvi dreift þaðan,
sekkjuðu eða lausu, beint til
bænda á viðskiptasvæði Kaup-
félags Borgfirðinga, sem orðið er
þriðji stærsti söluaðili landsins i
fóöri með um 4-5 þúsund lestir á
ári. Aftur á móti selja kaupfélög-
in hér á Suðurlandsundirlendinu
10-12 þúsund lestir á ári, sem allt
verður afgreitt frá Reykjavik, og
til annarra landshluta er gert ráð
fyrir, að fóður verði áfram flutt
beint.
— En myndi þetta breytast, ef
vegur með varanleguslitlagi væri
kominn frá Reykjavik til Borgar-
ness, ásamt brú yfir Borgarfjörð
og hugsanlega einnig einhvern
hluta Hvalfjarðar?
— Þaö væri hugsanlegt, en er
alls óvist. Ef stærri og afkasta-
meiri bilar en nú eru notaðir
fylgdu eftir endurbættum vegi,
mætti hugsa sér, að fóður yrði
einnig flutt þangað frá Reykjavik
i einhverjum mæli, en ég eygi það
þó ekki á næstu árum.
— En hvert telur þú að öðru
leyti að sé helzta hagræðið að til-
komu fóðurblöndunarstöðvarinn-
ar við Sundahöfn?
— Það er fyrst og fremst að-
stöðumunurinn i Reykjavikur-
höfn, sem er miklu öruggari en
Þorlákshöfn. Með þeim full-
komna dæluútbúnaði, sem þar er
nú til staðar og dælir 100 lestum á
klukkustund ásamt þvi að hann
vigtar kornið um leið, þarf ekki
nema tvo menn til að losa heilt
skip. I Þorlákshöfn þurfti á hinn
bóginn marga menn við upp-
skipunina, korninu þurfti að aka á
bilum frá skipshlið á geymslustað
og vega það á leiðinni á hafnar-
vog. Lestun og afgreiðsla þar var
sömuleiðis miklu seinvirkari og
starfsmannafrekari en er við
kornturnana, þvi að þar gengur
hún álika fljótt fyrir sig og losun-
in. Þá á nýi vegurinn milli
Reykjavikur og Selfoss hér mik-
inn híuta að máli þvi að hann er
litlu lengri en leiöin frá Selfossi til
Þorlákshafnar, en skapar bæði
stóraukna flutningamöguleika og
dregur einnig mikið úr sliti og
viöhaldi á bilunum, sem aka með
fóðrið.
— Hver er reynslan af rekstri
Kornhlöðunnar hf. og hvernig
hefur samstarfið um rekstur
hennar gengið?
— Samstarfið um rekstur henn-
ar hefur gengið vel, en þó eðlilega
ekki án árekstra, þar sem um
keppinauta er að ræða. Korn-
turnarnir taka nú 5.110 lestir, en
það hefur komið i ljós, að þeir eru
ekki nógu stórir, heldur vantar
þarna töluvert meira geymslu-
rými. Þess vegna þyrfti það að
vera eitt af verkefnum nánustu
framtiðar að stækka þá svo, að
þeirtækju þetta 10-12 þúsund lest-
ir.
— En ef við vikjum þá að hús-
næði Byggingavörusmásölunnar
að Suðurlandsbraut 32 og Armúla
29, hvað er um aðstöðu hennar
að segja og má ætla að hún full-
nægi þörfum hennar til fram-
búðar?
— Reksturinn þar hefur gengið
vel, og það var óneitanlega stór-
kostlegt framfaraspor að flytja úr
gömlu skrifstofuhúsnæði að
Hafnarstræti 23 i húsnæðið við
Suðurlandsbrautina. Á hinn bóg-
inn verður ekki framhjá þvi geng-
ið, að eigi menn að vera i takt við
timann, mun ekki langur timi
liða, þar til hana þarf að færa i
nútimalegra horf en mögulegt er
þar.
— En aðstaða Birgðastöðvar,
Búsáhaldadeildar og Vefnaðar-
vörudeildar i vörugeymsluhúsinu
við Geirsgötu, er hún ekki fyrir
löngu orðin allsendis ófullnægj-
andi?
— Aðstaðan þar hefur verið
mjög þröng og erfið um langa
hrið, enda er það mjög óþægilegt
að hafa vörugeymslur á mörgum
hæðum eins og þar er. Með sivax-
andi vörumagni er hún nú orðin
mjög erfiö, og á þaö ekki sizt við
um starfsemi Birgðastöðvar, sem
stofnsett var og tók til starfa i tið
fyrirrennara mins, Helga heitins
Þorsteinssonar. Með stofnun
hennar var stigið mikið gæfuspor
fyrir samvinnuverzlunina i land-
inu, og nú er það von min, að með
tilkomu nýja hússins batni aö-
staða hennar verulega og til
frambúðar.
— Eru jafnframt þessum nýju
byggingaáætlunum áfram uppi
hugmyndir um að reisa fleiri
birgðastöðvar úti um landið?
— Nei, ég tel, að ekki eigi að
stefna að þvi að reisa fleiri
birgðastöðvar, heldur þvert á
móti að flytja þungavörurnar
sem mest beint á hafnirnar, en
afgreiða siðán smærri vörur eftir
hendinn'i frá Iteykjavik. Eg tel
það óvist með öllu, að i heild yrði
það ódýrara eða myndi skapa
aukna hagkvæmni að reisa aðra
slika stöö einhvers staðar úti á
landi, og er i þvi sambandi á það
að lita, að vegirnir eru stöðugl að
batna og flutningabilarnir aö
stækka, auk þess sem stöðugt er
unnið að endurbótum á öðrum
samgöngum. Með þvi móti
minnka fjarlægðirnar óðum, og
þannig breytast viðhorfin, svo að
það ser.i á við i dag, getur verið
orðið úrelt innan tilltölulega fárra
ára.
— e.
:
;
Svona hugsa menn sér framtiöarathafnasvæði samvinnumanna i
höfuöborginni, þegar framkvæmdum viö þaö er að fullu lokiö. Þarna er
staöurinn séður úr suðri. Skip liggur viö hafnarbakkann, stórir flutn-
ingavagnar eru viðs vegar um svæðiö, bilar starfsmanna við aðalinn-
ganginn og fánaborg við innkeyrsluna. Ætla má, aö þegar fram liöa
stundir, muni aðalstarfsemi Sambandsins svo sem flutningar aö og frá
landinu. dreifing vöru með bilum um landiö, lagerhúsnæði fyrir allar
undirdeildir Innflutningsdeildar, einnig fyrir verksmiðjurnar á Akur-
evri verða hér svo nokkuö sé nefnt